Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Blaðsíða 24
48
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988.
Smáauglýsingar
■ Verslun
WENZ vetrarlistinn 1988/9 ásamt gjafa-
lista er kominn. Pantið í síma
96-21345. Wenz umboðið. p.h. 781, 602
Akureyri.
■ BQar tíl sölu
Range Rover sjúkrabilreið '85 til sölu,
ekinn 47.600 km. Til sýnis á Rauðarár-
stíg 18. Uppl á skrifstofutíma í síma
26722 og 985-21780. Rauði Kross Is-
lands.
Oalhatsu Rocky DX '85, lengri gerð,
dísil, vökvastýri, silfurgrár, með
dekkra hús, spokefelgur, sílsalistar,
grjótgrind, ekinn 43.000 km., verð 850
þús., skipti á nýlegum beinskiptum
fólksbíl. Uppl. í síma 98-21518 e. kl. 19.
Audl 100, árg. 1984, til sölu, litur hvít-
ur. Verð 570 þús. Útborgun 100 þús.,
eftirstöðvar á skuldabréfum. Uppl. í
símum 42537 og 673625.
Volvo 244 DL 1978 til sölu, sjálfskipt-
ur, vökvastýri, mjög gott eintak, ath.
skipti á ódýrari eða dýrari. Uppl. í
síma 671906 eftir kl. 19 og um helgar.
Dýrari óskast. Ein fallegasta Sierran í
bænum til sölu, árg. '86 GL, verð 550
þús. Óska eftir nýlegum 4WD bíl, t.d.
Subaru (turbo), Lancer eða öðrum
góðum bjl á 700-900 þús. Uppl. í síma
675360 eftir kl. 19.
Volvo 245 GL '82 statlon til sölu, sjálf-
skiptur, ekinn aðeins 68 þús. km. Mjög
vel með farinn, sumar- og vetrardekk.
Uppl. í síma 689584.
VW Golf 1800 GT 1987 til sölu, mjög
vel með farinn og failegur bíll, litur
hvítur, sóllúga, litað gler o.fl. Skipti
möguleg á 300-400 þús kr. bíl. Uppl.
í síma 42870.
Audi 200 Turbo '84 til sölu, sjálfsk.,
rafm. í rúðum og speglum, centrallæs-
ingar, topplúga, álfelgur, ekinn 100
þús. Skipti á ódýrari kema til greina.
Uppl. í síma 92-37788 eftir kl. 19.
Nissan Sunny Coupé '87 til sölu, ekinn
28 þús. km, mjög fallegur bíll. Nánari
uppl. í síma 673176 eftir kl. 18 á föstu-
dag og eftir kl. 14 á laugardag.
■ Ýmislegt
Nýtt, nýtt. Vorum að fá alveg meirihátt-
ar fatnað (balldress) s.s. pils og kjóla,
stutt og síð snið í nokkrum útfærslum,
toppa, buxur og jakka, allt úr latex
(gúmmí) og pvc (fóðrað plast) efnum.
Dömur! þetta eru alveg meiriháttar
dress. Leitið uppl. Sjón er söguríkari.
Rómeó & Júlía.
Æðislega smart nærfatnaöur í miklu
úrvali á dömur, s.s. sokkabelti, nælon-
sokkar, netsokkar, netsokkabuxur,
opnar sokkabuxur, heilir bolir m/og
án sokkabanda, toppar/buxur, corse-
lett st. stærðir, o.mfl. Sjón er sögu
ríkari. Rómeó og Júlía.
Hjálpartæki ástarlífins eru bráðnauð-
synleg til að auka á tilbreytingu og
blása nýju lífi í kynlíf þitt, og gera
það yndislegara og meira spennandi.
Við höfum leyst úr margvíslegum kyn-
lífsvandamálum hjá hjónafólki, pörum
og einstaklingum. Mikið úrval f/döm-
ur og herra. Ath. sjón er sögu ríkari.
Opið 10-18 mán. - föstud. og 10-16
laugard. Erum í húsi nr. 3, 3. hæð
v/Hallærisplan, sími 14448.
Menning
Tilraun um samklipp
- um sýningu Unu Dóru Copley
Á sunnudag lýkur sýningu Unu
Dóru Copley í Gallerí Gangskör.
Þarna eru mestmegnis samklipp í
síðdadaískum anda, mögnuð upp
með gvassi, lakki og fleiru. Una
Dóra notast talsvert við rifrildi úr
tímaritaauglýsingum og þvíum-
líku, að því er virðist til að ná fram
einhvers konar absúrdleikhús-
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
áhrifum. Að þessu leyti svipar að-
feröum hennar mjög til gömlu
dadaistanna, sérstaklega þeirra
Richards Huelsenbecks og Kurts
Schwitters. Meðal dadaista var
rushð vegsamað og hafiö upp í
æðra veldi „ónytjalistar". Myndir
Kurt Schwitters urðu oft á tíðum
næsta þrívíðar út af því hvað allt
ruslið sem hann hafði fundið var
fyrirferðarmikið.
