Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Side 44
44
MÁNUDAGUK 27. FEBRÚAR 1989.
Andlát
Janu's R. Myers lést á sjúkrahiisi i
Cleveland. Oliio. 28. febrúar.
Hugi P. Hraunfjörð. Fannborg 1.
Kopavogi. andaðist á Hjúkrunar-
beiinilinu Reykjalundi. fnnmtudag-
inn 28. felirúar.
Árnv Marta Jónsdóttir. Njálsgötu 7á.
andaðist á héintili sínu fnnmtudag-
inn 23. febrúar.
Ingólfur borsteinsson. fyrrverandi
yfirlögregluþjónn. andaðist aðfara-
nótt 24. þ.nt.
Jardarfarir
lndriði Jónsson lést 19. febrúar sl.
Hann var fæddur 21. febrúar 1934.
Indriði vann sl. 10 ár hjá Hafrann-
fæst á
,. járnbrautar-
stöðinni
í Kaup-
mannahöfn
sóknastofnun. Eftirlifandi eiginkona
hans er Guðrún Marteinsdóttir. Þau
eignuðust eina dóttur saman. Útfór
lndriða vérður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 13.30.
Svanborg Þórðardóttir Howe lést i
Miles Mark-sjúkrahúsinu. Dun-
fermline. Skotlandi. 13. tébrúar sl.
Úttörin hefur farið fram í Skotlandi.
Utíör Jóhanns Friinannssonar. Odd-
eyrargötu 14. Akurevri. fer fram frá
Akureyrarkirkju i dag. 27. febrúar
kl. 13.30.
Hulda l.iney Blöndal Magnúsdóttir.
áður til heimilis að Laugarnesvegi
70. verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 28. febrúar kl.
10.30.
Þórður Þorgrimsson bifvélavirkja-
meistari. Heimabæ 3. Hnífsdal. verð-
ur jarðsunginn þriöjudaginn 28. fe-
þrúar kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Fundir
ITCdeildin Kvistur
heldur fund sinn í kvöld. mánudags-
kvöld. kl. 20 að hótel Holiday-Inn. Allir
velkomnir.
AðalfundurSuomi-
félagsins
verður haldinn í Norræna húsinu þriðju-
daginn 28. februar kl. 20.30 stundvislega.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Aö
aðalfundinum loknum. um kl. 20.30. hefst
samkoma sem félagið heldur í tilefni af
Kalevaladeginum. Félagar eru hvattir til
að korna og taka með sér gesti
Aðalfundur Ferða-
félags íslands
verður haldinn fimmtudaginn 2. mars i
Sóknarsalnum. Skipholti 50a. Fundurinn
hefst stundvíslega kl. 20.30. Venjuleg að-
alfundarstörf. Ath.: Félagar sýni ársskír-
teini frá árinu 1988 við innganginn.
Námskeið
Kvöldnámskeið í
ferðalandafræði
Menntaskólinn í Kópavogi efnir til kvöld-
námskeiðs í ferðalandafræði 1.-20. mars
nk. Á námskeiðinu verða kynntir helstu
ferðamannastaðir og ferðamannaleiðir á
íslandi og leiðbeint verður um upplýs-
ingaiðlun til ferðamanna. Námskeiðið
stendur yfir í þrjár vikur og verður kennt
á mánudags-, miðvikudags- og fóstudags-
kvöldum kl. 19 22.
Hnífsdalur:
Snjóflóðahætta er liðin hjá
„Þetta litur ágætlega út núna og
viö teljum að mesta snjóflóðahættan
sé liðin hjá. Það hefur verið sáralítil
úrkoma síðan flóðin þrjú féllu við
Hnífsdal í fyrradag, auk þess sem
kalt er í veðri. Það hjálpar allt til,“
sagði Pétur Hafstein, sýslumaður á
ísafirði, í samtali við DV.
íbúar 6 húsa urðu að yfirgefa húsin
í fyrradag og íbúar nokkurra húsa í
næsta nágrenni yfirgáfu sín hús af
sjálfsdáðum. Fékk fólkið inni í fé-
lagsheimilinu í Hnífsdal og hjá vin-
um og vandamönnum.
„Við mæltumst til þess að þetta
fólk yrði að heiman í nótt en með
morgninum munum við leyfa fólki
að fara í hús sín á ný. Við munum
þó áfram hafa vakandi auga með
snj óflóðahættunni. ‘ ‘
Engin snjóflóðahætta er yfir byggð
á ísafirði en tvö flóð féllu úr Eyrar-
fjalli í fyrradag.
-hlh
Blíðviðri suðvestanlands
Veðrið, sem gengur hefur yfir
norðanvert landið og Vestfirði síö-
ustu daga, mun ekki ganga niður
fyrr en á morgun. Veröur viðvarandi
snjókoma eða él á þessum slóðum.
