Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989. Lögreglan um B-daginn: Rólegt og afslappað ■w* „Það var margt fólk í miðbænum. En það var rólegt og afslappað fólk. Það voru teknir fimm ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Það eru fleiri tilvik en oftast er á þessum degi,“ sagði Einar Bjarnason, varð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. Lögreglan um land allt virðist láta undantekningarlaust vel af fyrsta bjórdeginum. Auk þeirra fimm öku- manna sem teknir voru í Reykjavík, grunaðir um ölvun við akstur, voru tveir ökumenn teknir í Kópavogi. Víða um land var margt fólk á ferli en ekki er vitað um nein vandræði vegna þess. Lögreglan í Reykjavik var kölluö út 30 sinnum vegna ölvun- _^prtilfella. Flest málin leystust með 'góðu. Tólf manns voru í fanga- geymslu lögreglunnar í Reykjavík - þar af sex vegna ölvunar. Lögreglumenn á Akureyri og ísafirði sögöu að strangt eftirlit hefði verið með ökumönnum í nótt. Á þessum stöðum voru engir teknir grunaðir um ölvunarakstur. Guðmundur Hermannsson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan muni vera vel á verði vegna bjórsins. Lögreglumenn verða _ifluttir til þannig að fleiri verða í umferðareftirliti en verið hefur. -sme ÁffiafeU SU: Nær sokkið í annað sinn Skuttogarinn Álftafell SU 100 frá Stöðvarfirði var nær sokkinn í gær- kvöldi, Þetta er í annað sinn í þess- ari viku sem skipið er hætt komið. í gær hélt Álftafellið frá Fáskrúðs- firði til Neskaupstaðar. Mikill leki kom að skipinu er það var statt við Norðfjarðarhom um klukkan tíu í —gærkvöldi. Kambaröst SU fylgdi Álftafellinu. Þegar sjór tók að streyma í lestar skipsins var óskað aðstoðar. Komið var með dælur og tókst með því að halda skipinu á floti. Um klukkan hálfeitt í nótt lagðist Álftafeliið að bryggju á Neskaupstað. -sme Lífb^ggingar ih ALÞJÓÐA Lf FTRYGGINGARFELAGIÐ HF. LÁGMÚI.15 - REYKJAVÍK Simi í>81í>44 Segja má að bjórdagur- inn hafi komið óbragði á bjórbannið! Hafnarfjörö væri verið að byggja stöðvar í Hellnahrauni sem nú er verðmæti og svo gæti farið að það ofan á mesta og besta grunnvatns- talinn líklegasti kosturinn. Sagði yrði gífurleg auðlind fyrir Island. svæði landsins. Þarna yrði byggt hann að þar með yröu gífurlega Sagði hún að hönnun á urðunar- ofan á dýrmætustu eign okkar ís- gjöful grunnvatnssvæði eyðilögð. staðnum væri 2000 ára göraul hug- lendinga - hreint vatn,“ sagði Þor- Þorleifur sagði aö reyndar kæmi mynd og mótmælti hún harðlega leifur Einarsson jarðfræöingur ú honum ekki á óvart að Hafnar- að ekki skyldi þegar gert ráð fyrir fundi _sem verk- og tæknifræðinga- fiörður yrði lokalending í þessu því loka honum betur þaimig að félög Islands héldu í húsnæði Há- máli því bærinn væri lægstur allra skaðleg efni bærust ekki út í um- skóla ísiands í gærkvöldi. Um- sveitarfélaga i umgengni. hverfið. ræðuefnið var staðsetning og gerð Því mótmælti Björn Árnason, Þákomframað60milljónakróna sorpstöðva. bæjarverkfræðingur Hafnarflarð- kostnaðarauki er því samfara að Harðar deilur urðu á fundinum ar, harðlega. Hann sagði að vatn hafa böggunarstöðina í Hellna- um gagnsemi og eðli þeirra sorp- mætti ávallt taka fyrir ofan fyrir- hramú og urðunarstaðinn við vinnslustöðva sem nú á að sefja hugað iönaðarsvæði sem hann Krísuvík. Heildarkostnaðm' við þá upp. Gagnrýndu margir fundar- sagði að yrði örugglega staðsett í staðsetningu er 500 milljónir. Þetta menn það að ekki skyldi horft Hellnahrauni. „Það er á hreinu