Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 5
5 FÖSTUDAGUR 3Ó. SEPTEMBER 1988. dv Fréttir Tveir bflar með sama númeri: Annar safnaði sektum og hinn var rukkaður - mistök hjá Biíreiöaeftirlitmu „Eftir langa mæðu, þar sem ég gekk milli yfirmanns stöðuvarða, lögreglu og fleiri aðila, tókst mér að sannfæra þessa aðila um aö það hlyti að vera annar bíll í umferð með sama númeri og minn og að sá safnaði fjölda stöðusekta sem voru sendar til mín. Mér datt ekki í hug að borga þær þar sem ég hafði sannanir fyrir að hafa verið hvergi nærri þeirn stöö- um þar sem sektirnar féllu. Gírós- eðlar og lögtakshótanir fóru að hrúg- ast inn um lúguna hjá mér. Loks þegar ljóst var að ég var ekki að búa til algera lygasögu voru lögfræðingar beðnir um að hafa sig hæga um sinn. Endanlega fannst jeppabíll með sömu númerum og minn. Hann hafði fengið sömu númer og ég uppi í Bif- reiðaeftirliti vegna mistaka,“ sagði Ævar Sveinsson við DV. Ævar keypti sér nýjan bíl í febrúar og fékk þá ný númer. Þegar rukkan- ir um aukastöðugjöld fóru að berast vildi hann ekki alveg afskrifa þær sem vitleysu. Þegar þær fóru aftur á móti að berast í stórum stíl og lög- takshótanir þar að auki leist honum ekki á blikuna. „Ég talaöi við yfirmann stöðuvarð- anna og hann var ansi tortrygginn. Ég talaði einnig við annan yfirmann þarna í Skúlatúni, Svein, og sá sagði lögfræðingunum að hafa sig hæga. Hann ætlaði að láta athuga málið. Ég gaf þeim númerið og bað um aö allir stöðuverðir hefðu augun hjá sér. Það gerðist ekki mikið og ég ræddi við umferðardeild lögreglunn- ar sem tók dræmt í þetta, rannsókn- arlögregluna sem vísaði á lögfræðing og Bifreiðaeftirlitið sem sagði útilok- að að eins númer væru á tveim bíl- um. Eftir að hafa rætt við þennan Svein nokkrum sinnum og stöðu- verðir höfðu fundið afrit nokkurra sekta þar sem bifreiðin var skráð sem jeppi en ekki fólksbíll er eins og gerð hafi verið rassía. Um daginn komu skilaboð þess efnis að fundist hefði jeppi með sama númeri og minn. Mér skilst að þeásu hafi verið kippt í liðinn þar sem ég hef ekki heyrt frá neinum þessara aðila síð- an.“ Að sögn Hauks Ingibergssonar hjá Bifreiðaeftirlitinu á þetta ekki að geta gerst en hefur þó komið fyrir af og til. Sagði hann að nýja fastnúm- erakerfið myndi alveg fyrirbyggja svona mistök. Lyktir málsins urðu þær að maður- Fangelsis- málastofnun settáfót Jón Sigurðsson, fyrrv. dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skip- að Harald Johannessen lögfræö- ing forstjóra Fangelsismálastofn- irnar frá fyrsta október. Á síðasthðnu vori var Fangels- ismálastofhun sett á fót með lög- um. Stofnuninni er ætlað að sjá um daglega yfirstjóm á rekstri fangelsa, umsjón með fulinustu refsidóma og annast eftirlit þeirra manna sem frestaö hefur verið að ákæra. Auk þess hefur stofnunin eftirlit með þeim sem dæmdir eru skilorðsbundið og þeim sem fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. -ótt inn hélt sínu númeri en jeppaeigand- inn þarf víst að létta rækilega á pyngjunni. -hlh Eiganda fólksbilsins brá heldur en ekki í brún þegar honum fóru aö berast stööumælasektir i stórum stil án þess aö hann heföi brotið neitt af sér. Eftir þras og mas kom i Ijós aö sökudólgurinn var eigandi jeppa meö sama númeri. Sá hefur líklega haldió að stöðuverðir væru farnir aó steinsofa á veröinum. DV-mynd S Ingvar Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðageröi Q) 91-3 35 60 ■mammummmammmmmam INIISSAIMI ISUNNY I LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 2-5 Nlí B SUM SUNNY SKI SAN SUNNY ER FÁANLEGUR: SUNNY 3JA DYRA - SUNNY 4RA DYRA, :ÐI FRAMHJÓLA- OG FJÓRHJÓLADRIFINÍ 5 DYRA - SUNNY COUPÉ, SPORTBÍLL, TBÍLL, BÆÐI FRAMHJÓLA- OG FJÓRHJÓ OG ADRIFINN GETUM AFGREITT STRAX - JAFNVEL Á MEÐAN ÞÚ BÍÐUR 3JA ÁRA ÁBYRGÐ KOMDU OG SPJALLAÐU VIÐ OKKUR ÞVÍ KJÖRIN ERU HREINT ÓENDANLEG BILASYNING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.