Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
33
LífsstOl
Aðalheiður Pálsdóttir með prakkaralegu baggalútana sem hún bjó til sjálf.
klukkustund að sandblása hvern
stein.
Þá fer að síga á seinni hlutann í
vinnslunni en áður en lýkur þarf að
dytta að smáatriðum, mála ofan í
steinana o.s.frv.
Smáu steinarnir eru hins vegar
mun auöveldari í vinnslu. Þeir þurfa
einnig að slípast og eru settir saman
í kílóavís í þar til gerða vél. Þar rúlla
þeir fram og til baka í nokkra daga.
Eftir slípunina eru þeir tilbúnir til
þess aö verða settir saman í eitthvert
listaverk enda eru þeir notaðir nán-
ast eins og þeir koma af skepnunni.
Hugmyndaflug hstamannanna ræð-
ur því hvernig og hvað úr þeim verð-
ur. Til dæmis hafa svonefndir bagga-
lútar orðið mjög vinsælir. Þá er
tveimur til þremur mismunandi
steinum raðað upp þannig aö úr
verði litlir karlar og kerlingar. Síðan
eru sett á þau augu og jafnvel munn-
ur og nef þannig að þau verði dálítið
vinaleg ásýndum.
Framtíðarlífæð Borgarfjarðar
Helgi kvað vinsældir borgfirska
steinsins sífeht vera að aukast. Hann
sagði að 30% fleiri hefðu heimsótt
búðina í ár miðað við sama tíma í
fyrra. Hann sagöist binda miklar
vonir við framtíð steinaverksmiðj-
unnar og sagði að eftir 1 til 3 ár færi
hún að gefa eitthvað í aðra hönd.
lands. Jóhannes Kjarval listmálari
fékk mikinn innblástur í Borgarfirð-
inum, þaðan sem hann er upprunn-
inn, og er talið að sveitin, ekki síst
Álfaborgin, hafi verið kveikjan að
mörgum verka hans. Auk þess hafa
margar álfasögur verið skráöar það-
an, til að mynda í þjóðsögum Jóns
Árnasonar. Þar má fjnna margar
sögur úr sveitinni sem segja til um
að mennskt fólk hafi gengið að eiga
álfa og ílust í Álfaborgina enda hafi
álfarnir verið glæsilegt og gott fólk.
Eöa voru álfar kannski menn?
Við spurðum Helga hvort hann
tryöi á álfa:
„Ég neita ekki tilveru þeirra en ég
trúi ekki á álfa. En eitt er ljóst að
allar þessar sögur, sem bæði hafa
magnast úr Borgarfirðinum sem og
af öðrum stöðum á landinu, eiga sér
einhverja stoð' í raunveruleikanum,“
sagði Helgi.
-GKr
Slipunarvélarnar likjast einna helst gömlum þvottavélum. Kristján Þor-
steinsson yfirslípari sagði mikla vinnu liggja að baki hverjum steini.
„Áriö ’86 varð 5% halli á rekstri
verksmiðjunnar en á síöasta ári varð
5% gróöi þannig að stefnan virðist
sú að verksmiðjan fari að skila veru-
legum hagnaði á næstu árum enda
er nóg að gera hjá okkur. Hins vegar
er einna verst aö búðir á höfuðborg-
arsvæðinu og Fríhöfnin í Keflavík
hafa ekki tekið okkur sérlega vel. Ég
tók til dæmis eftir því þegar ég fór í
gegn um fríhöfnina á dögunum aö
þeir höfðu troðið þeim fáu baggalút-
um sem við höfum selt þeim á bak
við í hillu þannig að það var bæði
erfitt að nálgast þá og þeir voru næst-
um ósýnilegir," sagði Helgi „en Ak-
ureyringar hafa tekið okkur vel og
selt muni frá Álfasteini í þónokkrum
mæli.“
Álfadrottningin sjálf
í Borgarfirði
Búa álfar í steinum? Þessari spurn-
ingu verður líklega seint svarað. Hún
hefur engu að síður vakið margan
Borgfirðinginn til umhugsunar í
gegnum árin.
Þorsteinn M. Jónsson, fyrrum
skólastjóri barnaskólans á Akureyri,
lét einhvern tíma hafa eftir sér að í
Borgarfirði eystra byggi hvorki
meira né minna en álfadrottning ís-
Helgi Arngrímsson, framkvæmdastjóri Alfastelns, neitar ekki tilveru álfanna
i Borgarfirði. Hann segir að sögurnar eigi sér a.m.k. einhverja stoð.