Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Side 3
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989. 3 Fréttir Lagfæra þarf vegiim að Leifsstöð fyrir sjö milljónir: Tveggja ára vegur nær ónýtur „Það er til kínverskt máltæki sem er svona; „Maður bítur ekki í pening sem manni er gefinn". Þessi vegur var gefinn Vegagerðinni þegar Flug- stöðin var tekin í notkun. Það verður að segja sem er að endingin er mjög lítil. Þetta hefur áður gerst með vegi sem byggðir eru úr efni sem tekið er úr Stapafelli. Okkur var gefinn þessi vegur og við verðum því að sjá um hann. Það er reiknað með að hefja endurbætiu- á honum í sum- ar,“ sagði Sigursteinn Hjartárson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Vegurinn, sem um ræðir, hggur frá Njarðvík og að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Þegar Flugstöðin var vígð var Vegagerðinni gefinn vegurinn. End- ing vegarins þykir mjög lítil eða að- eins um tvö ár. í sumar verður sett klæðning á veginn og eins er reiknað með að malbika þurfi hluta hans. Reikna má með að kostnaður vegna viðgerð- anna verði um 7 milljónir króna. -sme Fríkirkjan: Tillögur um nýja menn Fyrir aðalfundi Fríkirkjusafnaðar- ins á morgun, laugardag, hggja tvær thlögur um stjórn safnaðarins næsta kjörtímabh. í báðum tilvikum er gert ráð fyrir nýju fólki í stjómina. Núverandi stjórn FríMrkjusafnað- arins í Reykjavík gerir tillögu um Einar Kristin Jónsson, Safamýri 69, sem formann, en í stjórn sem safnað- arfulltrúa þau Birgi Pál Jónsson, Rauðagerði 53, og Eygló Victorsdótt- ur, Rauðalæk 50, bæði til þriggja ára, og Áslaugu Gísladóttur, Engjaseh 29, tíl eins árs. Sem varasafnaðarfuh- trúa th tveggja ára er stungið upp á Gísla Guðmundssyni, Byggðarenda 22. Þá mæhr stjómin með Andrési Andréssyni og Guðbrandi Ámasyni sem endurskoðendum og Ragnari Bernburg og Sigurborgu Bragadótt- ur th vara. Safnaðarfélag Fríkirkjunnar, sem stendur með séra Gunnari Bjöms- syni í hinum löngu og ströngu dehum innan safnaðarins, leggur th að Þor- steinn Þorsteinsson flugvélaverk- fræðingur verði formaður. Safnaðar- fuhtrúar verði; Guðmundur Guð- bjamarson skattrannsóknarstjóri, Heidi Kristansen sjúkrahði, Júhus P. Guðjónsson stórkaupmaður, Margrét Helgadóttir fuhtrúi, Sigríð- ur Karlsdóttir, starfsmaður Lista- safns íslands, og Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ. Th vara em tilnefndir Jóhannes Öm Óskarsson dehdar- stjóri og Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður VMSÍ. Endurskoðend- ur yrðu Sverrir Þóroddsson forstjóri og Rúnar Geirmundsson, starfsmað- ur Kirkjugarða Reykjavíkur. -hlh Sparisjóðsmálið: Fékk málið á miðvikudag - segir Adólf Adólfsson „Ég get ekki sagt til um hvenær máhð verður tekið fyrir. Ég fékk máhð á miðvikudag og mun nota helgina th að kynna mér það. Ég stefni að því að taka máhð fyrir eins fljótt og hægt er. Það hefur dregist nokkuð að skipa dómara að mínu mati. Eftir helgi ætti ég að vita betur hvenær málið verður tekið fyrir og dómsmeðferð þess hefst,“ sagði Adólf Adólfsson, setudómari í máliákæru- valdsins gegn Valdimar Össurar- syni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Rauðasandshrepps. Valdimar hefur verið ákærður fyr- ir að draga sér hátt á þriðju mhljón króna af innstæðum sem voru í Sparisjóði Rauðasandshrepps. Hehd- arinnistæður í sparisjóðnum, sem nú hefur verið sameinaður Eyrarspari- sjóði á Patreksfirði, voru rúmar fimm mihjónir króna. "sme ÞURRKUBLÚÐIN VERÐA AÐ VERA ÓSKEMMD og þau þarf að hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu í umferðinni. . mIumferðar Uráð o I < co < meirí háttar TILBOÐ í nokkra daga á ca. 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. 595/kílóið Tilboðsverð: kr.50 kílóið 0^*1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.