Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989.
Fréttir
Stjómmálamömium tryggð virðuleg útganga af vettvangi stjómmálanna:
Fjórir formenn Alþýðu-
flokksins sendiherrar
- þrír stjómmálamenn skipaðir sendiherrar að meðaltali á áratug
af
vettvangi stjórnmála
Stjórnmálamenn sem skipaðir hafa verið sendiherrar
frá árinu 1941 til dagsins í dag
Hugsanlegur
sendifulltrúi
hjá Evrópu-
bandalaginu.
Kjartan
Jóhannsson
Bjarni Ásgeirsson
...............
.' V7 ''
Skömmu eftir aö Albert Guö-
mundsson hélt til Parísar sem ný-
skipaður sendiherra komu fram
fréttir af áætlunum Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra
um aö búa til embætti fyrir Kjartan
Jóhannsson, þingmann Alþýðu-
flokksins. Á skömmum tíma hefur
því tveimur stjórnmálamönnum
verið tryggð viröuleg útganga af
vettvangi stjómmálanna yfir í ut-
anríkisþjónustuna.
Þeir bætast í stóran hóp stjóm-
málamanna sem hafa gengið sömu
leiö. Að meðaltali hafa þrír fyrrum
alþingismenn verið skipaðir sendi-
herrar á hveijum áratug frá lýð-
veldisstofnun. Á þessum áratug
eru þeir þegar orönir fjórir.
Stefán Jóhann og Ólafur
Thors ríða á vaðið
Fyrsta pólitíska stöðuveitingin í
utanríkisþjónustunni var árið 1940
þegar Stefán Jóhann Stefánsson,
utanríkisráðherra í þjóðstjóm Her-
manns Jónassonar, skipaði Thor
Thors aðalræðismann íslands í
New York. Ári síðar var Thor síöan
skipaður sendiherra íslands í
Bandaríkjunum. Því starfi gegndi
hann þar til hann lést 1965. Thor
var þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Snæfellssýslu frá 1933 og þar
til hann var skipaður aðalræðis-
maður.
Ólafur Thors skipaði Jakob Möll-
er, flokksbróður sinn, sendiherra í
Kaupmannahöfn árið 1945. Ólafur
var þá forsætis- og utanríkisráð-
herra í nýsköpunarstjóminni. Jak-
ob var þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík frá 1919 til
1927 og síðan aftur frá 1931 til 1945.
Hann var fjármálaráðherra í þrem-
ur ríkisstjómum og lét af ráðherra-
dómi síðla árs 1942. Jakob var
sendiherra þar til hann fékk lausn
frá embætti árið 1950.
Bjarni skipar sjálfstæðis-
mann og framsóknarmann
Árið 1947 var næsti þingmaður
skipaður sendiherra. Það var Gísli
Sveinsson, þingmaður Sjálfstæðis-
fiokksins í Vestur-Skaftafellssýslu.
Gísli tók fyrst sæti á þingi árið 1916
og sat með hléum til 1947. Hann var
meðal annars forseti sameinaðs
þings við lýðveldisstofnunina árið
1944. Áriö 1947 skipaði Bjami Bene-
diktsson, utanríkisráðherra í ráðu-
neyti Stefáns Jóhanns Stefánsson-
ar, Stefaníu, Gísla sendiherra ís-
lands í Osló. Því embætti gegndi
hann í fjögur ár. Gísli bauð sig fram
til forseta árið 1952 en tapaði
kosningunum fyrir Ásgeiri Ás-
geirssyni.
Bjami Benediktsson skipaði
einnig Bjama Ásgeirsson, þing-
mann Framsóknar í Mýrasýslu,
sendiherra árið 1951 þegar hann
var utanríkisráöherra í ráðuneyti
Steingríms Steinþórssonar. Bjami
var þingmaður frá 1927 og aút til
1951 þegar hann var skipaöur
sendiherra í Noregi. Bjami var
landbúnaðarráðherra í ráðuneyti
Stefáns Jóhanns Stefánssonar frá
1947 til 1949. Bjami var sendiherra
í Noregi til dauðadags árið 1956.
