Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989. Lífsstíll______________ Kartöflur sem megrunarfæði Þaö hefur lengi veriö hald manna aö kartöflur væru fitandi. En þaö er öðru nær. Hitaeiningagildi kartaflna er mjög svipað og í ýsu sem jafnan er talin vera megrunarfæði. í hverj- um 100 grömmum af kartöflum fást að meðaltali um 80 hitaeiningar. Hátt kolvetnainnihald kartaflna er okkur mjög hagstætt þar sem það er að jafnaöi heldur lágt í daglegu fæði okkar. Er jafnan hvatt til aukinnar kolvetnaneyslu af Manneldisráði og næringarráðgjöfum. Því eru kol- vetnaríkir orkugjafar okkur hag- stæðir eða hollir því þeir vega upp á móti þeim orkugjöfum sem of mikið er af í fæöinu eins og fitu og prótín- um. Því er grænmeti eins og kartöfl- ur hollt að stærsti hluti orkunnar kemur úr flóknum kolvetnum (sterkju eða kartöflumjöli). Hvernig má meta orku í matvælum? Þau efni fæðunnar, sem gefa orku, eru orkuefnin prótín, fita og kol- vetni. Til að reikna orkugildi þeirra er nóg að vita að prótín og kolvetni (nema trefjar sem eru ómeltanlegar) gefa okkur 4 hitaeiningar hvert gramm en flta gefur okkur 9 hitaein- ingar hvert gramm. í 100 g af kartöfl- um er hlutfall orkuefna því reiknað eftir magni þeirra. Prótín 2,0 g x 4 kcal = 8,0 kcal. Kolvetni 18 g x 4 kcal = 72,0 kcal. Fita 0,1 g x 9 kcal = 0,9 kcal. Alls 80,9 kcal. Sömu aðferð má beita til aö reikna Neytendur orkuinnihald í hvaða mat sem er ef hlutfall orkuefnanna er þekkt. Þegar talað er um aö auka þurfi hlut flókinna kolvetna í fæðu íslend- inga er jafnan talað um að hæfilegt sé að um 40-50% af daglegrf orku komi úr flóknum kolvetnum. Eink- um er hagstætt að fá kolvetnin úr grófu korni, ávöxtum og grænmeti eins og t.d. kartöflum. Ef við vildum reikna þetta hlutfall fyrir kartöflurnar er einfalt að deila. 72 kcal úr kolvetnum/80 kcal heildar- orka kartaflna x 100 = 90% Þetta þýðir að hlutfall orkunnar úr kolvetnum kartaflna er 90% sem er langt yfir þeim 40-50% sem Mann- eldisráð hvetur til. En þar sem við lifum ekki á kartöflum einum saman jafnast þetta út með öðru fæði á hverjum degi en eykur samt veru- lega hlut flókinna kolvetna í daglegu fæði. Kartöflur í örbylgjuofninn Mjög þægilegt er að sjóða kartöflur í örbylgjuofni í lauslega lokuðu íláti. Þarf að jafnaði 1,5 mínútu á hveija meðalstóra kartöflu. Ef fleiri en 6-8 stk. eru sett inn í einu má minnka tímann vegna betri hitanýtingar. Átta kartöflur þurfa því jafnvel ekki nema 10 mínútur. Einnig má skræla kartöflurnar eða skera niður til að flýta fyrir suðunni í örbylgjuofnin- um. Hægt er að fá leirpotta sem steikja eða brúna mat í örbylgjuofni. Mjög sniðugt er að skera kartöflurnar þunnt og blanda með lauk, kjöti eða hverju því sem hugurinn girnist og krydda eftir smekk. Þetta má svo Að aliti greinarhöfundar er kartöflumenningu íslendinga talsvert áfátt. baka í 10-15 mínútur eftir magni. Er þá tilbúinn kartöfluréttur sem væri góður með brauði t.d. Eflum kartöflumenningu á íslandi í nágrannalöndum okkar er kart- öfluneysla mun meiri en hérlendis eða allt að því þreföld. Víða er mun meiri hefð fyrir alls konar kartöflu- réttum en það þýðir ekki að við get- um ekki búið til skemmtilega rétti úr kartöflum eins og aðrir. Best er að nota stórar kartöflur þar sem þær innihalda meira þurrefni en þær minni. Kartöflum er oft bætt í súpur til að þykkja þær og gera matmeiri. Hráar kartöflur eða hálfsoðnar má raspa niður og steikja á pönnu í ohu. Gott er að krydda með lauk eða hvít- lauk og kryddi. Einnig má blanda í þetta afgöngum ýmiss konar og/eða öðru grænmeti. Úr kartöflumús eða röspuðum kartöflum má forma bollur, borgara eða hvað sem