Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Side 12
12
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
Uflönd
Winnie Mandela veifar við komuna ti) Höfðaborgar. Simamynd Reuter
Fulltrúar tveggja stórra mannréttindahreyfmga i Suður-Afríku komu
til Zambíu í gær til viðræðna við Afríska þjóðarráðið um morðmálin sem
lífverðir Winnie Mandela eru tengdir.
Winnie Mandela sjálf var í gær þrjár klukkustundir hjá eiginmanni
sínum í gærmorgun. Neitaði hún að ræða við fréttamenn eftir heimsókn-
ina. Þetta var önnur heimsókn hennar til hans í þessum mánuði og líkleg-
asta sú sem varað hefúr lengst frá því árið 1962. Samkvæmt fangelsisregl-
um er heimsóknartíminn ákvarðaður 40 mínútur en eför að Nelson Mand-
ela var settur í stofufangelsi í desember siöastliðnum hefur verið rýmkað
um þær reglur.
Gefast ekki upp
Handtaka leikritahöfundarins Vaclavs Havels í Tékkóslóvakíu og
tveggja annarra andófsmanna hefur ekki dregið kjarkinn úr stjórnarand-
stæðingum.
Þeir héldu umræðufund á veitingastað í miðborg Prag á laugardaginn
og höföu þeir fengið leyfi yfirvalda, það fyrsta sem veitt hefúr verið í
tuttugu ár. Er talið aö yflrvöld hafl viljaö minnka spennuna í landinu.
Mannréttindasamtökin Charta 77 tilkynntu um helgina að þau myndu
halda áfram að krefjast opinna umræða um vaxandi efnahagsleg vanda-
mál. Hins vegar hefði verið breytt um stefnu og hópgöngur ekki skipulagð-
ar í nánustu framtíð.
Forsætisráðherra PóUands, Rakowski, sótti á laugardaginn sýningu á
tveimur leikritum Havels og var litið á það sem áminningu til tékk-
neskrayfirvalda.
Mótmæli í Póllandi
Pólska lögreglan handtekur ungiinga sem efnt málaó höfðu slagorð
gegn kommúnistaflokknum í Varsjá. Símamynd Reuter
Pólsk yfirvöld hafa brugðist harkalega við nýrri öldu götuóeirða og
handtekið rúmlega hundrað mótmælendur.
AUt að hundrað og tuttugu manns voru handteknir á laugardaginn er
þeir reyndu að feröast til ólögiegs fundar í námuborg í Suður-Póllandi.
Handtökur þessar fóru fram einum degi eftir að námsmenn böi-ðust við
lögregluna á götum úti í bæ nálægt Kraká. Átökin brutust út eftir að
stjórnin og Samstaða undirbjuggu Fjórðu umræðuviku sína.
Fögnuður í Namibíu
OLA Ort
►. V *tas&í
Stuðníngsmenn Swapo fagna mönnum Sameinuðu þjóðanna við kom-
una til Namibfu. Sfmamynd Reuter
Þúsundir þjóðernissinna í Namibíu fógnuöu 1 gær komu yfirmanns
sveita Sameinuðu þjóðanna sem eftirht eiga að hafa í landinu. Var litiö
á komu hans sem tákn um að sjálfstæði Namibíu sé loks orðið að veruleika.
Tugir óeiröalögreglumanna girtu af stærsta hótehð í Windhoek um leið
og hershöfðinginn og menn hans komu frá flugvelhnum.
Stuðningsmenn Swapo, sem barist hafa fyrir sjálfstæði Namibíu í 23
ár, söfnuöust saman á bílastæöi viö hótehð og sungu frelsissöngva. Áður
hafði mannfiöldi fagnaö friðargæslusveitinni á flugvelhnum. Reuter
Námuverkamenn
mótmæla áfram
Hundruð námuverkamanna af al-
bönskum uppruna, sem verið hafa í
verkfalli í eina viku neðanjarðar,
ætla að halda áfram mótmælum sín-
um þrátt fyrir aövörun læknis um
að líf þeirra geti brátt verið í hættu.
Námuverkamennirnir þrettán
hundruð segja að þeir muni vera
niðri í námunni þar til þeim hafi
verið aíhent skrifleg trygging fyrir
því að gengið hafi verið að kröfum
þeirra.
