Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Qupperneq 42
54 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988. LífsstOI Breiðafjörðurinn: 'Ákjósanlegur áfangastaður Á kortinu getur að líta flesta gisti- og tjaldstaði sem eru við Breiðafjörðinn. Siglingaleiðir Flóabátsins og Eyjaferða eru einnig merktar. Þeir sem velja Breiðafjörðinn og Breiðaíjarðareyjar sem áfangastað í ferðalaginu verða trúlega ekki fyrir vonbrigðum. Ekki er aðeins um að ræða einstaka náttúrufegurð heldur eru möguleikar til dægradvalar miklir. Hér á eftir verður talið upp nokkuð af því sem í boði er. Ferðamöguleikar til Breiðafjarðar Hægt er að kaupa ferð með rútu hjá BSÍ og kostar til dæmis miði fram og til baka frá Reykjavik til Stykkis- hólms krónur 1.750. Arnarflug er með áætlun frá Reykja- vík til Stykkishólms 6 daga vikunn- ar. Farmiði báðar leiðir kostar 4.400 krónur. Einkabíllinn er að sjálfsögðu algengasti fararskjótinn. Það tekur rúma þrjá tíma að aka til Stykkis- hólms. Þá siglir ferjan Baldur daglega á niilli Stykkishólms og Brjánslækjar. Á báðum leiðum er komið við í Flat- ey og stansað þar um stund. Gisting og tjaldstæði Skipulögð tjaldstæði eru á nokkr- um stöðum við Breiðafjörð. Þegar talað er um skipulögð tjaldstæði er átt við svæði þar sem aðstaða hefur verið gerö fyrir tjaldferðamenn. Það getur verið mismunandi hvað boðið er upp á en yfirleitt er til staðar renn- andi vatn og salerni. Á kortiö eru merkt þau svæði sem hafa slíka að- stöðu. *■ Gistingu er víða hægt að fá við Breiðafjörð. Ef byrjað er á Hellis- sandi og Rifi er hægt aö fá gistingu á Gistiheimilinu Gimli. Næst kemur Ólafsvík. Þar er Hótel Nes sem býður upp á venjulega gistingu ásamt svefnpokarými. Á hótelinu er hægt að kaupa sér mat og einnig eru aðrir matsölustaðir í þorpinu. Hægt er að komast í veiði til sjós og lands frá Ólafsvik. Á Grundarfirði er gistiheimilið Ásafell. Veitingar er hægt að kaupa í Ásakaffi. Bændagisting er á Kverná í Grundarfirði. Hestaleiga er á staðn- um og farið er í skipulagða útreiðar- túra þaðan. Stykkishólmur er stærsti þéttbýlis- staður við Breiðafjörð. Þar eru tveir gististaðir. Hótel Stykkishólmur er annar þeirra. Hótelið býður upp á ýmsa þjónustu, svo sem veitingar og gufubað. í Egilshúsi er hægt að fá gistingu. Léttar máltíðir eru til sölu þar. í Stykkishólmi eru fleiri staðir sem selja veitingar. Þar eins og ann- ars staðar bjóða bensínsölur upp á skyndibitamat. Tjaldstæði er í bæn- um. í Búðardal eru nokkrir valmögu- leikar á gistingu. Fyrst ber að nefna Gistiheimilið Ægisbraut. Þá er hægt að fá svefnpokapláss í félagsheimil- inu Dalabúö. Bændagisting er mögu- leg á Efri-Brunná í Saurbæjarhreppi og Stóra-Vatnshomi í Haukadals- hreppi. Hótel Edda að Laugum er í Sælingsdal og liggur af Vestfjarða- vegi skammt norðan við Fellsstrand- arveg (áður en ekið er á Svínadal). Hótelið í- Hvammssveit er stutt frá Hvammi. Veitingar er víðast hægt að fá á þessum