Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988. 13 Um varamenn alþingismanna: Meirihlutastjóm? Þaö hefur víst ekki farið framhjá neinum aö ný ríkisstjórn hefur tek- ið viö völdum á íslandi. Hitt viröist ekki jafnljóst hvort hún nýtur stuðnings meirihluta þingmanna, enda ýmsir endar lausir. Einn þingmaður Alþýöubanda- lagsins, Skúli Alexandersson, hef- ur lýst andstöðu við stjómina, en formaðurinn fullyrðir eigi að síður að flokkurinn muni skila átta at- kvæðum í öllum lykilatkvæða- greiðslum. Varamaður Skúla á sem sé að taka sæti á þingi í atkvæða- greiðslum sem eru mikilvægar fyr- ir stjórnina. Þetta staðfestir Skúli við Morgunblaðið 28. september sl. og segir að atkvæði sitt muni skila sér ef um vantraust verði að ræða og útlistar þessi atkvæðaskil í Dag- blaðinu-Vísi þannig að samkomu- lag hafi verið gert innan Alþýðu- bandalagsins að varamaður sinn, Gunnlaugur Haraldsson, taki sæti á þingi ef vantrauststillaga yrði lögð fram og kynnti manninn sem „atkvæði sitt“. Hvað segir í kosningalögum? í 130. gr. laga um kosningar tii Alþingis segir þetta: Varamenn þingmanna í kjör- dæmi taka þingsæti eftir reglum þeim er greinir í 115. gr. þegar þing- menn þess lista, sem þeir eru kosn- ir á, falla frá eða forfallast og án tillits til þess hver þingmaöur list- ans það er. Forfallist varamaður sökum veikinda eða annars, segi hann af sér, missi kjörgengi eða falli frá tekur sá varamannssæti sem næstur er í röðinni (sbr. ákvæði 115. gr.) og ekki var áður varamaður. Ef þingmaður deyr, segir af sér þingmennsku eða missir kjörgengi tekur varamaður sæti sem þing- maður út kjörtímabilið. Ef þingmaður forfallast sökum veikinda eða annars á hann rétt á að láta varamann taka sæti sitt á meðan, en tilkynna skal hann for- seta þeirrar deildar, er hann á sæti í, eða forseta sameinaðs Alþingis, ef Alþingi hefur ekki skipt sér í deildir, í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. Ef varamaður tekur þingsæti í forföll- um þingmanns skal hann ekki sitja skemur en 2 vikur, nema Alþingi hafi verið roíið eða því slitið eða frestað áður. í nefndum innan Alþingis skal varamaður taka sæti þess þing- manns sem hann leysir af hólmi. sé andvígur þessari stjórn og ekki tilbúinn aö verja hana vantrausti. Er sú afstaða vafalaust í samræmi við fyrirheit sem hann hefur gefið kjósendum sínum. Til þess að kom- ast nú hjá að standa við þau hyggst hann misnota rétt sinn til aö kveðja varamann. Með því brýtur hann ekki aðeins lög, heldur bregst skyldum sem hann hefur boðið sig fram til að gegna, fótum treður þingræðið og afskræmir lýðræðið. Það er því ljóst aö sá af forsetum þingsins, sem fær erindi Skúla í hendur, hefur ekki heimild til að verða við því á þessum forsendum. Ef forseti gætir þess ekki kemst þingiö ekki hjá því aö fjalla um málið og taka afstöðu til þess. Og eftir stendur sú spurning: Hefur ríkisstjórnin meirihluta á Alþingi? Sigurður Líndal Hefur ekki heimild Athygli vekur að hvarvetna í Skúli Alexandersson alþingismaöur ásamt „atkvæði sínu“, varaþingmanninum Gunnlaugi Haraldssyni. Kjalkrinn maður hlaupist á brott af því að hann treysti sér ekki til að standa við sannfæringu sína og bera ábyrgð á gerðum sínum. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósend- um segir í 48. gr. stjórnarskrárinn- ar. Skúli Alexandersson hefur lýst þeirri sannfæringu sinni aö hann Sigurður Líndal prófessor ákvæðinu eru forföll forsenda þess að varamaður taki sæti ef þingmaö- ur deyr ekki eða segir af sér þing- mennsku. Sem dæmi um forfóll eru nefnd veikindi en að sjálfsögðu get- ur fleira valdið svo sem fjarvera í nauðsynlegum erindum, erfiðar heimiUsaðstæður, óvenjulegt ann- ríki og þannig mætti lengi telja. Hitt eru engin lögleg forföll að þing- „Hitt eru engin lögleg forföll, að þing- maður hlaupist á brott af því að hann treysti sér ekki til að standa við sann- færingu sína og bera ábyrgð á gerðum sínum.“ Genginn er geymdur eyrir „Hugmyndir um skattlagningu spari- Qár og/eða vaxta af sparifé eru tví- sköttun og refsing fyrir að eyða ekki öllu sínu þegar 1 stað.