Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Síða 2
2 . ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. Fréttír Svindlað á ferskfiskkvótanum: Sendu út 40 gámum meira en leyft var - og verðið hrapaði niður á mörkuðunum 1 Hull og Grimsby „Viö lögðum til að ekki yrðu fluttar út nema 1500 lestir í gámum í þessari viku. Þar er átt við allar fisktegundir. Þaö er hins vegar Ijóst aö hingað hafa komiö rúmlega 2000 lestir og það fengust ekki nema 68 krónur fyrir kílóið sem meöalverö þegar boðið var upp í gær og þaö veröur ekki mikið haerra verö út vikuna vegna þess hve mikið magn er á markaönum. Veröið hefur ver- ið 83 til 85 krónur og jafnvel hærra að undanfómu," sagði Pétur Bjömsson, umboðsmaöur bjá ís- berg í Hull, í samtali við DV. Pétur á sæti í nefnd þeirri á Humber- svæðinu sem gefur utanríkisráöu- neytinu ráö á hverjum fimmtudegi um hve mikið magn markaðurinn þolir vikuna á eftir. Úthlutunamefnd gámaleyfa veitti leyfi til útflutnings á 800 tonn- um af þorski og ýsu í þessari viku magni af fiski til vinnslu. Sjómenn en um 1500 til 1600 tonn af þessum 'sitja því uppi með afla sem þeir fisktegundum vom send út á mark- geta ekki losnaö við. aöinn fyrir utan um 500 tonn af Þessi mikli gámaútflutningur öðrum tegundum. hefur komiö niður á þeim skipum Þaðerþvíljóstaðeinhveijirhafa sem fengið hafa leyfi til að sigla sent út fisk í leyfisleysi. Ástæðuna með afla. Þannig fengu Gullbergið segjamennveraþáaösjómennera og Sléttanesiö ekki nema um 68 í algerum vandræðum vegna krónu meðalverð fyrir mjög góðan slæmrar stöðu fiskvinnslunnar, fisk á Humbersvæðinu í gær. Sjó- sem ekki tekur við nema lágmarks- menn á þessum skipum era að von- um reiðir vegna þessa. Að sögn Péturs Bjömssonar verður haldið áfram aö seija úr gámunum í dag og tvo næstu daga. Sagöist hann ekki eiga von á að veröiö fari neitt upp að ráöi fyrr en þá á fimmtudagiim vegna þess hve mikið væri af fiski á markaön- um. -S.dór Þjóðviljiiin: um ritstjóra frestað Ákvörðun Fundi útgáfustjómar Þjóðviljans var frestað í gær að beiðni formanns Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragnars Grímssonar. Á fundinum átti að taka ákvörðun um hvort ráöningarsamn- ingur Marðar Ámasonar yrði end- umýjaður. Að sögn Úlfars Þormóðs- sonar, formanns útgáfúfélagsins, var það ósk Marðar aö ákvörðun um endumýjun ráðningarsamningsins yrði tekin nú um mánaöamótin. í gær skrifaði Mörður hins vegar bréf þar sem hann sagðist geta sætt sig við frestun þess til 10. nóvember. Þá skrifuðu starfsmenn undir stuðn- ingsyfirlýsingu viö Mörð í gær. Rætt hefúr veriö mn aö Silja Aðal- steinsdóttir taki við ritstjórastóli og era samningar þar um komnir áleið- is. Það er ljóst að átök um ritstjóra- stólana munu halda áfram fram til 10. nóvember enda deilt um það í stjóminni hvort Möröur veröi áfr am. Óttar Proppé mun hins vegar hafa tekið ákvörðun um það fyrir nokkra aö sækjast ekki eftir framlengingu síns ráðningarsamnings sem rit- stjóra. Það er því ekki rétt sem mátti lesa í fyrirsögn hér í gær að hann hefði verið rekinn. DV biður Óttar velvirðingar. -SMJ Alþingi austur á Fljótsdalshérað? Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður stakk upp á því á Alþingi í gær að starfsemi þings yrði flutt í vinsamlegra umhverfi en ríkti í Reykjavík. Því þætti honum skyn- samlegt að flytja Alþingi austur á Fljótsdalshérað þar sem því yrði ör- ugglega vel tekið. Þetta kom fram í umræðum um þingsályktunartillögu Stefáns Valgeirssonar um stöðvun ráðhúsbyggingarinnar. Þeir Geir H. Haarde, Guðmundur H. Garðarsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson gagnrýndu tillöguna mjög og sagði Þorvaldur að tillagan væri fásinna frá upphafi til enda. Ásgeir Hannes Eiríksson, sem talaði í fyrsta skipti á Alþingi, sagöi að þó að þarft væri að stöðva bygginguna væri hér rangt að farið. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, sagði að málinu væri lokið af hálfu ráðuneytisins og að þeir sem uni ekki þeim úrslitum verði að leita til dómstóla. -SMJ Laun sveitarstjómarmanna: Davíð með lægri laun en margir bæjarstjórar Davíð Oddsson borgarstjóri hefur lægri laun en margir bæjarstjórar hjá stærri kaupstöðum á landinu. Laun borgarstjóra era þau sömu og forsætisráðherra - eöa 246.342 krón- ur á mánuði. Aðrar greiðslur fær borgarstjóri ekki frá þorgarsjóði. Hann á sæti í hafharstjóm og þiggur einhver laun þaðan. Þá á borgin embættisbifreið - með einkabílstjóra - en borgarstjóri er fyrsti notandi bifreiðaiinnar. Bæjarstjórinn á ísafirði, Haraldur L. Haraldsson, hefur 272 þúsund krónur á mánuði að jafhaði 1 heildar- laun og að auki býr hann í embættis- bústað - leigufrítt. Bæjarstjórinn í Bolungarvík hefur í heildarlaun rúmlega 205 þúsund krónur á mán- uði. Vitað er að laun bæjarstjórans á Akureyri era mjög há - og ekki lægri en laun bæjarstjórans á ísafirði. Embættismenn Akureyrarbæjar hafa verið ófáanlegir til að gefa upp laun Sigfúsar Jónssonar bæjarstjóra. Það er ekki aðeins að laun borgar- stjóra séu lægri en bæjarstjóra stærri kaupstaða landsins. Þaö sama gildir um aöra æðstu embættismenn Reykjavíkur. Þeir hafa yfir höfuð lægri laun en kollegar þeirra sem starfa hjá stærri sveitarfélögum. -sme Dómur yfír kynferðisafbrotamarmi: Tók nektarmyndir og hafði samfarir við stjúpdóttur sína - dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Maöur á miöjum aldri hefúr ver- ið dæmdur fyrir aö hafa árum sam- an haft samfarir við og tekið nekt- armyndir af ungri stjúpdóttur sinni. Maðurinn var dæmdur í tveggja og hálfe árs fangelsi. Málið kom til kasta lögreglu þeg- ar starfsmenn framköllunarfyrir- tækis fóra með nektarmyndir af stúlkunni tfl lögreglu. Myndimar gáfu tflefhi til frekari rannsókna. Þegar maðurinn var handtekinn leiddi rannsókn i Ijós aö maöurinn hafði ekki einungis tekið myndir af stúlkunni - heldur einnig haft sainfarir við hana. Myndimar mun maðurmn hafa tekið á sex ára tímabili eða frá því aö stúlkan var átta ára og þar til hún varð fjórtán ára. Maðurinn hafði samfarir við stúlkuna þegar hún var tólf og þrettán ára gömul. -sme Kaflaskipti urðu hjá íslenskum getraunum i gær er tölvustýrt beinlinukerfi var ræst. Halldór Ásgrímsson, dómsmálaráðherra með meiru, tippaði á fyrsta getraunaseðilinn. Anna Guömundsdóttir, sem hefur starfað hjá ís- lenskum getraunum frá stofnun þeirra, aðstoðaði ráðherrann og stakk seðl- inum í Lottokassa. Alfreð Þorsteinsson, einn stjórnarmanna íslenskrar get- spár, fylgist spenntur með. DV-mynd E.J. Samið við Sovétmenn um 150 þúsund tunnur í gærkvöldi náðust samningar viö Sovétmenn um að þeir kaupi af okk- ur 150 þúsund tunnur af verkaðri síld. Þá er í samningnum ákvæði um möguleg viðbótarkaup á 50 þúsund tunnum. Hafa Sovétmenn frest til 15. nóvember til að ákveða það. Það sem er nýtt i þessum samningi er aö nú kaupa Sovétmenn haus- skoma og slógdregna síld en hafa undanfarin ár keypt heilsaltaöa. Miöað við það nema kaupin á 150 þúsund tunnum nú um 195 þúsund tunnum af heflsaltaðri síld. Verðið, sem Sovétmenn greiða fyr- ir síldina að þessu sinni, er svipað og Svíar og Finnar greiða fyrir verk- aða síld héðan. Ef Sovétmenn kaupa þessar 50 þúsund tunnur til viðbótar, sem rætt er um, nemur verðmæti samningsins rúmlega einum millj- arði króna. Meö samningnum eru íslendingar enn stærstu seljendur verkaðrar síldar í heiminum. -S.dór Stórbruninn á Stöðvarfiröi: Skammhlaup í rafmagnskapli orsökin Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði: Nú er talið nær fullvíst, að sögn Sveinbjöms Guðmundssonar, yfir- manns Rafmagnseftirlits ríkisins á Austurlandi, aö orsök eldsvoðans þegar saltfiskverkunarhús HSS á Stöðvarfiröi brann hafi verið skammhlaup í rafmagnskapli er lá að hitablásara í húsinu. Að undanfómu hefur verið unnið við hreinsun á þeim tækjum sem ekki ónýttust í eldinum og þeim er veriö að koma fyrir í mjölskemmu síldarverksmiðjunnar Söxu. Þar er ætlunin aö salta síld en verksmiöjan heftir ekki verið í notkun úm nokk- urt skeiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.