stöðum. Bátaleiga og bændagisting Á Króksfiarðarnesi og í Reykhóla- sveit er hægt að fá gistingu. Svefn- pokapláss er hægt aö fá í Vogalandi á Króksfiarðarnesi. Einnig er hægt að fá slíka aðstööu í Reykhólaskóla. Á bænum Stað á Reykjanesi er til leigu sumarhús og á Bæ í Reykhóla- sveit er boðin bændagisting. Þar er rými fyrir fimmtíu manns. Gistingu og veitingar er hægt að fá á Hótel Bjarkarlundi. Þar er einnig rekin bátaleiga og upplýsingar um veiði í nærliggjandi ám og vötnum er til staöar. Hótel Edda er rekið á sumrin í Flókalundi og í skólahúsinu að Birkimel er hægt að fá svefnpoka- pláss. Á bænum Bijánslæk eru tjald- stæði með hreinlætisaðstööu. Þar er hægt að fá leigða hesta. Stutt er það- an í Vatnsfiörðinn en þar er tjaldað- staða. í Flatey er rekinn veitingastaður. Eyjaferðir bjóða upp á tjaldmögu- leika á öðrum eyjum í Breiðafirði. Þá eru ferðalangar fluttir út í eyjarn- ar og sóttir seinna á umsömdum tíma. Fiskveiði, reiðtúr og sigling Möguleikar til dægradvalar eru margir við Breiðafiörð. Veiði bæði til sjós og lands er í boði allt frá Ólafs- vík til Bijánslækjar. Eyjaferðir, sem hafa höfuðstöðvar sínar í Stykkishólmi, sigla með ferða- menn um eyjarnar og/eða selflytja menn út í ákveðnar eyjar. Flóabátur- inn Baldur er með reglulegar ferðir á milli Stykkkishólms og Bijánslækj- ar með viðkomu í Flatey. Upplýsingar um þessa möguleika er hægt að fá hjá Upplýsingastöö ferðamála eða á þeim gististöðum sem eru á hveiju svæði. Hestaleigur tengjast gjarnan bændagistingu. Ekki er nauðsynlegt að vera nætur- gestur til að fá að njóta þessarar þjónustu. Nánari upplýsingar um bændagistingu er aö finna hjá Ferða- þjónustu bænda. Golfvelli má til dæmis finna á Ól- afsvík og í Stykkishólmi. Fyrir þá sem vilja taka sundsprett eru fiöl- margar sundlaugar á leiðinni. Oftast eru þær til staðar á eða nálægt þeim þéttbýlissvæðum sem eru við Breiða- fiörðinn. Við Breiðafiörðinn er margt að sjá, gera og skoða. Nóg er af sögustöðum, fallegum gönguleiðum og merkileg- um náttúrufyrirbærum. Breiðafiörð- urinn hefur löngum verið talinn auö- ugur af náttúrufegurð og svo er enn í dag. Þeir sem leggja land undir fót og heimsækja þennan fallega stað finna þar fiölbreytni og fegurð sem á sérfáarhliðstæður. -EG. Sigling um Breiðafjöró Með tilkomu fyrirtækisins Eyja- ferða í Stykkishólmi hafa ferða- möguleikar á Breiðafirði stórauk- ist. Eyjaferðir voru stofnaðar sumariö 1986 og er þetta því þriðja sumarið sem þær starfa. Nú eru tveir bátar í stööugum feröum í þeirri paradís náttúruunnandans sem Breiðafiöröur er. Þeir eru Brimrún sem tekur 20 farþega og Hafrún, sem keypt var í vor og tek- ur 62 farþega. Getur fólk valið um tvenns konar ferðir sem farnar eru hvem dag, oftar um helgar og þegar eftirspurn er mikil. í fyrsta lagi er ferð út í Flatey og til baka. Er stoppað í Flat- ey í tvo tíma, en í heild tekur sú ferð um fióra tíma. Möguleiki er á að gista þar á fialdstæði, en aðstaða fyrir