Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði Jackie Onassis vék sér að Victoriu Principal á veitingastað í New York ekki alls fyrir löngu til aö fá símanúmer eiginmanns hennar, lýtalæknis- ins Harry Glassman. Til hvers hún ætlaði að nota númerið fyldi sögunni ekki en menn telja að Jackie finnist ekki veita af því að láta hressa aðeins UDp á útlitið fyrst hún er komin á sjötugs aldurinn. Loni Anderson er þekkt fyrir að sýna sig aldrei á almanna færi nema hafa farðað sig vel og vendilega. Fyrir nokkru lenti hún þó í því slysi að læsa sig úti, óförðuð. Hún bankaði upp hjá nágrönnunum en þeir þekktu hana ekki svona ótilhafða. Það tók dísina nokkra stund að koma þeim í skilning um hver hún væri áður en þeir hringdu á lása- smið fyrir hana. Og af tillitssemi við lásasmiðinn lánuöu þeir henni væna slummu af meiki til að sletta framan í sig. Warren Beatty sendi sinni fyrrverandi, Diane Keaton, stærðar búnt af rósum ekki alls fyrir löngu. Ástæðan fyrir sendingunni var sú að Diane situr nú sveitt við að skrifa sjálfs- ævisögu sína. Þeir sem hefðu haft gaman af að lesa um ástir þeirra Keatons og Beatty verða sjálfsagt súrir því hún hefur lofað að minnast ekki einu orði á þær. Og Warren varð svo glaður þegar hann heyrði þetta að hann sendi Diane rósir. Það eru þrjátíu ár síðan Liz Taylor stal Eddie Fischer frá Debbie Reyn olds. Hún hefur hatað hana æ síðan. Kelly McGill: Minningin um nauðgunina hef- ur eitrað líf mitt Hin þrjátíu og eins árs gamla Kelly sæla þrátt fyrir að hún hafi átt vel- McGill hefur ekki átt sjö dagana gengni að fagna sem kvikmyndaleik- Kelly McGill var nauðgað fyrir sjö árum og síðan hefur hún barist viö þung- lyndi og ofdrykkju. DV Debbie Reynolds: Égfyrirgefliz Taylor aldrei í nýútkominni ævisögu sinni gerir Debbie Reynolds upp sakirnar við fyrrum vinkonu sína Liz Taylor. Fyrir þrjátíu árum voru þau mikhr mátar Lis Taylor og eiginmaður hennar Mike Todd svo og Debbie og eiginmaður hennar Eddie Fischer. En svo lést Mike Todd í flugslysi og Liz syrgði hann mikið. Hún leitaði mikiö til Debbiear og Eddies í sorgum sínum. „Mér var kunnugt um að Liz hringdi oft í Eddie og hann var tíður gestur í íbúð hennar. En ég var svo blind að ég hélt að hann væri einung- is að hugga hana og mér datt aldrei neitt misjafnt í hug. Hvemig átti mér líka að detta í hug að besta vinkona mín væri að leggja snörumar fyrir eiginmann minn? Það kom því eins og þruma úr heiðskím lofti þegar Eddie tilkynnti mér að hann ætlaði að yflrgefa mig fyrir Liz. Ég mun aldrei fyrirgefa Liz þetta því ég er þess fullviss, nú þrjátíu árum síðar, að þetta var alfarið henni aö kenna," segir Debbie. í dag er Debbie 56 ára og hamingju- samlega gift Richard Hamlett sem er fjórum ámm eldri en hún. Og að sögn hennar er hann einhver besti maður sem hún hefur nokkru sinni komist í kynni við. Svo nú er bara að vona að enginn steli honum frá henni. Ekki þurfti að spyrja að því hvað barnið ætti að heita þegar þetta barn var skirt. Það var nefnilega móðirin sem skirði og faðirinn hélt á bam- inu undir skírn. Eitt af fyrstu embættisverkum séra Halldóru Þorvalds- dóttur, nývigðs prests i Fellsmúlaprestakalii i Landsveit, var að skíra þrju börn í sókninni annan dag jóla. Fyrsta barnið, drengur, var hennar eigið. Drengurinn var skirður Sigurjón Bjarni - faðirinn heitir Sigurjón Bjamason. kona. En hún vakti fyrst verulega athygli fyrir leik sinn í myndinni Top Gun. Kelly var nauðgaö fyrir sjö ámm og minningin um þann hroðalega atburð hefur fylgt henni eins og svartur skuggi síðan. Hún hefur oft á tíðum verið djúpt sokkin í þung- lyndi og nokkrum sinnum reynt að fremja sjálfsmorð. Áriö 1982 brutust tveir grímu- klæddir menn inn í íbúð Kelly í New York og nauðguðu henni. „Þeir höfðu tuttugu minútna viðdvöl í íbúðinni en mér fannst það eins og tuttugu ár. Þessar mínútur hafa æ síðan eitr- að líf mitt. Mér var misþyrmt, og meðal annars notuðu glæpamenn- irnir hnifa til að stinga mig með. Ég var þess fullviss að mennimir myndu drepa mig þegar þeir hefðu lokið sér af. En nágrannar mínir heyröu óeðlilegah hávaða úr íbúð- inni og hringdu á 'lögregluna. Það versta var hins vegar að nauögaram- ir komust undan á flótta. Síðan þetta gerðist fæ ég stöðugt martraðir og ég á erfitt með að vera ein. Ég get til dæmis aldrei keyrt bílinn minn nema að fullvissa mig um að allar dyr séu læstar. Húsið er vaktað af öryggis- vörðum og lásar eru fyrir öllum dyr- um. Ég sofna aldrei svo að ég hafi ekki athugað margsinnis hvort ég. hafi ekki læst svefnherbergisdyrun- um tryggilega. Fyrstu tvö árin kenndi ég sjálfri mér um þennan atburð, en árið 1984 leitaði ég til sálfræðings um hjálp og hann kom mér í skilning um að ég gæti ekki kennt sjálfri mér um. Það hefur tekið mig mörg ár að endurheimta sjálfstraustið og um tíma hneigðist ég til ofdrykkju og þyngdist þá um 15 kíló. Núna hef ég náð þeim af mér aftur og ég er orðin sáttari við sjálfa mig. Ég hef eignast kærasta, leikarann Don Yesso og hann er mér stoð og stytta í lífinu. Ég hef nýlokið við að leika hlutverk ungrar stúlku í kvikmynd en henni var nauðgað eins og mér. Fyrir mörg- um er þetta einungis kvikmynd en fyrir fólk sem hefur upplifað eitthvað þessu líkt er þetta langtum meira. Um þessar mundir er ég einnig að skrifa mitt fyrsta kvikmyndahandrit og ég vona bara að einhver vilji kaupa það. Ég er því tiltölulega ánægð með líf- ið og tilveruna þótt ég geti aldrei fyr- irgefið mönnunum sem nauðguðu mér fyrir að hafa lagt í rúst nær sjö ár af lífi mínu. Vinir mínir hafa stutt mig með ráðum og dáö og margsinnis forðað mér frá að fremja sjálfsmorð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.