Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1988. Fréttir Líklegast að páf i messi við Landakot Flest bendir nú til þess að páfi messi á Landakotstúni hér í Reykjavik þó að það fari fyrir brjóstið á öryggisfulltrúum hans að hafa svo mörg sendiráð i nágrenninu. Þetta er teikning af krossinum sem reistur verður við Úlfljótsvatn eftir að Jóhannes Páll páfi II. hefur bless- aö hann. Krossinn er 9 metra hár og er úr ryðfríu stáli og eikardrumb- um. Pólskur risa- kross reistur - páfi blessar hann „Við höfum fengið vilyrði fyrir því að páfi blessi þennan kross sem verð- ur tileinkaður íslenskri æsku og skátastarfi,“ sagði Gunnar Eyjólfs- son leikari en hann hefur átt frum- kvæði að því að stór kross verður reistur hér á landi í tilefhi heimsókn- ar páfa í júní. Kross þessi er gerður í heimalandi páfa, Póllandi, og er hannaður af frægum arkitekt. Krossinn er 9 metra hár og er úr ryðfríu stáh með eikardrumbum á milli. Fyrst í staö verður krossinn staðsettur til hliöar við útialtari Jó- hannesar Páls páfa við Landakot en síöan er ætlunin að flytja hann að Úlfljótsvatni og verður krossinn sett- ur upp í landi Reykjavíkur þar sem skátar hafa aðsetur. Það er kaþólskur prestur í Póllandi sem hefur aðstoðaða Gunnar við verkið. Hann heitir Monsignor Gorz- elany og er prestur í Kraká. Hann er skólabróðir og vinur Jóhannesar Páls páfa. Að sögn Gunnars hefur presturinn hrifist mjögaf frásögnum af Jóni Arasyni og sonum hans og er hann núna að láta gera minning- artöflu um þann atburð í Póllandi. Gunnar, sem er kaþólskur, hefur haft veg og vanda af þessu framtaki en hann sagði að einstaklingar og hópar hér á landi heföu stutt hann til framtaksins. -SMJ Að sögn Gunnars J. Friðrikssonar, formanns móttökunefndar fyrir páfaheimsókn, bendir flest til þess að páfi messi á Landakotstúni þegar hann flytur messu sína í Reykjavík. Annar staður sem kemur til greina er skeifan fyrir framan Háskóla ís- lands en langmestar líkur benda til þess að Landakotstúnið verði fyrir valinu. Páfi kemur hingað til lands laugar- daginn 3. júni og dvelst hér í rúmann sólarhring. Strax eftir komuna heim- sækir hann forseta íslands þó að ekki sé um opinbera heimsókn að ræða heldur um svokallaða hirð- heimsókn sem er til að efla tengslin við kaþólska menn hér á landi. Er þetta meðal annars til að endurgjalda heimsókn Vigdísar til páfa fyrir tveim árum. Síðan er ætlunin að halda til Þingvalla þar sem fer fram samkirkjuleg athöfn. Daginn eftir mun páfi halda messu á Landakotst- úninu eins og áður sagði. Hann fer af landi brott um hádegi. Sjálfsagt mun Þingvallaheimsókn- in fá mesta athygli en ætlunin er að sjónvarpa þaðan út um allan heim. Aö sögn Heimis Steinssonar þjóð- garðsvarðar má búast við miklum mannfiölda þangað en gert er ráð fyrir að fólkiö hlýði á messu úr Gífurlega miklar öryggisráöstaf- anir verða gerðar hér á landi við heimsókn páfa. Öryggisverðir páfa verða að sjálfsögðu með í för en þar að auki munu íslensk yfirvöld taka þátt í öryggisgæslu. Á ferðalögum sínum hefur páfi tek- iö með sér sérstakan bíl þar sem hann geur staðið uppréttur og veifað brekkunni við Efrivelli. Heimir sagði að veðrið