Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989. 15 Er þjóðarsálin glötuð? Undirritaður ritaði stutta kjallara- grein hér í blaðið fyrir skömmu, þar sem rætt var í mjög grófum dráttum um það hvernig fólk það, er hingað flutti á níundu og tíundu öld, myndaði þjóðfélag og þjóð á skemmri tíma en dæmi munu um annars staðar í heiminum. Hér myndaðist þjóðarsál sem er grundvallaratriði fyrir tilveru hverrar þjóðar. Ef þjóð glatar sál sinni glatar hún menningu sinni og séreinkennum og er búin að vera sem þjóð. Fjöldi þjóða hefur glatað sjálfstæði sínu og þjóðerni og þjóðarsál í gegnum tíðina. Þar eru smáþjóðir einkum í hættu og íslendingar verða að gæta vel að sér í dag ef slíkt á ekki eftir að verða hlutskipti þeirra. Þegar landsmenn tóku við stjórn sinna mála upp úr aldamótum var stór hluti þjóðarinnar að verða hálfdanskur: „Yfirvöldin illa dönsk á annarri hverri þúfu.“ Rætt hafði verið um að flytja alla íslendinga suður á Jótlandsheiðar og hefði þá ekki þurft að spyrja að leikslokum. Eitt brýnasta verkefnið var að hreinsa málið. Þetta var þeim mun erfiðara sem móðurmálskennsla í harnaskólum var nánast engin. Fólki var kennt að lesa og skrifa og eitthvað í reikningi - það var allt og sumt. Og menn hófust handa. í sveitum var málið nokkurn veginn hreint og innan nokkurra áratuga voru dönskusletturnar næstum horfnar úr máh fólks í hinum hálfdönsku bæjum. í dag er ríkuleg móðurmáls- kennsla í öllum skólum en samt er málið á hröðu undanhaldi fyrir enskunni. Nú eru það ekki skáld og menntamenn, sem standa vörð um tunguna, heldur oft á tíðum þveröfugt, stofnanamálið og skáld- skapurinn hreinasta rugl. Fyrsta gengislækkunin I lok fjórða áratugarins voru ís- lendingar að rétta úr kútnum eftir hörmungar kreppuáranna. Gengis- lækkanir höfðu ekki verið úrræði stjómmálamanna. íslenska krónan KjaUaiirm Páll Finnbogason tyrrv. framkvstj. var ekki verðlaus í öðrum löndum vegna óreiðu og skulda lands- manna, eins og síðar varð. Veður voru öll válynd vegna heimsmál- anna. Athafnasamasti, umdeildasti og jafnframt framsýnasti stjórn- málamaður landsins, Jónas frá Hriflu, gekkst þá fyrir því að stjórn- málaflokkarnir legðu niður vopn sín og mynduðu þjóðstjórn. Engum datt þá í hug aö þetta yrði upphafið að eins konar þjóðaríþrótt íslendinga næstu áratugina. Landsmenn gerðu sér Ijóst að þetta myndi þýða verðhækkanir á innflutningi, þ.e. verðbólgu, sem hafði verið óþekkt fyrirbrigði um langan aldur, og var órói í fólki. Eitt fyrsta verk þjóðstjórnarinn- ar var að fella gengi krónunar um 30%. Rúmlega ári síöar gerðust at- burðir sem ollu byltingu í lífi þjóð- arinnar og veittu þjóðarsáhnni svöðusár sem enn er ekki gróið og hefst launar illa við. Bandamenn gerðu innrás og hertóku landið. Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna hafði samúð með málstað þeirra og fyrir því var herjum þeirra fremur tekið með vinsemd en fjandskap. Slysiðmikla Herhðið og peningaflæði það, er fylgdi í kjölfar hemámsins, haíði hins vegar gífurleg áhrif á þjóðar- sálina til hins verra. Stór hluti þjóðarinnar var í vinnu hjá hernámsliðinu og alltof margar konur fengu glýju í augun af glæst- um einkennisbúningum og gerðust fylgikonur hermanna. íslendingar græddu ómælt fé á herliðinu en töpuðu hins vegar verðmætum sem ekki verða metin th fiár. Líth saga skýrir þetta nokk- uö: Nýrík frú í Reykjavík hringdi í bókabúð og bað um að senda sér tíu metra af bókum. Afgreiðslu- maðurinn