Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 51
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
67
Afmæli
Jón Guðbrandsson
Jón Guðbrandsson, héraösdýra-
læknir á Selfossi, Reynivöllum 12,
Selfossi, er sextugur í dag. Jón fædd-
ist í Finnbogahúsi í Rvík, lauk stúd-
entsprófi í MR1950 og námi í dýra-
lækningum í Dýralæknaháskólan-
um í Kaupmannahöfn í ársbyrjun
1957. Hann var aðstoðardýralæknir
í Bredsten á Jótlandi til ársloka 1957,
starfaði á rannsóknarstofu Mjólk-
ursamsölunnar í Reykjavík 1958-
1961 og varð héraðsdýralæknir á
Selfossi í ársbyrjun 1962. Jón var í
hf eppsnefnd Selfoss og formaður
Hitaveitu og Rafveitu Selfoss 1974-
1978. Hann yar formaður sjálfstæð-
isfélagsins Óðins á Selfossi 1969-
1971 og 1973-1974 og formaður full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ár-
nessýslu 1971-1975. Jón var í stjóm
fiskvinnslufyrirtækisins Straum-
ness á Selfossi 1970-1978, formaður
1978 og hefur verið 1 Sauðfjársjúk-
dómanefnd frá 1970 og formaður
nefndarinnar 1970-1973, ritari Dýra-
læknafélags íslands 1964-1975, for-
maður 1979-1982. Jón kvæntist 31.
ágúst 1951, Þórunni Einarsdóttur, f.
15. maí 1931. Foreldrar Þórunnar:
Einar Ólafsson, b. í Lækjarhvammi
í Rvík, og kona hans Berta Á.
Sveinsdóttir. Börn Jóns og Þómnn-
ar eru Berta Sigrún, f. 22. maí 1953,
sjúkraliði, gift Pétri Guðjónssyni,
verkfræðingi og framkvæmdastjóra
Marel í Kanada, og eiga þau fjögur
börn; Sigríður, f. 5. janúar 1955, gift
Hjörleifi Ólafssyni, b. á Fossi í
Gnúpverjahreppi, og eiga þau fjögur
böm; Einar, f. 28. janúar 1958, húsa-
smiður á Selfossi, kvæntur Elínu
Einarsdóttur, og eiga þau tvö böm
saman, auk þess sem Einar á barn
fyrir; Ragnhdldur, f. 8. mars 1961,
gift Antoni Hartmannssyni, sjó-
manni á Selfossi, og eiga þau tvö
böm; Guðbrandur, f. 28. febrúar
1962, húsasmiöur á Selfossi, kvænt-
ur Eddu Haraldsdóttur hárskera og
eiga þau tvö böm; Ingólfur Rúnar,
f. 29. september 1963, nemi við
Tækniskóla íslands; Sveinn Þórar-
inn, f. 10. september 1965, nemi við
Iðnskólann á Selfossi; Brynhildur,
f. 8. júlí 1969, húsmóðir á Selfossi,
og sambýlismaður hennar er Guð-
jón Kjartansson og Matthildur, f. 11.
janúarl976.
Systkini Jóns eru Bjami, f. 17.
nóvember 1932, pípulagningameist-
ari í Rvík, kvæntur Guðrúnu Guð-
laugu Ingvarsdóttur, og eiga þau
þrjú börn; Logi, f. 29. september
1937, hrl. ogframkvæmdastjóri
Landakotsspítala, eignaðist fjögur
börn með fyrri konu sinni, Helgu
Karlsdóttur, en seinni kona hans er
Ragnhildur Kvaran; Ingi Steinar, f.
23. ágúst 1942, vélvirki í Rvík,
kvæntur Theodóru Hilmarsdóttur
og eiga þau eitt barn. Systur Jóns,
samfeðra, eru: Kristín, d. 1936, og
Ragnheiður, fyrri maður hennar
var Þórður Guðjohnsen, kaup-
maður á Húsavík, þau eignuðust
þijá syni, seinni maður hennar er
Leifur Guðmundsson, forstjóri
Mjólkurfélags Reykjavíkur. Móðir
Kristínar og Ragnheiðar var Þórunn
Vigfúsdóttir, fymi kona Guðbrands.
Foreldrar Jóns voru Guðbrandur
Jónsson, f. 30. september 1888, d. 5.
júlí 1953, prófessor og rithöfundur í
Rvík,ogSigríðurBjamadóttir,f.23. |
janúar 1911. Faðir Guðbrands var
Jón þjóðskjalavörður Þorkelsson,
prests á Staðastað, Eyjólfssonar.
