Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1989, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989.
qp Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1 )27079, SlMI (1)27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Afturgengin Sigló síld
Margt er þaö 1 fjármálum ríkisins og svokallaðri fyrir-
greiðslu við atvinnufyrirtækin sem erfitt er að skilja.
Það er erfitt að skilja hana vegna þess að svo virðist sem
það sé orðin ríkjandi stefna stjórnvalda hér á landi að
láta atvinnureksturinn lifa upp á náð og miskunn opin-
berra afskipta. Fiskvinnslan er rekin með milhfærslum
úr ríkissjóði og sjóðum á hans vegum. Landbúnaðurinn
er rekinn með niðurgreiðslum og styrkjum hins opin-
bera og sama gildir um iðnaðinn, loðdýrarækt, fiskeldi,
ullarframleiðslu og margvíslega aðra atvinnustarfsemi.
Atvinnuvegirnir eru meira og minna komnir á fram-
færi ríkisins og raunar eru afskipti ríkisins orðin svo
flókin og margtvinnuð að almenningur er hættur að
skilja upp né niður í öllu því sem þar fer fram - niður-
greiðslur, millifærslur, styrkir, skuldbreytingar, sjóða-
lán, hlutabréfakaup og nú síðast launahækkanir sem
kosta gengissig og verðbólgu að mati sjávarútvegsráð-
herra.
Þetta eru hinar daglegu fréttir af svokölluðum ráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar og fólki er vorkunn þótt
það loki eyrunum og augunum og geri ekki greinarmun
á eðlilegri aðstoð og spilltri fyrirgreiðslu, hvenær af-
skiptin eru skynsamleg og réttlætanleg eða hvenær þau
eru glórulaus pólitísk hentistefna.
Enda þótt þannig sé búið að rugla dómgreind fólks
og fæstir þekkja muninn á réttu og röngu, ráku menn
upp stór augu þegar fréttirnar bárust um Sigló síld í
Siglufirði. Þá gekk fram af mörgum sem 'eru þó ýmsu
vanir. Sigló síld var til skamms tíma að meirihluta til
í eigu ríkisins eftir að stjórnmálamenn höfðu beitt að-
stöðu sinni til að ausa fé í fyrirtækið í nafni byggðastefn-
unnar. Um tíma gekk reksturinn vel og þar kom að rík-
ið seldi sinn hlut fyrir dágóða upphæð, átján milljónir
króna.
í síðustu viku var Sigló síld tekin tU gjaldþrotaskipta
en samdægurs var gerður samningur við eigendurna
um leigu á rekstri rækjuverksmiðjunnar. Átján mUljón
króna kaupverðið er enn ógreitt og er sú upphæð orðin
að sextíu mUljónum vegna vanskUa. Önnur eins upphæð
mun vera í skuld hjá bæjarfélaginu og heUdarskuldir
fyrirtækisins eru sagðar nema þijú hundruð milljónum
króna. Þessar skuldir verða væntanlega afskrifaðar í
gjaldþrotinu en eigendurnir halda áfram rekstrinum
eins og ekkert hafi í skorist.
Hér verður ekki farið út í vangaveltur um það hvers
vegna sigið hefur á ógæfuhliðina hjá Sigló sUd. Það er
óþarfi að velta eigendunum upp úr gagnrýni um lélegan
rekstur. Máhð snýst heldur ekki um það atriði, heldur
um siðferðið á bak við þá ákvörðun að leigja þeim áfram
fyrirtæki sem er farið á hausinn í höndum þeirra. Það
hlýtur að vera gert með samþykki stjórnvalda og um-
boðsmanna ríkissjóðs sem hefur þó ekki fengið krónu
greidda af söluverðinu. Hér hefur augsýnilega verið
togað í spotta á bak við tjöldin, annarleg eða póUtísk
sjónarmið ráða ferðinni sem stríða gegn heUbrigðri
skynsemi og hagsmunum almannavaldsins.
