Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988.
27
Fólk í fréttum
DV
Kristinn Pétursson
Kristinn Pétursson alþingismaö-
ur hefur verið í fréttum DV vegna
umræðna um gengisskráningu.
Kristinn er fæddur 12. mars 1952 á
Bakkafirði og ólst þar upp. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Héraðs-
skólaniun á Laugum 1968 og vél-
stjóraprófi frá Vélskóla íslands 1975.
Kristinn hefur rekið eigin útgerð á
Bakkafirði frá 1973 og eigin fisk-
vinnslu og útgerð ásamt öörum á
Ejakkafirði frá 1975. Hann hefur ver-
ið framkvæmdastjóri Útvers hf. á
Bakkafirði frá 1977 og var fram-
kvæmdastjóri byggingar radar-
stöðvarinnar á Gunnólfs víkurfj alli
1985-1988. Kristinn hefur verið í
varastjóm samtaka fiskvinnslu-
stöðva frá 1987 og er einn eigenda
og í stjóm Saltfiskverkunarinnar
Skerseyrar í Hafnarfirði frá 1988.
Hann var í hreppsnefnd Skeggja-
staðahrepps 1978-1986 og í stjóm
Sambands sveitarfélaga á Austur-
landi 1981-1984. Kristinn hefur verið
í stjóm Sjálfstæðisfélags Vopna-
íjaröar og Skeggjastaðahrepps frá
1982 og alþingismaður Austurlands
fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 16. maí
1988. Kristinn kvæntist 14. júní 1975
Hrefnu Sigrúnu Högnadóttur, f. 29.
september 1955, skrifstofumanni.
Foreldrar hennar em Högni H.
Högnason, bílstjóri í Hafnarfirði, og
Hildur Friðjónsdóttir, skrifstofu-
maöur í Rvík. Böm Kristins og
Hrefnu em Mcýa Eir, f. 6. júni 1979,
og Pétur, f. 5. nóyember 1981. Bræö-
ur Kristins era Árni Bergmann, f.
13. nóvember 1950, rafvirkjameist-
ari á Akureyri, kvæntur Oddnýju
Hjaltadóttur; Bjartmar, f. 14. des-
ember 1954, viðskiptafræðingur í
Grimsby, kvæntur Aðalheiði
Bjömsdóttur; Baldur, f. 11. janúar
1958, viðskiptafræðingur, deildar-
stjóri í iðnaðarráðuneytinu, kvænt-
ur Salóme Viggósdóttir; Brynjar, f.
30. mars 1961, nuddari í Grindavík,
sambýliskona hans er Svanhildur
Káradóttir, og Ómar, f. 9. apríl 1969.
Foreldrar Kristins: Pétur Árna-
son, rafveitustjóri á Bakkafirði, og
kona hans, Sigríður Guðmunds-
dóttir skrifstofumaður. Pétur var
sonur Áma, útvegsb. í Höfn í
Bakkafirði, Friðrikssonar, b. á Haf-
ursstöðum í Þistilfirði, Einarssonar.
Móðir Friðriks var Ásta, systir Guð-
rúnar, langamma Kristjáns frá
Djúpalæk. Ásta var dóttirBenja-
míns, b. í Kollavíkurseli, Ágústínus-
sonar í Múla, Jónssonar, b. á Am-
dísarstööum, Halldórssonar, bróður
Jóns, afa Jóns Sigurðssonar á
Gautlöndum, langafa Jóns Sigurðs-
sonar ráðherra. Móðir Árna var
Guðrún Ámadóttir, b. á Mel, Jóns-
sonar og konu hans, Rannveigar
Gísladóttur, b. í Höfn, Vilhjálmsson-
ar. Móðir Gísla var Hallný Gísla-
dóttir, b. í Strandhöfn, Jónssonar.
Móðir Gísla var Elísabet Jónsdóttir,
b. í Geitavík, Ámasonar. Móðir Jóns
var Ingibjörg Jónsdóttir, „Galdra-
Imba“.
