Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 55 LífsstHl Þaö vilja oft myndast langar biöraöir viö skíðalyfturnar á þessum árstímá og því eins gott aö þolinmæöina þrjóti ekki. páskana, mikill og góður snjór og öll skilyrði eins og best geta orðið,“ seg- ir ívar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaöa í Hlíðarfjalli við Akur- eyri. Fyrri hluta næstu viku, frá mánu- degi til miðvikudags, verður opið í Hlíðarfjalli frá kl. 10-19. Frá skírdegi og yfir alla helgidagana verður svo opið frá kl. 10-17.30. Fjórar lyftur verða í gangi í Hlíðar- flalli og flytja þær 2.800 manns á klukkustund. Verð fyrir fullorðna er 500 krónur fyrir heilan dag og 380 fyrir hálfan, böm greiða 250 krónur fýrir heilan dag en 170 krónur fyrir hálfan. Rútuferðir úr bænum eru kl. 9.30, 11.00 og 13.00. Rúturnar hafa 10 við- komustaði víðs vegar í bænum og sennilega hentar ferðafólki, sem gist- ir í miðbænum, að taka rútumar á hominu við Hótel KEA. Á páskadag kl. 14 verður boðiö upp á skíðatrimm fyrir almenning í Hlíð- arfjalli, Flugleiðatrimmið sem haldið er árlega. Þá verður á 2. dag páska keppt í Flugleiðasvigi, samhhöa svigi, og er reiknað með þátttakend- um af Skíðamóti íslands á Siglufirði, sem lýkur daginn áður, í það mót. Um páskana í fyrra var geysilegur fjöldi fólks í Hliðarfjalli, um 3.500 manns þegar flestir vom. Verði veð- urguðir hagstæðir má búast við miklu fjölmenni nú, enda aðstæður allar eins og þær geta bestar orðið í fjallinu. Flugleiðir fljúga norður á skírdag og á laugardag og til baka á annan í páskum, flugfar fram og til baka kostar 7.836. Gisting í tveggja manna herbergi á Hótel KEA kostar 4.400 krónur og sams konar gisting á Hótel Stefaníu kostar 3.900 og 2.950 á Hótel Akur- eyri. Hægt er að kaupa helgarpakka og kostar slíkur pakki 9.897 krónur fyr- ir manninn, innifahð er flug, gisting í tvær nætur í tveggja manna her- bergi og lyftugjald. Aukanótt kostar 2000 krónur. Skíðahátíð í Skarðsdal Óhætt er að segja að mikið verði um að vera fyrir skíðamenn á Siglu- firði um páskana. Landsmótið verð- ur háð á nýju skíðasvæði þeirra Sigl- firðinga í Skarðsdal og þar verður einnig aðstaða fyrir almenning aha dagana. í Skarösdal em Siglfirðingar aö taka í notkun nýtt skíðasvæði fyrir alpagreinar. Þar em tvær lyftur í gangi sem flytja um 1300 manns á klukkustund. Verð fyrir fullorðna er 500 krónur fyrir hehan dag og 300 krónur fyrir hálfan dag en böm og unglingar innan 16 ára aldurs greiða 200 krónur fyrir hehan dag og 100 krónur fyrir hálfan dag. Þótt Siglfirðingar hafi nú flutt skíðasvæði sitt frá Hóh er aðstaða fyrir norrænar greinar enn þar og þar verða troðnar göngubrautir aha hátíðisdagana. Að sögn Birgis Sigmundssonar er nægur snjór á Siglufirði og sagðist hann eiga von á mörgum gestum til bæjarins um páskana, bæði á lands- mótið og eins öðrum skíðaáhuga- mönnum. Nýja skíðasvæðið er 2-3 km utan bæjarmarkanna. Arnarflug flýgur frá Reykjavík til Siglufjarðar og kostar farið báðar leiðir 7.500 kr. Flugleiðir fljúga á Sauðárkrók og veröur fólk síðan að taka rútu þaðan til Siglufjaröar, flug báðar leiðir kostar 7.066. -J.Mar/Gylfi Kristjánsson Reykjavfk -2° Þórshöfn 3oKWQ. Evröpa Helsinki 2° Glasgow 5 Stokktíölmur 3° LondoaíE? CW^Hamborg 5 Amsterdam 7° O Berlm 10 París 7 Madrid 13° ^ Frankfurt 8° ' ✓m^PLúxemborg 5° ^ (Jvín16° Feneyjar 12° Algarve 13 /v? J 3 hóm 15° Mall Malaga 15 3 Mallorca 18- ROm ,6’Vj, I Mol ono 1 ur-Ame \ V í Winnipeg-22° Chicago LosAnaw % New York 7° Orlando 18° *\v\ sSV ____FYLLINGAREFNI___________ Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæðu verði. Gott efni,. lítil rýmim, frostþítt og þjappast vel. TVOFALDUR 1. VINNINGUR í kvöld handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.