að 60 milljóna króna frávik er miðað meira til framtiðarinnar og vildu við ætlum ekki að vemda vatn á við fyrsta möguleika sem var bögg- að þegar í stað yrði farið að vinna þessu svæði. Þarna er kominn iðn- unarstöð í Hádegismóum og urðun- að flokkun á sorpi í heimahúsum aður og þama verður iðnaöur," arstaður á Áifsnesi. og endurnýtingu þess í kjölfarið. sagöi Björn. -SMJ Víða um land hefur fallið mikill snjór síðustu daga og valdið vanda. Vegir og götur hafa verið ill- eða ófærar. Þessi gata á ísafirði var ófær sökum snjóa. Það sama gildir um flestar götur bæjarins. Um síðustu helgi voru skátar með snjóbíl til taks ef á þyrfti að halda. Þeir sáu um að aka starfsfólki heilbrigðisstofnana til og frá vinnu. DV-mynd BB-ísafirði Veðrið á morgun: Dregur fyrir sól á Vestur- landi Á morgun verður hæg austlæg átt og víðast léttskýjað. Á Vestur- landi verður þó skýjað. Þá má reikna með smáéljum við vestur- ströndina. Frost verður alls stað- ar 1-9 stig. Gengið lækkar enn: Seðlabankinn lætur síga um 2,25 prósent Þegar gengið var fellt í febrúar- mánuði var skilið eftir 2,25 prósent svigrúm til gengisbreytinga fyrir Seðlabankann. Bankinn hefur þegar notað eitt prósent af svigrúminu en nú verður gengið fellt um það sem eftir er eða 1,25 prósent í tengslum viö fiskverðshækkunina á þriðjudag- inn var. Þar með hefur gengið verið fellt um 9,55 prósent frá áramótum. „Það var ákveðið þegar gengis- breytingin var gerð í febrúar að gefa Seðlabankanum þetta svigrúm og hann er að nota afganginn af því nú, hann hafði þegar notað 1 prósent," sagði Ólafur Ragnar Grímsson ijár- málaráðherra í samtali við DV í morgun. Ólafur benti á að þegar genginu var breytt í febrúar og 2,25 prósent svig- rúm skilið eftir til handa Seðlabank- anum, hefðu fjölmiðlar þá þegar tek- ið þá upphæð inn í gengisbreyting- una, sem var 2,50 prósent og sagt að hún væri 4,7 prósent. S.dór Borgarstjóm: Dagvistun 24% dýrari? Borgarstjórn mun í dag taka af- stöðu til beiðni frá Dagvistun barna um 24 prósent hækkun á vistunar- gjöldum. Ef þessi beiðni verður sam- þykkt hækka gjöld fyrir fjögurra tíma vist á leikskóla úr 3.700 krónum í 4.400. Með þessari hækkun reiknast borgaryfirvöldum til að foreldrar barna greiði um helming af kostnaði við leikskólana. Hærri vistunar- gjöldin á dagheimilum hækka úr 8.400 krónum í 10.080 krónur og þau lægri úr 5.460 krónum í 6.550 krónur. Gjöld á gæsluvelli hafa þegar hækkað úr 30 krónum í 50 krónur. Af öðrum hækkunum hjá borginni má nefna að Strætisvagnar Reykja- víkur hafa þegar hækkað fargjöld sín um 25 prósent, sundstaðir hafa hækkað sinn aðgangseyri um 12,5 prósent og Hitaveitan og Rafmagns- veitan hafa hækkað sína gjaldskrá um 8 prósent. Þá hafa hafnargjöld verið hækkuð um 21,6 prósent og gatnagerðargjöls um rúm 6 prósent. -gse Verðhækkanir: Verðbólgan upp fyrir 40 prósent „I áætlunum okkar höfðum við gert ráð fyrir um 2 til 2,5 prósent hækkun á framfærsluvísitölunni milli febrúar og mars. Hækkanir hafa hins vegar orðið mun meiri en við gerðum ráð fyrir svo ég tel að búast megi við að vísitalan hækki að minnsta kosti um 2,5 til 3 prósent nú í byrjun mars,“ sagði Vilhjálmur Ólafsson, skrifstofustjóri Hagstof- unnar. Ef spá Vilhjálms gengur eftir mun framfærsluvísitalan mæla verðbólgu í byrjun mars sem jafngildir um 35 til 43 prósent verðbólgu á ársgrund- velli. Á tíma verðstöðvunarinnar mældist verðbólgan um 10 prósent að jafnaði. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.