Móðir Péturs var Petrína Péturs-
dóttir, b. í Dalshúsum, Sigurðsson-
ar, bróður Hólmfríðar, ömmu
Gunnars Gunnarssonar skálds.
Bróðir Péturs var Jón, afi Jóns
Gunnlaugssonar, læknis á Seltjam-
amesi.
Móðursystir Kristins er Guðríður,
skólastjóri og oddviti á Bakkafirði.
Sigríður er dóttir Guðmundar Krist-
ins, b. í Kolsholtshelli í Flóa, Sigur-
jónssonar, b. í Moldartungu í Holt-
um, Daníelssonar, b. í Kaldárholti,
Jónssonar. Móðir Daníels var Sig-
þrúður Daníelsdóttir, systir Guð-
rúnar, langömmu Guðmundar
Daníelssonar rithöfundar.
Móðir Sigríðar var Marta, systir
Valdimars, afa Haraldar Jóhanns-
sonar hagfræðings. Marta var dóttir
Brynjólfs, b. á Sóleyjarbakka í
Hranamannahreppi, Einarssonar,
b. á Sóleyjarbakka, bróður Matthí-
asar, foður Rósu, langömmu Jónu
Gróu Sigurðardóttur borgarfulltrúa
og Ásgeirs Friðjónssonar fíkniefna-
dómara. Einar var sonur Gísla, b. á
Sóleyjarbakka, Jónssonar, b. á
Kristinn Pétursson.
Spóastöðum, Guðmundssonar, b. á
Kópsvatni, Þorsteinssonar, ættfoð-
ur Kópsvatnsættarinnar, langafa
Magnúsar, langafa Ásmundar Guð-
mundssonar biskups og Sigríðar,
móður Ólafs Skúlasonar vigslubisk-
ups. Móðir Mörtu var Guðríður
Eyjólfsdóttir, systir Ingunnar,
ömmu Boga Ingimarssonar hrl.
Önnur systir Guðríðar var Valgerð-
ur, amma Ólafs Ketilssonar.
AEmæli
Bryndís Jónsdóttir
Bryndís Jónsdóttir verkakona, til
heimilis að Suðurgötu 26, Siglufirði,
er sjötíu og fimm ára í dag.
Bryndís fæddist á Siglufirði og
hefur búið þar alla sína tíð. Hún fór
að vinna á unglingsáranum og hef-
ur stundað síldarsöltun, fiskvinnslu
og önnur almenn verkamannastörf.
Sonur Bryndísar er Gunnar
Trausti Guðbjörnsson, f. 14.1.1953,
prentsmiðjustjóri ísafoldarprent-
smiðju, kvæntur Halldóra Jónas-
dóttur, dóttur Jónasar Bjömssonar
og Hrefnu Hermannsdóttur frá
Siglufirði. Gunnar Trausti og Hall-
dóra era búsett í Garðabæ og eiga
tvær dætur, Eddu Rósu, f. 24.10.
1972, og Bettýju, f. 2.6.1976.
Faðir Gunnars Trausta var Guð-
bjöm Helgason í Reykjavík.
Systkini Bryndísar: Jóhannes
Jónsson, lengi starfsmaður hjá Síld-
arverksmiðjunum á Siglufirði, nú
húsvörður í Reykjavík, kvæntur
Unni Marinósdóttur, þau eiga fimm
böm; Helga Jónsdóttir, húsmóðir í
Vestmannaeyjum, sem nú er látin,
hennar maður var Kjartan og eign-
uðust þau tvö böm, sonur þeirra er
Jón, verkalýðsleiðtogi í Eyjum;
Klara Jónsdóttir, húsmóðir á Akra-
nesi, sem er látin, hennar maður,
sem einnig er látinn, var Helgi Kr.
