Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. 15 Sorpböggunarstöðin í Árbæ Tilefni þessara skrifa minna er sorpböggunarstöðin sem verið hef- ur til umræðu að undanfornu. Sitt sýnist kannski hveijum um hana en okkur Árbæingum, a.m.k. lang- flestum, þykir málið slæmt og framkoma borgaryfirvalda fyrir neðan allar hellur. Borgarstjóm ákveður að reisa sorpböggunarstöð í nágrenni við íbúðarhúsnæði, mat- vælaframleiðslufyrirtæki og úti- vistarsvæði. Þetta er gert þrátt fyr- ir að böggunarstöðin sé alls ekki inni á skipulagi fyrir þetta svæöi. Auðvitað er svo að margir hugsa eins og við Árbæingar og vilja ails ekki fá slíka starfsemi nærri sínum húsdyrum, þrátt fyrir að sorpið komi jafnt frá Árbæingum sem öðmm. Við hljótum þó flest að vera sammála um að ekki er hægt að bjóða upp á slíka nálægt við byggð. Svona starfsemi þarf að vera á þokkalega fríu svæði, langt frá íbúðum og matvælafyrirtækjum. Óþrifnaður - staðsetning Talað hefur verið um að ekki verði óþrifnaður frá stöðinni. Hvemig getur bara nokkrum manni komið til hugar aö það standist? Við erum að ræða um fjarlægö frá mannabústöðum upp á ca 300 metra. Getur það verið að allt í einu sé sorp orðið svo viðráð- anlegt að ekki sé lengur af því lykt, rottur hafi ekki lengur áhuga á því og vindurinn sé hættur að hreyfa það? Víst er sagt að þetta verði allt innandyra. Þama verða þó stöðugt á ferðinni bílar með sorp. Hvað skyldu þeir annars verða margir á dag með sorp frá öllu Reykjavíkur- svæðinu með tæplega 100 þús. íbúa? Á stöðinni yrðu líklegast Kjallariiin Steinn Ólason lögreglumaður stórar innkeyrsludyr fyrir bílana. Gæti lyktin ekki komið þaðan út og breiðst út? Ríkjandi vindátt - austanáttin - bæri lyktina svo yfir hverfið og jafnvel alla borgina. Sorpböggunarstöðin sem shk er ekki það sem við mótmælum held- ur hitt að við viljum ekki fá hana upp að dymm hjá okkur. Helst þyrfti hún að vera staðsett þannig að engin óþægindi yrðu af henni og þá er helst að taka óbyggð svæöi undir hana, ekki nær íbúðarhús- næði en einhverja kílómetra og þá líka hugsað um vindáttirnar, hvert lyktin bærist. Með þessari staðsetningu, sem rætt hefur verið um, við húsdyrnar hjá okkur, hefur líka komið upp sú staða að vatnsból okkar, Bullaugu, er í nágrenninu. Ef mér skjátlast ekki þá er vatn tekið þaðan og veitt í Árbæjarhverfið. Þar með eru fyr- irtæki eins og Vífiifell, Ölgerð Egils Skallagrímssonar og önnur mat- vælafyrirtæki með vatn þaðan. Þessu vatnsbóh verður þá bara lok- aö, eða hvað? Eiturefni Nýlega heyrði ég um að þarna ætti að safna saman eiturefnum og öðrum hættulegum úrgangi, flokka hann og senda á tilheyrandi staði, jafnvel til útlanda til eyðingar. Er virkilega einhver sem getur ábyrgst að eiturefnin geti ekki bor- ist út í andrúmsloftið og þá yfir alla borgina með austanáttinni? Hver er svo fuhkominn að geta tek- ið þessa ábyrgð? Hvaða hætta skap- ast af meðferð þessara eiturefna, t.d. ef eldur kæmi upp í stöðinni? Árbæjarhverfið er stutt frá en það er ekkert langt í Breiðholtshverfin eða austurhluta borgarinnar þegar eiturgufur væru komnar í loftið. Ég minni aftur á austanáttina sem oft er hér. Getur verið að þessi staðsetning sé sú heppilegasta sem völ er á? Hvar verður sorpið svo urðað? Ein- hver staðsetning hlýtur að vera ákveðin. Þvottahús