Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Fréttir Notendur ábyrgir fyrir móttöku gervihnattasjónvarps: Hætt að innsigla óleyf ilegar rásir Þau skilyrði þurfa ekki lengur aö vera fyrir hendi þegar fólk setur upp móttökutæki fyrir gervihnattasjón- varp að þær rásir sem ekki er leyfi fyrir móttöku á verði að vera innsigl- aðar í móttökutækinu. Hingað til hefur það verið þannig að Pósti og síma hefur borið að inn- sigla tíðni þeirra stöðva á móttöku- tækinu sem notandinn hefur ekki haft formlegt leyfi til að horfa á. Það leyfi hefur þá átt að koma frá eigend- um viðkomandi rása. Reynslan hefur sýnt að framkvæmd fjarskiptalag- anna hefur reynst ógerleg hvað þetta varðar þar sem notendur hafa hæg- lega getað beint móttökutækjum sín- um að öðrum hnöttum. Hefur Póstur og sími gert sér grein fyrir þessum vandkvæðum á að fylgja lögunum eftir. Með þessari breytingu á reglu- gerðinni er það eftirleiðis á ábyrgð notandans að afla sér tilskilinna leyfa. Með reglugerðarbreytingunni fylg- ir einnig breyting á leyfisbréfinu til móttöku gervihnattasjónvarps þar sem notanda er betur gerð grein fyr- ir réttindum sínum og skyldum. í stuttu máli má segja aö fólk geti horft á þá rás sem það lystir svo framar- lega sem tækjabúnaðurinn er í lagi. Formlega þurfa notendur enn að afla sér leyfa frá eigendum rásanna, til dæmis SKY Channel, en það getur enginn hindrað fólk í að horfa á rás- ir sem það hefur ekki aflað sér leyfis til að horfa á. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þeirri ólöglegu horfun er að eigandi viðkomandi rásar sendi fulltrúa sína inn á heimili notenda. Slíkt er víst ekki til umræðu. Ragnhildur Hjaltadóttir, deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu, segir að þessi reglugerðarbreyting sé liður í aðgerðum sem ráðuneytið mun hafa uppi til að fylgjast betur með þróuninni í móttöku gervihnatta- sjónvarps hér á landi. Ragnhildur vildi ekki fara nánar út í væntanleg- ar aðgerðir ráðuneytisins. Hún segir að móttaka efnis frá þeim 4 hnöttum sem DV sagði frá í gær sé Pósti og síma viðkomandi þar sem þeir sendi á fjarskiptatíðni, þar með tahnn ASTRA-hnötturinn. Póstur og sími mun vera með samantekt í gangi á öllum notendum gervihnattasjón- varps hér á landi. -hlh Borgarstjóm: fjárhags- áætlun minni- hlutans Minnihluti borgarstjómar kynnti í morgun sameiginlega íjárhagsáætl- un sem valkost við fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í þriðja sinn á þessu kjörtímabili sem minni- hlutinn sameinast um fjárhagsáætl- un. „Með fjárhagsáætluninni viljum við sýna fram á að stjórnarandstaðan getur unnið saman og komið frá sér sameiginlegum tillögum,“ segir Sig- rún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Sigrún sagði að stjómarandstaðan væri ekki að yfirbjóða Sjálfstæðis- flokkinn með fjárhagsáætluninni. „Við látum dæmið stemma og geram nákvæma grein fyrir tekjum og út- - gjöldum," segir Sigrún. í fjárhagsáætlun minnihlutans er lögð áhersla á aukna félagslega þjón- ustu viö borgarbúa. Til að mæta auknum gjöldum er gert ráð fyrir að skera framlag til ráðhússins niður um 300 milljónir og fresta lántökum til byggingar hringhúss á Öskjuhlíð. -pv Nýju bfl- númerin Garðar Þorgrímsson skipstjóri um borð í Fiskinesinu í prufukeyrslu eftir vélarskiptin. DV-mynd Sigursteinn Aflahæsta triUa landsins 1988 er á Breiðdalsvlk: Fékk 352 tonn á línu og handfæri Siguistemn Melsted, DV, Breiödalsvik: Fiskines SU 65 var aflahæsta trilla á landinu á síðasta ári. Feðgamir Garöar Þorgrímsson og Vignir Garð- arsson fengu 352 tonn á línu og hand- færi meö góðri aðstoð beitingaliðs- ins, Maríu Gunnþórsdóttur, eigin- konu Garðars, og Þórhildar og Jónu Vilhjálmsdætra. Það er mikið erfiði fyrir tvo menn að draga svo mikinn fisk á land. Um áramótin var sett ný og stærri vél í bátinn og var honum síðan siglt til Seyðisíjarðar í slipp til botn- - hreinsunar, málunar og fleiri lagfær- inga. Síðan heldur Fiskinesið á veið- ar á ný þegar veður leyfir, vonandi með jafngóðum árangri. Gæftir hafa verið slæmar frá því veiðar máttu hefjast á ný um miðjan janúar. láku niður HHraveiki komin upp í þorskeldi í Noregi „Það voru 10-15 fyrstu bfinúmerin sem fóra svona. Við vorum fljótir að átta okkur og þetta var leiðrétt snar- lega. Mér er ekki kunnugt um að málningin hafi lekið af fleiri númer- um,“ sagði Jóhannes Bjamason, hjá númeradeUdinni á Látla Hrauni, við DV. Nýju bUnúmerin, sem framleidd era á Hrauninu, era máluð eins og annars staðar í heiminum en í fyrstu virðist vitlaus málning hafa verið notuð. TU aö koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti gerst aftur hefur verið ákveðið að fá sérstaka borða þannig að númerið brennist inn í plötuna. Mun það vera nýjasta og öraggasta tækni við bUnúmera- gerð. Þótt vitlaus málning muni hafa verið notuð í fyrstu hefur númerið á bU HaUdórs Ásgrímssonar ráðherra fengið rétta málningu og hún ekki lekið af. Skyldu númer einhverra fara að leka verða númerin end- umýj ..