skipti að sjálfsögðu miklu máli varðandi aðsókn en þó yrði gert ráð fyrir miklu fiölmenni. til mannfiöldans, varinn skotheldu gleri. Hann byijaði að nota þennan bíl eftir að honum var sýnt morð- tilræði fyrir nokkrum árum. Þessi bíll verður ekki með í förinni til ís- lands heldur mun páfi nota eitthvað af þeim bílum sem voru hér notaðir í sambandi við leiðtogafundinn. Það er því allt eins hklegt aö páfi keyri Framkvæmdir á Þingvöllum „Við höfum gert frumtillögur fyrir Þingvallamefnd varðandi þessa um í bíl sem annaðhvort Reagan eða Gorbatsjov hefur notað. Ekki er ljóst hvort hann muni stoppa einhvers staðar og ræða við fólk sem á vegi hans verður. Þá er ljóst að þaö mun vekja mikla athygli þegar páfi messar við Landa- kotstún að þar skuli vera þrjú sendi- ráð í næsta nágrenni og þar af sov- heimsókn til Þingvalla. í þessum frumdrögum, sem ekki hefur verið gengið endanlega frá, hefur verið kynnt fyrir Þingvallanefnd að þarna sé æskilegt að koma upp einhverri mótun að kór þar sem væri altari og ræðupúlt fyrir páfa og biskup ís- lands,“ sagði Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, en embætti hans hefur yfimmsjón með fram- kvæmdunum á Þingvöllum. Garðar sagði að líklega yrði ein- hver hluti af þessari aðstöðu skilinn eftir sem einhvers konar minnis- merki um komu páfa. Yrði það lík- lega altarið en þess yrði þó gætt að láta það hafa sem minnst áhrif á umhverfið. Það yrði þá nokkurs kon- ar útialtari sem þá um leið gæti nýst árið 2000 þegar 1000 ára afmælis kristnitökunnar verður minnst. Það er páfinn sjálfur sem sækir það fast að komast á Þingvelli enda áhugamaður um fornsögur íslend- inga. Vegna öryggisráðstafana þykir varasamt að fara til Þingvalla og munu þeir sem sjá um öryggismál páfa ekki vera mikið hrifnir af þessu frumkvæði hans. Þaö mun vera eins- dæmi að páfi fari á svo fáfarinn stað í heimsóknum sínum en saga staðar- ins mun hafa heillað hann mjög. -SMJ éska sendiráðiö. Heyrst hefur af því að öryggisverðir páfa séu lítt hrifnir af því en páfi mun ávarpa mannfiölda af sérstökum útiræðupalli sem Reykjavíkurborg mun hklega sjá um að reisa við Landakotskirkju. Þá verða þeir fréttamenn sem fylgj- ast með páfaheimsókninni að gang- astundirmjögstrangteftirlit. -SMJ Miklar öryggisráðstafanir gerðar Samviska Halldórs Fyrirtækið Aldi í Vestur-Þýska- landi hefur lýst yfir því að það kaupi ekki lengur sjávarafurðir frá íslandi. Lagmetisstofnunin ís- lenska hefur gefist upp við að selja lagmetið og fiskvinnslustöðvar víðs vegar um landið sjá fram á atvinnuleysi og landauðn eftir að þurfa að hætta við að framleiða ofan í Þjóðverjana sem ekki vilja éta framleiðsluna. Samkvæmt fréttiun er ekki annað að heyra, hvorki frá útlöndum né héðan að heiman, en að íslendingar eigi sér litla sem enga framtíð með afurðir sínar eftir að Aldi samsteypan ætl- ar að frysta okkur úti. Gll stafa þessi vandræði af því að Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra neitar að viðurkenna þá staðreynd að útlendingar eru á móti þvi að íslendingar veiði hval. Þaö er sem sagt ekki vegna hval- veiðanna, heldur vegna Halldórs sem allt er að fara norður og niður hér á landi. Halldór