Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989.
Fréttír
Fiskmarkaðimir í Evrópu:
Islensk skip hafa lítið selt
Lítíð hefur verið um sölur ís-
lenskra skipa að undanfórnu. Mikil
ótíð hefur verið og erfltt hefur verið
með sjósókn. í Bretlandi seldi Særún
7.2. en síðan hafa engin skip selt þar.
Þýskaland:
Um mánaðamótin var góöur mark-
aður í Þýskalandi en féll mikiö í ann-
arri viku febrúar. Þau skip, sem selt
hafa þar síðustu viku, hafa sum hver
fengiö fremur lélegt verð fyrir afla
sinn.
Bv. Vigri seldi afla sinn í Bremer-
haven 7. febrúar. Alls seldi skipið 154
lestir fyrir 12,2 milljónir króna. Með-
alverö var 80 kr.kg.
Bv. Aðalvík seldi afla sinn í Brem-
erhaven alls 151 lest fyrir 9,6 millj.
króna. Meðalverð 64,23 kr.kg. Bv.
Víðir seldi í Bremerhaven 13. febrúar
alls 185 lestir fyrir 13 milljónir króna.
Meðalverð var 71,89 krónur kílóið.
Billingsgate:
Eitt af því sem auðveldar Norð-
mönnum að taka þátt í Evrópufisk-
markaðnum er hvað þeir liggja vel
viö markaðslöndunum. Fyrir það
fyrsta geta þeir sent fisk til allra
markaðslanda meö flutningavögn-
um, sem tekur miklu skemmri tíma
en sendingar með skipum. Þar að
auki eru þeir með fastar skipaferðir
til hafnarbæja í Englandi. Til dæmis
fer ms. Anne Lise til Leith og hefur
þá tekið fisk í norskum höfnum.
Skipið kemur til Leith á föstudag eða
laugardag og er þá fiskurinn settur
í flutningavagna og fluttur þangað
sem hentar hverju sinni.
Annað skip, sem er í förum milli
Noregs og Bretlands, landar fiski í
North Shiels og fiskurinn er settur á
flutningavagna sem fara meö hann
til þeirra markaða sem best liggja
við. Eitt skip lestar fyrir London og
selur aflann á Billingsgate, ásamt
þeim fiski sem henta þykir að senda
frá áðurnefndum enskum höfnum.
Nokkuð hefur verið um íslensk
fiskílök á Billingsgate aö undan-
förnu. Verðið hefur veriö 288 kr.kg.
Síðustu daga hefur lítiö verið um
ferskan fisk og hafa kaupmenn orðið
að notast við frosin flök. Engin síld
hefur verið á markaðnum og lítið af
makríl. Það hefur valdiö nokkrum
deilum hvað mikill klaki hefur verið
í pakkaðri rækju og segja menn að á
milli 20 og 40% af ís hafi verið í
rækjupökkunum. Reykhúsin hafa
talið sig vanta lax til reykingar.
Noregur:
Laxaseiði verðlögð. Samkomulag
hefur orðið um verð á laxaseiðum.
Smæstu seiöin verða á 3,42^4,95 kr.
Fiskmarkaðir
Ingólfur Stefánsson
stykkið. Seiði 30 g kosta 8,75 n.kr.
stk. eða 64,60 ísl. kr. stk. Seiöi á milli
30 og 40 g eru 7,60 kr. dýrari stk.
Seiði 40-50 g eru á 12 n.kr. stk. eða
91,20 ísl.kr. stk. Seiði 60-70 gr kosta
98,60 ísl.kr. stk. Þegar um stærri seiði
er að ræða semja menn um verð-
ið.
París:
Á markaðnum hjá Rungis féll verð-
ið á ufsa allverulega. Ufsi hafði verið
í góöu verði og komst í 161 kr.kg en
féll í 113 kr.kg og smærri ufsinn féll
úr 129 kr.kg í 72,50 kr.kg. Einnig varö
veruleg verðlækkun á laxi, allt aö 50
kr.kg, nema á góðum skoskum laxi.