ríkisspítalanna er stutt frá fyrirhugaðri staðsetningu, skyldi það hafa einhver áhrif á loft- ræstikerfið þar að fá í nágrennið ólykt frá sorpúrgangi? Vilt þú, les- andi góður, kannski finna sorplykt af rúmfötunum ef þú lendir á spít- ala? Fasteignasalar hafa haft á orði að verð fasteigna í nágrenni fyrir- hugaðrar sorpstöðvar muni lækka í kjölfarið, heyrst hafa spár um allt að 10-15% verðlækkun. Getur ver- ið að við, eigendur fasteigna í Ár- bæjarhverfi, þurfum að fara að taka á okkur eignaskerðingu vegna slíkra ákvarðana kjörmna fulltrúa okkar í málefnum borgarinnar? Hvar er réttur okkar til ákvarðana um nágrenni okkar, til hvers er aðalskipulag í borginni ef ekki á að fara eftir því? Enginn áhugi? Getur það verið að borgarfulltrú- ar okkar, bæði í meirihluta og minnihluta, því hér í hverfinu búa atkvæöi frá öllum flokkum sem bjóða fram í borginni, hafi ekki meiri áhuga á vilja þessara sömu atkvæða? Þetta er kannski ekki nógu stór hópur, bara nokkur þús- und manns. Eða eru þetta bara at- kvæði sem ekki skipta máh? Hvemig eigum við, kjósendur þess- ara borgarfulltrúa, að bregðast við í næstu kosninginn eða jafnvel prófkjörum? Vilji okkar er ekki virtur, eignir okkar skertar um mörg hundruð þúsund kr. og jafn- vel á aðra milljón miðað við spár manna um verðlækkun fasteigna hér. Ég minni á að 1978 tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn borginni með htl- um mun. Þetta er ahs ekki hótun heldur verið að tala um hugsaniega breytingu á afstöðu til borgarfuh- trúanna sem nú eru, þegar aftur kemur að kosningum. Þetta mál verður ahs ekki gleymt þá. Mér hefur kannski yfirsést það aö munurinn mihi Sjálfstæðis- flokksins og svo hinna flokkanna er það mikih að umræðumar og atkvæðagreiðslumar á borgar- stjómarfundunum séu ekki nógu spennandi og því eigi að jafna þennan mun aðeins út. Kannski vhja sjálfstæðismennimir, sem fyrir þessum ákvörðunum standa, ekki svona mörg atkvæði næst. Eða af hveiju er reynt að fæla atkvæðin sín frá sér? Síðustu daga hefur verið í gangi undirskriftasöfnun meðal íbúa Ár- bæjarhverfis þar sem fyrirhugaðri staðsetningu er harðlega mótmælt. Þátttakan lofaði góðu, fólk leitaði jafnvel að hstum th að verða öragg- lega með ef ekki haföi náðst í það í fyrstu atrennu. Vilji Árbæinga er alveg á hreinu, sorpböggunarstöðin er ekki vel- komin th okkar, við vhjum hana ekki í nágrennið. Þess vegna skora ég á aha þá sem sitja í borgarfuh- trúastöðum og vhja taka mið af vhja íbúanna sem greiddu þeim atkvæði sitt í síðustu kosningum. Bregðist okkur ekki, finnið annan stað undir sorpböggunarstöðina. Steinn Ólason „Sorpböggunarstöðin sem slík er ekki það sem við mótmælum heldur hitt að við viljum ekki fá hana upp að dyrum hjá okkur.“ Valdapýramídi fjármagnsins Mörg undarleg fyrirbæri hafa sko- tið upp kollinum í þessu þjóðfélagi nú í vetur og hkast til séríslensk, að minnsta kosti ef litið er á það hvernig þau em meðhöndluð af þeim sem taka eiga á þeim þegar þau koma upp á yfirborðið. - En sleppum því að sinni. Hins vegar er vel þess vert að átta sig á því hvort við lifum í lýð- ræðisþjóðfélagi. Hvað er lýðræði? - Hér fara að vísu fram lýðræðisleg- ar kosningar. - En hveijir eru það sem stjóma? Og hveijir eru það sem eiga að stjórna landinu? Em það kjömir fulltrúar þjóðarinnar, ríkisstjórnin