Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Page 38
iO LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988. Iionel Richie á bam utan hjónabands Eitthváð fer nú að falla á þá ímynd sem söngvarinn frægi Lionel Ritchie hefur skapað sér því hver greinin rekur aöra um framhjáhald hans og kvennamál. Er skemmst að minnast þess að eiginkona hans var hand- tekin þann 29. júní eftir að hafa lú- barið stúlku sem mun hafa verið hjá- svæfa hans. Skal þess þó getið hér að heimildir eru misáreiðanlegar en það var sjálf Reuterfréttastofan breska sem sendi út fréttina um handtöku Brendu Richie. í nýlegu tölublaði af slúðurblaðinu News Of The World er svo sagt frá því að Brenda hafi hótað manni sín- um lífláti er hún komst aö því að harin átti barn utan hjónabands. Sjálf er Brenda sögð óbyrja. Mun Lionel hafa farið í felur eftir þetta með ást- konu sinni, Michelle Jordan, og tveggja vikna gömlu barni þeirra. Að sögn mun Lionel hafa forðað sér því hann óttaðist hvað kona hans gæti gert. Hún hefur hótað að drepa þau öll og er sögð vera fær um hvað sem er. Brenda hefur til dæmis verið staðin að verki þar sem hún reyndi að klifra yfir vegg sem umlykur hús það sem Lionel og Michelle munu hafa verið í. Eins og áður sagði var Brenda handtekin eftir að hafa ráðist inn í íbúð 1 Beverly Hills þar sem hún kom að maka sínum í rúminu með ann- arri konu. Gekk hún hreinlega ber- serksgang þegar hún komst að því að sú, er í rúminu var, var ekki barnsmóðir Lionels. Sparkaði hún í eiginmann sinn á viðkvæmum stöð- um, barði Diane Alexander heldur hressilega og braut allt og bramlaði sem hún festi hönd á. News Of The World er hreykið af því að tilkynna að hin hreina og sak- lausa ímynd söngvarans er fölsun ein. Heldur blaðið því fram að hinn guðhrædddi lagasmiður sé kynóður og hafi jafnvel mök við allt að tíu konur á einni nóttu. Það verður þó ekki selt dýrara en keypt var. En það þykir þó deginum ljósara að Lionel Sparifé þitt rýrnar eklci ef þú fjárfestir í spariskírtej ríkissjóds Það eru margar ástæður fyrir því að spariskírteini ríkissjóðs eru einn vænlegasti kostur sparifjáreig- enda í dag. Spariskírteini ríkissjóðs eru einföld og jafnframt ein.öruggasta ávöxtunarleið, sem völ er á. Spariskírteinin eru verðtryggð, sem kemur í veg fyrir að sparifé þitt rýrni og bera auk þess allt að 8,5% vexti. Og ekki má gleyma að spariskírteinin eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum. Spariskírteini ríkissjóðs eru því án efa rétti kosturinn fyrir þig. Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: FLOKKUR LÁNSTÍMI ÁVÖXTUN GJALDDAGI l.fl.D 3 ár 8,5% 1. feb.’91 l.'fl. A 6/10 ár 7,2% 1. feb, 94—’98 Ávöxfun ríkisvíxla er nú allt að 43,13% á ári. Nú eru forvextir á ríkisvíxlum 34,3% sem jafngildir 43,13% eftirá greiddum vöxtum miðað við 90 daga lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að ávaxta skammtímafjármuni. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru við- skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síð- an send í ábyrgðarpósti. RIKISSJOÐUR ISLANDS Richie hefur alls ekki veriö konu sinni trúr í þrettán ára hjónabandi þeirra. Á hann meðal annars að hafa staöið í ástarsambandi við fallega, austræna stúlku og stóð það sam- band í ein átta ár. Keypti hann handa henni bæði glæsivillu og Mercedes Benz. Mun Lionel biðja aðstoðarmenn sína urri aö útvega sér kvenmenn, þ.e. svokallaðar „groupies" en það eru stúlkur er virðast eiga þá Ósk heitasta að fá deila rúmi með frægum Söngvarinn frægi, Lionel Richie, er nú talinn vera lygalaupur hinn mesti og fúlmenni. hljómlistarmönnum. Fær Lionel að- stoðarmennina til að senda eina nýja inn til sín á 40 mínútna fresti. Hefur hann víst einnig gengið svo langt að skrá leikfélaga sína inn á sama hótel og hann sjálfur gisti á þó að eiginkon- an væri með í förinni. Ekki virðist það skipta máli fyrir hann hvort leik- félagarnir eru smá- eða hávaxnir, ungir eða gamlir, blakkir eða ljósir á hörund. Lionel Richie reyndi einu sinni að leyna því hvernig hjónaband hans væri með því að ættleiða barn. Móð- ir barnsins aftur á móti skipti um skoðun og hóf þá Lionel herferð til að reyna að fá hana dæmda óhæfa móður. Áætlunin mistókst og barniö varð eftir hjá móður sinni. Lionel hefur alltaf -kennt Brendu um að hjónaband þeirra er barnlaust og hefur því reynt með öllu þessu fram- hjáhaldi að sanna að hann sé sannur karlmaður. Brenda Richie heldur hér á stúlk- unni sem Lionel vildi ættleiða um árið. Brenda hefur mátt þola óend- anlegt framhjáld af hálfu eigin- manns síns. Lionel kvæntist Brendu árið 1975 eftir að þau höfðu verið saman í há- skóla. Einu sinni reyndi hún að stytta sér aldur vegna framhjáhalds Lionels en það tókst ekki. Árið 1981 reyndi hún svo að s'kilja við hann eftir að hún hafði komið að honum í rúminu með ungri stúlku. Brenda féllst þó á að fyrirgefa honum og byrja upp á nýtt. Þetta var því bara enn eitt loforðið sem aldrei átti að halda eins og þegar hann dró Brendu upp á svið hjá sér í Madison Square Garden til aö halda upp á 11 ára brúð- kaupsafmæli þeirra. Um 20.000 aðdá- endur urðu vitni að atburði þessum. Brenda virðist þó ekki alveg vera búin að fá nóg af Lionel því hún er enn reiðubúin að fyrigefa honum ef hann kemur einhvern tímann niður á jöröina. Þó sagði hún sjálf að hún þyldi ekki lygi. Hún hefði fljótt fund- ið í hjarta sínu að þaö sem Lionel segði væri ekki sannleikurinn en samt er hún ekki viss um að skilnað- ur sé svarið við vandamáli þeirra hjóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.