í síðustu viku var norskur lax á mjög
lágu verði.
Samkvæmt upplýsingum innílutn-
ingsráðs hefur innflutningur á fiski
til Frakklands verið sem hér segir:
Innflutningurinn var árið 1987 alls
13.889 tonn en varð árið 1988 alls
19.810 tonn. í peningum er þetta verð-
mætísaukning um 965 millj. ísl.kr.
Innflutningur á frosnum fiski og
skelfiski varð 7992 tonn að verðmæti
alls 357 millj. n.kr. eða 2.713 millj.
ísl.kr. Þetta er 4800 lesta aukning í
magni og í peningum 1.368 millj.
ísl.kr. Ferskur og frosinn lax var alls
18.700 lestir en var alls 7.550 tonn
árið 1987 og er þetta 66% aukning.
Innflutningur á ufsa og karfa hefur
tvöfaldast á árinu 1988 miðað við
árið 1987. Innflutningur á rækju var
1987 alls 1.465 lestir en var aðeins 265
lestir árið 1988.
Mílanó:
Markaðurinn ber þess merki að
slæmt hefur verið að sækja sjó rétt
eins og hér og er því lítíð framboð
af hefðbundnum tegundum á mark-
aðnum.
Harðfiskur hefur selst vel að und-
anfömu og verðið er 2280 kr.kg. Allt
útlit er fyrir gott verð á næstunni.
Kína:
Samkomulag hefur orðið milli Kín-
veija og tveggja japanskra fyrirtækja
um framleiðslu á fiskafurðum. Fyrir-
tækin m.s. Nippin og m.s. Dallhai
Dessel, sem eru japönsk fyrirtæki,
hafa gert samning við Kínverja um
sameiginlega fiskvinnslu. Framlag til
þessa verkefnis eru 300 millj. yen. Kín-
verjar eiga meirihluta fyrirtækisins.
Samningurinn er gerður til 15 ára.
Þessi bíll fór
á 51 þúsund
Ýmsir gerðu góð kaup á uppboði
sem borgarfógetí hélt á bílum sem
lögreglan hefur látið hirða víða um
borgina og geymdir hafa verið í bíla-
geymslu lögreglunnar í Vatnagörð-
um án þess að eigendurnir hafi látið
svo lítið að ná í þá. Þessi fallegi Chev-
rolet-bíll, sem sést á meðfylgjandi
mynd, var til dæmis seldur á 51 þús-
und krónur.
„Það er mikið um aö ekki sé náð í
bíla sem eru dregnir hingað og lög-
reglan hefur látið hirða. Þetta eru
oftast bílar sem lagt hefur verið á
ólöglega eða hafa verið fyrir bílaum-
ferð í ófærðinni aö undanförnu," seg-
ir Ragnar Sigurðsson, vaktmaður í
bílageymslunni í Vatnagörðum.
Eigendur bílanna þurfa að greiða
800 krónur í geymslugjald fyrir
fyrsta byrjaða sólarhringinn en 400
krónur eftir þaö. Auk þess er þeim
gert að greiða sekt og gjald til drátt-
arbílafyrirtækjanna. -JGH
St*s
smmitUkJt
Þessi bandaríski Chevrolet var seldur á 51 þúsund krónur á uppboðinu í
bílageymstu lögreglunnar I Vatnagörðum síðastliðinn laugardag. DV-mynd S
Óveður hefur hamlað loðnuveiðunum:
Farnir að ókyrrast
vegna frystingar
„Við byrjuöum aðeins að frysta í
síðustu viku en vegna óveðurs hefur
flotínn ekki komist út aftur fyrr en
í gær. Ég viðurkenni aö við erum aö
veröa dálítíð órólegir vegna þess að
við höfum ekki nema eins og tvær
vikur til stefnu við frystínguna. Um
næstu mánaðamót verður loðnan að
öllum líkindum komin of nálægt
hrygningu,“ sagði Sigurður Einars-
son, forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar
í Vestmannaeyjum, í samtali viö DV.