spurði hvaða bækur þetta ættu að vera. Svarið var: Skiptir ekki máli, bara að þær séu vel gyhtar á kjöl!! Það skyldi þó aldrei vera, lesandi góður, að þú sjáir eitthvað þessu líkt í dag ef þú svipast eilítið um. íslendingar lögðu mikið af mörk- um th styrjaldarreksturs. Þeir öfluðu og færðu Bretum matvæli og misstu skip ög fiölmörg manns- líf. Manntjón okkar var hlutfahs- lega ekki minna en sumra styijald- arþjóðanna. En tjónið varð enn meira. Þessi htla þjóð tapaði hluta af sjálfri sér í sambúðinni við hið erlenda her- lið. Þessi þjóð, sem í rauninni þekkti ekki annað en þrældóm og skort, missti virðingu fyrir hinu thgangslausa starfi og vandist á slór og vinnusvik og herliðið, sem var engu betra, setti sig á háan hest gagnvart hinum „innfæddu" og fyrirleit þá. Það voru aðeins sjómennirnir sem héldu hlut sínum. Hin spar- sama og nægjusama þjóð missti vöku sína og virðingu fyrir fiár- munum. Stjómmálamennirnir misstu stjórn á landi og þjóð og gáfust upp. Dughtil embættismannastjórn var skipuð og kom engu í lag. Lýðveldið Á áliðnu ári 1939 kom forsætis- ráðherra Dana th íslands í þeim tilgangi að fá íslendinga til að fresta gildistöku sambandslaganna frá 1918. Séð varð að heimsstyrjöld var að skella á og búast mátti við að hún yrði langvarandi og samband land- anna yrði skrykkjótt eða ekki neitt. Hann sigldi heim til Kaupmanna- hafnar í byijun ágúst þetta ár með vilyrði frá flestum stjórnmála- mönnum og fleiri málsmetandi mönnum um að íslendingar myndu ekki hafast að í þessu máli fyrr en að styrjöld lokinni er samband kæmist á að nýju. Einn var þó sá stjórnmálamaður sem ekki féllst á að gefa neitt shkt vilyrði. Það var Jónas Jónsson sem enn var formaður Framsóknar- flokksins. Fljótlega var ljóst að al- mennur vhji var fyrir því að losna úr sambandinu við Dani - þjóðar- sálin var ekki alveg dauð. Á flokksþingi Framsóknarflokks- ins 1942, ef rétt er munað, var sam- þykkt ályktun þessa efnis og stjórnmálaforingjarnir, sem áður er á minnst, gleymdu heimsókn Staunings og tóku undir af fullum krafti - flestir. Þá sögu þarf ekki að rekja meir. Eftir stofnun lýðveldisins þótti ein- sýnt að ekki dygði lengur að hafa embættismannastjórn í landinu. Allir voru sammála um að nú „Athafnasamasti, umdeildasti og jafnframt framsýnasti stjórnmála- maður landsins", segir m.a. í greininni. - Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrv. ráðherra skyldi hafist handa um uppbygg- ingu atvinnuveganna sem legið hafði niðri á stríðsárunum. Styrj- öldinni var að ljúka. Mynduð var þriggja flokka stjórn, nýsköpunar- stjórnin svokallaða. Keypt voru ný fiskiskip og fleira, enda nægir pen- ingar. íslendingar voru skuldlausir og áttu þúsund milljónir í handrað- anum, sem var geysimikið fé um- reiknað th núvirðis. Nú skyldi engu eytt í óþarfa. Fjárhagsráð var sett á stofn og nú fékkst ekki spýta nema gegn leyfi. Samt runnu hundruð milljóna framhjá þessu kerfi og eftir þrjú ár voru íslend- ingar komnir með stafkarlsbúnað og á Marshallhjálp. - Þjóðin, hin nýríka þjóð, hafði tekið til sinna ráða - ráða sem við þekkjum vel í dag! Páll Finnbogason „íslendingar voru skuldlausir og áttu þúsund milljónir í handraðanum sem var geysimikið fé umreiknað til núvirð • íí ' Jeppaeigendur í Tarsanleik Þegar færð sphhst hér á höfuð- borgarsvæðinu (og víðarj virðist eins og jeppum fiölgi einhver ósköp í umferðinni. Maður fær það hálf- partinn á tilfinninguna að öku- menn þeirra bíði