eða steintröll í kerf- inu? - Stjórnarandstaðan í pen- ingastofnunum landsins sem for- sætisráðherra sagði erfiðasta við- ureignar? Hvers vegna fyrrverandi aiþingismenn? Það undarlega fyrirkomulag virðist ríkjandi að starfsfólk í ríkis- bönkunum á þess engan kost að vinna sig upp í bankastjórastöðu, hversu hæft sem það kann að vera th starfsins - hejdur senda stjórn- málaflokkarnir menn sem gegnt hafa þingstörfum. Svo má spá í það hvers vegna slíkt er gert? Og íhaldið er svo lánsamt að hafa getað komið fyrir í bankastjóra- stöðum í ríkisbönkunum afdönk- uðum þingmönnum sem flokkur- inn var orðinn í vandræðum með á Alþingi. - Þar geta þeir síðan rek- ið illvígari póhtík en nokkru sinni fyrr. Eins og nú hefir komið í ljós hvað snertir framferði Sverris Her- mannssonar. Sameinaðir stöndum vér! Óskiljanleg samstaða hefir skap- ast hjá ólíkum þjóðfélagshópum gegn allri viðleitni stjórnvalda th að ná tökum á efnahagserfiðleik- unum sem fijálshyggjan skóp. - Kjallariim Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður Langt sýndist gengið þegar Versl unarráð kærði th bankaeftirhtsins að ráðherrar og bankaráðsmenn hefðu talað saman. Undarlega hljómar líka að Al- þýðusambandið skuli skipa sér í sveit með atvinnurekendum og öðmm fjármagnseigendum í bar- áttu gegn skattlagningu fjármagns- tekna, lækkun vaxta og niðurfell- ingu lánskjaravísitölu. Hverjir innan ASÍ hagnast á ok- urlánum? Em það almennir félags- menn eða einhveijir aðrir? Gaman væri að fá svar við því. Einhverjir hljóta það að vera. Annars mundi ASÍ ekki styðja valdapýramída fjármagnsins af slíku ofurkappi. Er eðlilegt að halda þannig á málum lífeyrissjóðanna að þeir skili margföldum arði en láta sig engu varða þótt þeir sem stöðugt greiða fé af launum sínum th að byggja þá upp örmagnist undir byrði okurlána, ef þeir þarfnast lánsfiár, kannski missi aleiguna eða ef til vill gjaldi fyrir það með lífi sínu? Er þetta ekki líkast því að þetta fólk hefði verið skyldað th að ala upp rándýr og dýrið heföi rifið það á hol? Bráðum kemur betri tíð? En ef th vih á þessi siðlausa láns- kjarastefna eftir aö víkja fyrir rétt- látari leiðum. - Ef ríkisstjómin fær frið th að koma þeim fyrirætlunum sínum í framkvæmd að leggja láns- kjaravísitöluna niöur um næstu áramót og koma böndum á gráa markaðinn þá er ekki víst að flaumósa fréttamenn þurfi að blása sig út yfir fylgistapi ríkisstjómar- innar eins og þeir hafa gert að und- anförnu. Fjölmiðlafár Það var næstum því merkheg upplifun að horfa á þáttinn á Stöð 2 31. jan. þar sem tveir fréttamenn ræddu við forsætisráðherra. Ekki er unnt að fara hér langt út í að rekja þennan þátt en ef að hkum lætur hefur hvorki forsætisráð- herra né ríkisstjórnin tapað á hon- um. Oft hafa fréttamenn útvarps og sjónvarps iha látið. En svo mik- ið gekk á fyrir þessum að engu var hkara en þeir ætluðu að hakka for- sætisráðherra í sig. - Þarna kjöft- uðu þeir, stundum báðir í einu með handleggjaslætti og ólátum, svo oft leit út fyrir að þeir myndu hendast upp úr sætum sínum og ráðast á forsætisráðherra með pústrum. ' Hins vegar sýndist Steingrímur sallarólegur - líklega htið á þetta sem ómerkilegan látbragðsleik og fuglakvak. En fyrst ég fór að minnast á fjöl- miðlamenningu ætla ég að taka smádæmi til viðbótar: Ekki