Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS F.JÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1 >27079, SlMI (1)27022 Setnirtg, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasðlu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Vaðmálsmenn í valdastóli Óðum er að skýrast myndin af hinni raunverulegu stjórnmálabaráttu, sem hefur verið háð hér á landi öld- um saman og er enn. Það er stríðið milli sjávarútvegs og iðnaðar annars vegar og landbúnaðar hins vegar, sem sagnfræðingar hafa í vaxandi mæli að umfjöllunarefni. Gísli Gunnarsson reið á vaðið með doktorsritgerð sinni um einokunarverzlun sautjándu og átjándu aldar. Hann sýndi fram á, að íslenzki embættis- og landeigna- aðallinn barðist gegn afnámi einokunarinnar, þegar Skúli fógeti og danski kóngurinn vildu afnema hana. Ólafur Stephensen stiftamtmaður var forustumaður byggðastefnu þess tíma, er bændur vildu hindra, að dugmiklir vinnumenn heimtuðu meira kaup. Fræg eru orð hans, er hann kvað áríðandi, að „landjarðir verði eigi yfirgefnar vegna of mikilla tillokkana fólks að sjó“. Gísli sýnir í ritgerð sinni, hvernig íslenzkir landeig- endur fengu haldið niðri verði á sjávarvörum til að halda uppi háu verði á ullarvörum. Þannig íjármagnaði sjávarútvegurinn landbúnað á fyrri öldum, eins og hann gerir núna í formi opinberrar gengisskráningar. Vaðmálsmenn töpuðu hörmangaraorrustunni á sín- um tíma, en þeir gáfust ekki upp í styijöldinni. Ólafur Ásgeirsson sagnfræðingur hefur kortlagt sveiílurnar í valdajafnvægi fortíðar- og framtíðarstefnu íslenzkra at- vinnuvega á fyrstu fjórum áratugum þessarar aldar. í bókinni Iðnbylting hugarfarsins skiptir hann þessu tímabih í fjóra hluta. Fyrst var sigurfór iðnbyltingar í sjávarútvegi fyrstu tvo áratugina. Síðan stóð gagnsókn landbúnaðarins þriðja áratuginn. Fyrri helming Qórða áratugarins voru iðjuöflin aftur í skammærri gagnsókn. Loks segir Ólafur, að tímabilið 1936-1939 hafi verið sigurtími sveita, er vaðmálshð Framsóknarflokksins stjórnaði landinu. Það barðist gegn stórframkvæmdum, framlengdi kreppuna, braut iðjustefnuna á bak aftur og fór að hlaða virki gegn ódýrum mat frá útlöndum. Þá lýsti handbók flokksins lífi í þéttbýli á þennan hátt: „...menningarlaus úthverfalýður, sem ferst, kyn- slóð á kynslóð ofan, í örbirgð og óþrifum miklu meiri en unnt er að gera sér sér í hugarlund um það, sem viðbjóðslegast muni vera og sorglegast í mannheimi“. Síðustu árin hafa vaðmálsmenn náð sífellt betri tök- um á stjórnmálunum. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki haldið upp á afmæli sitt á réttum tíma út af sauðburði. Þingmenn flokksins rísa upp í vandlætingu, þegar ráð- herra Alþýðuflokks gagnrýnir ofbeit sauðfjár. Alþýðubandalagið hefur verið að fjarlægjast hag- fræðihyggju, af því að gengi Karls Marx hefur farið lækkandi á alþjóðamarkaði. í staðinn hefur vaðmáls- stefna náð völdum. Gamlir þjóðvarnar- og framsóknar- menn ríða þar öllum húsum og hamast gegn neytendum. Kvennalistinn er meira eða minna gegnsýrður vað- málshyggju og gætir alls ekki hagsmuna neytenda í þéttbýli. Flokkurinn er gefmn fyrir að vernda allt sem fyrir er, þar á meðal hinn hefðbundna landbúnað og byggð landsins í nákvæmlega því horfi, sem hún er nú. Alþýðuflokkurinn var dálítið upp á nýja móðinn í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, sem sá í gegnum vaðmálshyggjuna. Jón Sigurðsson hefur einnig abbast upp á hana. Að öðru leyti er flokkurinn svo tækifærissinnaður, að fylgj- endur röskunar og framfara hafa lítið hald í honum. Á