Menn eru ýmsu vanir í öUu því kraðaki óreiðu og
undarlegra fíármálafskipta ríkisins. En þetta mál með
Sigló sUd er óvenju bíræfið í ljósi þess aðdraganda sem
hér hefur verið lýst. Geta menn orðið gjaldþrota, geta
menn komist hjá því að greiða skuldir sínar við ríkis-
sjóð og fengið fyrirtækin afhent á sUfurbakka að laun-
um? Er aUt hægt þegar póhtíkin er annars vegar? Hefur
fjármálasiðferðið engin landamæri?
EUert B. Schram
Vextir og
verðbólga
Hinn 23. mars birtist grein í
Morgunblaðinu eftir dr. Gunnar
Tómasson. Greinin heitir Vextir og
verðbólga. Ýmislegt er í þessari
grein sem ég er mjög ósammála.
Og þegar hann boðar umdeilanleg-
ar skoðanir, sem hann segir að „all-
ir hagfræðingar hljóti að vera sam-
mála um“, þá finnst mér meira
komið en hægt sé með góðu móti
að þegja við. Ég ætla að reyna að
fylgja sömu röð röksemdanna og
hann.
Undarlegt orðalag
Hann segir að meðal hagfræðinga
sé enginn ágreiningur um forsendu
sem dr. Þorvaldur Gylfason notar
í grein sinni í Morgunblaðinu hinn
22. febrúar, að „peningaprentun sé
verðbólguráðstöfun eins og allir
vita“. Vaxtatekjur, sem fjármagn-
aðar séu með slíkri „peningaprent-
un“, hljóti því að kynda undir verö-
bólgu, segir dr. Gunnar.
Ætti að taka höfundinn á orðinu
þá lægi beinast við að leggja til að
allri seðlaútgáfu yrði hætt. Undir-
skilið er því að um sé að ræða að
greiða einhvers konar rekstrar-
halla með aukinni seðlaútgáfu eöa
þá að framkvæmdir, sem hafa
sömu áhrif á verðlagið og taprekst-
ur á meðan þær standa yfir, séu
þannig fjármagnaðar. Það er þá
rekstrarhallinn sem er verðbólgu-
valdurinn, ekki seðlaprentunin
sem slík. Venjulegasta tilfellið er
það að ríkið getur ekki með nokkru
móti hætt að greiöa reikninga sína
og knýr því dyra seðlabankans.
Næst er að taka fyrir hið undar-
lega orðalag: vaxtatekjur sem verð-
bólguvaldur. Vaxtatekjur eru ekki
verðbólguvaldur á meðan þær eru
fengnar fyrir heilbrigða fjármagns-
þjónustu, ekki frekar en aðrar
þjónustutekjur. Réttara væri að
tala um vaxtagreiðslur, vaxtaút-
gjöld. Vaxtaútgjöld eru verðbólgu-
myndandi séu þau greidd af halla-
rekstri, svo sem eins og þær
greiðslur allar, svona út af fyrir
sig, sem greiddar eru umfram tekj-
ur. Það eru því vaxtagjöldin sem
geta verið verðbólgumyndandi,
ekki vaxtatekjumar. Þar fyrir utan
má svo benda á að vaxtatekjur fara
öllu meir en aðrar tekjur tí.1 mynd-
unar sparifjár, nýs fjármagns.
Einn angi þessara undarlegu rök-
semda, sem heyrast í þessum mál-
um, er sá að lánskjaravísitalan
hafi verið tekin upp til þess að
tryggja tekjur af sparifé. Þetta er
enn einn misskilningurinn eða öllu
heldur rangfærslan. Lánskjara-
vísitalan var tekin upp til þess að
tryggja verðgjldi krónunnar. Hún
átti að tryggja, og tryggir, að sá sem
leggur krónu á sparisjóð, eða láni
hana, fái krónu, heila krónu en
ekki hálfa þegar hann fær hana
aftur. Þetta gildir náttúrlega jafnt
hvort sem krónan er höfuðstóll eða
vextir. Þessi vísitala gildir jafnt um
allar krónur. Hún skapar í reynd
nýjan verðstuðul, nýtt verðlag, fast
verölag. Hún á ekkert sérstaklega
skylt við gengið á gjaldeyrinum.
