Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. HÓTEL TIL LEIGU Leigutilboð óskast í Hótel Flókalund fyrir starfsárið 1989 sem er frá ca 1 /6-30/9. Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur Guðmundsson, Urðargötu 19, Patreksfirði, sími 94-1178, eftir kl. 19 á kvöldin. Tilboð skulu hafa borist fyrir 1. apríl nk. Stjórn Orlofsbyggðarinnar Flókalundar. Sumarafleysingar Menn vantar til að leysa af brunaverði í Slökkviliði Hafnarfjarðar vegna sumarleyfa. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 1. apríl nk. Eyðublöð fyrir umsókn- ir eru á varðstofu Slökkvistöðvarinnar við Flatahraun. Slökkviliðsstjóri. ÚTHLUTUN STYRKJA ÚR SÁTTMÁLASJÓÐI Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr Sáttmálasjóði Háskóla íslands, stílaðar til háskóla- ráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í síðasta lagi 30. apríl 1989. Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá 29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla Islands 1918- 1919, bls. 52. Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur, sam- þykktar af háskólaráði, liggja frammi í skrifstofu Há- skóla Islands hjá ritara rektors. ATHUGIÐ! Síðasta blað fyrir páska kemur út miðvikudaginn 22. mars. Fyrsta blað eftir páska kemur út þriðjudaginn 28. mars. AUGLÝSENDUR! Hafið samband sem fyrst, í síðasta lagi fyrir kl. 17 mánudaginn 20. mars. AUGLÝSINGAR Þverholti 11 - sími 27022 Hvalket sem fréttamatur Síðastliðið þriðjudagskveld var haldin hvalketsveisla i Sjónvarpinu á kostnað Grænfriðunga. Sumir fréttamenn kalla það gúrku- tíð á sumrin þegar stjómmála- menn leggjast í ferðalög eða sólböð ellegar sitja að búum sínum og hirða ekki um að bjarga lands- mönnum frá glötun meö því að finna upp nýja skatta og vísitölur. Þá sitja fréttamenn eftir á hálf- mönnuðum fréttastofum og rit- stjómum meö sveittan skallann og kunna engin ráð til að seðja hina óseðjandi fréttahít sem þeir hafa sjálfir búiö til og krefst þess sífellt að fá nýjar fréttir til að jóðla. Þá em afleysingamenn sendir með ljósmyndara á tjaldstæðið í Laugardal til að spyrja erlenda ferðamenn hinnar eilífu spuming- ar sem aldrei verður fullsvarað: „How do you like Iceland?" Á þessari gúrkutíð, þegar frétta- menn mega oftar en ekki snapa gams, em þeir þó ekki öllum heill- um horfnir, því að í veröldinni era auk stjómmálamanna starfandi ýmiss konar stofnanir og fyrirtæki sem hafa það á stefnuskrá sinni að búa til fréttir handa hungraðri heimspressunni. Mörgum feitum bita hafa til að mynda Grænfriðungar lætt að fréttamönnum heimsins gegnum tíðina, enda er svo komið bæði á islandi og í Ameríku að hvalket er talið vera einhver undirstöðubesti fréttamatur sem til er. Síðastliðið þriðjudagskveld var haldin hvalketsveisla í Sjónvarp- inu á kostnað Grænfriðunga. Því miður komst undirritaður ekki í þá veislu; var í ferðalagi tvöhundr- uð ár aftur í tímann, nánar tiltekið í miöri frönsku byltingunni aö fylgjast með þeim Danton og Robe- spierre í Regnboganum og var að velta þvi fyrir sér að Samstaða í Póllandi ætti að bjóða þeim Lekk Valesa og generál Jarúselskí að útvega þeim barnapíu svo að þeir kæmust saman að sjá myndina. Franska byltingin kemur hval- ketsveislunni að sjálfsögðu ekkert við og þaðan af síður ástandiö i Póllandi, nema hvaö ég er að reyna að útskýra þaö hér að ég var svo upptekinn í byltingunni að ég missti af hvalaveislunni. Síðan þessi veisla var haldin hef ég varla heyrt um annað talað, svo að mér er eiginlega farið að finnast að ég