Hann sagði að þeir sem við fryst-
inguna fengjust væru að sjálfsögðu
mjög háöir veðri vegna þess hve
stuttan tíma loönan væri í frystan-
legu ástandi. Það sem af er þessari
vertíð,- og væri þá sama hvort talaö
er um hefðbundna vetrarvertíð eða
loðnuvertíðina, hefðu gæftir verið
meö eindæmum slæmar. Bátarnir
geta ekki veitt nema 250 til 300 lestir
í hveijum túr ef loðnan á að fara til
frystíngar. Ef meira er sett í lestarn-
ar er hætta á aö loðnan kremjist.
í samningum við Japani er alltaf
gert ráð fyrir því að ekki sé hægt að
frysta það magn sem Japanir eru til-
búnir að kaupa, einmitt vegna þess-
ara fyrmefndu atriða.
Ástráður Ingvarsson hjá loðnu-
nefnd sagði að loðnubátarnir væru
komnir á miðin en þrátt fyrir mikla
leit hefðu þeir ekki fundið loðnu eftir
landleguna. Eitthvað var þó verið að
lóða á loönu hjá Tvískerjum, en þar
var ekki talið að um mikið magn
væriaðræða. -S.dór
Mannréttindi verkalýðsins
IIOÐVIL
Mlðvlkudoom 15. tetxúor 1989 32. tðkibtoð 54. ftgangur
Verkalýðihrevíingin
Full mannréttindi að nýju
Samningsrétturinn endurheimtur. Vdjifyrir viötakri samstöðu launþegahreyfingarinnar.
Áhersla áaukinn kaupmátt, atvinnuöryggi, vaxtalakkun ogkauptryggingu. AsmundurStefansson:
Kröfur BSRB efnislega samhljúða okkar. Bjöm Grétar Sveinsson: Fagna samstöðunni. GuðmundurÞ.
Jónsson: Áhersíaá lagstu laumn. BenediktDaviðsson:StjómvöldskiU þvi sem tekið var
■*“* 11»> o(
O* bvon umumtliilo»/rA« umðm
>»« i« irti «*»«l KU(b
—~ jw wn.yii •»
-JS.“
ar.
Þjóðviljinn slær því upp á forsíöu
hjá sér í gærdag að verkalýðs-
hreyfingin hafi öðlast full mann-
réttindi að nýju frá og með degin-
um í gær. Þeir fáu lesendur sem
ennþá nenna að fletta upp í þessu
fátæklega og rislitla málgagni sós-
ialisma, þjóðfrelsis og verkalýðs-
hreyfingar ráku upp stór augu og
skildu ekki alveg strax hvaða
mannréttindi Þjóöviljinn var að
tala um. Gat það verið að íslenskur
verkalýður hafi verið sviptur mál-
frelsi, prentfrelsi eða kosninga-
rétti? Gat það verið að íslenskur
verkalýðuyr hefði kannske verið
hnepptur í fangelsi eða sviptur
ferðafrelsi? Dagfari vissi jú að
verkalýðshreyfingin var komin í
slag við Flugleiðir og hafði hótað
að fljúga með erlendum flugfélög-
um í hefndarskyni fyrir að vinnu-
veitendur voguöu sér að höfða mál
út af íslenskum lögum og lagatúlk-
unum. En það hafði ekkki fylgt
sögunni að verkalýðurinn heföi
með því glataö mannréttíndum,
þótt hann vilji ekki fljúga með
Flugleiöum. Það hafa aldrei talist
mcmnréttindi samkvæmt stjómar-
skránni að fljúga með Flugleiðum,
þótt góðar séu.
Dagfari fór aö rýna betur í þessi
merku tíðindi Þjóðviljans og sá þá
að endurreisn mannréttindanna
var sú að bannið á samningsréttín-
um var útrunnið og nú var verka-
lýðshreyfingin aftur frjáls að því
að semja af sér í kjarasamningum.
