Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. 11 Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú Filippseyja, umkringd lögreglumönnum og fréttamönnum, á leið í réttarsalinn í New York í gær. Símamynd Reuter Imelda Marcos fyrir Steimmn Böðvaisdóttir, DV, Washington: Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú - Filippseyja, mætti fyrir rétt í Banda- ríkjunum í gær og kvaðst saklaus af ákæru bandarískra yfirvalda um fjárdrátt og íjársvik. Imelda og eigin- maður hennar, Ferdinand Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, eru ákærð fyrir að hafa tekið ófijálsri hendi 103 milljónir dollara úr fjár- hirslum filhppseysku ríkisstjórnar- innar til að festa kaup á fasteignum í New York. Þau eru einnig ákærð fyrir að svíkja 165 milljónir dollara út úr tveimur bandarískum bönkum. Ferdinand Marcos var einnig gert að mæta fyrir rétt í gær. En sökum veikinda hans frestuðu bandarísk yfirvöld formlegri ákæru á hendur honum þar til réttarskipaður læknir hefði kannað líkamlegt ástand hans. Marcos kvaðst ekki treysta sér til að ferðast frá Hawaheyjum, þar sem þau hjónin hafa búið í útlegð, til New York. Hann hefur farið fram á að ákærurnar á hendur honum'verði lagðar fram í réttarsal á Hawaii. Imeldu Marcos er ekki leyfllegt að yfirgefa New York fyrr en hún leggur fram 5 milljóna dollara tryggingu fyrir því að hún mæti þegar réttar- höld yfir henni hefjast. Lögfræðingar hennar og bandarísk yfirvöld reyna nú að ná samkomulagi um greiðslu tryggingarinnar. Henni er ekki leyfi- legt að nota fjármuni þá sem þau hjónin tóku með sér til Bandaríkj- anna þegar þeim var steypt af stóli á Filippseyjum. Forsetafrúin fyrrverandi þarf að mæta fyrir rétt á fimmtudagsmorgun á nýjan leik takist henni ekki að safna þeim 5 milljónum dohara sem til þarf. En óhklegt er að hún verði fangelsuð. Það getur tekið allt að eitt ár að undirbúa réttarhöldin yfir Marcoshjónunum. Útlendingadeild- imar heiðraðar Pétur L. Pétuisson, DV, Baicelona: Útlendingadeildirnar úr lýðveldis- hernum í spænska borgarastríðinu voru heiðraðar í Barcelona um helg- ina og þeim reist minnismerki við hátíðlega athöfn. Viðstödd voru um 200 gamalmenni, eftirlifendur úr herdeildunum. Hinar sögulegu útlendingaher- deildir voru skipaðar meir en 43 þús- und sjálfboðaliðum frá 53 löndum. Sjálfboðaliðarnir komu th Spánar 1936 til að veija lýðveldið gegn her- sveitum falangista. Þeir máttu sín hins vegar lítils gegn falangistum sem nutu hernaðaraðstoðar Hitlers og Mussohnis og þann 28. október 1938 var stríðið tapað. Nú fimmtíu árum síðar eru þessar sveitir huldar rómantískri móöu bókmenntanna en í þeim börðust stórskáld þess tíma, menn eins og Ernest Hemingway og George Or- well. Það er skrýtið að sjá þessi gamal- menni fylkja hði th að minnast lið- innar tiðar en hér í Barcelona eru nú staddir meðlimir þriggja félaga sem hafa þaö eitt markmið að sam- eina gamla liðsmenn útlendinga- hersveitanna. Frá Bandaríkjunum eru eftirlifandi liðsmenn Lincoln Brigade, frá Ítalíu Volontari de la Libertá, og frá Frakklandi koma Combatants de la Répubhque. Þessir mynda skrautlegan hóp en ekki er óalgengt að sjá þá með Heming- wayskegg og stígvél. ___________________Útlönd Ráðist á Samstöðu Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefur sakað pólsk stjórnvöld um að reyna að eyðileggja viðræður um framtíð landsins með því að tilkynna lokun Lenin-skipasmíðastöðvarinn- ar í Gdansk þar sem hin bönnuðu verkalýðssamtök urðu th. Mieczyslaw Rakowski, forsætis- ráðherra Póllands, varði lokunina út frá efnahagslegum sjónarmiðum. Skipasmíðastöðin hefur verið rekin með tapi. Walesa sagði hins vegar að tilkynningin í gær væri ögrun við viðræðurnar við Samstöðu. Jaruszelski hershöföingi, leiðtogi Póllands, sagði í gær að viðræðurnar væru mikilvægar fyrir Pólland sem á við mikinn efnahagsvanda að stríða. Lokunin virðist þó grafa enn frekar undan möguleikum á að við- ræöur milli Samstöðu og stjórnvalda geti farið fram. Þær hafa þegar tafist í tvær vikur. Walesa sagði að ef framkoma stjórnvalda yr&i svona væri ekki um neitt að ræða og viðræður því ástæðulausar. Walesa er einn ellefu þúsund manna sem munu missa vinnu sína þegar skipasmíðastöðinni verður lokað eftir einn mánuð. Hann starfar sem rafvirki þar. í gær stakk hann upp á því að verkamenn gætu sjálfir rekið skipasmíðastöðina. Að sögn Walesa munu verkamenn- irnir berjast af hörku gegn þessari ákvörðun. Á morgun kemur Margar- et Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, í þriggja daga heimsókn til Póllands. Hún mun hitta Walesa í heimsókn sinni. Um helgina lýsti Rakowski, forsæt- isráðherra Póllands, aðdáun sinni á Thatcher. Sérstaklega sagðist hann vera hiifinn af því hvað hún hefði verið hörð og ákveöin þegar kola- námumenn fóru í verkfall og Thatc- her neitaði alfarið að semja. Sagðist Rakowski ekki telja að hann hefði sömu stáltaugar og járnfrúin. Reuter Ekki bræða þetta með þér lengur. Það býður enginn betur. Opið laugardaga. 280 DL. Hálfsjálfvirkur, 280 lítra, meö tveggja stjömu frysti. Kr. 23.469 stgr. Skipholti 7, símar 20080 og 26800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.