hafi verið í hópi veislugesta. Aöalrétturinn í veislunni var heimildakvikmynd eftir Magnús Guðmundsson og hét „Lífsbjörg í varpið að ailt sé nú ekki eins og best verður á kosið í umhverfi okk- ar. Hlutverk fréttamanna er augljós- lega að flytja fréttír og það hlutverk rækja þeir af yfirþyrmandi skyldu- rækni. Það er auövitað líka í þeirra verkahring að leita uppi fréttir til að segja okkur hinum og það hlut- verk ferst þeim stundum ekki nema svona í meðallagi vel úr hendi, því að þrátt fyrir kappið við aö verða fyrstur með fréttina virð- ast fréttamenn oft vera ótrúlega seinir á vettvang. Yfirleitt koma þeir þegar skaðinn er skeður. Og að sjálfsögðu er það ósann- gjamt aö ætlast til þess af frétta- mönnum að þeir búi yfir spádóms- gáfu og geti sagt fyrir um óorðna hluti og varað okkur við. Hins veg- ar ættu þeir sem stööugt em að fylgjast með umhverfi sínu að vera nægilega vel vakandi til að taka eftir því hvort einhvers staðar er farið að ijúka - í stað þess að bíða og fylgjast með eldsvoðanum og hringjá síðan á slökkviliðið þegar allt er um garð gengið, allt bmnnið sem brunnið gat. Þaö er eins og fréttamenn séu þreyttir í augunum. Þeir eiga erfitt með að koma auga á það smáa sem gerist í kringum þá. Þeir sjá ekkert athugavert við það þótt brunnlokið Uggi við hliðina á brunninum. Það er ekki þeirra deild. En þegar barn- ið dettur ofan í bmnninn mæta þeir á staðinn og spyrja í ásökunar- tón: Hver gleymdi að byrgja bmnn- inn? Milli Grænfriðunga og frétta- manna er undarlegt samband. Vegna sofandaháttar fréttamanna grípa Grænfriðungar og aðrir til sífellt fáránlegri aögerða til að vekja athygli á góðum málstað. Og því lengra sem þeir ganga þeim mun meira skrifa blaðamennimir. Og loks er svo langt gengið að uppá- komur era farnar að vekja meiri athygli en mástaðurinn sjálfur; allt eftir forskriftinni „Tilgangurinn helgar meðalið." Og nú er svo komið að maöur spyr: Helgar tilgangurinn meðalið? Og fréttamennimir eru orðnir argir og segja: „Þarf virkilega að vekja okkur með svona miklum hamagangi?" Svarið viö því er vitaskuld „nei“ - ekki nema menn sofi alveg rosa- lega fast á verðinum. Þráinn Bertelsson Fjölmiðlaspjáll Þráinn Bertelsson Noröurhöfum" en í eftirrétt var umræðuþáttur með gáfuðu og víð- sýnu fólki. Þaö er mál manna aö aðalréttur- inn hafi verið ákaílega kraftmikill, nýstárlegur, sérstakur og eftir- minnilegur, en sumir segja að des- erinn hafi ekki farið sérlega vel í maga. Hafandi nartað í hvoragt get ég ekki leyft mér að hafa skoðun á þessu máh, en bíð spenntur eftir því að aðalrétturinn verði hitaöur upp aftur hiö bráðasta og borinn fram á nýjan leik handa fólki eins og mér sem missti af veislunni. Þegar ég segi að Grænfriðungar hafi mörgum feitum bita lætt að fréttamönnum heimsins á ég auð- vitað við það að Grænfriðungar ásamt með fleiri stofnunum og fé- lagasamtökum hafi það fyrir eitt af sínum meginmarkmiðum að búa til eða matreiða fréttir. í þessum samtökum er fólk sem hefur látíö sér blöskra afskiptaleysi umheims- ins á þeirri rányrkju og mengun sem getur að líta allt í kringum okkur svo langt sem augað eygir. Þessum mikilvægasta þætti í þró- un alls lífs á jörðinni hafa frétta- menn steingleymt að sinna, þannig að þurft hefur samtök eins og Grænfriðunga og Sjávarsauða- menn til aö rífa upp blýþung augnalokin á fréttamönnum til að fá þá til að segja okkur hinum sem sitjum innilokuð í skólum, verk- smiðjum, á skrifstofum og viö sjón-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.