ð þeim að kostnaðarlausuhlh í norska blaðinu Fiskoppdrett er skýrt frá því að hin Ulræmda Hitra- veiki, sem svo er nefnd, og stórskað- að hefur laxeldi í Noregi, hafi komið upp í þorskeldi í Finnmörku í Nor- egi. HitraveUú hefur ekki áður komið upp í þorskeldi. Þessi veiki er bakter- ía, sem fyrst kom upp á eyjunni Hitra við Noreg og er síðan viö hana kennd. Þar sem veikin kom upp í þorskeld- inu era menn að ala þorsk upp sér- staklega til slátranar. Þar sem veikin hefur komið upp hafa um það bU 50 prósent af þorskinum drepist, sam- kvæmt fréttum frá Noregi. Sömu fréttir herma að menn óttist-að veik- in geti breiðst út í vUlta þorskstofn- inn. Sigurður Helgason fisksjúkdóma- fræðingur sagði að Hitraveikin næði sér fyrst og fremst upp við eldisað- stæður og nær að magnast upp þegar mjög þröngt er um fiskana og um- hverfisaðstæður ekki eins góðar og við náttúrlegar aðstæður. Hann sagði að vel gætiverið að þessi bakt- ería væri tíl staðar í vUltum fiski en nái ekki að magnast upp fyrr en við þessar tUbúnu aðstæður í fiskeldinu. Og einmitt þar verður þetta vanda- mál og veldur fjárhagslegu tjóni í fiskeldi, þar sem búið er að kosta miklu til. Hann sagðist ekki trúaður á að þetta muni valda skakkaföUum hjá vUltum fiski. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagðist hafa heyrt af þessu og sagðist vita tíl að menn væra dálítið órólegir í N- Noregi vegna þessa máls. Hann sagði að mönnum í N-Noregi hefði gengið vel að safna seiðum og væru að ala þau upp í sláturstærö. f V-Noregi hefðu menn aftur á móti klakið út hrognum og aUð upp. Með þeim á að athuga hvort staöbundnar veiðar aukist þar sem þeim er sleppt, en öll seiði sem sleppt er þar ytra era merkt. -S.dór „Ég er alveg sannfærð um að bUinn minn fékk þessa meðferð af því að ég vUdi ekki borga,“ sagði þriggja bama móöir úr Breiðholti sem telur sig hafa orð- iö fyrir baröinu á harkalegum innheimtuaöferðum nokkurra 12 til 13 ára pUta. PUtarnir höfðu ýtt bU hennar í ófæröinni nú um helgina en ætl- uðu síðan aö rukka hana um 250 krónur. Hún sagðist hafa neitað að borga enda ekki vitaö að þeir væru að ýta gegn greiðslu. PUt- arnir voru hins vegar ekki sáttir við það og komu tvisvar í heim- sókn til hennar tíl að innheimta Þeir fengu enga peninga hjá henni en skömmu síðar þegar hún kom að bU sínum sem stóð fyrir utan hús hennar var aðkom- an ófögur. Öll Ijós á bílnum höfðu verið eyðilögð, brotist haföi veriö inn í bUinn og segulbandsspólum stolið. Auk þess höfðu speglar innan og utan á bUnum verið eyðilagðir. Sagðist konan ekki fá tjóniö bætt af tryggingum en bjóst við að þurfa að greiða um 20.000 til 25.000 krónur fyrir viðgerðina. Lögreglan leitar nú pfitanna sera konan telur að hafi unnið skemmdarverkið. -SMJ Útlánsvextir hækka í dag Fimm bankar, Landsbankimi, Búnaðarbankinn, Samvinnu- bankinn, Alþýðubankinn og Út- vegsbankinn, hækka útlánsvexti sína í dag á bUinu 1 til 4 prósent. Landsbankinn og Búnaðarbank- inn hækka vextina um 1 tU 2 pró- sent en hinir þrir meira eða allt að 4 prósent á almennum skulda- bréfum. -JGH Erlendir fisktnarkaðir: Hátt verð var á ýsu og karfa á fiskmörkuöum í Englandi og Þýskalandi í morgun. Verð á ýsu í Grimsby var um 118 krónur kílóiö og á þorski um 79 krónur. Karfaverö var ágætt í Bremer- haven í Þýskalandi. í morguii fengust þar ura 113 krónur fyrir kilóið af karfa. -JGH - sjá bis. 31 Rotaryklúbba firá 1. júli í ár. Al- þjóðaþing Rotaryhreyfingarinn- ar var haldið í Singapore fyrir skömmu og þar fengu konur þann sama rétt og karlar í sam- tökunum sem vora stofiiuð árið 1905. „Innganga kvenna hefur í gegn- um tíöina verið umdeild, en mik- ill meirihluti þingfulltrúa i Singa- pore var samþykkur þessari breytingu,“ segir Jón Amþórs- son, umdæmisstjóri Rotary á ís- landi. Rotary starfar að margvísleg- um líknar- og góögerðarmálum og er byggð upp sem starfsgreina- samtök þar sem ólíkar starfs- greinar eiga sinn fulltrúa í hverj- um klúbbi. Ekki er hægt að sækja um inngöngu í Rotary heldur eru nýir félagar bomir upp af ein- hvetjum sem fyrir er félagi. ,~PV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.