Suövesturhomið mun áfram njóta
blíðviðris. Frost veröur vægt.
Færð verður áfram erfið norðan-
lands og vestan.
-hlh
NeyöarkaUið:
Bauja féll af skipi í óveðri
Neyðarbauja, sem líklega er úr
björgunarbát sem fallið hefur af skipi
í óvðri, sendi frá sér neyöarmerki í
gær. Fokkervél Landhelgisgæslunn-
ar staðsetti merkin um 350 sjómílur
vestur af Reykjanesi.
Danska varðskipiö Ingolf fann
baujuna um klukkan átta í gærkvöld.
Það var um klukkan hálífimm á
sunnudagsmorgun aö flugvél heyrði
neyðarmerkið. Eftir það heyrðist
merkiö um borð í fleiri flugvélum.
-sme
Hljóp nakinn um Kringluna
Maður, sem boðaði heimsendi,
hljóp allsnakinn um verslunarhúsið
Kringluna á fóstudagskvöld. Þaö var
skömmu eftir lokun verslana sem
maðurinn birtist inn í verslanamið-
stöðinni. Fátt fólk var innanhúss en
maðurinn veittist að fólki með dólgs-
hátt og leiðindi. Öryggisverðir náðu
að klófesta manninn. Þá hafði hann
meðal annars gert þarfir sínar á
borði veitingastaðar í Kringlunni.
Öryggisverðir héldu manninum
föstum þar til lögregla kom og tók
hann. Þessi sami maður hefur áöur
vakið á sér athygli. Meðal annars
hljóp hann nakinn inn á Laugardals-
völl fyrir leik íslendinga og Sovét-
manna síðastliðið sumar. -sme
Meiming
Stjömubíó - Kristnihald undir Jökli:
Dulúð undir Jökli
Gengið á Jökulinn í leit að kistunni.
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
Framleiðandi: Umbi hf.
Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir. >
Handrit: Gerald Wilson.
Kvikmyndataka: Peter Hassenstein.
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson.
Aðalhlutverk: Siguröur Sigurjónsson,
Baldvin Halldórsson, Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Gisli Halldórsson, Helgi
Skúlason og Kristbjörg Kjeld.
Kristnihald undir Jökli er mynd-
ræn skáldsaga þar sem persónur
eru einstaklega skýrar. Dulúð er
mikil í sögunni og því ætti engan
að undra að Kristnihaldið hefur
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
veriö mikil freisting fyrir kvik-
myndagerðarmenn.
Leikrit hefur verið gert eftir sög-
unni sem naut mikilla vinsælda á
sínum tíma og þegar litið er í heild
yfir verk Halldórs Laxness verður
Kristnihald undir Jökli alltaf talið
meðal hans betri verka og fáar
bækur hans eru vinsælli meðal
landsmanna.
Kristnihald undir Jökli er því um
leið og að vera freistandi verkefni
fyrir kvikmyndagerð einnig hættu-
legt verkefni. Hin mikla mystik, er
hvílir yfir stórum hluta atburða-
rásarinnar sem gerist að lang-
mestu leyti í sveit undir Snæfells-
jökli, er verðugt verkefni fyrir góð-
an handritshöfund þótt lokafrá-
gangur kvikmyndarinnar skrifist
ætíð á leikstjórann.
Þaö er Kanadamaður, Gerald
Wilson, er gerir handritið. Hann fer
næstum nákvæmlega eftir bókinni
og eru mörg samtölin tekin beint
án breytinga. Eitt tvítekið atriði er
þó á skjön við bókina.
Það eru atriðin með biskupa-
nefndinni útlendu sem kemur á
fund biskups til að ræða hvað gera
skuli við Jón Prímus. Þetta er byrj-
unaratriði myndarinnar og næst-
síðasta atriðið. Það er algjörlega
tilgangslaust og ekkert annað en
hallærislegt að gera Jón Prímus að
einhverju allsherjar vandamáli
hins kristna heims.
Þar sem vel hefur tekist til með
val leikara kemst hinn bráð-
skemmtilegi og oft dularfulli texti
Laxness vel til skila og með slík
gullkorn í íslenskri samræðulist er
vel farið af stað. Samt er það svo
að þrátt fyrir einstaka atriði, sem
eru vel leikin og vel gerð kvik-
myndalega séð, nær myndin aldrei
almennilegu flugi.
Kemur þar til tvennt. Fyrst er að
kvikmyndahandritið getur aldrei
gert skáldsögunni fullkomin skil,
því verður handritið stundum slitr-
ótt af þeirri ástæðu að algjörlega
er stuðst við skáldsöguna og engum
aðalatriðum hennar sleppt.
Einstaka persónur verða því ekki
eins lifandi og hefði mátt ætla. Á
þetta við um Hnallþóru og Tuma
Jónsen svo einhver séu nefnd. Og
fyrir þá sem ekki hafa lesiö bókina
verða sum atriðin hálfu torskildari
en hinum sem þekkja vel til.