Það miðast við ótryggðu krónuna.
Lánskjaravísitalan getur ekki
tryggt tekjur eins eða neins. Loki
fyrirtækið, sparisjóðurinn eða
ávöxtunarfélagið, þá gagnar engin
lánskjaravísitala, ekki frekar en að
vísitölutrygging kaupgjaldsins
tryggi tekjur verkamannsins. Vísi-
talan getur tryggt taxtana, en hún
getur ekki tryggt atvinnuna, og því
ekki tekjumar. Mikið væri unnið
ef launþegasamtökin gætu skilið
þennan tiltölulega einfalda sann-
leik. Það hefir komið fyrir að fyrir-
tæki hafi skrifaö upp á nýja launa-
samninga og lokað daginn eftir.
Um vaxtalaekkun er það að segja
að það er almennt viðurkennd hag-
fræði að lægri vextir ýti undir
Kjallarinn
Dr. Benjamín H.J.
Eiríksson
hagfræðingur
„prenta peninga“.
Hér kemur tvennt til greina. Noti
seljandi víxilsins peningana til
verðmætasköpunar án taprekstr-
ar, segjum framleiðslu sem að
verðmæti jafngildi víxlinum, þá
verða ekki verðbólguáhrif þótt
seðlaútgáfa sé aukin sem þessu
nemur. Dr. Gunnar er því að gera
ráð fyrir taprekstri sem greiddur
sé með andvirði víxilsins. Það er
því tapreksturinn sem er verð-
bólguvaldurinn og hefi ég rætt það
atriði hér að framan.
Þriðja röksemdin, sú að um sé
að ræða að greiða vaxtakostnað
með víxlinum, hefir enga sérstöðu
umfram aðrar greiöslur fyrirtækis-
ins, svo sem eins og kaup á hand-
sápu eða öðru nauðsynlegu. Vilji
menn hins vegar leggja út í hlut-
fallareikning þá fyndu þeir miklu
„Um vaxtalækkun er það að segja að
það er almennt viðurkennd hagfræði
að lægri vextir ýti undir framkvæmdir,
fjárfestingar, Q ármunamyndun. Og
bæta má við: áframhaldandi taprekst-
ur.“
framkvæmdir, fjárfestingar, fjár-
munamyndun. Og bæta má við:
áframhaldandi taprekstur. Auð-
veldari aðgangur að fjármagiú
stuðlar að þvi að viðhalda tap-
rekstri sem flestum væri í hag að
yrði stöðvaður. Iðulega lækka
stjórnvöld vexti beinlínis til þess
að koma lífi í staðnað atvinnulíf.
Vanti fjármagn og vinnuafl þá hef-
ir vaxtalækkunin í för með sér ekki
aöeins þenslu heldur verðbólgu,
þar sem þeir þættir, sem skortur
er á, hækka í verði. Hagfræðingar
eru yfirleitt þeirrar skoðunar að
hærri vextir slái á þensluna og
hafi auk þess þau áhrif að örva
sparifjármyndun. Hjá þeim sem
spara mimikar þá eftirspurnin eftir
gæðunum, þar sem peningar þeirra
fara í bankann, meira verður eftir
af gæðum á markaðnum tiltækt
handa þeim sem fá tekjur sínar úr
framkvæmdunum.
Séríslensk meinloka
Sú röksemd, að lægri vextir dragi
úr verðbólgu, þar sem þeir lækki
útgjöld fyrirtækja, er eitthvað það
lakasta sem ég hefi séð á prenti um
þessi mál, sennilega séríslensk
meinloka. Skortur á peningum hjá
umræddum fyrirtækjum er auðvit-
að upplýsingar markaðarins um
það að eitthvað sé að hjá þessum
fyrirtækjum. Kannski er skortur-
inn boö um að til þess að viðhalda
heilbrigöu efnahagslífi þá eiga þau
að breyta til eða hreinlega að loka.