Sigfússon skipstjóri og eignuðust
þau tvær dætur; Ingibjörg Jóns-
dóttir, húsmóðir á Siglufirði, sem
er látin, var gift Bimi Karlssyni
vélstjóra og eignuðust þau tvo syni;
Dóróthea Jónsdóttir, húsmóðir á
Siglufirði, ekkja eftir Einar Ás-
grímsson, þau eignuðust sjö börn;
Trausti Jónsson, verkamaður á
Siglufiröi, lést ungur maður; Finn-
bogi Jónsson, lést í bamæsku; og
Anna Jónsdóttir, húsmóðir í Vest-
mannaeyjum, sem er látin, maður
hennar var Marinó, sem einnig er
látinn, eignuðust þau einn son.
Foreldrar Bryndísar vora Jón Jó-
hannesson, f. 2.7.1878, fræðimaður
og rithöfundur á Siglufirði, og kona
hans, GuðlaugGísladóttir, f. 1881.
Systir Jóns var Helga er átti Jón
Gíslason, bróður Guðlaugar. Sonur
Helgu og Jóns er Snorri, lengi kenn-
ari á Skógum, faöir Jóns H.B.
Snorrasonar, deildarstjóra hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hálf-
bróðir Jóns Jóhannessonar var
Þórður, faðir Önnu á Sauðárkróki,
sem nýverið gat sér orð í fjölmiðlum
fyrir að læra að fljúga þó fötluð sé.
Foreldrar Jóns voru Jóhannes
Finnbogason, b. á Heiði í Sléttuhlíð,
og kona hans, Dórotea Sigurlaug
Mikaelsdóttir, Ólafssonar, b. í Háa-
gerði á Höfðaströnd. Kona Mikaels
var Ástríður Bjamadóttir, Jónsson-
ar, síðast b. í Lambanesi.
Jóhannes var sonur Finnboga, b.
í Steinhóli í Flókadal, Jónssonar, b.
á Keldum, Jónassonar. Móðir Jó-
hannesar var Margrét Hafliðadóttir,
b. í Hofdölum, Jónssonar. Móðir
Margrétar var Herdís Gísladóttir frá
Ásgeirsbrekku.
Guðlaug var dóttir Gísla Gíslason-
ar, b. á Austara-Hóli í Flókadal, og
konu hans, Vilborgar Þorleifsdótt-
ur, b. í Stóra-Holti, Þorleifssonar.
Bryndís Jónsdóttir.
Móöir Vilborgar var Þuríður
Sveinsdóttir.
Gísli var sonur Gísla Finnssonar,
b. á Hamri, og konu hans, Kristínar
Rafnsdóttur.
Jóhanna Ingibjörg
Þorsteinsdóttir
Jóhanna Ingibjörg Þorsteinsdótt-
ir, til heimilis að Bjarnarstíg 9,
Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Jóhanna fæddist á Hellissandi og
ólst þar upp í foreldrahúsum til
sextán ára aldurs en fór þá til
Reykjavíkur þar sem hún var í sjö
ár í vist á vetrum og fiskvinnu á
sumrum. Hún starfaði við sauma-
skap hjá Sjóklæðagerðinni í tvö ár
og síðan við spuna á línu hjá Veiðar-
færagerðinni í þijú ár. Þá var hún
á sfld á Siglufirði 1939 og í Ingólfs-
firði 1940.
Jóhanna flutti aftur vestur á Hell-
issand 1949 og bjó þar í níu ár en
þá hélt hún m.a. heimili fyrir móður
sína. Hún var búsett í Keflavík í tíu
ár, frá 1960, en hefur nú verið bú-
sett á Bjarnarstígnum sl. átján ár.
Sonur Jóhönnu er Anton Kristins-
son, f. 19.7.1941, húsasmíðameistari
í Reykjavík, kvæntur Sólveigu
Gunnarsdóttur frá Keflavík, þau
eiga eina dóttur, Lindu, f. 11.12.1973.
Jóhanna átti fjögur systkini en á
nú eina systur á lífi. Sysktini henn-
ar: Guðrún, verkakona á Hellis-
sandi og síðar í Stykkishólmi, hún
er látin; Þorsteinn, trésmiður í
Keflavík, hann er látinn; Ingibjörg,
húsmóðir í Reykjavík; og Aðalheið-
ur, húsmóðir í Reykjavík, hún er
látin.
