Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1989, Síða 32
F R ÉTTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989.
Lagadeild Háskóla íslands
Rúmlega 80%
fall í almennri
“ lögfræði
í gær birtust niðurstöður úr prófi
í almennri lögfræði við lagadeild
Háskóla íslands. Gífurlegt fall varð á
prófinu en aðeins 24 af þeim 126 nem-
endum, sem þreyttu prófið, náðu.
Það er rúmlega 80% fall.
„Jú, auðvitað er þetta há tala en
þau fá annað tækifæri í vor. Þetta
er nú bara áfangi sem þau geta
spreytt sig á. Þetta er stutt námskeið
og dálítið þjappað. Kannski er þetta
of stíft en nemendur vildu þetta sjálf-
ir og fengu það," sagði Sigurður
Líndal prófessor en hann hefur yfir-
umsjón með námskeiðinu. Sigurður
sagði að það væri ekki fyrr en í vor
sem eðlilegur mælikvarði væri kom-
inn á getu nemenda.
Fallhlutfall hefur ávallt verið hátt
í almennri lögfræði sem kennd er á
fyrsta ári. Það hækkaði mikið í fyrra
en þá hafði orðið sú breyting á próf-
inu að það var á miöjum vetri í stað
þess að fara fram um vorið.
______________________-SMJ
Lagmetisiðnaöurinn:
190milljónavaxta-
^ laust afurðalán
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur lagt fram í ríkis-
stjórninni skýrslu um það sem gerst
hefur á erlendum mörkuðum vegna
hvalveiðistefnu íslendinga. Þar er
líka að fmna tillögur til að aðstoða
íslenska lagmetisiðnaðinn vegna
þess skaða sem hann hefur orðið fyr-
ir. Halldór leggur til að ríkisstjórnin
fari þess á leit við viðskiptabankana
og Seðlabanka íslands að veitt verði
vaxtalaus afurðalán til sex mánaða
vegna þeirra birgða sem safnast hafa
upp eftir að verslunarkeðjurnar Aldi
og Tengelmann í Þýskalandi hættu
að kaupa íslenskt lagmeti. Hér er um
að ræða 190 milljónir króna.
Þá leggur sjávarútvegsráðherra til
að ríkisstjórnin aðstoöi Sölustofnun
lagmetis við aö koma framleiðslu
ársins 1989 á aðra markaði en í
Þýskalandi. Einnig að veittar verði
20 tO 30 milljónir króna til kynning-
arstarfs á málstað íslendinga og til
gagnaðgerða gegn áróðri grænfrið-
unga. -S.dór
«i0U.ASi-a
ÞRDSTUR
68-50-60
VANIR MENN
Hafís hindrar skipaferðir við Vestfirði:
Vestanátt
baneitruð
- segja bátaskipstjórar fyrir vestan
„Við ætluðum fyrir Hom á leið til Þingeyrar. skipstjóri frá Flateyri sagði DV í
þriðjudag en urðum aö snúa frá og Mikill haíis er nú norður og vest- morgun aö loks þegar gæfi til veiða
bíða átekta inni á Húnaflóa. Um ur af landinu og hefur hann truflað kæmust bátamir ekki út fyrir is.
hádegi í gær flaug gæslan yfir og skipaferðir við Vestfirði undan- Þótti honum ísinn vera snemma á
við fréttum af glufum 'í ísnum. Við farna daga. Þannig hafa línubátar ferðinni alveg upp við land og taldi
sigldum þarna í nótt og það gekk ekki komist frá Flateyri og í morg- menn óttast vestanáttina meira en
ágætlega frá Homi að Kogri þar un voru þrjú skip við ísröndina út nokkuð annað. Þá kæmi meginís-
sem var hreinn sjór. Síðan var tölu- af Önundarfirði. Það era Mánafoss, inn upp aö landinu og rólegt yrði í
vert íshrafl meö einstaka jökum Kyndill og Esja sem öll era á leið plássunum fram undir vor. „Vest-
alveginnfyrirRiturviðísafjarðar- til ísafjarðar. Viggó Þorsteinsson, anáttin er baneitruð fyrir okkur
djúp. Þó ísinn hafi ekki verið yfirstýrimaður á Mánafossi, sagði núna."
óskaplega mikill var töluverð í morgun aö skipin biðu birtingar Á veðurstofunni fengust þær
hreyfing á honum sem gerði okkur og vonuöust til að finna glufur í upplýsingar að suðaustanátt yrði í
erfiðara fyrir," sagði Kristinn isnum. dag og. suðvestan í fyrramálíð.