Þetta bann var sett í tíð síðustu rík-
isstjórnar, enda sátu þar illgjarnir
menn og andstyggilegir. Síðan hef-
ur veriö mynduð ný ríkisstjórn
með þátttöku Alþýöubandalagsins
án þess að nokkuð hafi bólaö á
mannréttindum verkalýðsins. Ef
frá eru taldir Kvennalistínn og
Borgaraflokkurinn, hafa allir
stjórnmálaflokkarnir í landinu,
tekið þátt í þeirri mannréttinda-
sviptíngu, sem verkaiýðshreyfing-
in hefur mátt þola í marga, marga
mánuði. Kvennalistinn vill ekki
vera í ríkisstjórn og Borgaraflokk-
urinn fær ekki að vera í ríkisstjórn
svo segja má aö alvörupólitíkus-
arnir í gömlu flokkunum, bæði til
hægri og vinstri, hafi sameinast í
mannréttindabrotunum.
Þjóðviljinn er sérstakt málgagn
Alþýöubandalagsins og er auk þess
séstakt málgagn þjóðfrelsis og
verkalýöshreyfingar og það má
furöu gegna að þessir málsvarar
málstaðarins skuli hafa látið það
átölulaust, að verkalýðshreyfingin
hafi setið uppi mannréttindalaus í
allan þennan tíma. Jafnvel sam-
þykkt hana sjálfir. Mannréttinda-
baráttan er sögð hafin yfir flokka
og flokkadrætti og furðu gegnir að
enginn skuli hafa áttað sig á þess-
um mannréttíndabrotum fyrr en
þau eru afnumin! Og hvaö með all-
an verkalýðinn sjálfan? Hefur
hann ekki gert sér grein fyrir
mannréttindasviptingunni? Eru
menn hættir að taka eftir því þegar
þeir glata mannréttindum?
Nú er það að vísu svo að Al-
þýðubandalagið hefur smám sam-
an veriö að bola fulltrúum verka-
lýðshreyfmgarinnar út af fram-
boðslistum sínum. Það eru helst
stofukommar og leikritaskáld sem
sitja á þingi fyrir Alþýðubandalag-
ið. Ef marka má Guðrúnu Helga-
dóttur eru þetta engir venjulegir
kontóristar og éta ekki pylsur á
pylsuvögnum þegar þeir ferðast í
útlöndum og eiga rétt á meiri og
hærri dagpeningum heldur en
sauðsvartur almúginn þegar þeir
repræsentera þjóðma. Þeir gera
sem sagt greinarmun á sjálfum sér
annars vegar og almennum launa-
manni hins vegar. Hitt er annað
aö Dagfari stóð í þeirri trú, að Al-
þýðubandalagið og Þjóðviljinn
hefðu það enn á stenfuskrá sinni
að snobba niður á við og þykjast
berjast fyrir alþýðuna og þess
vegna væri það alvarlegur lilutur
ef mannréttindi verkalýðsins væru
fótum troðin. Flokkurinn mundi
gera eitthvað í því, jafnvel þótt
hann hafi það á stefnuskrá sinni
aö éta ekki pylsur á almannafæri
innan um almúgann.
En af einhverjum dularfullum
ástæðum hafa þessi mannréttinda-
brot alveg farið framhjá þeim alla-
böllunum og þeir hafa ekkert aö-
hafst fyrr en þeir tílkynna það sigri
hrósandi að verkalýöurinn hafi
öðlast mannréttindin á ný, rétt eins
og mannréttíndi fari eftír almanak-
inu og dagatalinu! Mikið er það
annars gott að mannréttindin séu
komin á það stíg að fólk og flokkar
vití fyrst af mannréttindabrotun-
um þegar þeir öðlast mannréttind-
in aftur! Það er ekki seinna vænna.
Dagfari