Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 32
48
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
Handbolti unglinga
Drengjalandsliðið valið
Um síðustu helgi fór drengjalands-
lið íslands, skipað leikmönnum 16
ára og yngri, til Vestmannaeyja og
aö þeirri ferð lokinni valdi Steindór
Gunnarsson landsliðsþjálfari fimmt-
án drengi til þátttöku á Benelux-
mótinu er verður í lok mánaðarins í
Hollandi.
Hópurinn verður þannig skipaður:
Markverðir:
Ingvar Ragnarsson.......Stjarnan
Jóhann Ásgeir Baldursson....UBK
Sigurður Þorvaldsson........Fram
Útileikmenn
Andri V. Sigurðsson.........Fram
Dagur Sigurðsson...........Valur
Gunnar Kvaran...............UMFA
Halldór Eyjólfsson............KR
Jason K. Olafsson...........Fram
Karl A. Karlsson..............KA
Leó Hauksson................Fram
Óskar Óskarsson............Valur
Patrekur Jóhannesson.....Stjaman
Páll Þórólfsson..........Þróttur
Ragnar Kristjánsson.........Fram
Ríkharður Daðason...........UMFA
-leikur í Hollandi um páskana
Þessi föngulegi hópur leikmanna í 3. flokki skipar landslið 16 ára og yngri er tekur þátt í Beneluxmótinu 27.-30.
mars nk. en þetta er í annað skiptið sem mót þetta fer fram og vann ísland mótið örugglega á síðasta ári.
Unglingasíðunni hefur borist
mjög skemmtileg tillaga um nýtt
orð yfir hugtakið „túmering"
sem er alþekkt orð í handboltan-
um. Þetta er engan veginn nógu
gott orð i íslensku máli og vill
Unglingasíöan því hvetja hand-
boltaáhugamenn til að nota orðið
„TÖRN“ yiir þetta hugtak. En
þetta skemmtilega orð hentar
mjög vel í staðin fýrir það gamla.
Gífurleg keppni um sæti í
úrslitum í 5. flokki karla
Það var leikið um þijú síðustu
sætin í úrslitakeppninni í 5. flokki
karla um síðustu helgi í Garðabæn-
um. Það var gífurleg barátta um
þessi sæti og ekkert gefið eftir.
Það var Þór, Ak. sem tryggði sér
efsta sætið að lokum, liðið fékk 10
stig. Stjaman lenti í öðra sæti með 9
stig. Keppnin um þriðja sætið var
gífurlega jöfn. Fram og HK fengu
bæði 7 stig en Fram vann innbyrðis-
viðureign þssara liða. Það eru því
þessi þijú lið, Þór, Ak„ Stjaman og
Fram, sem leika til úrslita ásamt lið-
imum í 1. deild úr síðustu töm (túrn-
eringu).
Það em því HK, Valur, Grótta og
Haukar sem verða að gera sér það
að góðu að leika í B úrshtum.
Keppnin í 2. deildinni var svo jöfn
og spennandi að fleiri lið hefðu átt
skilið að leika í A úrslitunum en því
miður leyfa reglumar það ekki.
Úrlitakeppnin í 5. flokki verður
vafalaust ein hin skemmtilegasta
sem fram fer að þessu sinni þvi að
leikgleðin er svo gífurleg í þessum
aldursflokki.
Það var aldrei neitt gefið i 5. flokki karla um síðustu helgi. Þessi tvö lið, HK og Grótta, verða þó að leika í B úrslitum.
Aðeins eitt lið situr eftir
í 2. flokki kvenna
- úrslitín fara fram um þessa helgi
Keppni í 2. flokki kvenna, 2. deild,
lauk um síðustu helgi. Leikið var í
Vestmannaeyjum og var hér verið
að beijast um síðustu sætin í úrslita-
keppninni.
Keppt var um fjögur laus sæti en
það vom aðeins fimm lið sem kepptu.
Það var því aðeins eitt lið sem ekki
komst í úrslitakeppnina í þessum
aldursflokki. Þaö var lið heima-
manna, ÍBV, sem endaði sem sigur-
vegari. Liðið vann alla leiki sína í
keppninni nema einn en stelpumar
gerðu jafntefli við Fram. ÍR lenti öðm
sæti, Fram í þriðja sæti og Haukar í
því fjórða. Það vom stelpumar úr
Val sem urðu að bíta í það súra epli
að vera eina liöið sem ekki komst í
úrslitakeppnina að þessu sinni. Að
ósekju hefði Valur mátt fá að fljóta
með í úrslitin þar sem ekki vom
fleiri lið til staðar.
Framarar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir mikla baráttu við HK og
Val. Fram og HK urðu jöfn að stigum en Fram vann innbyrðisviðureign
þessara liða.
Búið að ákveða
riðlaskiptínguna
í 3. og 5. flokki
Búiðeraðákveðariðlaskiptinguna ■ Fram
í 3. og 5. flokki karla og kvenna en Víkingur
síðasta tömin í íslandsmótinu var Þór, Ak.
leikin um síðustu helgi.
Helgina 31. mars til 2. apríl fara
fram úrsht í 5. flokki en 7. tfl 9. apríl
fara síðan fram úrslit í 3. flokki.
3. flokkur karla
A-riðill:
Fram
Víkingur
Þór, Ak.
UBK
Stjarnan
B-riðill:
Valur
UMFA
ÍR
KA
Týr
3. flokkur kvenna
A-riðill:
UMFN
Grótta
ÍBV
Selfoss
KA
B-riðill:
KR
ÍBK
5. flokkur karla
A-riðill:
UBK
Fram
KA
Þór, Ve.
Stjaman
B-riðill:
FH
KR
Þór, Ak.
Víkingur
Týr
5. flokkur kvenna
A-riðill:
Stjarnan
KR
Haukar
FH
Fram
B-riðill:
Grótta
UMFG
ÍBV
Víkingur
UBK