Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. 17 Lesendur Vissu ekki af því Eiríka A. Friðriksdóttir hringdi: Á sama tíma og Norræn konkret- listasýning fór fram í Listasafni ís- lands, fór fram sýning á verkum Marcs Chagall, en henni lýkur 14. ágúst næstkomandi. Aðgangseyrir er krónur 300, en átti að vera 200 fyrir ellilífeyrisþega. Það stóð alla- vega skrifaö skýrum stöfum í Mbl, þann 20 júlí siðastliðinn. Ég tilheyri hópi ellilífeyrisþega og fór á sýning- una hans Chagalls, en þegar þangað kom var mér sagt að greiða 300 krón- ur. Þá hafði afgreiðslufólkinu ekki einu sinni verið tilkynnt að elhlífeyr- isþegar ættu aö fá afslátt. Verð átti að vera lægra fyrir ellilífeyrisþega á sýningu Marcs Chagall i Lista- safni íslands. ' I lili a Auglýsendur athugiö! VERSLUNARMANNAHELGIN Síðasta blað fyrir verslunarmannahelgi kemur út föstudaginn 29. júlí. DV verður með stærra móti þann daginn, m.a. með helgarblaðs- efni, dagskrá útvarps og sjónvarps vikuna 30. júlí-5. ágúst, lífsstíl o.fl. o.fl. Skil á stórum auglýsingum í þetta blað eru fyrir kl. 17 miðvikudaginn 27. júlí. Fyrsta blað eftir verslunarmannahelgi kemur út þriðjudaginn 2. ágúst. Skil á stórum auglýsingum í það blað er fyrir kl. 17 fimmtudaginn 28. júlí. auglýsingar, Þverholti 11 — sími 27022. Umferðarreglur eru til okkar vegna —Virðum reglur vörumst slys. yUMFERÐAR RAÐ Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Hafnarfirði. Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkisins með tilvísan til 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við breytingartillögu að stað- festu aðalskipulagi og deiliskipulagi á Steinullarlóð við Lækjargötu í Hafnarfirði. Breytingartillagan tekur til landnotkunar (íbúðir í stað iðnaðar), nýtingarhlut- falls (0,45 verður 0,65) og húsagerðar. Tillagan liggur frammi á skrifstofu skipulagsstjóra Hafnarfjarðar að Strandgötu 6 frá 29. júlí til 9. sept. 1988. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 23. septemb- er 1988 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast sam- þykkir tillögunni. Hafnarfirði 21. júlí 1988. Skipulagsstjóri ríkisins. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. ÓDÝRU KULUTJÖLDIN KOMIN! Bakpokar kr. 3.950,- Thermo Hallov Fiber kr. 3.890,- 3ja manna kúlutjald kr. 5 4ra manna kúlutjald kr. 6.900,- SPORTLEIGAN V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA SÍMI 13072 a rvvö Oft þarf ekki mikið til að gera aðkomu við hús aðlaðandi. Þannig geta blómaker og hengipottar gert snyrti- legan inngang að fallegum inngangi. DV fór í könnunarleiðangur á dögun- um og skoðaði hús þar sem búið er að skreyta. Svo virðistsem Islending- ar séu nokkuð áhugasamir um að hafa fallegt í kringum sig. Við báðum einnig blómaskreyting- arstúlkur að aðstoða við að setja skreytingu „á svið". Inngangur við hús í Skerjafirði var myndaðurfyrir og eftir skreytingu. Við fáum nokkrar ráðleggingar um utanhússskreyting- ar á Heimilissíðum DV á morgun. Útisamkomur um verslunarmanna- helgi hafa tíðkast hér á landi í tugi ára. I Lífsstíl á morgun verður skyggnst aðeins aftur í tímann til úti- samkoma fyrri ára. Þa.r gefur að líta sýnishorn af því hve lítið hlutirnir hafa breyst í gegnum árin. Um verslunarmannahelgina árið 1961 varð útisamkoma á Hallorms- stað fræg, svo mikil voru drykkjulæt- in. Þrem árum síðar, 1964, setti stór hópur fólks svartan blett á samkomu í Þórsmörk og læknar og lögreglulið höfðu meira en nóg að gera. Nú geta unglingarnir lesið um syndir feðranna og mæðranna í Lífsstíl á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.