Móðir Þorkels var Guðrún Jóns-
dóttir, prests ogskálds á Bægisá,
Þorlákssonar. Móðir Jóns Þorkels-
sonar var Ragnheiður Pálsdóttir,
prófasts í Hörgsdal, Pálssonar og
fyrri konu hans, Matthildar Teits-
dóttur. Móðir Guðbrands var Karó-
lína Jónsdóttir, b. á Finnastöðum í
Hrafnagilshreppi í Eyjafirði, Jó-
hannessonar.
Sigríður var dóttir Bjarna, stein-
smiðs í Rvík, Sverrissonar, b. í Klauf
i Meðallandi, Magnússonar. Móðir
Bjama var Gróa Jónsdóttir, b. á
Eystra-Hrauni í Landbroti, Galdra-
Arasonar, Jónssonar, prests á
Skinnastað, Einarssonar. Móðir
Sigríðar var Ingibjörg Steinunn
Brynjólfsdóttir, vinnumanns í
Hleiðargarði í Eyjafiröi, Ólafssonar
og Rannveigar Kristjönu, vinnu-
konu í Rvík, móður Sveins Egilsson-
ar, forstjóra í Rvík. Rannvéig var
dóttir Þorkels, vinnumanns í Sauða-
gerði í Rvík, Magnússonar, b. á Ket-
Jón Guðbrandsson.
ilsstöðum á Kjalarnesi, Runólfsson-
ar b. á Ketilsstöðum, bróður Magn-
úsar, langafa Árna Eiríkssonar leik-
ara, afa Styrmis Gunnarssonar rit-
stjóra. Runólfur var sonur Magnús-
ar, b. á Bakka á Kjalarnesi, Hall-
grímssonar, b. á Bakka, Þorleifsson-
ar. Móðir Hallgríms var Guðrún
Eyjólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hall-
grímssonar, prests og skálds í
Saurbæ, Péturssonar. Jón tekur á
móti gestum í veitingahúsinu Ing-
hóh kl. 16-19 á afmælisdaginn.
Haraldur Ólafsson
Haraldur Ólafsson, Sjafnargötu 10,
verður áttatíu og fimm ára þriðju-
daginn 21. mars. Haraldur er fædd-
ur á Breiöabólstað í Ölfusi og ólst
upp í Reykjakoti frá því að hann var
átta ára. Hann var vinnumaður í
Reykjakoti 1918-1923 og sjómaöur á
skútum, bátum og togurum í Rvík
1924-1980. Haraldur vann hjá OUu-
félginu hf., fyrst á olíuskipum fé-
lagsins 1956-1980 og síðan í landi
1980-1984. Ævisaga Haralds er
Brimalda, 1987, sem Jón Guönason
skráði. Haraldur kvæntist 17. júní
1933 Hrefnu Hjörleifdóttur, f. 26.
apríl 1912, d. 29. desember 1984. For-
eldrar Hrefnu: Hjörleifur Þórðar-
son, trésmiður í Rvík, og kona hans,
Sigríður Rafnsdóttir. Böm Haralds
og Hrefnu: Ólafur, f. 1937, flugum-
ferðarstjóri í Garðabæ, kvæntur
Ásgerði Höskuldsdóttur innanhúss-
arktekt; Hörður, f. 15. mars 1944,
framleiðslumaður í Rvík; Rafn, f. 1.
júní 1948, kennari og b. Bræðrabóli
í Ölfusi, kvæntur Sigurbjögu Jóns-
dóttur hjúknmarfræðingi; Harald-
ur, f. 1. júní 1948, kaupmaður í Rvík,
kvæntur Ragnheiði Snorradóttur
hjúkrunarfræðingi. Bræður Har-
alds voru Sæmundur, f. 7. apríl 1899,
d. 1983, framkvæmdastjóri Kex-
verksmiðjunnar Esju, kvæntur Vig-
dísi Þórðardóttur, og Guðmundur,
f. ll.júní 1906, d. 1969, bifreiöar-
stjóriíRvík.
Foreldur Haralds voru Ólafur
Sæmundsson, b. á Breiðabólstað í
Ölfusi, og kona hans, Guðrún Jóns-
dóttir. Ólafur var sonur Sæmundar,
b. á Vindheimum í Ölfusi, Eiríks-
sonar, b. á Litlalandi í Ölfusi, Ólafs-
sonar. Móöir Sæmundar var Helga
Jónsdóttir, b. á Vindási á Landi,
Jónssonar, b. á Vindási, Bjarnason-
ar, b. á Víkingslæk, Halldórssonar,
ættfóður Víkingslækjarættarinnar.