“ Þegar ég var á bamaskólaaldri fyrir margt löngu var mér ein- hverra hluta vegna geíin bankabók frá Landsbanda íslands með ein- hveijum krónum. Ég man ekki hvað varð um þessa bók. Vísast hefur hún týnst. Mér hefur alltaf gengið illa að safna krónum. Hins vegar man ég slagorðið sem bók- inni fylgdi: Græddur er geymdur eyrir. Ég hef gert heiðarlegar tilraunir, hvað eftir annað, til þess að koma mér upp geymdum sjóðum. Víst væri það gott að eiga varasjóð til hörðu áranna. Til dæmis ef maður yrði óvinnufær um lengri eða skemmri tíma. Satt að segja hefur mér á köflum tekist aö nurla saman nokkrum krónum á bankareikn- inga. Raunasagan er hins vegar sú að þar hafa þessir sjóðir yfirleitt rýrn- að, þannig að raungildi þeirra hef- ur lækkað á geymslutímanum. Þrátt fyrir vexti og vaxtavexti, og vexti líka af þeim, eins og skáldið sagði. Helmings rýrnun Einu sinni keypti konan mín ein- hvers konar ríkisskuldabréf. Mig minnir að það hafi verið til styrktar hringveginum. Þau áttu að vera gullinu tryggari. Ein eða tvenn mánaðarlaun lagði hún í þetta á þeim tíma. Þegar fénu var loks skil- að lét nærri, miðað við laun í sömu atvinnugrein, að hún fengi helm- inginn til baka. Að vísu voru þetta happdrættis- bréf, þannig að þau báru ekki vexti. Hins vegar átti að vera hægt að vinna á þau eins og í hverju ööru happdrætti, og í versta falli áttu þau aö vera verðtryggð, þannig að þar átti slagorðið að gilda ofurlitið breytt: Geymdur er græddur eyrir. Það reyndist fals. Genginn er KjaUarinn Sigurður Hreiðar ritstjóri geymdur eyrir, væri líklega rétt- asta slagorðið um sparifé á Islandi. Að skattleggja „fjármagnshagnað" Nú eru uppi hugmyndir um að skattleggja sparifé. Sparifé er það fé sem menn hafa nurlað saman þegar þeir eru búnir að greiða skatt af þvf. Það verður sparifé þegar menn hugsa sér aö geyma það sér að skaðlausu til hörðu áranna, í stað þess að velta því undireins út í neyslu og þenslu. Hagfræðin segir að þensla sé óæskileg og valdi verð- bólgu sem skaði þjóðarbúið. Þeir sem geta átt ofurlítið í handraðan- um og gera það ættu því að vera þeirra verðlauna veröir sem lands- feðurnir og fjármálastofnanir landsins vilja veita þeim í formi raunvaxta. Hugmyndir um skattlagningu sparifjár og/eða vaxta af sparifé eru tvísköttun og refsing fyrir að eyða ekki öllu sínu þegar í stað. Raunar heyrist mér ekki talað um að skattleggja sparifé og vexti af því. Það er talað um að skatt- leggja fjármagnshagnaö. Hins veg- ar þætti mér gaman að vita hvað fjármagnshagnaður er annað en vextir af framlögðu fé, þar með töldu sparifé. Þetta er aftur á móti nýtt orð til að rugla fólk í ríminu. Eins og þýð- andinn sem þýddi einu sinni grein úr blaöi og kom með til mín. Hún fjallaði um uppflotshylki. Ég skildi ekki orðið og hélt að þetta væri ný uppfmning. Þangað til ég fékk greinina á frummálinu. Þá kom í ljós að maðurinn var að þýða grein um flotholt. Fé til að bora gat á fjall Vísast er það lögmál að stóri bróðir þurfi alltaf meira fé, sem eflaust má kalla „uppflotshylki" út af fyrir sig. Að samfélagið sé búiö að koma sér upp þannig sí- hlæðri eyðslu að alltaf þurfi að taka meira og meira af okkur launafólk- inu til sameiginlegra þarfa, eins og að bora gat á fiall norður í landi eða gera flugstöð í Miðnesheiðinni vind- og vatnshelda. En þaö má ekki gera með því að skattleggja aftur það sem búið er aö skattleggja. Og það á ekki að skemma fyrir þeim sem vilja eiga varasjóð til hörðu áranna. Þess vegna ber að fagna stofnun Samtaka sparifiáreigenda á ís- landi. Megi þau eflast og dafna og verða til þess að þeir sem geta önglað einhvetju saman geti átt það í friði, án þess að það rýrni og brenni upp, sjálfum sér og sam- félaginu til hagsbóta og tryggingar. Eflaust verður ekki mikið gengiö á eflífðina áður en efnt verður til þingkosninga hér á landi. Þá ættu menn að huga aö því hvaöa stjórn- málaöfl eru með áform um að skattleggja fiármagnshagnað venjulegs launafólks. Þau stjórn- málaöfl eru ekki stuðnings verð. Sigurður Hreiðar „Sparifé er það fé sem menn hafa nurlað saman þegar þeir eru búnir að greiða skatt af þvi,“ segir m.a. I greinlnni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.