hefur það á samviskunni að Þjóðverjar leggja fæð á okkur og hann hefur það á samviskunni að byggðir leggist í auðn á íslandi. Lengi vel var rifist um það hvort rétt væri að drepa hvali. Grænfrið ungar létu að sér kveða og náttúru- og dýrarvemdunarmenn létu til sín heyra og alþjóðahvalveiðiráð- stefnan hélt ótal, ótal fundi til að koma vitinu fyrir íslendinga og láta þá hætta hvalveiðum. Á endanum samþykktu íslendingar að hægt væri að drepa hval með því að gera það í vísindaskyni. Hafa síðan ver- ið stundaðar hvalveiðar í vísinda- skyni við strendur landsins og sjávarútsvegsráðherra hefur lagt land undir fót og sótt margvíslegar hvalaráðstefnur til að segja útlend- ingum frá því að íslendingar séu hættir að veiða hval, nema þá í vís- indaskyni. Það er auðvitað mikill munur á því hvemig hvalurinn er drepinn, þótt hvalurinn sjálfur átti sig kannske ekki á því. Ef hvalur er drepinn til þess eins að drepa hann, þá er sjálfsagt að hlusta á dýravemdina. En ef hvalurinn er drepinn í vísindaskyni gegnir allt öðra máli, eins og allir vita sem leggja stund á vísindi og veiðar. Hvalaskyttumar íslensku em við- urkenndir visindamenn sam- kvæmt tilskipunum frá hinu opin- bera og þeir vita ekki upp á sig neina sök. Heldur ekki Halldór sem hefur staðið sig vel í því að útskýra muninn á þessum hvalveiðum út frá vísindalegum sjónarhóli. En einhvem veginn hafa samt útlenskir grænfriðungar og for- sfióramir hjá Aldi í Þýskalandi ekki almennilega skilið þennan vísindalega mun og beinist reiði þeirra og mótmæli ekki lengur gegn hvalveiðimönnunum né held- ur í þágu hvalanna. Mótmæh þeirra beinast að Halldóri Ásgríms- syni sjálfum og þeirri þvermóðsku hians að skilja ekki almenningsáht- ið í Þýskalandi. Fyrir vikið stefnir aUt í það að grænfriðungar verði að beina spjótum sínum aö HaUd- óri í stað hvalveiðanna, enda gera þeir sér áreiðanlega ljóst að tilræð- ið gegn háttúrunni og dýravern- dunnini felst í HaUdóri en ekki hvaladrápinu. Það er Halldór sem stendur eins og kletturinn í hafinu og býður þýsku almenningsáliti og margefldum alþjóðasamtökum grænfriðunga birginn. Það er Hall- dór sem ógnar framtíð íslands- byggða og mörkuðum okkar er- lendis. Það er HaUdór sem eflir fylgi nýnasista í Þýskalandi með því að sýna þeim hvemig á að standa uppi í hárinu á græningjum og öðmm velunnurum hvalanna við íslandsstrendur. Þetta er enginn venjulegur mað- ur, en þaö er heldur enginn venju- legur maður sem neitar að viður- kenna almenningsáUt í útlöndum og skreppur utan um helgar til að breyta því. Enda segir Halldór að það sé ekkert að marka mótmælin frá Aldi því það sé svo langt síðan hann talaði við þá síðast. Það er liöin rúm vika sem Halldór hefur ekki látið frá sér heyra og það hef- ur auðvitað skaðleg áhrif á al- menningsálitið í Þýskalandi. Þjóð- verjarnir, sem ekki vUja kaupa sjávarafurðir okkar og neita að borða þær, eiga ekki von á góðu. Halldór er á fömm út og ætlar að taka þá til bæna. Hvernig í veröld- inni leyfir lítil þjóð eins og Þjóð- verjar sér að rífa kjaft og vera með mótmæU út í annan eins mann og hann Halldór? Maður bara spyr! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.