Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988.
15
WARRIOR NÝ HEILSÁRSDEKK
175-14. Verð 2790,- stk. með söluskatti.
Reynir sf., Blönduósi, sími 95-4400.
TAKTU EFTIR VERÐINU
NYJA POSTULAKIRKJAN
ÍSLANDI
HÁALEITISBRAUT 58-60 (MIÐBÆR)
Guðsþjónuslur
Sunnudaga kl. 11.00.
Flmmtudaga kl. 20.00.
t>ú ert hjartanlega velkomin(n).
SPURNINGAR OG SVÖR VIÐ ÞEIM
Hvemig undirbjó Guð komu Jesú Krists og hver var tilgangur komu hans?
1. Þegar Adam varð að yfirgeta Eden, sagði Guð honum að hann myndi
senda ENDURLAUSNARA. Guö vakti spámenn Gamla testamentisins
og gjörði kunnugt i gegnum þá, aö Kristur myndi tæðast.
2. Gabriel erkiengill sagði Maríu aö hún yröi móöir Sonar Guðs.
3. Þegar Jesús taeddist sagði engill tjárhirðinum frá fæölngu hans og stjama
leiöbeindi vitringunum til Betlehem.
i
L
ii'\
__________________JYÍ
iry1 ii ti 5: t: ii ts tí -L_
:«n > £ é b a fl a a
„Lestir nú á dögum eru orðnar mjög nýtiskulegar, með loftkældum vögnum á báðum farrýmum,“ segir i bréfinu.
- Innfellda myndin er af einteinungi likum þeim er mikið eru notaðir í dag.
Auðvitað jámbraut á íslandi
Bjarni Ólafsson skrifar:
Ég var að lesa í DV-lesendadálki í
gær (27. sept.) um dýrar samgöngur
á íslandi og fulla þörf á því að huga
að járnbrautarsamgöngum hér líkt
og tíðkast í öðrum löndum. Ég vil
taka undir með Lárusi sem minnir á
þessa hugmynd, sem enn virðist þó
blunda hjá einum og einum og kemur
upp á yfirborðið af og til.
Ég man ekki betur en einhverjir
úr stjórnmálunum hafi rætt þetta.
Síðast var það, held ég, Alfreð Þor-
steinsson fyrrverandi eða núverandi
borgarfulltrúi. Hann var að vísu með
hugmynd um einteinung á leiðinni
Reykjavík - Keflavík til að greiða úr
þeim umfrðarþunga sem þegar er
orðinn á þeirri leið, og er að eyöi-
leggja „nýja veginn" sem svo var
lengi vel kallaður.
Nóg er rafmagnið hjá okkur svo
ekki ætti að skorta orkugjafann til
þessarar samgöngubótar. Það er eig-
inlega furðulegt, að ekki skuli hafa
verið tekið á þessum málum í alvöru,
bæði hvaö varöar samgöngunet um
landsbyggðina og aö ekki sé talað um
innan höfuðborgarsvæðisins. Maður
sér nánast í hverri borg Evrópu, að
rafmagnsvagnar eru notaðir þar sem
sem umferðin er mest, og eru þessum
vögnum að sjálfsögðu afmarkaðar
sérstakar brautir, sem veita þeim
forgang umfram aðra umferð.
í flestum löndum Evrópu eru lestir
nú orðnar fullkomnar og nýtiskuleg-
ar, t.d. með loftkældum vögnum á
báöum farrýmum og sætum sem líkj-
ast mest sætum á fyrsta farrými flug-
véla. Allt hefur gjörbreyst í þessum
efnum frá því sem áöur var. - Mér
finnst það brýnt verkefni fyrir þá
aðila sem samgöngumálum stjórna
að kanna alla möguleika sem mættu
verða til þess að gera samgöngur
ódýrari og um leiö greiðari hér á
landi, og þá með því að taka í notkun
brautakerfi í einhverju formi, þar
sem innlend rafmagnsorka er nýtt.
FRÍKIRKJUVINIR
Mætum öll í allsherjaratkvæðagreiðslu Frí-
kirkjusafnaðarins dagana 1. og 2. október í
Álftamýraskóla og krossum við „JÁ”.
Safnaðarstjórn
Nú bregðum við á betri leik
með fleiri og fjölbreyttari möguleikum Lottó 5/38
—'
Ekki nægileg aðstaða i Kringlunni fyrir mæður með kornabörn?
Aðstöðuleysi
í Kringlu
Eygló Gunnþórsd. skrifar:
Ég lýsi óánægju með aðstöðuleysi
fyrir mæður með ungabörn í Kringl-
unni, þessari stóru verslunarmið-
stöð. - Ég var stödd þar sl. fostudag
ásamt ungri dóttur minni og þurfti
að komast á afvikinn stað til að
skipta um bleiu á barninu.
Fyrir framan skiptiklefann var þá
löng biðröð. Ég hefði haldiö að þetta
væri stórt herbergi með góða aðstöðu
en því miður blöskraði mér aðstaðan.
- þetta er smáklefi með lélegri loft-
ræstingu og er auk þess mjög illa
hirtur og með aðstöðu fyrir aðeins
eitt barn.
Ekki tók betra við þegar ég þurfti
að gefa barninu brjóst. Herbergi fyr-
ir slíka aðstöðu finnst hvergi. - Það
hefur greinilega alveg gleymst að
reikna með ungbörnum í þessari
nýtísku byggingu og er það til mikils
vansa fyrir svo stórt verslunarhús.
Þarna má einmitt gera ráð fyrir aö
mæöur komi með börn á öllum aldri,
ekki síst ungar konur með börn sín,
konur sem hafa tíma til að skreppa
í verslunarleiðangur og eyða
kannski þess vegna meiri tíma á
staðnum en ella.
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
Þú velur eins og áður 5 töiur,
en nú af 38 mögulegum.
Eðli leiksins er hið sama
og áður og vinningamir ganga
allir til þátttakenda.
Það er nýjung sem segir sex. í
hverjum útdrætti verður dregin út
sjötta talan, svokölluðbónustala. Þeir
sem hafa hana og að auki íjórar réttar
tölur fá sérstakan bónusvinning.