er og steikja eða baka. Innbakaðir réttir í kartöflumús geta verið mjög góðir. í raun eru réttirnir eins margir og hugmyndaflugið nær langt. Því er bara að byrja og prófa sjálf. Það er því ekki aðeins hollustan sem mæhr með aukinni neyslu kart- aflna heldur er þetta ódýr og góður matur sem gæti lækkað matarreikn- inginn og bætt heilsuna. Ólafur Sigurðsson Borgar sig að gera við skóna? Verð á þjónustu skósmiða virðist víðast hvar vera á svipuðum nótum. Hlutfall beina í pakka af kjúklingabitum getur greinilega verið meira en 50%. Kjúklingará 1.740 krónnr ldlóið - þegar bein eru dregin frá Hvað á maður að taka til bragðs þegar skórnir manns gefa sig á þess- um síðustu og verstu tímum í kafó- N færð og kulda. Borgar sig að láta gera við þá eða er kannski betri kost- ur að kaupa nýja? Neytendasíða DV hringdi í nokkra skósmiði og kannaði hvað kostaði að sóla stóra karlmannsskó og eins hvað kostaði að gera við hæla á kvenskóm. Gísli Ferdinandsson í Lækjargötu tekur 1.100 fyrir alsólun með næloni en 1.290 fyrir alsólun með leðri. Hæl- viðgerð á kvenskóm kostar 370-390 krónur. Skóvinnustofa Hafþórs í Garða- stræti tekur 1.120 fyrir alsólun með næloni en 1.320 fyrir sömu viðgerð með leðri. Hælviðgerð á kvenskóm kostar 400 krónur hjá Hafþóri. Hjá Skóvinnustofu Sigurbjörns í Austurveri er hægt að láta gera við meðan beðið er og þar kostar alsólun á karlmannsskóm 1.300 krónur með leðri og 1.100 krónur með gúmmíi. Hælviðgerð á kvenskóm kostar 400 krónur. Skóvinnustofa Halldórs í Grímsbæ tekur 980 fyrir alsólun með næloni en 1.150 með leðri. Hælviðgerð á kvenskóm kostar 350 krónur. Hjá Skómeistaranum á Eiðistorgi þarf að greiða 1.360 fyrir alsólun með leðri en 1.150 með næloni. Þar kostar hælviögerð á kvenskóm 390 krónur. Samkvæmt þessu virðist verðlagn- ing skósmiöa vera mjög á svipuðum nótum þótt verðsamráð þeirra á milh sé auövitað ólöglegt. Hitt er rétt að benda á að það verö, sem gefiö er upp, er miðað við lágmarksviðgerð þannig að það getur hækkað ef við- gerð reynist tímafrekari en upphaf- lega var ráðgert. Skósmiðir töldu að • um það bil 40-60% ahra skóviðgerða féhu undir þessar taxtaviðgerðir. Þeir skósmiðir, sem DV haföi sam- band við, voru sammála um að nokk- urs samdráttar gætti í skóviðgerðum og bentu á mikinn innflutning af ódýrum skóm í því sambandi sem gerði það að verkum aö fólk léti síður gera við skófatnað en áður. -Pá Kona, sem ætlaði að útbúa góm- sætan kjúklingarétt fyrir fjölskyld- una fyrir skömmu, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu. Hún keypti inn til matargerðarinnar meðal ann- ars pakka af frosnum kjúkhnga- bringum og var þessi tiltekni pakki frá kjúklingarbúinu á Móum á Kjal- amesi. Þegar bringurnar voru þiðnaöar brá konunni nokkuð í brún því bit- amir voru að sjá ekkert nema bein. Nauðsynlegt var að úrbeina bring- urnar í réttinn og því auðvelt að vigta þeinin að því loknu. í ljós kom að af heildarþyngd, sem var 760 g, reyndust tæp 400 g vera bein. Hvert kíló kostar (með beinum) kr. 825. Þarna var konan í rauninni að kaupa 360 g af kjúklingakjöti fyrir 627 krónur sem var heildarverð pakkans. Það þýðir að hvert kíló hefur kostað 1.740 krónur. -Pá Skóarinn á Grettisgötu tekur færi að hann væri einn af fáum 1.280 krónur fyrir alsólun á karl- skósmiðum sem tæki töskur og mannaskóm með leöri og 1.100 fyr- fleira í viðgeröir. Það getur nefni- ir sömu aðgerð með nælonsóla. lega hka borgað sig að láta gera við Viðgerð á hæl á kvenskó kostar 380 gömlu góðu töskuna ef þarf til krónur. dæmis að sauma hana upp á nýtt. Skóarinn vildi koma því á íram- -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.