Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. 25 Lífsstíll P Steypuskemmdir: Uttekt nauðsynleg vegna viðhaldsframkvæmda Oft ‘lenda húseigendur í vandræð- um þegar taka skal tilboðum í við- gerðir vegna skemmdra veggja af völdum alkalískemmda og annarra viðhaldsframkvæmda. Dæmi eru um aö húsfélög og eigendur hafi fengið fjögur tilboð þar sem kostnaðurinn var áætlaður á bilinu 50-200 þúsund krónur. Var þá ekki best að taka bara því ódýrasta? Þegar svona er komið er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og leita til hlutlausra kunnáttumanna. Það er hægt að gera með ýmsu móti, oftast kostar það einhver þúsund en það er líka hægt að fá ókeypis ráðgjöf. Verkfræðistofur með tækni- eða hönnunaraðstöðu taka sumar hveij- ar að sér ráðgjöf og úttekt á skemmd- um húsum. Einnig hefur Bygginga- þjónustan við Hallveigarstíg allmikl- ar upplýsingar um verktaka sem taka slíkar framkvæmdir að sér. í Byggingaþjónustunni er líka hægt að njóta ókeypis ráðgjafar verkfræð- inga sem sitja fyrir svörum almenn- ings frá kl. 16.00-18.00 á miðvikudög- um. Þannig er hægt að fá ábendingar um hvernig á að snúa sér. Með því móti er aðstæðum lýst eins og kostur er og verkfræðingamir geta sagt fyr- ir um til hvaða aðila skal leita, bæði um úttekt og jafnvel um verktaka. Aðilar frá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins sjá um álitsgerðir vegna skemmda á húsnæði og mun þáveraumtímavinnuaðræða. -ÓTT Húsnæðisstofnun: Viðgerda- lán til eldri húsa en 15 ára Hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að við- gerðalán til eldri húsa en 15 ára sé hægt að sækja um hjá stofnuninni. Gildir það um almennar viðgerðir vegna glers, þaks, klæðninga og steypuskemmda. Heimilið Sömu skilyrði eru sett fyrir við- gerðarlánum og húsnæðislánum varðandi lífeyrissjóð. Lágmarks- kostnaður viðgerðar verður að ná 471 þúsund kr. og lánar stofnunin 70% af þeirri fjárhæð, eða 329 þúsund kr. Lán verða þó aldrei hærri en 2.357.000 kr. Ef lán er hærra en 842 þúsund kr. líða 6 mánuðir á milli fyrri og seinni útborgunar. Til að fá fyrri hlutann útborgaðan skulu 50% framkvæmda vera lokið en til aö fá seinni hlutann greiddan verða 80% framkvæmda að vera lokið. Sé greiðsla hins vegar í einu lagi skal framkvæmdum vera lokið sem nemur 80 prósentum af viðgerð. Biðtími eftir þessum lánum mun vera um 2-2 'A ár. -ÓTT - hvaða tilboði á að taka? DV-mynd Brynjar Gauti Þegar þarf að láta gera við vegna skemmda er skynsamlegt að fá hlutlausan ráðgjafa til að leggja mat á umfang framkvæmda. Bjöm Marteinsson: Uppbyggingunni lokið og nú tekur viðhald við „Umfang væntanlegra viðgerða á íbúðarhúsum er rosalegt. Uppbygg- ingunni í landinu er að mestu lokið og nú tekur viðhald við,“ segir Björn Marteinsson, deildarverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun bygginga- riðnaðarins, en hann hefur sem kunnugt er rannsakaö umfang þarfra viðgerða á skemmdum hús- um. Hann telur að viðhald húsa vegna alkaliskemmda og fleiri þátta muni kosta marga'milljarða á næstu árum. DV leitaði álits hans á þvi hvernig húseigendur eigi helst að snúa sér með væntanlegar viðgerðir í huga, t.d. vegna alkalískemmda. Frumskilyrði að fá úttekt „Það er frumskilyrði að fólk geti gert lýsingu á skemmdum húsa sinna,“ segir Björn. „Best er að leita til ráðgjafa með þekkingu á þessu sviði sem getur gert lýsingu á kröfum sem þarf að gera til viðgerða og um- fangi þeirra,“ segir Björn. „Án út- tektar af aðila með nægilega kunn- áttu er ómögulegt að láta gera raun- hæft tilboð í skemmdir í veggjum og þess háttar. Þaö þarf talsvert mikla kunnáttu til en það eru aðilar sem annast skýrslur af þessu tæi. Oft er það svo að fólk reynir að taka skyn- samlega lágu tilboöi en áttar sig ekki á hvað felst í því. Svo kemur fólk kannski til verktaka eftir viðgerð og spyr: Hvers vegna var ekki gert við hdnar og þessar sprungur?, Þá hefur tilboðið kannske falið eitthvað allt annaö í sér en eigendur héldu. í þessu tilliti er langbest að sá sem gerir úttekt á skemmdum fylgi mál- inu eftir og sé fólki innan handar með að yfirfara tilboð og segja hvað í þeim felst. Með það fyrir augum ætti viðgerö að vera fullnægjandi. Hvað snertir ijármögnun á viða- miklum viðgerðum þá held ég aö aðalfjármögnunaraðilarnir séu bara bankamir. Sjálfsagt er best að fólk reyni að útvega sér lánsloforð hjá Húsnæðisstofnun og útvega banka- lán til 1-2 ára í framhaldi af því. Annars er um að gera að byrja að safna sem fyrst og reyna aö hefja framkvæmdir þar sem það á viö.“ -ÓTT Er tími til kominn að einbeita sér að viðhaldi íbúðarhúsnæðis?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.