Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. 37 ' Sviðsljós Um 150.000 æstir aðdáendur Bruce Springsteen fögnuðu honum er hann birtist á sviðinu á Weissensee-leikvanginum í Austur-Berlín. Simamynd Reuter Bruce Springsteen: Vinsæll í Austur-Berlín Tugir þúsunda ungra Austur- Þjóðverja streymdu inn í Austur- Berlín nýlega til að sjá hljómleika bandaríska rokkarans Bruce Springsteen. Hin opinbera ADN fréttastofa sagði aö rúmlega 150.000 aðdáend- ur hefðu troðfyllt Weissensee-leik- vanginn sem er í norðurhluta borg- arinnar. Tónleikar Bruce Springsteen voru þó aðeins byijun- in því vænta má fleiri heims- þekktra tónhstarmanna til Berlín- ar á þessu ári. Austur-þýska æskuútvarpið DT64 sendi út beint frá hljómleik- unum og til stóð að sjónvarpið sýndi valda hluta frá þeim. Tón- leikarnir voru haldnir til að minn- ast þess að níu ár eru frá byltingu sandinista í Nicaragua. Vel tekið í Kína Spænski tenórinn Placido Domingo fékk frábærar móttökur þegar hann söng fyrir Ktnverja á dögunum. Þetta var i fyrsta skipti sem Placido kom fram i Kína, en vestræn ópera nýtur nú æ meiri vinsælda þar i landi. Símamynd Reuter Þykknar hún enn undir belti Senn líður að þvi að það fjölgi t bresku konungsfjölskyldunni því hertogaynj- an af Jórvík á von á sér í ágúst, eins og svo margoft hefur komið fram. Veðja menn nú óspart i Bretlandi um kyn barnsins og eru menn heldur á því að barnið veröi stúlka. Sara mun annars vera við ágæta heilsu þrátt fyrir litils háttar árekstur sem hún lenti í. Svo vel vildi til að hún slapp án þess að fá skrámu. Simamynd Reuter Frá Helgafelli í sjóinn: Kollan stansaði af og til og taldi ungana Ómar Garöarsson, DV, Vestmarmaeyjum: Fyrir nokkrum dögum urðu fjór- ir krakkar hér í Eyjum varir við kollu á leið til sjávar ásamt íjórum ungum sínum. Það var uppi í Smáragötu sem er nánast uppi í hlíðum Helgafells og er trúlegt að kollan hafi verið með hreiður þar. TU að gera langa sögu stutta þá arkaði kollan í gegnum bæinn og alltaf fjölgaöi bömunum sem fylgdu henni. Þegar hún nálgaðist miðbæinn var lögreglan komin á staðinn og fylgdi henni eftir í bíl. Var mjög fróðlegt að fylgjast með kollunni því hún stansaði alltaf af og til og taldi ungana, hvort þeir væru ekki allir með. Þannig gekk þetta niður aö höfn og þar fór hún í sjóinn með ungana. Fyrst var yfir stórgrýti að fara og þá bara beið kollan í fjöruborðinu þar til allir ungamir höfðu skrönglast yfir. Að lokum synti fjölskyldan sameinuð á höfninni við fognuö hinna ungu áhorfenda. Börnin fylgdu kollunni meö ungana alla leið niður að höfn. Ólyginn sagði... Jack Nicholson - djöfuliinn sjálfur úr myndinni um nornirnar þrjár - kom öllum á óvart í Hollywood á dögunum. í fyrsta skipti, svo menn minnt- ust, var hann tággrannur. Jack hefur nefnilega verið á ströngum megrunarkúr síöan í vor ög aö- eins mátt nærast á pastaréttum. Nú sprangar hann um daglega á ströndinni eins og hreykinn hani meðflatanmaga. C Tom Cruise hefur nú gripiö til þess ráðs að fara með konuna sína, Mimi Ro- gers, til fæðingarlæknis. Þau hjónin hafa mikið reypt í heilt ár til að eignast erfmgja en algjör- lega án nokkurs árangurs. Og nú hafa þau ákveöið að leita læknis- hjálpar. Það ætti ef til vill einhver að taka aö sér að kenna Tom um blómin og býflugurnar? William Hurt - leikarinn góökunni - fer í öðruvísi sumarfrí í ár en margur annar. Hann hefur nú lagst inn á Hazeldenstofnunina í Minnesota- ríki í Bandaríkjunum, þar sem allt ríka og fína fólkiö hittist til að láta renna af sér. William hef- ur áöur leitaö hjálpar viö áfengis- vandamáli sínu, og fannst á þessu ári að honum veitti ekki af aö rifja upp srnnt af því sem hann hefuráðurlært.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.