Guðmundur í. skipar
tvo flokksbræður
Árið 1956 skipaöi Guðmundur í.
Guömundsson, utanríkisráöherra í
vinstri sljóm Hermanns Jónasson-
ar 1956-1958, Kristinn Guðmunds-
son, varaþingmann Framsóknar-
flokksins í Eyjafjarðarsýslu, sendi-
herra í Bretlandi. Kristinn var ut-
anríkisráöherra í ráðuneyti Ólafs
Thors frá 1953 til 1956. Krístinn var
sendiherra í Bretlandi til 1961 en
var þá fluttur til Moskvu. Hann
fékk lausn frá embætti árið 1967. _
Árið 1957 skipaði Guðmundur í.
Guðmundsson síðan tvo aðra þing-
menn í sendiherrastöður. Haraldur
Guðmundsson, fyrrum formaður
Alþýðuflokksins, var skipaður
sendiherra í Osló. Haraldur var
meðal annars atvinnu- og sam-
gönguráðherra árin 1934 til 1938 í
fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónas-
sonar. Hann var einnig forseti sam-
einaðs þings á sex þingum. Harald-
ur var formaður Alþýðuflokksins
frá 1954 til 1956. Hann lét af þing-
mennsku 1957 þegar hann var skip-
aður sendiherra í Noregi og gegndi
þvi embætti í sex ár.
Sama ár og Haraldur fór til Nor-
egs var Stefán Jóhann Stefánsson,
fyrram formaður Alþýöuflokksins,
skipaöur sendiherra í Kaupmanna-
höfii. Stefán var formaður Alþýðu-
flokksins frá 1938 til 1952. Hann var
forsætisráðherra 1947 til 1949 og
gegndi auk þess störfum félags-
málaráðherra og utanríkisráð-
herra í ráðuneytum Hermanns
Jónassonar. Stefán var sendiherra
í Kaupmannahöfn í átta ár.
Guðmundur í. og Gunnar
Thoroddsen skipaðir
sama árið
Þegar Guðmundur í. Guömunds-
son hafði skipað þrjá fyrrum al-
þingismenn sem sendiherra var
hann sjálfur skipaður sendiherra í
Bretlandi. Guðmundur var þing-
maður Alþýðuflokksins frá 1942 og
með hléum til 1965. Hann var utan-
ríkisráðherra í þremur ríkisstjóm-
um frá 1956 og til 1965 þegar Emil
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
Jónsson, flokksbróðir hans og eft-
irmaður sem utanríkisráðherra,
skipaði hann sendiherra. Guð-
mundur var síðar sendiherra í
Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Emil Jónsson skipaði einnig
Gunnar Thoroddsen, fjármálaráö-
herra Sjálfstæöisflokksins frá 1959,
sendiherra árið 1965. Gunnar náöi
fyrst kjöri á þing árið 1934 og sat
með hléum til 1965. Hann var sendi-
herra í Kaupmannahöfn í fjögur
ár. Hann sat síðan á þingi frá 1971
til 1983 og var forsætisráöherra síð-
ustu þijú árin. Gunnar bauð sig
fram til forseta árið 1968 en tapaði
fyrir Kristjáni Eldjárn.
Áriö 1970 skipaði Emil síðan Sig-
urð Bjarnason frá Vigur sendi-
herra í Danmörku. Siguröur sat á
þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
Vestfjörðum með hléum frá 1942
þar til hann var skipaður sendi-
herra árið 1970.
Ólafur skipar tvo fram-
sóknarmenn og einn krata
Næsta pólitíska skipun sendi-
herra var þegar Ólafur Jóhannes-
son skipaði Hannes Jónsson sendi-
herra í Moskvu. Hannes hafði verið
blaðafulltrúi ríkisstjómar Ólafs frá
1971 til 1974. Hannes var áður
starfsmaður Sambandsins, Fram-
sóknarflokksins og utanríkisþjón-
ustunnar.
Þegar Ólafur varð utanríkisráð-
herra á ný árið 1980 í ríkissfjóm
Gunnars Thoroddsen skipaði hann
fyrrum varaformann Framsóknar-
flokksins, Einar Ágústsson, sendi-
herra í Kaupmannahöfn. Einar sat
á þingi frá 1963 til 1979. Hann var
utanríkisráðherra frá 1971 til 1978.