Mynd númer 13 á sýningu Unu
Dóru er þannig næstum því lág-
mynd vegna þess hve „ruslið" er
plássfrekt. Una Dóra er reyndar
sparsöm á efnivið, þó svo að hún
notist við fjölmiðlunarhrat í verk
sín. Þetta er pappír á pappír ofan;
engin útbrunnin sjónvarpstæki eða
afvegaleidd tölvuforrit. Gvassið
gerir það að verkum aö verkin fá
á sig ævintýralegan blæ. Myndim-
ar eru allar í svipaöri stærð, en
sumar eru þess eðhs að þær hefðu
Verk eftir Unu Dóru Copley.
gjarnan mátt vera ögn stærri. Þar
kemur bæði til fjölbreytileiki í
áferð og myndbyggingu. Sem dæmi
má nefna mynd númer tólf, en þar
má sjá bút af striga í felum fyrir
miðri mynd. Sú mynd hefði örugg-
lega notið sín betur í stærra form-
ati þar sem striginn hefði fengiö
aukið hlutverk. Mynd númer 16
sómir sér hins vegar mæta vel í
smáu sniði en hún viröist jafnframt
hafa þá sérstöðu að vera aðeins
gvassmynd en ekki collage. Máske
að undirrituöum hafi þó missýnst
í því efni. Eftirminnilegastar þóttu
mér númer eitt og sex, hvort-
tveggja sláandi uppbyggðar abs-
úrdsenur. Sýning Unu Dóru ber
nokkurn tilraunakeim en vinnu-
brögðin eru forvitnileg og verður
spennandi að sjá hvert þau munu
leiða.
Fréttir
Olympíuleikur DV:
Síðasta umferðin í dag
- bónusviiimngurinn til New York dreginn út á morgun
Elín Óladóttir, einn vinningshafanna i ólympiuleik DV, Bylgjunnar, Fjarkans
og Flugleiða, dregur út nafn vinningshafa gærdagsins i beinni útsendingu
hjá Þorsteini Ásgeirssyni á Bylgjunni. DV-mynd KAE
í dag er komið að síðustu umferð-
inni í Ólympíuleik DV í samvinnu
við Bylgjuna, Fjarkann og Flugleiðir,
því að í dag verður dregið úr fjörkum
með nafni Margeirs Péturssonar
stórmeistara.
í gær var dreginn út vinningshafi
úr fjörkum með nafni Sigurðar
Gunnarssonar. Það var vinnings-
haflnn frá því í fyrradag, Elín Óla-
dóttir, sem kom í heimsókn í beina
útsendingu í þátt Þorsteins Ásgeirs-
sonar og dró út nafn þess heppna.
Upp úr pokanum kom nafn Ólafs H.
Ólafssonar, Rauðarárstíg 38. Þegar
haft var samband viö Ólaf og honum
sagt frá þessum glæsilega vinningi,
helgarferð fyrir tvo með Flugleiöum
til Glasgow eða London að eigin vali,
var hann ekki tilbúinn að segja til
um það hvemig hann myndi nýta sér
vinninginn.
Elín Óladóttir, sem vann sér inn
helgarferð fyrir tvo til London í boði
Flugleiða í fyrradag, brá skjótt við
og er á leið til heimsborgarinnar á
morgun með eiginmanni sínum,
Frey Hreiðarssyni, og sagði hún í
viðtali við Þorstein á Bylgjunni þegar
hún dró út vinningshafa gærdagins
að hún væri ákveðin í aö láta sér líða
vel í ferðinni.
Hver fer til New York?
Á morgun, laugardag, verður síðan
dreginn út glæsilegasti vinningur-
inn, helgarferð til New York fyrir tvo
í boöi Flugleiða. Dregið er sérstak-
lega úr úrklippunum úr DV sem
fylgdu með innsendu íjörkunum.
Állir sem þátt hafa tekið í fjarkaget-
rauninni eiga möguleika á því að
hljóta þennan glæsilega vinning,
einn eða ellefu, allt eftir því hve oft
þeir sendu inn fjarka.
-JR
Norrænt tækniár á Isafirði:
Mjólkursamlagið kynnti starfsemina
Siguijón J. Sgurössan, DV, ísafiröi:
í tilefni af Norrænu tækniári höfðu
17 mjólkursamlög opið hús fyrir al-
menning síðasthðinn laugardag, þar
á meðal Mjólkursamlag ísfirðinga.
„Þetta heppnaðist vel, á annað
hundrað manns heimsóttu okkur og
skoðuðu starfsemina," sagði Pétur
Sigurðsson mjólkurbússtjóri í sam-
tali við DV.
Að sögn Péturs var fólki boðið að
bragða osta og ýmsar mjólkurvörur
og börnin fengu ís. Á staðnum voru
mjólkurfræðingar sem útskýrðu
vinnslurás mjólkurstöðvarinnar,
meðal annars gæðaeftirlit, alveg frá
því mjólkin kemur til stöðvarinnar
og þar til hún fer til neytenda.
Þá var einnig dreift fræðsluefni um
mjólk og mjólkurframleiðslu og sögu
hennar á Islandi. Þar kemur fram
að á síðasta verðlagsári nam innan-
landsneyslan 99% af ársframleiðsl-
unni en áður en kvótakerfið var tek-
iö upp varð aö flytja miklar birgöir
út og kosta í það úttlutningsbótum.