Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 9 Utlönd Mannrán á Spáni Gorbatsjov lætur sverfa til stáls Keisarinn kvartar undan svefnleysi Hirohito Japanskeisari, sem hefur veriö alvarlega veikur í tæpar tvær vikur, kvartaöi í gær undan verkjum við dótturson sinn. Hann á einnig erfltt með svefn, aö því er embættis- menn og ættingjar sögðu í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem opin- berlega er greint frá þjáningum hins 87 ára gamla keisara. í tilkynningu frá keisarahöllinni í morgun sagði að keisarinn væri enn með innri blæðingar. Hirohito hafa verið gefnir 3,6 lítrar af blóði frá því að hann fór að kasta upp blóöi þann 19. september síðastliðinn. Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseti, ætlar í dag aö sameinast þeim. þúsundum sem rita óskir sínar um góðan bata keisaranum til handa í bókíkeisarahöllinni. Reuter Forysta Sovétríkjanna hittist í dag á allsherjarfundi, sem var ákveðinn í skyndingu, líklega til að tryggja völd og stöðu Gorbatsjovs Sovétleiö- toga. Það er til marks um þýðingu þessa fundar að þrír mjög háttsettir menn í sovéska stjórnkerfinu styttu heim- sóknir sínar erlendis og hrööuðu sér til Moskvu til að taka þátt í fundi miðnefndarinnar um endurskipu- lagningu flokksvélarinnar og þar með talið miönefndarinnar. Það mun hafa verið Gorbatsjov sjálfur sem ákvað að halda fundinn með svo stuttum fyrirvara. Á sunnudag verður síðan fundur í æðsta ráðinu og er mjög óvepjulegt að boöað sé til fundar þess með svo skömmum fyrirvara. Venjulega er það gert með mánaðarfyrirvara. Greinilegt þykir aö Gorbatsjov ætli sér aö knýja í gegn breytingar og mannaskipti í flokknum til þess að hægt sé að flýta endurbótum hans á sovésku þjóðfélagskerfi. í síðustu viku sagði Gorbatsjov við blaðamenn að þörf væri á að skipta út fólki sem stæði í vegi fyrir umbót- um. Reuter sem Hirohito keisari liggur fárveikur. Simamynd Reuter Floti af svörtum sovéskum limósínum sést hér á Rauða torginu í Moskvu en allir valdamestu menn landsins eru nú á fundi sem Gorbatsjov boðaði til til aö gera breytingar á flokkskerfinu. Simamynd Reuter Pétur L. Pétursson, DV, Barcelona: Forystumenn sósíaldemókrata á Spáni óttast nú mjög um afdrif eins frammámanna flokksins, Herrera. Hann fór að heiman í vikunni og hefur ekki sést síðan. Talið er næsta víst að honum hafi verið rænt og að það sé hreyfing baskneskra aðskilnaðarsinna, ETA, sem standi á bak við ránið. Það sem þykir renna stoðum undir þessa kenningu er sú staöreynd að Herrera var potturinn og pannan í öryggis- máladeild sósíaldemókrata í Baska- landi og hefur hreyfingin margoft hótað honum öllu illu. ETA hefur breytt nokkuð um starfsaöferðir undanfarin misseri. í stað þess að koma fyrir sprengjum er hreyfingin farin að beita sér æ meira fyrir mannránum. Stjórnvöld hafa gripið. til harðrar stefnu gegn þessum mannránum. Þannig hefur fjölskyldum fórnar- lamba ETA verið með öllu bannað að greiða lausnargjald fyrir þá sem hreyfingin hefur numið á brott. Með þessu er ætlunin aö koma algerlega í veg fyrir að ETA geti fjármagnað starfsemi sína á þennan hátt. Þessi stefna hefur vakið þó nokkra úlfúð ekki hvað síst í kjölfar ráns á iðnrekandanum Revilla, en lögregl- an hefur hvað eftir annað stöðvað íjölskyldu hans í að greiöa lausnar- gjald. Afleiðingin er sú að Revilla hefur verið á valdi ETA nú um nokk- urra mánaða skeið. Orrustuþotur í flugbann Gizur Hélgason, DV, Reersnæs: Vestur-þýski flugherinn hefur nú bannað allt æfingaflug með Tomado 320 orrustuflugvélum þar til þær hafa verið rannsakaðar nákvæm- lega. Ástæðan fyrir banninu er sú að fundist hafa lélegir boltar og skrúfur í einstaka flugvélum, segir tímaritið Stern í nýjasta tölublaði sínu. Að áliti yfirmanna í flughemum er sennilegt að hin tíðu flugslys meö þessum vélum séu einmitt vegna galla í smáum einingum. Stem segir að það sé bandaríska hemum og óvönduðum vinnubrögð- um í þeim herbúðum að kenna að Tomado 320 flugvélar brotlentu í óvenjuríkum mæli. Stem segir bandaríska herinn hafa keypt minnst 40 milljónir af gölluðum skrúfum, róm og boltum sem fram- leiddir séu í Japan, Taiwan, Kóreu, Póllandi eða öðrum austantjalds- löndum. Meira en fimmtíu amerísk fyrirtæki hafi síðan snuðað inn- kaupadeild bandaríska hersins með því að stimpla vömrnar með fólskum stimplum og útbúa síðan falska reikninga. Einstakur stíll Svona kemur bandariski dýfingamaðurinn Greg Louganis teiknaranum Lurie fyrir sjónir. Hans stíll er einstakur og er eins og hann sameini það besta úr fiski, fugli og manni. Svona vinna menn gullverðlaun. Slagsmál í V-Berlín Gizur Helgason, DV, Reeisnæs: Vikulöngum mótmælum í tengsl- um við fund Alþjóðabankans og Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins í V-Berlín lauk í gærkvöldi með slagsmálum. Ástandinu mátti helst líkja við al- gjört öngþveiti og átti lögreglan sinn þátt í því. Hún haföi augsýnilega breytt um hernaöartækni og var ekki í biðstöðu. Og slíkur var fjöldi lög- reglumanna og farartækja þeirra að meiri vandamál orsökuðust þeirra vegna en göngu mótmælendanna sem voru um átta þúsund. Áður en mótmælagangan hófst brutust út slagsmál vegna þess að lögreglan handtók alla þá sem báru grímur. Mótmælagöngumenn vildu enda göngu sína í hjarta borgarinnar en lögreglan lokaði þeim leiðum svo rækilega að skipuleggjendur göngunnar leystu hana upp. Dreifð- ust þá göngumenn í hina ýmsu borg- AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓEIS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-2. fl. 25.10.88-25.10.89 kr. 1.532,53 1981-2. fl. 15.10.88-15.10.89 kr. 959,71 1982-2. f|. 01.10.88-01.10.89 kr. 658,94 *lnnlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS arhluta og þar upphófust slagsmál. og margir tímar liðu áður en ástand- Auðvitað endaði svo allt með því að ið varð eðlilegt á nýjan leik. óróaseggirnir komu til miðbæjarins Lögreglumenn draga mótmælanda burt frá einni af aðalgötum V-Berlínar í gærkvöldi þar sem öngþveiti rikti. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.