Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1988, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988. LífsstíU Flest þekkjum við til þess hve fiskur er hollur. Er það trú okkar aö aukin sala fisks á erlendri grundu sé ekki síst þeim skoðunum að þakka að neysla hans fækki hjarta- og æðasjúkdómum. Að sama skapi segir þjóötrúin okkur að lýsið sé hollt og sé í raun eitt af því fáa sem örugglega sé heilsu- bætandi. Neytendur Nokkrar faraldursfræðilegar rannsóknir og sumar nvjög merkar hafa sýnt fram á að fiskneyslan hafi jákvæð áhrif. Þó er því þannig farið að ekki eru allar niðurstöður eins. Til dæmis hafa sumir erlendir rannsóknarmenn, sem hafa borið saman dánartíðni sjómanna og bænda viö Lofoten í Noregi og við austurströnd Kanada, fengiö aðrar niðurstöður. Þeir telja að fisk neysla, eins og hún er á heimilun- um þar, stuðli ekki að fækkun hjartasjúkdóma. Veldur fiskneysla hjartasjúkdómum? Samkvæmt kanadísku rannsókn- inni voru þeir sem bjuggu við aust- urströndina tvisvar sinnum lík- legri til að neyta fisks þann daginn en þeir sem bjuggu inn í landi. Samt deyja fleiri úr hjarta- og æða- sjúkdómum úr þeim hópnum sem neytti meira fiskmetis. Upplýsing- ar skorti um aðra þætti eins og streitu, hreyfingu og háþrýsting. Ekki virtist vera mikill munur á kólesteróli, reykingum og drykkju- venjum og eftir því sem höfundar rannsóknarinnar segja „virðist ólíklegt að sá munur nægi til að geta hindrað einhver veruleg áhrif fiskneyslunnar." Höfundarnir telja að lítið fitu- innihald þorsks og þar með lítið af omega-3 fitusýrum geti skýrt þess- ar niðurstöður. Einnig er steiking algengasta matreiðsluaðferðin en höfundamir telja að „steiking í dýra- eða plöntufitu auki hlut fitu sem hefur engin vemdandi áhrif og geti breytt samsetningu fisk- fitunnar." Það þarf því ekki endilega að vera rétt að fiskneysla hafi bætandi áhrif í öllum tilvikum. Sérstaklega ef hún verður til þess að við aukum fituneysluna til muna vegna steik- ingarinnar. Einnig hafa sumir vis- indamenn haldið því fram aö já- kvæð áhrif fiskfitu verði meiri þeg- ar við minnkum fituneysluna. Þekkt er að mikfil hiti getur skemmt viðkvæma fiskfitima en hérlendis er algengt að sjóða fisk- inn í vatni. Sýnt hefur verið fram á það, bæði hérlendis og í Japan, að fita í soðnum fiski skemmist ekki við suðu. Steiking nær heldur ekki að skemma fjölómettaða fisk- fituna. En ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á hjartasjúkdóma eins og áður var minnst á. Hafa sumir látið í ljós þær skoðanir að umræða um þessa sjúkdóma tengist um of fæðunni. Aðrir þættir séu mun veigameiri, t.d. erfðir, reykingar, háþrýstingur og hreyfing. Hér verður þó ekki lagt mat á hvað er rétt og rangt í þessum efnum. Við skulum þó ekki láta slá okkur út af laginu þó að allar rannsóknir um hollustu fisk- neyslu séu ekki samhljóma. Þaö má alltaf búast við því að svo sé um slíkar rannsóknir en gleymum því ekki að við höfum alltaf gott af því að hlusta á skoðanir annarra. Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur Fiskneysla - umdeild hollusta Bílamarkaður á laugardögum Fjöldi bílasala og bílaumboóa auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum geröum og öllum verðflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Allir muna eför segul- armböndunum sem allt áttu að lækna. Margir keyptu þau engu aö síður f góðri trú. Seinna komu segul- magnaðir hnappar sem festa átti í sérstakt þar til gert innlegg í skóm. Einnig þeir áttu að vera allra meina bót. Nýjasta segullækningaað- ferðln byggist á því aö segul- magnaöir hnappar eða plöt- ur eru festar með plástrum á valda punkta á líkaman- um. Þetta erjapönsktfam- leiösla, seld undír merkinu „Magneking'1. Samkvæmt bæklingum, sem hggja firammi á sölustöðum, á seg- ulmagniö að hafa áhrif á vöðvabólgu, meltingartruf- lanir, streitu, höfuö- og bak- verk. orðum ura áhrifamátt hluta afþessu tagi. Læknar og sérfræðingar hafa ávallt af- neitað öllum lækninga- mætti segulmagns og talið sölu slíkra Wuta flokkast undir skottulækningar. 10 segulhnappar í pakka kosta tæplega 1000 krónur. -Pá Ekki hækkað frá í vor Vegna bréfs, sem birt var fyrir skömmu á neytendasíðunni, hringdi Þorleifur M. Friðriksson til DV. í bréfinu var fjallað um óeðlilegar verðhækkanir á Vendelbo marmel- aði. Þorleifur, sem veitir forstöðu inn- flutningsfyrirtækinu Impex í Kefla- vik sem flytur ixm umrætt marmel- aði, vildi koma á framfæri að inn- kaupsverð hefði ekki hækkað frá því í vor. Allar verðsveiflur á Vendelbo mar- melaði væru því komnar til af öðrum orsökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.