Yfirlýsing námuverkamanna við
Mitrovica jók þrýstinginn á formann
kommúnistaflokksins í Kosovo, Rah-
man Morina, að segja af sér og einn-
ig aðra stjórnmálamenn sem námu-
verkamenn kalla leikbrúður Serba.
Námuverkamennirnir eru einnig
reiðir vegna breytinga á stjórnar-
skránni í Serbíu sem gerir ráð fyrir
því að Kosoyo, sem er sjálfsstjórnar-
hérað, verði innlimað í Serbíu. Al-
banir í Kosovo eru tæpar tvær millj-
ónir en Serbar tvö hundruð þúsund.
Um hundrað námuverkamenn
hafa verið fluttir á sjúkrahús og
læknar segja að ástand að minnsta
kostieinsþeirraséalvarlegt. Reuter
Um hundrað námuverkamenn hafa
verið fluttir á sjúkrahús vegna önd-
unarörðugleika. Simamynd Reuter
Námuverkamenn i Kosovo í Júgóslavíu hafa nú verið eina viku í verkfalli.
Hafast þeir við í námu um einn kílómetra undir jörðu. Simamynd Reuter
Múhameðstrúarmönnum
spáð velgengni í ísrael
Réttrúaðir múhameðstrúar-
menn eru nú í fyrsta sinn í fram-
boöi í bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningum á svæðum araba í ísra-
el á morgun. Jafnvel andstæðingar
þeirra viöurkenna að þeim geti
gengið vel.
í bænum Umm-al-Fahm vildu
frambjóöendur múhameðstrúar-
manna ekki ræða við fréttamann
Reuterfréttastofunnar en vara-
borgarstjórinn, sem er vinstri mað-
ur, sagði að þeir gætu hlotið næst-
um helming þeirra sextán sæta
sem kosið verður um þar. Á hús-
veggjum í bænum má sjá krotað:
„Múhameðstrú er lausnin" og
„Múhameðstrú er leiðin“.
Stuðningsmenn múhameðstrú-
armanna segja að ef vel gengur í
kosningunum á morgun muni það
hvetja þá til að taka þátt í almenn-
um kosningum í ísrael sem haldnar
verða 1992. Með stuðningi 20 pró-
sent þeirra 270 þúsund múhameðs-
trúarmanna sem eru í ísrael gætu
þeir hlotið 2 til 3 þingsæti.
Samtök réttrúaöra múhameðs-
trúarmanna hafa tekið þátt í
stjórnmálum í ísrael þrátt fyrir
andstöðu meðlimanna gegn til-
verurétti ísraels. Samtökin eru
gegn friðarviðræðum milli araba
og ísraelsmanna og þau eru einnig
gegn tillögum Frelsissamtaka Pal-
estínumanna um óháð palestínskt
ríki við hlið ísraels.
Andspyrnuhreyfing múhameðs-
trúarmanna, hinn herskái vængur
samtakanna, hafa heitið því að allir
gyðingar og kristnir menn verði
fluttir á brott frá herteknu svæðun-
um.
Reuter
Lofar að drekka ekki framar
John Tower, sem tilnefndur hefur
verið af Bush Bandaríkjaforseta sem
varnarmálaráðherra, lofaði því opin-
berlega í gær að drekka aldrei áfengi
ef hann hlyti samþykki öldunga-
deildarinnar. Varnarmálanefnd öld-
ungadeildarinnar hafnaði Tower í
síðustu viku.
Tower kvaðst í viötölum viö frétta-
menn í gær aldrei hafa verið áfengis-
sjúklingur en viðurkenndi þó að hafa
drukkið of mikið á áttunda áratugn-
um. Varðandi orðróminn um
kvennafar sagði Tower aö hann væri
einhleypur og hitti stundum kven-
fólk.
Búist er við að öldungadeildin
greiði atkvæði um Tower á miðviku-
dag eða fimmtudag en Sam Nunn,
formaður varnarmálanefndar öld-
ungadeildarinnar, hefur hótað nýj-
umyfirheyrslumyfirTower. Reuter
John Tower, sem varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur
hafnaö sem varnarmálaráðherra, ræddi viö fréttamenn í gær og lofaði að
drekka ekki áfengi framar ef útne.fning hans yrði samþykkt. Simamynd Reuter