Einar var sendiherra til dauðadags
árið 1986.
Árið 1982 skipaði Ólafur síðan
Benedikt Gröndal, fyrrum for-
mann Alþýðuflokksins, sendiherra
í Stokkhólmi. Benedikt sat á þingi
frá 1956 þar til hann var skipaður
sendiherra. Hann var formaður
Alþýðuflokksins frá 1974 til 1980
þegar hann tapaði í formannskjöri
fyrir Kjartani Jóhannssyni. Bene-
dikt var utanríkisráðherra í síðari
ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar
1978 tfl 1979 og forsætisráðherra í
minnihlutastjóm Alþýðuflokksins
frá haustdögum 1979 og fram í febr-
úar 1980.
Jón Baldvin búinn
að skipa tvo
Síðastliðinn febrúar þekktist Al-
bert Guðmundsson, formaður
Borgaraflokksins, síöan boð Jóns
Baldvins Hannibalssonar utanrík-
isráðherra um stöðu sendiherra í
París. Albert var þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins frá 1974 til 1987. Þá
stofnaði hann Borgaraflokkinn og
var þingmaður hans þar tfl hann
sagði af sér þingmennsku fyrir
skömmu. Albert var fjármálaráð-
herra 1983 tfl 1985 og iðnaðarráð-
herra frá 1985 tfl 1987 þegar hann
sagði af sér ráðherradómi vegna
Hafskipsmálsins.
Loks er nú búist við aö Jón Bald-
vin Hannibalsson skipi Kíartan
Jóhannsson, fyrram formann Al-
þýðuflokksins, í sérstaka stöðu ut-
anríkisþjónustunnar hjá Evrópu-
bandalaginu. Kíartan hefur verið
þingmaður Alþýðuflokksins frá
1978. Hann var formaður hans frá
1980 tfl 1984 þegar hann féll fyrir
Jóni Baldvin Hannibalssyni. Kjart-
an var sjávarútvegsráöherra frá
1978 tfl 1980.
Fallnir formenn
Alþýðuflokksins
Af þessum fimmtán pólítískt
skipuðu sendihermm em fjórir
Framsóknarmenn, fimm Alþýðu-
flokksmenn og fimm Sjálfstæðis-
menn. Sjálfstæðismennirnir em
sex ef Álbert Guðmundsson er
flokkaður með þeim.
Eins og sjá má af listanum eru
skipanirnar bundnar því að flokk-
ur viðkomandi manna eigi sæti í
ríkisstjóm. Albert Guðmundsson
er undantekning frá þessari reglu
en honum var boðin staðan þegar
stjómarmyndunarviöræður stóðu
yfir við Borgaraflokkinn. Af stjóm-
arþátttöku hans varð hins vegar
ekki.
Annað sem er eftirtektarvert við
listann er að af fimm Alþýöuflokks-
mönnum em fjórir fyrrverandi for-
menn flokksins. Þrír af þeim féllu
í formannskjöri eftir mikil átök í
flokknum.
Þrír utanríkisráðherrar hafa
skipað þijá pólitíska sendiherra
hver: Guðmundur í. Guðmunds-
son, Emfl Jónsson og Ólafur Jó-
hannesson. Bjami Benediktsson
skipaði tvo og Stefán Jóhann Stef-
ánsson og Ólafur Thors skipuðu
einn. Jón Baldvin Hannibalsson
hefur þegar skipaö tvo.
En þótt margir stjómmálamenn
hafi fengiö virðulega útgöngu af
vettvangi stjómmálanna með þvi
að fá sendiherrastöðu hafa stjóm-
málaflokkamir einnig notaö önnur
embætti í þessum tflgangi. Má þar
nefna skipun Geirs Hallgrímssonar
og Tómasar Ámasonar sem Seðla-
bankastjórar, skipun Sverris Her-
mannssonar í embætti Lands-
bankastjóra og skipun Jóns Skafta-
sonar sem yfirborgarfógeta í
Reykjavík.