Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
Fréttir
Er Viðeyjarklaustur fúndið?
Pipa Skúia fógeta? Nokkrar krítarpipur fundust f Viðey og meðal annars
þessi sem er fagurlega útskorin. Tóbaksreykingar hófust á íslandi á 17.
öld og kritarpípur voru í notkun fram á 19. öld. Tilgátan um eiganda pípunn-
ar er ekki á ábyrgð fornleifafræðings.
Perlur i lófa. Þessar glerperlur hafa
einhvern timann skreytt heföarmeyj-
ar í Viðey.
Myndir Gunnar
Þetta þumalstóra verkfæri er líklega
„still“ sem notaður var til að skrifa
með í vaxbækur. Letrið var skrifað
með mjórri endanum en sá breiðari
var notaður til aö stroka út letrið.
í sumarlok verður líklega hægt aö
slá fóstu hvort þeir miklu útveggir
sem fomleifafræðingar grafa upp í
Viðey eru hluti af Viðeyjarklaustri.
Uppgröfturinn í Viðey er um það bil
hálíhaður og margt sögulegra muna
hefur fundist að sögn Margrétar
Hallgrímsdóttur fomieifafræðings.
Hún sagði ekkert hægt að fullyrða
um klausturbyggingu fyrr en búið
væri að grafa niður á alla útveggina
og þeir rannsakaðir sem heild. Arið
1226 var klaustriö vígt og það hélst
til siðaskipta 1550 þegar Viðey komst
í eigu Danakonungs.
Fomleifauppgröfturinn í sumar og
fyrrasumar staðfestir að búseta í
Viðey er eldri en áður vora heimildir
um. Með því að bera saman öskulag
úr þekktu eldgosi á tíundu öld við
fundarstaði ýmissa muna má
rökstyðja að byggð hefjist í Viðey
ekki seinna en um 1000. Áður voru
ekki heimildir fyrir eldri búsetu en
á 12. öld.
Þurfamannahæli
í sögu Viðeyjar hafa skipst á skin
og skúrir. Eftir að eyjan komst í kon-
ungseign drabbaðist staðurinn niður
og varð útibú frá Bessastöðum þar
sem umboðsmaður konungs sat. Um
tíma var eyjan þurfamannahæh fyrir
úttaugaða landseta konungsjarða i
Guhbringusýslu og Mosfehssveit.
Manntahð frá árinu 1703 nefnir
ekki einn einasta íbúa í Viðey og
virðist sem hún hafi verið í eyði.
Bústaður höfðingja
Um miðja átjándu öld hófst Viðey
til vegs á ný þegar Skúh Magnússon
landfógeti settist þar að og reisti sér
embættisbústað.. Bústaðurinn er
kallaður Viðeyjarstofa og er elsta hús
í Reykjavík. Miklar endurbætur hafa
verið'gerðar áViðeyjarstofu og mun
húsið opnað á fiý í ágúst næstkom-
andi.
Skúh fógeti bar beinin í Viðey en
Ólafur Stefánsson stiftamtmaður
settist þar að og bjó höfðinglega th
ársins 1812 er hann lést. Sonur Olafs,
Magnús Stephensen, keypti Viðey og
var hún í eigu ættarinnar til ársins
1903.
Snemma á þessari öld varð Viðey
vettvangur gjaldþrotsævintýris
Milljónafélagsins svokallaða. Pétur
Thorsteinsson hafði efnast á fisk-
verkun og útflutningi á Bíldudal og
kom til Reykjavíkur til aö stofna
Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur heldur á hellu úr flögubergi.
Hellan er frá miðöldum og var notuð til baksturs, m.a. á brauði.
stórútgerð. Umsvifin vora mest í
Viðe^ og þar varð til htið þorp. Mihj-
ónafélagið fór á hausiijn og þó að
útge{;ð héldi eitthvað áfram var þorp-
ið í Viðey dauðadæmt og fór í eyði
19438
Uppgröftur
Frá sjónarmiði fomleifafræðings
hlýtur óbyggð eyja að vera kjörinn
starfsvettvangur. Það skyggir þó á
gleði fomleifafræðinga að rannsókn-
arsvæði þeirra í Viðey er svo að segja
ofan í Viðeyjarstofu sem verið er að
endurbyggja. Margrét Hahgríms-
dóttir var samt hin ánægöasta með
framvindu mála í Viðey og sagði
uppgröftinn ganga vonum framar.
Merkilegustu fomleifafundir í Við-
ey era vaxtöflur sem fundust í fyrra
og í sumar. Töflumar era htlar, i^n
9x5 cm, og vora notaðar á miðöldum
sem skrifblokkir eða „krasspappír"
tíl að punkta riiður athugasemdir og
hugmyndir eigenda sinna. Töflumar
eru vaxborið tré og á þeim má sjá
letur á þrem tungumálum, íslensku,
latínu og þýsku. Ekki er enn búið að
ráða textann, enda verður með sér-
stakri meðferð að verja töflumar
skemmdum áður en þær þola hand-
fjötlun.
„Uppgreftinum verður haldið
áfram fram í september og síðan
verður lokið við aö kanna svæðið
næsta sumar ef peningar fást.“ sagði
Margrét. pv
Æðsta sljóm ríkisins
meðal síbrotastofnana
Þegar ríkisreikningar áranna 1983 til fjárlögum sömu ára kemur í ljós að fóra lengra fram úr fjárlögum en lög- reglustjórinn fékk ákúrur frá Jóni herra fyrir stuttu fyiir að hafa þrá-
1986 eru skoðaðir með hhðsjón af bæöi forseti íslands og ríkisstjómin reglustjórinn í Reykjavík. En lög- Baldvini Hannibalssyni fjármálaráð- sinnis farið fram úr fjárlögum.
Þegar Jón Baldvin kynnti niður-
stöður sex mánaða uppgjörs ríkis-
reikninga var hann harðoröur í garð
nokkurra „síbrotastofnana" eins og
hann kahaði þær ríkisstofnanir sem
oftast höfðu farið fram úr fjárlögum.
Jón Baldvin nefndi sérstaklega til
sögunnar lögreglustjórann í Reykja-
vík og bæjarfógetaembættin í Hafn-
arfirði, Keflavík, á Akranesi og Sel-
fossi.
Þegar frammistaða þessara emb-
ætta er skoðuð miðað við æðstu
stjóm ríkisins kemur í ljós að hún
er síður en svo áberandi verri. Á
árunum 1983 til 1986 fór lögreglu-
stjórinn í Reykjavik þannig aö með-
altali um 51 prósent fram úr fjárlög-
um. Á sama tíma fór sjálf ríkissfjóm-
in 73 prósent fram úr fjárlögum, for-
seti íslands 63 prósent og Alþingi 45
prósent. Hæstiréttur var eina stofn-
unin af æðstu stjórn ríkisins sem
hélt sig þokkalega innan ramma fiár-
laga. A umræddu tímabih eyddi rétt-
urinn ekki nema um 23 prósentum
umfram fjárlög, -gse
Æðsta stjóm ríkisins
Síbrotastofnanir Jón Baldvins
0/0 framúrakstur á fjárlögum 1983-1986 % framúrakstur á fjárlögum 1983-1986
^00"1 100-,
A þessum súluritum má sjá eyðslu umfram fjárlög annars vegar hjá „síbrotastofnunum" Jóns Baldvins og hins vegar hjá æðstu stjórn rikisins á árunum
1983 til 1986. Mföað er við meðaital framúrakstursins á þessum árum. .