Guðrún var dóttir Jóns, b. og for-
manns á Hrauni, Halldórssonar og
konu hans, Guðrúnar Magnúsdótt-
ur, b. á Hrauni í Ölfusi, Magnússon-
ar, b. í Þorlákshöfn, Beinteinssonar,
Haraldur Ólafsson.
lögréttumanns á Breiðabólstað í
Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hól-
um, Bergssonar, b. í Brattsholti,
Sturlaugssonar, ættfóður Bergsætt-
arinnar. Haraldur er vel ern og tek-
ur á móti gestum á laugardaginn 18.
eftir kl. 16 á heimili sínu, Sjafnar-
götu 10.
Grímur Skúlason Norðdahl
Grímur Skúlason Norðdahl, b. á
Úlfarsfelh í MosfeUssveit, er áttræð-
ur í dag. Grímur er fæddur á Úlf-
arsfelU í MosfeUssveit og ólst þar
upp. Hann vann við búið á Úlfars-
felU til 1940 og var þar fyrirvinna
1934-1940. Grímur vann í bygginga-
vinnu og við innheimtustörf í Rvík
1940-1947 og í Kópavogi 1947-1961.
Hann hefur verið b. á Úlfarsfelli frá
1961. Grímur var í stjórn Ung-
mennafélagsins Aftureldingarinnar
í fimmtán ár og var formaður Ung-
mennasambands Kjalarnesþings.
Hann var í stjóm Ungmennasam-
bands íslands á annan áratug og
einn af stofnendum og fyrsti for-
maöur Ungmennafélagsins Breiða-
bliks. Grímur er heiðursfélagi UM-
FA og UMFB. Grímur kvæntist 18.
mars 1949, Ragnheiði Guðrúnu Guð-
jónsdóttur, f. 7. október 1912, d. 11.
febrúar 1988. Foreldrar Ragnheiðar
voru Guðjón Jóhannsson, skósmið-
ur og bátasmiður í Súgandafirði, og
síðar í Kópavogi, og kona hans,
Ágústa Bjarnadóttir. Böm Gríms og
Ragnheiðar eru Skúli Norðdahl, f.
23. desember 1946, iðnverkamaður á
ÚlfarsfeUi; Ingibjörg Norðdahl, f. 9.
október 1948, flugfreyja og kennari
í Rvík, gift Daníel Þórarinssyni við-
skiptafræðingi og eiga þau þijú
börn; Guðmundur Norðdahl, f. 17.
september 1950, iðnverkamaöur á
Úlfarsfelli, fyrri kona hans var
Helga Bjarnadóttir og eiga þau einn
son, seinni kona hans er Kolbrún
Sigríöur Guðmundsdóttir, og Guð-
jón Ágúst Norðdahl, f. 18. ágúst 1952,
iðnverkamaöur í Rvík, kvæntur
Auðbjörgu Pálsdóttur kennara.
Systkini Gríms em Haraldur
Norðdahi, f. 24. september 1897,
fyrrv. toUvörður, kvæntur Valgerði
Jónsdóttur; Lára Norðdahl, f. 26.
júlí 1899, d. 14. október 1970, gift
Hálfdáni Helgasyni, prófasti á Mos-
feUi; Kjartan Norðdahl, b. og verka-
maður á ÚlfarsfelU, kvæntur Guð-
björgu Úlfarsdóttur; Guðmundur
Norðdahl, f. 27. júní 1904, d. 17. nóv-
ember 1918; RannveigÁsdís, f. 11.
apríl 1906, d. 22. apríl 1908; Guðrún
Ásdís Norðdahl, f. 2. mars 1911, af-
greiðslumaður í Iðnó, og Úlfar
Norðdahl, f. 14. febrúar 1916.
Foreldrar Gríms voru Skúli
Norðdahl, b. á ÚUarsfelU, og kona
hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Skúli var sonur Guðmundar
Norðdahl, b. á ElUðakoti í MosfeUs-
sveit, Magnússonar Norðdahl,
prests í MeðaUandsþingum, Jóns-
sonar, prests í Hvammi í Norður-
árdal, Magnússonar, sýslumanns í
Búðardal, Ketilssonar. Móðir Magn-
úsar var Guðrún Magnúsdóttir,
systir Skúla landfógeta. Móðir
Magnúsar Norðdahls var Guðrún
Guðmundsdóttir, sýslumanns á
Svignaskarði, Ketilssonar, bróður,
samfeðra, Magnúsar í Búðardal.
Móðir Guðmundar var Rannveig
Eggertsdóttir, prests í Staíholti,
Bjarnasonar landlæknis Pálssonar.
Móðir Eggerts var Rannveig Skúla-
dóttir landfógeta Magnússonar.
Móðir Skúla var Guðrún Jónsdóttir,
b. í Langholti, Gissurarsonar og
konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur,
b. á Syðri-Steinsmýri, Jónssonar,
Grimur Skúlason Norðdahl.
prests í Meðallandsþingum, Jóns-
sonar, bróður Steingríms biskups.
