Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
7
Fréttir
Kostnaður bankanna:
Atvinnulífið
borgarfyrir
einstaklingana
- segir Viihjálmur EgHteson
,JEf það kæmi hingaO erlendur
banki, sem einungis skipti við
atvinnulífið, er ég sannfærður
um aö vextir hjá þeim banka yröu
miklu lægri en hjá íslenskum
bönkura í dag,“ sagði Vilhiálraur
Egilsson, framkvæmdastjóri
Verelunarráös.
„íslenska bankakerfið er dýrt.
En það er líka þannig byggt upp
aö atvinnulífið niöurgreiöir þjón-
ustu til einstaklinga. Bankakerfið
tekur að sér að færa óhemjumagn
af gíróseðlum fram og til baka
fyrir nánast ekki neitt. Sama má
segja um tékkaviðskiptin öll.
Fólk borgar ekki nándar nærri
það fyrir þessa þjónustu sem hún
i raun kostar.
Ég get tekið sem dæmi að ég er
gjaldkeri í félagi sem í eru um 600
til 800 manns. Ég kaupi gíróseðla
fyrir um 17 krónur stykkið og
sendi til aUra félagsmanna. Fyrir
hvern félagsmann, sem greiðir,
fæ ég senda greiðslukvittun i
pósti. Póstburðargjaldið slagar
hátt upp í þessar 17 krónur. Þá
er eftir að torga vinnuna sem fór
í að setja þessar kvittanir í um-
slögin, taka við peningmium og
ýmsar millifærslur. Ég fæ því allt
þetta umstang bankans langt
undir þvi verði sem þaö kostar.
Einhver annar er rukkaður fyrir
raunverð þessarar þjónustu,1'
sagöi Vilhjálmur EgUsson. -gse
Vélarbilun á miðunum. Verið er að draga Hektor SF inn til Hafnar en vélin
bilaði úti á miðunum. .
Hofn:
Góður afli handfærabáta
Á súluritinu til vinstri má sjá raunávöxtun nokkurra innlánsforma á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Verst eru kjörin á tékkareikningum. Þau eru neikvæð
um 15,9 prósent. Best eru kjörin á 6 mánaða verötryggðum reikningum eða jákvæö um 3,5 prósent. Á súluritinu til hægri má sjá raunávöxtun nokkurra
útlánsforma á fyrri hluta þessa árs. Bestu kjörin eru á óverðtryggðum almennum skuldabréfum eöa 8,4 prósent. Verst eru kjörin á viðskiptavíxlum eða
15,5 prósent.
Júlía Imsland, DV, Höfri;
Góð veiði hefur verið hjá-hand-
færabátum á Höfn undanfarið og
gefið á sjó flesta daga. Um 40 smábát-
ar eru gerðir út frá Höfn í sumar.
Aflahæstir eru Gunnar Guð-
mundsson og 14 ára sonur hans á
Þyt SF með 32,358 tonn í 32 sjóferðum
og næstur er Jón Sveinsson á Giss-
uri hvíta SF með 25,269 tonn í 27 sjó-
ferðum. Frá 15. maí hafa heimabátar
landað 472 tonnum og 660 kílóum í
636 sjóferðum.
Næg atvinna hefur verið í Fiskiðju
KASK í sumar. Um helmingur þeirra
sem þar vinna er aðkomufólk, þar á
meðal 28 útlendingar. Flestir írar eða
Skandinavar á vegum Nordjobb.
Fiskveiðibann byrjar hjá hand-
færabátum fyrir verslunarmanna-
helgina og vikuna eftir mun öll vi'nna
í Fiskiðjunni vera í lágmarki.
Eigendur tékkareikninga:
af peningunum á ári
að meira en ella vegna aukinnar
áhættu bankanna viö að ráðstafa
verðtryggðu innlánsfé í óverðtryggð
útlán. -gse
■ raunávöxtun % ■ raunávöxtun
c
20-i
Raunávöxtun nokkurra innlánsforma
20 ~\
15-
10-
5-
0-
-5-
-10
-15
-20
<
n
•i
o*
<
R"
■ to
Raunávöxtun nokkurra útlánsforma
% -D" óverðtryggð
-i verðtryggð
. zl.
/
J
\ Jkr ■
.. \/
ú
1986 1987 1988
Á þessu línuriti má sjá þróun raun-
ávöxtunar útlána frá 1986 og fram á
mitt ár 1988. Annars vegar er tekið
dæmi af verðtryggðum skuldabréf-
um. Vextir þeirra hafa hækkað jafnt
og þétt úr 5 prósentum i 9,5 pró-
sent. Hins vegar er tekið dæmi af
óverðtryggðum almennum skulda-
bréfum. Raunávöxtun þeirra hefur
rokkað upp og niður. Tvisvar sinnum
hefur hún orðið neikvæð og þrisvar
sinnum hefur hún orðið hærri en
verðtryggðra bréfa. Mest varð hún
á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða
18,5 prósent.
Sparifjáreigendur munu tapa um
670 mifijónum af innistæðum sínum
á almennum sparisjóðsbókum í ár
miðað við þá raunávöxtun sem var
á þessum bókum á fyrri helmingi
þessa árs.
Þessar bækur báru neikvæða
raunávöxtun um 5,1 prósent. Það eru
þó skárri kjör en voru á tékkareikn-
ingum. Raunávöxtun þeirra var nei-
kvæð um 15,9 prósent. Til saman-
burðar þá var ávöxtun bankana á
lánum af hlaupareikningum jákvæð
um 15,5 prósent.
Þessar upplýsingar komu meðal
annars fram í yfirliti peningamála-
deildar Seðlabankans um vaxtaþró-
un á fyrri hluta þessa árs.
Af yfirlitinu má lesa að vaxtamun-
ur er nú meiri en í fyrra sumar þeg-
ar Seðlabankinn áminnti viðskipta-
bankana vegna óeölilegs vaxramun-
ar.
í yfirlitinu kemur fram að peninga-
máladeildin álítur aö setning bráða-
birgðalaga um bann við vísitölubind-
ingu lána til skemmri tíma en tveggja
ára hafi haft áhrif til vaxtahækkun-
ar.
Telur deildin að vextir hafa hækk-
Tapa 15,9 prósent