Lækkun útgjalda myndi að sjálf-
sögðu hjálpa svona fyrirtækjum,
en í því efni hafa vextir enga sér-
stöðu að öðru leyti en því aö þar
er stundum hægt að beita pólitísk-
um þrýstingi, heildinni tíl óþurftar.
Veröbólguhvetjandi lækkun vaxta
til þess að halda vandræðafyrir-
tækjum í rekstri er því til óþurftar
fyrir allan heilbrigðan rekstur sem
fær óheilbrigða samkeppni um
fjármagnið.
Það er fráleitt aö hugsa sér að
allt sé í lagi með almennan tap-
rekstur fáist aðeins nóg af ódýrum
peningum til þess að fjármagna
hann. Slík fyrirgreiðsla ýtir þess-
um illa stöddu fyrirtækjum aðeins
lengra út í foraðið og þrýstir á verð-
lagið með óheilbrigðri eftirspurn.
Kem ég loks að því sem dr. Gunn-
ar kallar „einfalda röksemda-
færslu" í fjórum hðum. í tveimur
fyrstu hðunum gengur hann út frá
því að bankinn kaupi víxil og að til
þess að geta þetta verði hann að
meiri olíu á verðbólgubálið í vinnu-
laununum. Þeirri fjórðu hefi ég
svarað hér að framan („vaxtalækk-
un dregur úr verðbólgu").
Vitnisburður staðreyndanna
Dr. Gunnar segir að rangar for-
sendur stefnumótunar í peninga-
og vaxtamálum hafi ráðið því að
vaxtastefna íslenskra stjómvalda
hafi um árabil verið sem oha á eld
verðbólgunnar.
Hér á landi hefir lengi geisað
verðbólga og það með talsverðum
hviðum en litlum hléum, jafnvel
aht frá stríðslokum. Áratugum
saman hafa hér verið neikvæðir
vextir. Lánskjaravísitalan hefir
verið í gildi aðeins þennan áratug
sem nú er að höa. Ég endurtek:
Vextir hafa allt fram á þennan ára-
tug verið neikvæðir, undantekn-
ingarlaust eða undantekningarht-
ið. Þetta er söguleg staðreynd, sem
ég held að óhætt sé að fullyrða að
„alhr hagfræöingar“ verði að sætta
sig við. Samkvæmt skoðunum dr.
Gunnars ætti þetta að hafa verið
hreint paradísarástand, engin
verðbólga. Það er því óhjákvæmi-
legt að spyrja: Hvaðan kom verð-
bólgan, hvaðan kom olían á verð-
bólgubálið þessa umræddu áratugi
þegar vextirnir voru ekki aðeins
lágir heldur beinlínis neikvæðir?
(Sjá grein Sigurðar B. Stefánssonar
í Morgunblaðinu hinn 30. fi.m.: Af
vöxtunum skuluð þér þekkja þá...)
Ég varð fyrir miklum vonbrigð-
um þegar ég las grein dr. Gunnars.
í henni er ekki orð um hinn mikla
þátt verðbólguþróunarinnar,
kaupgjaldsmáhn, né offjárfesting-
una sem fylgt hefir áratuga nei-
kvæöum raunvöxtum. Mér finnst
mikil mótsögn í málflutningi dr.
Gunnars. Annars vegar predikar
hann gegn aukningu peninga-
magnsins, „peningaprentun“, en
krefst um leið að mönnum verði
auðveldaður aðgangur að ódýrum
lánum með lækkun vaxta. Hvaðan
eiga þeir peningar að koma?
Verðhækkanir verðbólgunnar
gerast á tvennan hátt: misjafnlega
hægfara fyrir þrýsting frá haha-
rekstrinum, hvort heldur sem er
frá atvinnulífinu eða ríkinu, og svo
ört eða skyndilega þegar kauptaxt-
amir eru hækkaðir með handafli,
það er, án þess að efnahagsaðstæð-
ur hafi leyft. Svo minnti greinin
mig of mikið á hinar lítt uppbyggi-
legu yfirlýsingar forsætisráöherr-
ans. Dr. BenjamínH.J.Eiríksson