Móðir Jóns prests var Helga Stein-
grímsdóttir, systir Jóns eldprests.
Móðurbróðir Gríms var Eiríkur,
afl Vigdísar Finnbogadóttur. Annar
móðurbróðir Gríms var Einar, faðir
Guðmundar frá Miðdal, föður Err-
ós. Guðbjörg var dóttir Guðmundar,
b. í Miðdal í Mosfellssveit, Einars-
sonar, b. á Álfsstööum á Skeiðum,
Gíslasonar, b. á Álfsstöðum, Helga-
sonar, bróður Ingveldar, móður
Ófeigs ríka á Fjalh, langafa Grétars
Fells rithöfundar. Móðir Guðmund-
ar var Margrét Hafliðadóttir, b. á
Birnustöðum, Þorkelssonar, Móðir
Guðbjargar var Vigdís Eiríksdóttir,
b. á Vorsabæ á Skeiðum, Hafliða-
sonar, bróður Margrétar. Grímur
tekur á móti gestum í Hlégarði eftir
kl. 16.30 á afmælisdaginn.
Til hamingju með
afmælið
60 ára
Jón A. Wathne,
Nökkvavogi 33, ReyKjavík.
Svava Baldvinsdóttir,
Fossvegi 19, Siglufirði.
Eysteinn Hallgrimsson,
Grímshúsum, Aðaldæiahreppi.
Þorbjörg Helgadóttir,
Áshiið 10, Akureyri.
Haukur Þórir Egilsson,
Austurgötu 8, Keflavík.
Sigvaldi Guðmundsson,
Hafrafelli, Reykhólahreppi.
Margrét Jónsdóttir,
Hófgerði 7, Kópavogi.
Gísli Friðjónsson,
Álfaskeiði 84, Hafnarfirði.
50 ára
Karla Karlsdóttir,
Haftiarstræti 25, Akureyri.
Bragi Óskarsson,
Öldugötu 25A, Reykjavík.
19. mars
Erla Dýrfjörð,
Sandfellshaga I, Öxarijarðar-
hreppi.
Elin Guðmundsdóttir,
Barðaströnd 41, Seltjamarnesi.
40 ára
Helgi Ámason,
Ási, Rauðasandshreppi.
ósk Svavarsdóttir,
Heiðarvegi 17, Reyöarfirði..
Jóna Pálmadóttir,
Brautarholti 10, ísafirði.
Sigurbjörg Helgadóttir,
Njálsgötu 4, Reykjavík.
Alda Jónsdóttir,
Álakvísl 54, Reykjavík.
Jónbjörn Pálsson,
Garðarsbraut 63, Húsávík.
Hafdis Ágústsdóttir,
Blöndubakká 9, Reykjavík.
ólafur Guðmundsson,
Bergi, Kleppjárnsreykjum, Reyk-
holtsdalshreppi.
Ólafur Tryggvason
Ölafur Tryggvason pípulagninga-
meistari, Reynihvammi 41, Kópa-
vogi, verður sextugur á morgun.
Olafur fæddist á Þórshöfn á
Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu
en flutti með fjöldskyldu sinni í
Kópavoginn árið 1944.
Hann kvæntist 1952 Halldóru Jó-
hannesdóttur húsmóður og eiga þau
tvær dætur. Þær eru Berglind, f.
25.8.1954, gift Ásgeiri Ásgeirssyni,
f. 30.12.1955, en þau búa í Reykjavík
og eiga þrjú börn, Rakel, f. 1.3.1978,
Ásgeir, f, 9.1.1981, ogDóru, f.22.9.
1985; Jóhanna Erla, f. 16.5.1956, gift
Páli Harðarsyni, f. 6.7.1954, en þau
eru búsett í Grundarfirði og eiga
þrjú böm, Hörð, f. 19.9.1976, Tinnu,
f. 9.1.1980, og Hmnd, f. 25.2.1986.
Ölafur á átta systkini.
Foreldrar Ölafs eru bæði látin fyr-
Bjöm Stefán
Guðmundsson
Björn Stefán Guðmundsson,
skólastjóri og kennari frá Reyni-
keldu á Skarösströnd, til heimilis
að Sunnubraut 15, Búðardal, er
fimmtugur í dag. Bjöm hefur unnið
við uppeldis- og kennslustörf í Dala-
sýslu í rúma þrjá áratugi.
Björn verður heima á afmæhs-
daginn.
Olafur T ryggvason.
ir nokkrum árum en þau voru Stef-
anía Kristjánsdóttir, f. 16.11.1894,
og Tryggvi Sigfússon, útvegsb. á
Þórshöfn, f. 2.11.1892.
Ólafur verður aö heiman á af-
mælisdaginn.