þess allir í ofvæni að einhver iha útbúinn bjálfi verði, sem allra fyrst, th þess að stöðva umferðina. Verði þeim að þessari ósk sinni eru þeir að sjálfsögðu th- neyddir að skeha „fáknum“ út fyr- ir veg. Þar taka þeir th við að berj- ast við torfærurnar af shku kappi og þvíhkri leikni að við vesælir fólksbílaeigendur fyllumst lotn- ingu, sem ef til vill er stundum blandin svohtilh öfund. Raunar ipinnkar öfundin veru- lega þegar maður sjálfur mjakast fram úr þeim aftur þar sem þeir sitja blýfastir í torfærunni miðri, annaöhvort á kafi ofan í „vélar- salnum", eða með bílasímann á eyranu að reyna að ná í hjálp. Hjálpin berst venjulega í formi annars jeppa sem er hálfu meira tröll en sá fasti. Hjólbarðarnir minna á götuvaltara og það fer enginn upp í fyrirbærið sem ekki er annaðhvort „vopnaður" góðum KjaUaiinn Guðmundur Axelsson framhaldsskólakennari stiga eða er leikfimimaður af betra taginu. Alvaran Þetta er nú sjálfsagt dáhtið ýkt mynd af spaugilegu hliðinni á jeppaeigendum. Staðreyndin er sú að oft eru þeir sem eiga svona tæki duglegir við að sjá til þess að þau séu vel búin til aksturs við erfið skilyrði. Auk þess eru þeir flestir boðnir og búnir til þess að aðstoða þá sem vanbúnir eða klaufskir sitja fastir í næsta smáskafli. Ég er sannfærður um að þeir eru ófáir sem hugsa hlýlega til jeppa- eigandans sem þrátt fyrir öh hest- öflin, breiða hjólbarða og skemmt- unina, sem hann hefur af torfæru- akstri, hefur meðferðis dráttartóg og skóflu og notar þetta alls ekki „Staöreyndin er sú að oft eru þeir sem eiga svona tæki duglegir við að sjá til þess að þau séu vel búin til aksturs við erfið skilyrði.“ Óhjákvæmilegt að meðfram götum myndist ruðningar sem geta verið gangandi vegfarendum hinar verstu torfærur. eingöngu í eigin þágu. Á óveðurs- dögum er engu líkara en sumir jeppamenn hafi óþrjótandi tíma og hjálpsemi í svipuðum mæh. Ófærð Þegar veðrátta er svipuð og verið hefur nú um sinn er vist óhjá- kvæmhegt að meðfram götum myndist ruðningar sem geta verið gangandi vegfarendum hinar verstu torfærur. Því miður er eins og höfuðáhersla sé lögð á að greiða fyrir bifreiðaumferð aö því er virð- ist á kostnað þeirra sem verða að fara ferða sinna gangandi. Þetta veldur því að gangandi veg- farendur, sumir hverjir, sjá sig th- neydda að ganga á akbrautum, sem hafa verið ruddar, í stað þess að staulast eftir ruðningum sem eru líkastir úfnu hrauni yfirferöar. Sem betur fer verða, ef dæma má af fréttum, ekki oft slys af völdum þess arna en ef til vhl er það rétt sem karlinn sagði: „Það er ekki fyrr en einhver eða einhverjir hafa fórnað lífinu fyrir málstaðinn að úrbætur fást.“ Ennum jeppa Morgun einn, þegar ég var á leið th vinnu, ók ég framhjá stóru fyrir- tæki. Fyrir framan það eru víðáttu- mikh bhastæði. Eins og víða tíðkast hafði snjó verið rutt af stæðinu og honum safnað í stóran haug í einu homi svæðisins. Þegar ég ók fram- hjá var bhastæðið autt að öðru leyti en því að verið var að aka stórum og myndarlegum jeppa upp í haug- inn og þar var hann skilinn efdr. Sem jeppinn stóð þama stoltur ofan á gersigmðum andstæðingn- um datt mér í hug Tarsan konungur apanna eins og honum var lýst þeg- ar hann hafði sigrað andstæðing sinn og rak upp hið „hræðhega sig- uröskur stóru apanna". Ég heyrði reyndar ekkert öskur frá jeppanum en kannski hefur hann ekki öskrað fyrr en ég var kominn framhjá. Guðmundur Axelsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.