Foreldrar Jóhönnu voru Þor-
steinn Þorsteinsson, oddviti og
hreppsstjóri á Hellissandi, og kona
hans, Petrún Jóhannesdóttir.
Petrún var dóttir Jóhannesar
Jónssonar, b. á Einarslóni, og Ingi-
bjargar Pétursdóttur, b. á Malarrifi,
Péturssonar.
Þorsteinn á Hellissandi var sonur
Finnbogi Breiðfjörð
Ólafsson
Jóhanna Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Þorsteins, b. í Fagradalstungu í
Saurbæ í Dölum, Sigurðssonar, og
seinni konu hans, Kristbjargar
Daðadóttur frá Belgsdal, Þorláks-
sonar. Þorsteinn í Fagradalstungu
var sonur Sigurðar Magnússonar í
Neðri-Hundadal og konu hans, Sess-
eljuErlendsdóttur.
Jóhanna tekur á móti gestum hjá
syni sínum og tengdadóttur að
Fjarðarseli 17, Reykjavík, milli
klukkan 16 og 19.
Til hai mi in igju
meðafi nxl íð 1 1. febrúar
70 ára 60 ára 40 ára
Friðgerður Guðmundsdóttir, 1 Engjavegi 34, ísafiröi. I ngibjörg Jónatansdóttir, Iröttugötu 2, Borgarnesi. Anna Maria Jónsdóttir, Melgerði, Hvammstanga.
Finnbogi Breiðfjörð Ólafsson, tfl
heimflis að Nesbala 92, Seltjamar-
nesi, er fertugur í dag.
Finnbogi fæddist í Reykjavík.
Hann ólst þar upp og á Seltjamar-
nesinu en þangað flutti hann tíu ára
að aldri með foreldrum sínum og
hefur búiö á Seltjarnamesinu síðan.
Hann hóf störf hjá Pennaviðgerð-
inni í Reykjavík 1967 og starfaði þar
tfl 1982 en þá stofnsetti hann fyrir-
tækið Fjölafl sem hann starfraekir
enn en fyrirtækið sér um þjónústu
og sölu á fjölritunarvélum.
Finnbogi lék handbolta með
meistaraflokki Gróttu um skeið og
varð íslandsmeistari með félaginu
1974. Hann starfar í Lionsklúbbnum
Tý í Reykjavík og er gjaldkeri
klúbbsins.
Kona Finnboga er Þórleif Drífa, f.
6.9.1951, dóttir Jóns Þórarinssonar,
skipstjóra í Reykjavík, og konu
hans, Guðrúnar Þorkelsdóttur, en
þauerabæðilátin.
Finnbogi og Þórleif Drífa eiga þijá
syni. Þeir era Ólafur Breiðfjörð, f.
24.7.1974, Sindri Már, f. 1.4.1978, og
Þórir Jökull, f. 23.7.1986.
Finnbogi átti fjóra bræður en einn
bróðir hans er látinn. Bræður Finn-
boga: Jón Breiðfjörð, offsetprentari
hjá DV, kvæntur Guðrúnu Ingi-
mundardóttur, þau eiga tvö böm;
! Bjöm, matreiðslumaður í Reykja-
: vík, en hann er látinn; Ólafur Hauk-
ur, matreiðslumaður í Reykjavík,
Finnbogi Breiófjörð Olafsson.
kvæntur Ástu Knútsdóttur, þau
eiga tvö böm; og Valdimar, starfs-
maður hjá Hagkaup, kvæntur Stein-
unniBragadóttur.
Foreldrar Finnboga era Ólafur
Breiðfjörð Finnbogason, f. 14.12.
1918, en hann starfrækti Pennavið-
geröina í Reykjavík, og kona hans,
Kristjana Jónsdóttir, f. 28.2.1920.
Finnbogi tekur á móti gestum á
heimili sínu föstudaginn 3. febr.
milli klukkan 17 og 20.