Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. 3 Fréttir Ríkisstjómin styrkir loðdýraræktina um rúman háifan mUljarð: Styrkurinn fjórfaldar árstekjur greinarinnar - lítil sem engin von um verðhækkun á næstu árum Á þessu linuriti má sjá hvernig 'verð á loðskinnum hefur þróast á undanförn- um árum. Allar línur liggja niöur á við. Lítil sem engin von er talin á að verðið hækki á næstu árum. Hins vegar þyrfti verðið að hækka um 115 prósent ef íslenskir loðdýrabændur ættu að fá upp í kostnað. Sá styrkur, sem ríkisstjómin af- greiddi til loðdýraræktar í síðustu viku, nemur rúmum hálfum millj- arði króna. Heildarverðmæti út- flutnings loðdýrabænda er hins veg- ar ekki nema um 140 milljónir. Styrk- ur ríkisstjómarinnar jafngildir þvi hátt í fjórföldum árstekjum greinar- innar. Rúmur hálfur milljarður frá ríkisstjórninni Styrkur ríkisstjórnarinnar er margþættur. í fyrsta lagi er ráðgert að styrkja bændur beint með því að niðurgreiða fóður um 55 milljónir. i öðru lagi á Framleiðnisjóður að taka 60 milljón króna lán til „sér- stakrar endurskipulagningar á fjár- hag og rekstri loðdýrabúa“. í þessu felst að loðdýrabændum verður ann- aðhvort lánað eða þeir styrktir svo þeir geti greitt skuldir sínar. Þetta á þó ekki við um allar skuld- ir því ríkisstjómin hefur ákveðið að þessir hændur þurfi ekki að greiða afborganir og vexti af skuldum sín- um við Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Loðdýrabændur og fóðurstöðvar skulda Stofnlánadeildinni nú rúm- lega 1,3 milljarða. í ár hefðu afborg- anir og vextir loðdýraræktarinnar til deildarinnar átt að nema um 93 millj- ónum. Á næsta ári hefði greinin átt að borga um 123 milljónir. Ríkis- stjómin hefur því ákveðið að frysta allt að 216 milljónir af skuldum loð- dýraræktarinnar með þessum hætti. í fjórða lagi felst aöstoð ríkissjóðs í því að frysta afborganir af láni því sem Framleiðnisjóður tók hjá Seðla- banka íslands. Þetta lán er að upp- hæð um 200 milljónir króna. Samanlagt felur ákvörðun ríkis- stjómarinnar í sér að loðdýraræktin fær í sinn hlut um 530 milljónir, ýmist sem beinan styrk eða aö af- borganir af lánum greinarinnar eru frystar. Gjaldeyristekjurnar einungis fjórðungur af styrknum Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands vom á árinu 198,7 flutt út um 76 þúsund refaskinn fyrir um 127,2 milljónir króna. Sama ár var andvirði um 40 þúsund minkaskinna um 59 milljónir. Framreiknaö með gengisvísitölu er andvirði þess út- flutnings í dag um 227 milljónir króna. Þegar tillit hefur verið tekið til hins gifurlega verðfalls sem varð á mörk- uðum erlendis á milli áranna 1987 og 1988 er hæpið aö útflutningsverð- mæti loðskinna sé í raun hærra en um 140 milljónir króna. Stuðningur rikissjóðs nemur því rétt tæplega fjórföldum gjaldeyristekjum þjóðar- búsins af þessari atvinnugrein. Allt að 65 prósent verðfall Á undanfómum árum hefur verð á loðdýraskinnum farið lækkandi. í fyrra var verð á bláref þannig lægra en það hafði verið áður, eða um 1.600 krónur. Verðið hafði þá lækkað um rúm 30 prósent frá árinu á undan. íslendingar fá þó ekki þetta verð þar sem skinn frá íslenskum loðdýrabú- um selst yfirleitt um 5 til 7 prósent undir markaðsverði. Minkaskinn seldust í fyrra á um 1.370 krónur. Það er um 33 prósent lægra verð en árið á undan. Eins og með blárefmn þá fá íslendingar lægra verð fyrir sín minkaskinn en aðrir framleiðendur. Verðfallið varð enn meira í öðrum skinnum sem íslendingar rækta. Verð á silfurref féll um 50 prósent í Ijósi útlits á alþjóöamörkuöum er ekki furöa þó mörgum þyki hálfs milljarðs styrkur rikisstjórnarinnar til loðdýrabænda vera vænn biti i hundskjaft. og