Aðalpersónurnar, Umbi, Jón
Prímus og Úa, eru aftur á móti ljós-
lifandi komnar og er leikur þeirra
Sigurðar Sigurjónssonar, Baldvins
Halldórssonar og Margrétar Helgu
Jóhannsdóttur góður í erfiðum
hlutverkum þótt ætíð verði álita-
mál og persónulegur skilningur
hvernig túlka eigi Uu.
Hitt atriðiö er að með því að fylgja
skáldsögunni jafnvel og gert er þá
er það á kostnað kvikmyndaforms-
ins. í þeim mikla texta, sem er í
myndinni, er lítið pláss fyrir kvik-
mynd. Snæfellsjökull, sem er ein-
hver mesta prýði landsins, er að-
eins fjarlægur hlutur sem einstaka
sinnum glittir í þótt Jökullinn og
hin duldu öfl, sem þar eru, sé það
sem skiptir máli fyrir Jón Prímus.
Og atriðið þegar Jökullinn er klif-
inn í leit aö kistunni hefði eins get-
að verið tekið á jörðu niöri í ein-
hverjum snjóskaflinum. Það er að-
eins í lokin sem atriði án orða njóta
sín í myndmáli.
Þrátt fyrir þessa annmarka er
skemmtanagildi Kristnihalds und-
ir Jökli nokkurt. Eins og áður sagði
er meistaraverk Kiljans gott vega-
nesti og kært þjóðinni. Hnyttin til-
svör persóna koma öllum í gott
skap og þótt sögusviðið sé nútím-
inn má finna hliðstæður í fortíðinni
og í þjóðsögum. Og þótt Umbi segi
á einum staö, þegar guðfræðinám
hans berst í tal, að hann sé varla
meira en nafnið þá er myndin
meira en aðeins nafnið.
-HK
Kvikmyndir
Aðalhlutverkin eru i höndum John Cleese og Jamie Lee Curtis
Gamanmynd í sérflokki
lýsingaöflunina kemur Wanda
Archie oft í hina mestu klípu. Otto
og Ken blandast einnig í málið, en
á mismunandi hátt. Loks kemst
Wanda að því hvar ránsfengurinn
er og upphefjast nú hin mestu svik
og prettir með óvæntum endalok-
um.
Leikarar myndarinnar eru hver
öðrum betri og koma sumir þeirra
mjög á óvart með frábærum leik.
John Cleése (Clockwise, Silverado)
og Michael Palin (Life of Brian,
Private Function) eru þekktir grín-
leikarar, m.a. úr Monthy Python
myndunum. Jamie Lee Curtis (Ro-
ad Games, Trading Places) er frá-
bær sem hin tælandi Wanda og
sýnir ótvíræða hæfileika til gaman-
leiks. Kevin Kline (Sophie’s Choice,
The Big Chill) sannar að hann get-
ur leikið hvaða hlutverk sem er og
skapar ógleymanlega persónu sem
hinn léttgeggjaði Otto.
Charles Crichton (The Lavender
Hill Mob) leikstýrir þessari frá-
bæru gamanmynd af röggsemi og
öryggi. Þrátt fyrir að John Cleese
hafi skrifað handritið 13 sinnum,
þá hlýtur þaö að hafa batnað í hvert
sinn, því það er varla dauöan punkt
aö finna og gamanið helst út alla
myndina.
Þetta er gamanmynd eins og þær
gerast bestar. Hvað er hægt að
hugsa sér betra en breskan húmor
sem Ameríkanar hafa gaman af.
„Fiskurinn Wanda“ er án efa grín-
mynd ársins.
Stjörnugjöf: -k * * 'A
Hjalti Þór Kristjánsson
Fiskurinn Wanda (A Fish called Wanda)
Aðalhlutverk: John Cleese, Jamie Lee
Curtis
Leikstjóri: Charles Crichton
Handrit: John Cleese
Sýnd í Bióborginni.
Bófagengi, sem samanstendur af
hinni gullfallegu Wöndu (Jamie
Lee Curtis), snyrtimenninu George
(Tom Georgeson), byssumanninum
Otto (Kevin Khne) og ökumannin-
um Ken (Michael Palin), telur sig
hafa framið hiö fullkomna rán.
Wanda og Otto selja George í hend-
ur lögreglunni, en George hefur
falið ránsfenginn. Nú eru góð ráð
dýr fyrir Wöndu og Otto, því þau
vita ekki hvar ránsfengurinn er.
Þau telja líklegt að George segi lög-
fræðingnum Archie Leach (John
Cleese) hvar ránsfengurinn er og
Wanda kemur sér í kynni við hann.
Wanda á ekki í vandræðum með
að kynnast Archie og gerir allt sem
í hennar valdi stendur til að fá
upplýsingar frá honum. Við upp-