Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 36
52
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
T .ffcgtíll
Tómstundaskólinn:
Að auðga
í tómstundunum
„Það er svo margt sem mig langar aö mynda,“ segir Guðný Guöjónsdóttir.
Ásta Jónsdóttir og Elín Magnúsdóttlr grúfa sig yfir fallega silkislœðu.
Tómstundaskólinn er einhver
skemmtilegasti skóli sem hægt er að
stunda nám við. Hann var stofhaður
í ársbyijun 1985 af þremur einstakl-
ingum en Menningar- og fræðslu-
stofnun alþýðu tók alfarið við rekstri
skólans fyrir þremur árum. Skóla-
stjóri er Vilborg Haröardóttir.
Nemendafjöldi skólans hefur farið
vaxandi ár frá ári og á síðasta haust-
misseri stunduöu um 600 nemendur
nám við skólann og voru tæp 80%
þeirra konur.
Á vormisseri er boðið upp á um 30
námskeið og er fjölbreytnin ævin-
týraleg, má þar nefna söng, leiklist,
myndlist, Ijósmyndatöku, bókband,
tungumál, skrautritun, gluggaút-
stillingar, að lesa úr tarotspOum, íjöl-
miðlun og sjónvarpsframkomu fyrir
konur, lestur lumcagna cg margt
fleira.
Námskeiðin eru mislöng allt frá 10
tímum og upp í 40 tíma, og kostar
hver kennslustund að meðaltali um
400 krónur.
Nemendur fá viðurkenningarskjöl
þegar þeir ljúka námskeiðunum en
í þeim eru engin réttindi fólgin. Þó
hafa sumir fengið nám við skólann
metið til einhverra punkta í öðrum
skólum.
Þeir sem fara í Tómstunda1 kólann
eru undantekningarlaust að leita aö
einhveiju skemmtOegu til að eyða
tómstundum sínum í. Sumir vOja
öðlast meiri fæmi í sambandi við
vinnu eða til að sinna áhugamálun-
um eða þá að fólk sér einhver nám-
skeið sem vekja forvitni þeirra af
einhverjum orsökum.
DV kom við í Tómstundaskólanum
á mánudag og þriðjudag og hitti
nokkra hressa nemendur og kennara
að máli.
Málað á silki
„Nei, þetta er ekki erfitt en alveg
æðislega spennandi. Ég hef aldrei
prófað að mála á sOki áður, bara
postulín," segir Ásta Jónsdóttir.
Málað á silki er eitt af þeim nám-
skeiðum sem Tómstundaskólinn
býður upp á. Þegar DV leit inn á
námskeiðið voru þar staddar sex
konur í óðaönn við að mála hinar
fegurstu slæður.
„Þaö er gaman að sjá hvemig verk-
ið mótast, maður þreifar sig áfram
og finnur út hvemig best er að mála
á s0kið.“
„í upphafi námskeiðsins var ég
með smápistil um silki. Silki á sér
2000 ára sögu og ég segi frá uppruna
þess og þeirri tækni sem notuð er
þegar málað er á það,“ segir Elín
Magnúsdóttir, myndlistarkona og
leiðbeinandi á námskeiðinu.
„Að því loknu reyni ég að finna út
hvað konumar viija helst gera og
láta þær velja 2-3 liti af þeim sextán
sem notaðir em í þessari listgrein.
Þær læra síðan að blanda litina á
mismunandi vegu. Rammamir sem
við notum tO að strekkja silkið á em
92x92 og stærðin á þeim verkum sem
unnir em á námskeiðinu mótast af
þeim.
Það tekur svolítinn tíma aö venjast
silkinu og þeim möguleOuim sem það
býður upp á. Þegar fólk hefur vanist
silkinu er þetta ekki svo ýkja mikOl
vandi heldur byggist silkimálun
meira upp á æfingu. Þegar fólk er
búið að læra tæknina verður þetta
mun skemmtOegra og um leið vex
áhuginn."
Læra á myndavélina
„Codacrome hefur sérstöðu sem
slidesfilma vegna þess að hún er
öðmvísi uppbyggð en aðrar slíkar
filmur," var það fyrsta sem við
heyrðum Skúla Þór Magnússon segja
þegar viö litum inn í tíma í ljósmynd-
un.
„Hvemig litfilmur notar þú,“ var
það næsta sem hann spurði Brynjar
Gauta ljósmyndara.
„Ég fór á þetta námskeið til að læra
betur á Pentax myndavélina mína.
Þetta er mjög gagnlegt því hér lærir
Dægradvöl
maður ýmislegt um myndavélina,
mismunandi linsur og fleira,“ sagði
Guðný Guðjónsdóttir.
„Þaö væri sjálfsagt hægt að læra
þetta aOt af bókum ef maður kæmi
sér að því að lesa þær.
Hingaö tíl hef ég aðaUega tekið
landslagsmyndir en það er bara svo
margt annað sem mig langar tíl að
mynda en ég treysti mér ekki til að
ná almennUegum myndum af.
Ég held að þetta námskeið komi
mér að góðum notum ef ég verð dug-
leg við að æfa mig í framtíðinni."
Munið hvað ég
hef verið að nöldra
Á annan tug nemenda voru saman-
komnir í stofu 201 í Iðnskólanum og
nutu þar leiðsagnar Ingibergs Magn-
ússonar í módelteikningu.
Einungis einn strákur var á nám-
skeiðinu en hvers vegna?
„Það er vegna þess aö konur í þjóð-
félaginu eru miklu virkari en karl-
menn. Það endurspeglast bæði í
námi og ýmiss konar félagsstarfi,"
segir Kristín Blöndal.
„Áður hef ég verið tvö ár í námi í
Myndlista- og handíöaskólanum en
tók mér frí í vetur. Ég fer ekki aftur
í skólann fyrr en næsta vetur. Það
er ágætt að fara á svona námskeið
tíl að halda því við sem ég var búin
að læra og svo langar mann auðvitað
til að bæta við sig.
Það er erfitt að svara því hvort
módelteikning er erfið eður ei. Það
eru margir möguleikar og mikU fjöl-
breytni, þvi það er hægt að glíma viö
mannslíkamann endalaust.“
„Munið þið hvað ég hef verið að
nöldra, ekki byrja inni á miðju blaði,
hugsið um myndflötinn," kallaði
Ingiberg um leið og hann gekk á
mUli nemendanna.
Stærðarhlutföll og hreyfing
„Markmiðið með þessu námskeiði
er að ná valdi á grundvaUaratriðum
í módelteikningu sem eru stærðar-
hlutfoU í mannslíkamanum og síðan
að ná hreyfingu hans hverju sinni.
Það verður að þjálfa höndina og ekki
síst augað í því að greina það sem
Slgurjón Jóhannsson var elni strákurlnn á námskeiðinu i módelteiknlngu.
DV-myndir BG