Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. Utlönd Cuomo á eftír þjóf Fylkisstjórinn í New York-ríki, Mario Cuomo, elti í gær meintan veskjaþjóf um götur Harlemhverf- is. Cuomo var á leið til fundar þegar hann sá lögreglu á hælunum á hin- um grunaða. Skipaöi fylkisstjórinn bílstjóra sínum að hefja eftirfór. Þjófurinn stökk upp á vörubíl en hoppaöi af þegar biilinn stoppaði. Cuomo flýtti sér þá út úr bíl sínum ásamt einkabílstjóranum sem er kona og þurfti að fara úr hælaháum skóm til að geta tekið þátt í eltinga- Reagan ögrar Shamir Mario Cuorno, fylkisstjóri New York-rikis, í augum teiknarans Lurie. leiknum. LÖgregla handtók þjófinn inni í skóverslun. Hafnar gagnvýni Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingar- innar í Frakklandi, hafnaði alfarið í gær þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna andgyðinglegra ummæla sinna. Le Pen er nú í Aþenu þar sem hann fundar með þingmönnum úr röðum skoðana- bræðra á Evrópuþinginu. Það var á mánudaginn sem Le Pen var ákærður fyrir meiðyrði vegna ósmekklegs oröaleiks er vís- aði til útrýmingar nasista á gyðing- um. Hafði Le Pen tengt nafn ráð- herrans Durafours viö orðíö cre- matoire, eða líkhús, svo úr varð four-crematoire eða líkbrennslu- ofn. Á síðasta ári sagði Le Pen að út- rýming sex milljóna gyöinga væri einungis „smáatriði“ í mannkyns- sögunni. Mótmæli í Chile Vatni sprautað á mótmælendur i Santiago i Chile í gaer. Simamynd Reuter Þrátt fyrir bann við fiöldafundum í miðborg Santiago í Chile í kjölfar mótmæla tugþúsunda þar á sunnudaginn söfnuðust nokkrir mótmælend- ur saman við aðalbókasafnið í höfuðborginni í gær. Mótmælendur voru með áletraðan borða þar sem mótmælt var mis- þyrmingum 1 landinu. í'jórir slösuöust er lögreglan greip til þess ráðs að sprauta vatni á mótmælendur. Tuttugu voru handteknir. Friðarverðlaun til blaðamanna? Heimssamtök blaöamanna munu stinga upp á því að blaðamenn í Chile hljóti friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir ritfrelsi. I tilkynningu frá samtökunum segir að skrif blaðamannanna, þar sem aðeins orðum sé beitt f baráttunni gegn herstjóminni, sé mikilvægt fram- lag til friöar. Ritstjóra vikublaös var sleppt í gær eftir að hafa setið í fangelsi f tvær vikur sakaður um aö hafa móðgaö herinn í grein. Þijátíu og einn blaða- maöur í Chile bíður réttarhalda af sömu sökura. Frá því að herstjómin tók við völdum fyrir fimmtán árum hefur fjöldi blaöamanna sætt ógnunum. Margir hafa verið fangelsaðir eða myrör, segir í tilkynningu samtakanna. Sendiráösstarfsmaður Chile í Noregi, sem kallaður hafði verið heim, sótti í gær um pólítískt hæli í Noregi. Noróurlönd hafa mótmælt þvi aö þurfa vegabréfsárítun (II þess að komast III Frakklands. Frakkar íhuga nú breytingar á reglum sínum um vegabréfsáritan- ir til landsins fyrir þá sem eru utan Evrópubandaiagsins. Utanríkis- ráðherra iandsins, Roland Dumas, tílkynnti þetta í gær. Reglurnar voru hertar í kjölfar sprengjutilræða í París sem urðu fjölda manns að bana haustið 1986. ísland, Noregur, Svíþjóð, Finn- land og Austurríki hafa sérstaklega mótmælt þvi að þurfa aö vera meö- al þelrra þjóða sem þurft hafa vega- bréfsáritun tfi Frakklands. Reagan Bandaríkjaforseti, sem hér sést ásamt konu sinni, hefur valdið ólgu I ísrael með því að bjóöa utanríkisráðherrum ísraels og Egyptalands til fundar siðar I þessum mánuði. Símamynd Reuter Reagan Bandaríkjaforsetí hefur beðið utanríkisráðherra ísraels og Egyptalands að hitta sig síðar í þess- um máðnuði, en bandarískir emb- ættismenn segja að með þessu frum- kvæði sé verið að snupra forsætis- ráðherra ísraels, Yitzhak Shamir. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hefur verið að vinna að friði í Miðausturlöndum í nokkra mánuði, bauð Simon Peres, utanríkisráðherra ísraels, og Ahmed Esmat Abdel-Meguid, utanríkisráð- herra Egyptalands, til fundar með Reagan þann 26. september, þegar allsherjarþing Sameinuöu þjóðanna kemur saman. Fundarboðið, sem átti að tilkynn- ast þegar búið væri að ganga frá öll- um smáatriðum, hefur valdið pólit- ískri ólgu í ísrael, en Shamir forsæt- isráðherra, sem ekki hefur farið leynt með andúð sína á friðaráætlun Reaganstjórnarinnar, berst nú hat- rammri kosningabaráttu gegn Peres utanríkisráðherra. Talið er að fundarboðið hafi gefið Verkamannaflokki Peresar byr und- ir báða vængi, en sá flokkur styöur friðaráætlun Bandaríkjamanna. Upplýsingar um fundarboðið láku út eftir að Bandaríkin höfðu gagn- rýnt þá stefnu Shamirs aö gera út- læga þá Palestínumenn sem grunaö- ir eru um þátttöku í óeirðunum sem staðið hafa í níu mánuði. Shamir hefur gefiö í skyn aö Bandaríkjamenn séu aö reyna aö hafa áhrif á ísraelsku kosningarnar sem fram fara í nóvember, en Banda- ríkjamenn vísa slíkum staöhæfing- um á bug. Talsmaður Shamirs sagöi að und- arlegt væri aö Bandaríkin reyndu að standa fyrir þessum fundi nú. Sagöi hann að öllu frumkvæöi Bandaríkja- manna í friðarátt væri fagnað en tímasetning þessa fundar, svo og sú staðreynd að Peres er annar tveggja sem líklegastir eru til að hljóta for- sætisráðherraembætti, gerði þaö aö verkum aö þetta kynnu menn fila að meta. ísraelskir og vestrænir stjórnarer- indrekar hafa sagt aö htlar sem eng- ar líkur séu á árangri í friðarumleit- unum í Miðausturlöndum fyrr en eftir kosningamar í Bandaríkjunum í nóvember. Reuter Danir viðurkenna PLO Sumarliöi Ísleiísson, DV, Árósum: Nú nýlega var Farouk Kadouni, fulltrúi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, á ferö hér í Danmörku í boöi danskra sósíaldemókrata sem viö- urkenna samtökin sem hinn eina réttmæta fulltrúa fyrir Palestínu- menn. Kadouni er einn af nánustu sam- starfsmönnum Yassers Arafat, aö- alritari Fatah, stærstu hreyfingar- innar innan PLO, og sér um utan- ríkissamskiptí fyrir hönd samtak- anna. Átti hann fundi meö forystu- mönnum sósíaldemókrata en hann hittí líka fulltrúa fleiri flokka, meö- al annars frá íhaldssama þjóðar- flokknum sem er flokkur forsætis- ráöherrans, Pouls Schlúter. En mikilvægasti fundurinn var vafalaust með Uffe Efiemann-Jens- en utanríkisráðherra. Taldi Faro- uk Kadouni að sá fundur heföi ver- ið afar mikilvægur fyrir samtökin og að PLO heföi með þessu raun- verulega fengið viöurkenningu dönsku stjórnarinnar þó að enn stæöi á henni formlega. Óvissa um afdrif sexmenninganna Sexmenningamir frá Sharpeville, sem hafa nú beðið aftöku í 1000 daga í fangelsi í Pretoríu, eru enn í óvissu með þaö hver afdrif þeirra veröa. í gær fór fram enn ein viöureignin við réttarkerfið í þeim tilgangi aö forða þeim frá gálganum en niður- stööur liggja væntanlega fyrir eftir nokkrar vikur. Sexmenningarnir, sem eru frá blökkumannahverfmu Sharpeville, sunnan Jóhannesarborgar, voru dæmdir til dauða í desember 1985 fyrir hlut sinn í því er múgur drap svartan bæjarráösmann. Miklar defiur risu í kjölfar dómsins og beiönir um miskunn þeim til handa bárust erlendis frá vegna þess að dómurinn var reistur á þeim rök- um að sexmenningarnir hefðu verið sammála múgnum sem myrti mann- inn en ekki að þeir hefðu myrt hann sjálfir. Réttarhöldin í gær voru síðasta hálmstráið fyrir sexmenningana innan réttarkerfis Suöur-Afríku. Ef málið fæst ekki tekið upp aftur er eina von þeirra aö Botha forseti mfidi dóm þeirra. Veriandi sexmenninganna varði miklum tíma í aö benda á að eitt aðalvitni saksóknara hefði játaö að hafa borið ljúgvitni og borið því við að lögreglan hefði þröngvað sér tfi þess. Saksóknarinn sagði í gær aö þrátt fyrir ljúgvitnið hefði ákæru- valdið nægar sannanir og því þyrfti ekki á ljúgvitninu að halda. Eftir réttarhöldin í gær var verj- andi sexmenninganna hæfilega bjartsýnn. Sagði hann að hlutimir hefðu gengiö betur en hann hefði átt von á. Reuter Joyce Ramashamola, systir eins sexmenninganna, og Prakash Diar, einn lögfræðinga þeirra, koma til dómhússins í gær. Sendimenn erlendra rikja fjölmenntu við réttarhöldin. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.