Aadnegard, skipstjóri á Amarfelli, Reyndar er meginísinn um 30-40 Fylgdi síðan noröanátt í kjölfarið.
í samtali við DV í morgun. Arnar- raflur út af landinu en ísspangirnar -hlh
fellið var þá nýfarið frá ísafirði á teygjasigalvegaðlandi.Einnbáta-
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti alvarlega slasaðan vélsleðamann til Selfoss seint i gærkvöldi. Maðurinn hafði
slasast alvarlega fyrr um kvöldið er hann var, ásamt syni sínum, að eiga við vélsleða. Þegar hann reyndi að
gangsetja sleðann rauk hann í gang og þeyttist af stað á mikilli ferð. Bensingjöfin hafði frosið föst. Sleðinn óð áfram
á mikilli ferð og staðnæmdist ekki fyrr en hann lenti i grjóti. Þar endastakkst hann og maðurinn tókst á loft og
stöðvaðist á hörðu undirlendinu töluvert frá. Maðurinn slasaðist alvarlega á höfði og baki. Hann hlaut einnig alvar-
leg innvortismeiðsl. -sme/DV-mynd Kristján Einarsson
LOKI
Fall virðist fararheill
í lögfræðinni!
Veðriö á morgun:
Minnkandi
frost
Á morgun verður sunnan- og
suðvestanátt á landinu, aö mestu
úrkomlaust um norðanvert
landið en él í öðrum landshlutum.
Frost verður 1-8 stig.
Fjórar dýrustu
laxveiðiárnar
1989
Laxá á Ásum:
Dýrasti lax-
veiðidagurinn
á 110 þúsund
Dýrasti dagurinn í Laxá á Ásum í
sumar kostar 110 þúsund krónur
stöngin. Þetta er langdýrasta veiði-
leyfi í laxveiðiá hérlendis á komandi
sumri. í fyrra kostaði dýrasti dagur-
inn í Laxá á Ásum 70 þúsund krónur
fyrir stöngina. Verðið hefur því
hækkað um 57 prósent.
Önnur dýrasta laxveiðiá landsins í
sumar er Laxá í Kjós, metveiðiáin frá
í fyrra. Þar kostar dagurinn á dýr-
asta tímabilinu rúmar 41 þúsund
krónur fyrir stöngina en kostaði í
fyrrasumar 32 þúsund krónur.
Eigendur Laxár á Ásum eru þænd-
urnir við ána. Þeir selja veiðileyfm
sjálfir en leigja ána ekki út til aðila
sem svo aftur selur leyfin. En slíkt
þekkist víða. Aðeins eru leyfðar tvær
stangir á dag í ánni yfir sumarið. í
öðram ám eru miklu fleiri stangir.
Færri komast að í Laxá á Ásum en
vilja. Hver einasti dagur er seldur í
sumar.
-JGH
- sjá einnig bls. 6
ísafjarðardjúp:
Formlegri leit
hætt finnist
ekkert í dag
Formlegri leit að rækjuþátnum
Dóra ÍS frá ísafirði og mönnunum
tveimur sem eru á bátnum verður
hætt í kvöld finnist ekkert af bátnum
í dag. Hefðbundin eftirleit verður
næstu daga. í gær var mikil leit gerö
í ísafjarðardjúpi. Um 50 manns
gengu fjörur og fjöldi báta og skipa
leitaði á sjó. Þá var leitað úr lofti.
Flugvélar frá Emi á ísafirði og Fokk-
ervél Landhelgisgæslunnar flugu
yfir leitarsvæðið. Þrátt fyrir góð leit-
arskilyrði urðu leitarmenn einskis
varir.
í gærmorgun gat leit ekki hafist
fyrr en um klukkan ellefu sökum
afleits veðurs. í Reykjanesi, sem er
innarlega í ísafjarðardjúpi, voru ell-
efu vindstig og éljagangur klukkan
níu. Leit var hætt að mestu um
klukkan sjö í gærkvöldi. Þó héldu
nokkrir bátar leit áfram fram eftir
kvöldi.
í dag er fyrirhugað að rækjubátar
reyni með dýptarmælum að nema
flak Dóra ÍS á botni ísafjarðardjúps.
Mennirnir tveir, sem saknað er,
heita Ólafur N. Guðmundsson, 43
ára, kvæntur og fjögurra barna fað-
ir, og Ægir Ólafsson, fjögurra barna
faðir. -sme