sama tíma og fræðingar eru að fletta ofan af sögu- legu samhengi íslenzkrar vaðmálsstefnu, er hún um þessar mundir traustari en nokkru sinni í valdastóh. Jónas Kristjánsson Síöasta mánuðinn hafa ummerki gerst æ skýrari um ágreining í æðstu valdastofnun Sovétríkjanna, stjómmálanefnd miðstjómar Kommúnistaflokksins. Misklíöin, sem uppúr stendur. snýst um úr- ræði við ófremdarástandinu í sov- éskum landbúnaði. Skortur á brýn- ustu nauðþurftum gerir daglegt líf sovésks almennings að martröð. í vandræðum sínum hafa yfirvöld víða um landið gripið til matvæla- skömmtimar, en algengt er að framboð hrekkur ekki til að mæta útgefnum skömmtunarseðlum. Mikhail Gorbatsjof flokksforingi ræddi þennan vanda sérstaklega á fimm daga ferðalagi um Úkraínu í síðasta mánuði. Á flöldafundi í höf- uðborginni Kíeff hrýndi hann fyrir áheyrendum nauösyn á að varpa fyrir róða „khsjum og kreddum", jafnt í hugmyndafræði og land- búnaði. Hann boðaði að leysa ætti upp óarðbær ríkisbú og önnur rík- isfyrirtæki. í staðinn þyrfti að Fundur miðstjórnar Kommúnistaflokksins fer saman við upphaf kosninga til breytts þjóðþings í Sovétríkjunum. Opnað hefur verið fyrir val um fleiri frambjóðendur en einn, og það hefur Boris Jeltsin, fyrrum flokksrit- ara í Moskvu, tekist að nota sér til að komast á kjörseðil þar í borg. En þegar kom til framboðsfundar milli hans og mótframbjóðandans, forstjóra verksmiðjunnar sem smíðar ZIL lúxusbila handa fyrirmönnum, fylltu flokksbroddar salinn af sinum fylgismönnum. Liðsmenn Jeltsins stóðu útifyrir með borða sem á stendur „Látið fólkið fá aðgöngumiða". Sovétforustan tvíráð gagnvart búnaðarkreppu koma leiga á landi og framleiðslu- tækjum til landbúnaðarverka- manna og annars starfsfólks sem stofnaði með sér samvinnufélög sem störfuöu á frjálsum markaöi án miðstýringar stjómvalda. Égor Ligatséf, sá stjórnmála- nefndarmaður sem frá upphafi hef- ur haft fomstu fyrir íhaldsandófi gegn róttækari umbótatilraunum Gorbatsjofs, svaraði viku síðar í ræðu á kosningafundi í Omsk í Sí- beríu. í sjónvarpsfréttum af fund- inum var sýnt þegar hann var spurður hvort leysa bæri upp sam- yrkjubú sem rekin væm með halla. „Ekki komum við á sovétvaldi til að gera slíkt og þvílíkt," svaraöi Ligatséf með þjósti. Svo kom stjómmálanefndin sam- an 3. mars til óvenjulegs tveggja daga fundar til að flalla um úrræði í landbúnaðarmálum. Engin niður- staða varð, en nefndarmenn ákváðu að skjóta málinu til fundar fullskipaðrar miðstjómar. Sá fund- ur stendur enn þegar þessi orð era fest á blað Það eina sem enn bggur fyrir frá fundinum er framsöguræða Gor- batsjofs. Hún bendir til að flokks- foringinn og hans menn hafi haft sitt mál fram í meginatriðum, en í málflutningi varaðist hann þó aö ganga í berhögg við gmndvallar- sjónarmið Ligatséfs. Sá hefur haft yfirumsjón með landbúnaðarmál- um af hálfu flokkssflómarinnar frá þvi í september í fyrra. Var það stöðulækkun, þvi áöur háfði hann verið staðgengib flokksforingjans og yfir daglegu starfi flokksritar- anna. Lýsing flokksforingjans á ástand- inu í sovéskum landbúnaði var ófögur. Fjárfestingar, sem nemur bbljón rúblna (mibjón mibjónum) á síðustu flórum áratugum, sér hvergi stað. Fjárfúlgan hefur horf- ið í hít óskbvirkrar miðstýringar, rangrar ákvarðanatöku yfirvalda og sóunar. Sem stendur eyðbeggst flmmtungur allrar uppskeru vegna sleifarlags á búrekstri og trassa- skapar í dreifmgu og flutningum. í sumum greinum fara abt að tveir fimmtu nothæfrar uppskem í súg- inn. Gorbatsjof dró upp dökka mynd af lífskjömm sovésks