Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. LífsstOl Uppskrift Francois Fons í Frakklandi eru margir veitínga- staðir þar sem hægt er að boröa sig mettan af pönnukökum. Það er því vel við hæfi að gefa hér uppskrift eftír franska matreiðslumeistarann Francois Fons sem búsettur er hér á landi. Pönnukökur með konditori-kremfyllingu (Fyrir átta manns) '/; 1 mjólk 250 g hveití 3 egg ögn af salti 40 g sykur 40 g smjör Fylling Vi 1 mjólk 4 eggjarauður 125 g sykur 125 g hveití 1 vanillustöng Gratineraðar pönnukökur eru upp- runnar frá heimalandi Francois Fons. Bakið pönnukökumar á hefðbund- inn hátt og takið svo til við að útbúa fyllinguna. Byijið á að sjóða mjólk- ina og vanillustöngina saman. Pískið síðan eggjarauðurnar og sykurinn saman. Að því loknu er hveitið sett saman við og hrært í á meðan. Því næst er sjóðandi mjólkinni hellt út í. Þá er allt sett í pott og suðan látin koma upp. Látíð þetta kólna. Út í fylhnguna má gjama setja 80 gr af þurrkuðum ávöxtum, 40 gr af rúsín- um og 4 cl af dökku rommi. Þegar kremið er tilbúiö era pönnu- kökurnar lagðar á smjörpappír og fyllingunni sprautað á með 1,5 cm túðu. Bijótið upp á endana og rúllið svo upp. Takið nú fram eldfast mót og smyrjið það. Látið nú pönnukök- urnar inn í 150 gráðu heitan ofn og látíð gratínerast í 10 mínútur. -ÓTT. Fulltrúar „vandræðakynsins" eru oft sérlega lagnir við pönnukökubakstur. DV-mynd KAE. Margir karlmenn eru lagnir við að baka pönnukökur. Það er hrein- lega þeirra sérgrein. Kannski það sé vegna þess að það er ekki (þykir a.m.k. ekki) flókinn bakstur. Þeir hafa lært það hjá einhverjum fuil- trúa veikara kynsins úr fjölskyld- unni eða hjá eiginkonunni. Og svo kunna þeir jafnvel ekkert annað til verka innan veggja eldhússins. En það er önnur saga. Hvort heldur það heitir veikara kynið eða vandræðakynið þá er tími jafnréttísins fyrir löngu upp runninn - innan eldhúss sem utan. Pönnukökudeig gerir engar kröfur um kynferði bakarans. Egg og sykur hrært með .... ... písk, já. Þannig byijar það. Hér á eftír fer prýðisuppskrift aö hinum hefðbundnu pönnsum. Þótt hráefnin séu níu talsins þarf eng- inn að örvænta - þessi efni era yfir- leitt til á bænum. 5 bollar af hveití 2 egg 80 gr smjörlíki 1 msk. sykur Mjólk 1/6 tsk. lyftíduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. salt 3 msk. vanilludropar Byrjið á að hræra eggin og sykur- inn saman með písk. Síðan era þurrefnin hrærð saman við með mjólk hægt og rólega svo ekki komi kekkir þangað til deigið verður á þykkt við ijóma. Smjörlíkið er síð- an brætt og sett saman við. Hæfi- legur hiti á hellunni á að vera 2/3 (4 af 6 t.d.) Smjörlíki er síðan sett á pönnuna af og til á meðan verið er að baka. -ÓTT. Pönnukökur með appelstnubragði eru einfaldar i matreiðslu. Hér er óvenjuleg pönnukökuupp- skrift sem er upprunnin frá appels- ínulandinu ísrael. Það sem gerir hana frábragðna hinni hefðbundnu uppskrift er að í hana er notaður appelsínusafi í staöinn fyrir mjólk. Uppskriftin er á þessa leið og nægir í 12-16 pönnukökur: Ca. 225 g hveiti 'á tsk. natron % tsk. salt 2egg /i dl jurtaolía 3'/2 dl appelsínudjús Sigtíö þurrefnin í stóra skál. Pískið saman eggið og olíuna og hrærið hveitiblönduna hægt og rólega sam- an viö. Síðan er appelsínudjús hellt út í smátt og smátt þangað til deigið fær svipaða þykkt og ijómi. Að þessu loknu er pönnuköku- pannan hituð upp með smjöri á. Steikið þá pönnukökumar beggja megin þannig að þær verði léttbrún- ar.'Leggið þær í stafla. Appelsínusmjör: 8 matskeiðar smjör (helst ósaltað), hálfur bolli appels- inudjús, 2 matskeiðar af rifnum app- elsínuberki og sykur eftir smekk. Hrærið smjörið (stofuhitað) saman við djúsinn. Bætið berkinum saman við og sykri. Smyijið nú pönnukök- umar með appelsínusipjörinu og bijótíð þær saman í fjórðuparta. Leggið þær þá á fat eða aftur á pönn- una. Stráið síðan appelsínuberki og sykri ofan á. ÓTT. Eftirfarandi uppskrift er frönsk. Hún víkur frá þeirri reglu að í svo- kölluðum crepes verði að vera smjör, koníak og auka eggjarauð- ur. (20 stk) 3 egg 75-100 g hveiti 2'/j dl léttnxjólk Byrjið á að píska saman egg og hveiti. Helliö mjólkinni „inn í“ deigið í mjórri bunu og hrærið á rneðan - þannig forðast maöur kekki. Deigið á að vera líkt og rjómi - hrærið ekki of lengi. Að þessu loknu eru pönnukökumar steiktar á pönnunni þannig að þær dökkni báðum megin. Þær mega gjama vera þunnar. EplafyUing: 3 stór epli, 2 mat- skeiðar púðureykur, 2 teskeiðar kanill og smjör. Afhýðið eplin, fjarlægið kjamana og skerið i þunna báta. Hafið smjör á pönnunni og látið það verða gyUt. Leggið eplabátana á og látíð þá taka lit á pönnunni. Minnkið nú hitann og stráið sykrinum og kanilnum út á. Hrærið i þangað tíl sykurinn er fuUbráðinn. Að síðustu er heitri fylUngunni dreift á volgar pönnukökuraar og þær lagðar saman utan um hana. Til frekari lystauka má gjama setja rjómatoppa ofan á og strá siðan kanil yfir. -ÓTT. „Eplacrepes" eru pönnukökur með eplafyllingu, bragðbætt með púður- sykri og kanil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.