Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 17
16
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988.
Seoul’88Q9P
Heimsmet hjá
gyðjunni ósigrandi
Gulli fagnað
Heimsmeistarinn í lyftingum í 100 kílógramma flokki, Sovétmaðurinn Ana-
toli Khrapatyi, stóð sig vel á ólympíuleikunum í Seoul.
Anatoli stóð undir merkjum og lyfti gríðarlegum þunga sem dugði honum
til að hreppa gullverðlaunin. Hann var að vonum glaður er hann sté á pallinn.
Hlaupadrottningin Florence Grif-
fith Joyner hafði mikla yfirburði í
200 metra hlaupinu í fyrrinótt og sló
heimsmetiö i tvígang.
Fyrst sló hún gamalt met austur-
þýskra hlaupakvenna og síðan sitt
eigið í sjálfum úrslitunum.
Þjálfari Florence, A1 Joyner sem
einnig er eiginmaöur hennar og
ólympímeistari í þrístökki frá því í
Los Angeles, þusti út á hlaupabraut-
ina er ústlit voru ljós og bar þessa
glæsilegu stúlku í fanginu.
Ekki var ástæða til annars en að
fagna rækilega því þetta var annar
sigur Florence á leikunum en hins
vegar markaði sigurinn íjóröa gull
Joyner-fjölskyldunnar.
Florence hafði áður orðið hlut-
skörpust í 100 metra hlaupinu en
mágkona hennar, Jackie Joyner-
Kersee, vann gull í sjöþraut og í lang-
stökki.
Eitthvaö er þeim mágkonum illa
við gömlu heimsmetin því Kersee sló
einnig heimsmet í sinni aðalkeppnis-
grein.
Hún bætti metið í sjöþrautinni og
setti aö auki ólympíumet í lang-
stökki.
Þess má geta að Florence grét í
annað sinn sigurtárum á leikunum
er hún tók við gullverðlaunum í 200
metra hlaupinu.
Hún er án alls efa drottning þess-
ara ólympíuleika í Seoul.
Florence Griffith Joyner grætur hér öðru sinni sigurtárum á ólympíuleikunum í Seoul. Hún hefur nú unnið gull í 100
°g 200 metra hlaupi. Florence setti heimsmet i tvígang í fyrrinótt. Símamynd Reuter
Gull og glæpur
Tveir af fremstu sundmönnum Banda-
ríkjanna, þeir Troy Dalby og Douglas
Gjertsen, leiddust út í þá ógæfu að taka
styttu nokkra ófrjálsri hendi í Seoul.
Voru þeir að fagna stórkostlegum sigri
sínum í 4x200 metra skriðsundi en gengu
of langt í galsanum. Hrifu þeir meö sér
fokdýran grip sem vertshúseigandi vildi
hreint ekki sjá á bak.
Kærði hann því kappana og vék þá
sigurbrosið allsnögglega af andliti þeirra
fyrir óttanum við svarthohð.
Refsingar eru strangar í S-Kóreu og
kunna menn að sitja á bak við lás og slá
í allt að áratug fyrir hina minnstu grip-
deild.
Mál sundmannanna hefur verið í
brennipunkti í Seoul síðustu dagana.
Aðilar í utanríkisþjónustu Bandaríkj-
anna hafa lagt hart að sér í þessu máli
og reynt að fá fram farsæla lausn.
Það má segja að það hafi tekist því að
í nótt var sú ákvörðun tekin af hálfu
s-kóreskra yfirvalda að vísa málinu frá.
Var sagt að sú ákvörðun hefði byggst á
því að um ólympíukeppendur hefði verið
að ræða auk þess sem heimamenn vildu
ekki skaða góð samskipti sín við Banda-
ríkin.
Sundkapparnir tveir hafa nú þegar
verið reknir úr ólympíuliði Bandaríkja-
manna og verða þeir sendir heim eins
fljótt og unnt er eftir því sem heimildir
herma.
' >V ■í . .
C'/ *;
Kanar sýndu
loks klæmar
Bandarisku stúlkurnar í körfuknattleiknum létu ekki sitt eftir hggja í úr-
slitaleiknum. Þar mættu þær stahsystrum sínum frá Júgóslavíu og gekk á
ýmsu í upphafi. Júgóslavarnir komu Könum í opna skjöldu með frábærri
baráttu og ótrúlegri hittni. Jafnt var á flestum tölum en er leið á leikinn
náðu bandarísku stelpurnar að sýna sitt besta og knýja fram öruggan sigur.
Bandarísku körlunum hefur ekki gengið jafnvel og konunum í Seoul. Marg-
ir ætluðu að þeir væru óvinnandi vígi en þeir urðu mjög á óvart að láta
undan fyrir Sovétmönnum á sama hátt og í Munchen 1972. Þar fengu Banda-
ríkjamenn silfur en tóku aldrei við því í mótmælaskyni og hggur peningur-
inn í bankahólfi í Munchen. í gær fengu Kanarnir bronsið í sárabætur fyrir
ósigurinn gegn Rússum í undanúrslitunum, unnu þá Ástrahubúa, 78^9, sem
þykir ekki hátt skor í Mekku körfuboltans.
Hér má líta sundkappana frægu, þá Troy Dalby og Douglas Gjertsen.
QQP Seoul5 88
Stjarnan
slegin út
Stefán Edberg hefur ekki átt sjö Var honum þar spáö sigri í báð-
dagana sæla í tenniskeppni ólymp- um greinum affjölmörgun en hann
íuleikanna. var hins vegar sleginn út í báðum
Hann náði góðum árangri í Los í undanúrslitum.
Angeles áriö 1984 en þá var íþróttin Edberg heldur þó ekki heim án
ekki meðal formiegra keppnis- verðlauna. Hami fær bronspen-
greina en það er hún hins vegar rtú. inga, bæði fyrir einliða- og tvfiiða-
Þessi heimsfrægi Svii hefur sótt leik.
á brattann í báðum keppnisþáttum Ekki var þó leikið ura þriðja sæt-
á leikunum í Seoul, bæði í einliða- ið heldur deila þeir kappar því með
og tvihðaleik. sér sem falla út í undanúrslitunum.