sveitafólks. Nútímaþægindi skortir átakanlega á landsbyggðinni. Afleiðingin er aö ungt fólk og framtakssamt leitar abra bragða tb að flýja sveitímar Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson tb borganna. Eftir sitja gamal- menni og það af yngri kynslóð sem telur sér aörar bjargir bannaðar. Afleiðingin er hróplegur vöru- skortur, bæði á matvælum og iön- varningi úr búsafurðum. Gorbat- sjof ítrekaði það sem hann hefur áður sagt, að trú almennings á ár- angur af umbótastefnunni, per- estrojka, fengi vart staðist til lang- frama, nema tb kæmi aukið fram- boð á frambærilegum vamingi, einkum nauðþurftum. Sovéskur landbúnaöur hefur aldrei beðið þess bætur hvemig Stabn neyddi bændur með mann- drápum, hrakningi í útlegð og sveltí inn í samyrkjubú. Úrræðið er, sagði Gorbatsjof, að gera bónd- ann aftur að húsbónda yfir landi sínu. Það skal leigt núverandi land- búnaðarverkamönnum á ríkis- búum og samyrkjubúum ásamt bústofni og jarðyrkjuvélum tb raunverulegs samvinnurekstrar. Þessir nýju samvinnubændur skulu sjálfir ráða, án miöstýringar frá Moskvu eða flokksritaraskrif- stofum héraðanna, hvað þeir rækta og hvemig þeir koma því í verð. Þeir skulu ráða í hvívetna hvemig þeir nyfla landið, meö þeirri einu takmörkun aö þeir mega ekki láta þaö ganga kaupum og sölum. Með þessu móti skal sveitafólkiö hvatt tb að taka ábyrgð og gerast eigin gæfu smiðir. Þaö skal sjálft rflóta ábatans, þegar vel tb tekst, og eiga skeb á hættu sé bla að stað- iö. Með þessu mótí sparar sovéska ríkið sér styrkjafúlgur tb að rétta habann á illa reknum ríkisbúum. Á móti kemur að smásöluverði tb neytenda á nokkrum höfuðnauð- synjum verður haldið óhreyttu næstu þijú ár eða flögur. Að öðru leyti verður tekið upp sveigjanlegt verðmyndunarkerfi, þar sem áhrif framboðs og eftirspumar fá að njóta sín. Lagt verður niður risaráðuneytið Gosagroprom sem sett var yfir ab- an landbúnað fyrir rúmum þrem árum en þá vom fimm mánuðir bðnir frá því Gorbatsjof tók við flokksfomstu. Það skrifflnnsku- bákn þykir aðeins hafa gert illt verra. í staðinn kemur ríkisnefnd tb að flalla um stefnumótun í land- búnaði. En tb þess að ganga ekki í ber- högg við Ligatséf og hans fylgis- menn lét flokksforniginn fylgja með að samyrkjan hefði alls ekki gengið sér til húðar. Vel rekin sam- yrkjubú ættu fullan rétt á sér. Hér er bersýnilega um málamiðl- un að ræöa. Ekki er lagt til veru- legrar atlögu, eins og fremstu hag- fræðingar meðal ráöunauta Gor- batsjofs vbja, við gífurlegar niður- greiöslur ríkisins á vömverði sem þegar hafa bakað sovéska ríkis- sjóðnum halla sem slagar upp í þann sem þjakar bandarísk flár- mál. Og hvað sem úr verður em tekn- ar að sjást í opinberum málgögnum í Sovétríkjunum ábendingar um að ávirðingar og ágalla sovétkerfisins kunni að þurfa að rekja tb róta þess. í tímaritínu Vísindi og líf ritar Alexander Tsipko, starfsmaður í skrifstofum ritara Kommúnista- flokksins, greinaflokk þar sem hann leiðir að því rök að ógnar- stjóm Stabns hafi ekki verið per- sónubundin tbvbjun, heldur sprottið af ríkjandi túlkun á marx- isma. Sér í lagi bendir Tsipko á að útrýming frjáls markaðar með miðstýrðum áætlunarbúskap hafl haldist í hendur við einræði Stal- íns. Tsipko er náinn samstarfsmaður Alexanders Jakovléfs stjómmála- nefndarmanns og dyggs stuönings- manns Gorbatsjofs. í flokksmálgagninu Pradva hefur Tsipko verið svarað á þá leið að í rauninni haldi hann því fram að eina ráðið til að tryggja viögang lýðræðis sé að hverfa aftur tb kap- ítahsma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.