skinn af blendingi af bláref og silf- urref, svokallaðir „blue-frosf‘, seld- ust á um 65 prósent lægra verði. Þó verðið haíi fallið meira í fyrra en mörg undanfarin ár hefur verðið sífellt farið lækkandi allan þennan áratug þó það hafi stundum hækkað milli einstakra ára. í útreikningum sínum byggir land- búnaðarráðuneytið á ákveðnu við- miðunarverði. Það verð var um 32 prósent hærra en minkabændur fengu i fyrra og um 72 prósent hærra en refabændur fengu. Líklegra að verð lækki en hækki Lítil bjartsýni ríkir meðal loðdýra- ræktenda í heiminum um að verð fari hækkandi á næstu árum. í fyrsta lagi hefur umframframleiðsla á und- anfórnum árum orðið til þess að birgðir hafa safnast upp. Þær birgðir munu þvi leggja áframhaldandi of- framleiðslu lið við að halda verðinu enn niöri. Við þetta bætist síðan að dýra- verndunarsinnar hafa ráðist harka- lega gegn loðdýrarækt og orðið mikið ágengt. í grein í nýlegu hefti af News- week kemur fram að áróðursherð- ferð dýravemdunarmanna í Evrópu hefur þegar skilað miklum árangri. Þannig hefur sala á loðfeldum í Hol- landi falhð um 80 prósent á skömm- um tíma. Mikil áróðursherferð er nú hafin í Bandaríkjunum þar sem stefnt er að sama árangri og í Evrópu. Uppgang- urinn í loðdýrarækt fyrir fáum árum átti meðal annars rót sína að rekja til þess að loðfeldurinn var gerður að almenningseign í Bandaríkjun- um. Með auglýsingum í virtum blöð- um sem segja að konur eigi að blygð- ast sín fyrir að ganga í loðfeldum kann þessi tryggasti markaður loð- dýraræktenda aö bregðast þeim. Annað sem getur haldið verðinu niðri á næstu ámm er að Norður- landabúar eru stærstu loðdýrarækt- endur í heimi. Stjómvöld þar hafa gripið til ýmissa aðgerða til að styrkja þessa atvinnugrein vegna byggðasjónarmiöa þó sá styrkur sé í mun smærri stil en hér. Þessir styrk- ir munu þó draga úr því að lát verði á offramboðinu. Það er því allt eins líklegt aö verð muni fara lækkandi á næstu árum eins og að það kunni að hækka eitt- hvað. Mun gleypa hundruð milljóna á næstu árum í Ijósi útíits á mörkuðum erlendis er ekki furða þó ýmsir ráðherrar hafi látið undan þrýstingi Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráðherra um þá fyrirgreiðslu sem ákveðin hefur verið. Með því aö framlengja líf atvinnugreinarinnar um fáeina mánuði með þessari aðstoö er í raun verið að gefa út óútfylltan víxil um frekari aðstoð síðar. Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Kostnaður íslenskra loðdýra- bænda við að framleiða eitt blárefs- skinn er um 3.200 krónur. Það er um 115 prósent hærra verð en þeir geta vonast til að fá fyrir skinnin á mörk- uðum erlendis. Verðið þyrfti að hækka sem því nemur áður en þeir fengju upp í kostnaö. Ef verð á erlendum mörkuðum hækkar ekki á næstu árum þurfa stjómvöld líklega að styrkja loðdýra- ræktina um 200 til 300 milljónir ár- lega. Þá er einungis miðað við óbreytt ástand. En það em fleiri sem ekki fagna þessum aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Leifur K. Jóhannesson, forstöðu- maður Stofnlánadeildar landbúnað- arráðuneytisins, sagði það augljóst að þessar aðgerðir drægju úr getu deildarinnar til að sinna öðram verk- efnum. Loðdýraræktin á nú um 25 prósent af öllum útlánum Stofnlánadeildar- innar. Undanfarin þrjú ár hafa stjómvöld þrásinnis gripiö til þess að frysta þessi lán þannig að deildin hefur engar afborganir fengið greiddar. Til viðbótar hefur henni verið gert að yfirtaka skuldir grein- arinnar við aðra aðila. ÚTSALA ! AÐEINS4 DAGAR EFTIR ÖRBYLGJUOFNAR, SJÓNVARPSTÆKI, HLJÓMTÆKI, SÍMAR, FERÐATÆKI, BÍLTÆKI OG FLEIRA OG FLEIRA...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.