tjaldgesti þar var gerð í vor. í öðru lagi er ferö um hinar svo- kölluðu Suðureyjar í mynni Hvammsfiarðar. Sú ferð er um tveggja tíma löng. Ef óskir berast þar aö lútandi, er hægt að blanda Flateyjarferð og Suðureyjaferð saman. Óskar Eyþórsson, einn eigenda Eyjaferða, segir að farið sé í alls konar ferðir fyrir utan hinar reglu- legu ferðir hvem dag. Þær erú þá skipulagðar eftir óskum og fyrir allar stærðir af hópum. í ferðunum sér leiðsögumaður um að skýra út það sem fyrir augu farþeganna ber. Bárujárn við stuðlabergs- gerð Blaðamaöur fór í suðureyjaferð með Brimrúnu fyrri part júní og viðraði þokkalega þrátt fyrir allt. Var Óskar Eyþórsson við stjóm- völinn og sinnti einnig leiðsögn. í ferðinni er stoppað á 11 stöðum og bar þar margt fyrir sjónir. Þar á meðal er fiölskrúðugt fuglalíf eyj- anna sem hægt er að grannskoða þar sem báturinn fer nær alveg að klettunum. Hæstu eyjarnar em Dímonar- klakkar. Þar hélt Eiríkur rauði til um skeið eftir að hann var gerður útlægur og safnaði vistum fyrir vesturferð sína. Á fullri ferð með Brimrúnu, öðrum báti Eyjaferða, á milli eyjanna í mynni Hvammsfjaröar. Þær kallast Suðureyjar. Þar kennir ýmissa grasa fyrir náttúruunnendur. DV-myndir hlh Frá höfninni í Stykkishólmi. Lagt er upp frá flotbryggju trillubátanna. Sá guli var nýkominn inn af grásleppuveiðum þegar Brimrún sigldi úr höfn. Purkey er öðru fremur þekkt fyr- ir hina miklu náttúrufegurð. Þar em miklar stuðlabergsmyndanir og þaö sem meira er, þær eru þverrákóttar. Gámngar segja að þegar skaparinn gerði Purkey, hafi hann orðið uppiskroppa með móta- timbur og því þurft að notast við bárujárn. Þar sé komin skýringin á þessum rákum í stuðlaberginu, sem jarðfræðingar kunna enga al- mennilega skýringu á. Líkt og beljandi fljót Það náttúrufyrirbæri sem vekur hvað mesta athygli á ferð um Suð- ureyjar er Hvammsfiarðarröst. Eyjamar loka nær Hvammsfirði og við flóð og fiöm er gífurlegur straumur milli eyjanna. Þegar stór- streymt er líkist röstin einna helst beljandi á og getur rennslishraðinn þá farið í allt að 18-20 sjómílur. Frekar rólegt var þama í ferð blaðamanns og því gat Óskar stýrt Brimrúnu þarna um án mikilla erfiðleika. Sjórinn frussaði þó við klettana og gaf manni til kynna hvaða gífurlegu öfl eru þarna að verki. Meðal síðustu eyjanna er svoköll- uð Hvítabjarnarey, en þar var einu sinni skotinn hvítabjöm. Eyja þessi var í vinning í happdrætti sem haldið var til styrktar byggingu hótelsins í Stykkishólmi á sínum tíma. Er þetta víst eina eyjan á ís- landi, og þó víðar væri leitað, sem hefur verið til vinnings í happ- drætti. Enginn eignaðist þó eyjuna í þaö skiptið, þar sem hún kom upp á óseldan miða. Ýmislegt fleira mætti segja frá ferð þessari um eyjarnar, sem var hin skemmtilegasta, en sjón er sögu ríkari og því ættu þeir sem tækifæri hafa til að skella sér út á Breiðafiörð. Náttúrufegurð hans svíkur engan. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.