er langt síðan einn starfrinaður ríkisíjöl- miðils gaf þá skýringu á afstöðu sinni til ríkisstjórnarinnar að hann teldi það skyldu sína að vera ahtaf á móti ríkisstjórnum, hvort sem það væri nú svo eða ekki. Andstæð- ingur hennar skyldi hann vera hvort sem verk hennar væru góð eða slæm. Menn með slíku hugar- fari ættu að hafa vit á að gefa sig ekki í fjölmiðlastarf, þar sem þeir geta valdið háskalegri mengun því sannað þykir að fjölmiðlar séu mjög skoðanamótandi. Það verður ekki sagt að ríkisfjöl- miðlamir séu eftirbátar í þessum efnum enda veit húsbóndinn á þeim bæ að sjálfsögðu hvað th hans friðar heyrir og að gott er inn á mhli skrautsýninga um Davíð Oddsson að taka að sér handleiðslu í landsmálapólitíkinni. Vörður réttlætisins Undarlega mikið var gert af því að tala við Sverri Hermannsson um vaxtamál og láta hann kasta úr klaufunum. Helst hefði mátt ætla, að þessi nýskipaði bankastjóri Landsbankans væri orðinn yfir- maður allra þar á bæ, eða var th- gangurinn sá að ná fram hápunkti áróðurstækninnar? En svo kom upp undarleg staða - allt í einu þagnaöi hávært gaspur Sverris Hermannssonar. Það var sem fjölmiðlar heföu misst ahan áhuga á bankastjóranum. Hvað haföi gerst? Hehsíðugrein í Morg- unblaðinu gaf reyndar thefni th hugleiðinga. Voru þetta eftirmæh? Víst gat svo verið. Þama var mikið lof og lítið annað. Skrifað stóð: „Persónueinkenni Sverris að standa vörð um réttlætið...“ - Þetta var reyndar eins og lítið geislabrot úr öllu því safni sem persónuleik- ann prýddi. En hvað var oröið af Sverri? Haföi hann gufað upp eða var hann lagstur undir feld? Eða kannski að leita sannleikans? Varla var von að fjölmiðla langaði að tala við bankastjórann ef hann var kominn út á shka braut. Hins vegar var Sverrir ahs ekki í þess háttar hugleiðingum heldur einmitt lagstur undir feld - th að gá að því hvort hann gæti ekki fundið betra ráð - og snúið á þetta fyrirbæri allífsins. - Svo ekki þyrfti Ógurvík hf. að verða eilífur „höfuð- verkur". Því bankastjóranum, sem getur þuhð upp úr sér hehu kaflana úr Njálu, fannst að sjálfsögðu sem hann sæi þann mikla héraðshöfð- ingja er undir feld lagðist þá er slík- an vanda bar að höndum - að þing- heimur allur hugðist th bardaga ganga og fann þar þá lausn er bjargaði þjóð hans á örlagastund. Jarðsettir í kyrrþey En er Sverrir annars í nokkrum vanda? Varla á hann erfitt með að sanna það fyrir sjálfum sér og öðr- um fyrir 15. febrúar að hann sé ekki lengur stjórnarformaður í hlutafélaginu sínu? Og þótt hann hafi skrifað undir skjal í ógáti eða af gömlum vana, hvað með það? Hér gera menn varla veður út af öðrum eins smámunum. - Slíkt gerist aðeins í alvöruþjóðfélögum. Og þótt eitthvað fleira kunni að vera í sjónmáli em öryggisverðir í öhum áttum. Innan valdapýramída íhaldsins þurfa menn ekki að vera uggandi um líf sitt, þótt einhveijir maðkar kunni að finnast í mysunni. Þeir eru aðeins jarðsettir í kyrrþey. Og ekki meira um það. Og nú hefir formaður Sjálfstæðis- flokksins komið auga á þörfina fyr- ir að fá fleiri svo htríka persónu- leika inn í bankakerfið. Og for- svarsmenn gráa markaðarins hafa þakkað bankastjóranum fyrir vasklega framgöngu. - Og htríkur bankastjóri hefur boðið öhum „gleðhegt grátt ár!“. Aðalheiður Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.