Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989. Fréttir Viðtalið Akureyri: íþrótta- og útivistar- svæði við Kotárborgir? - þar yrðu þá byggðir íþróttavellir, sundlaug, íþróttahús og hlaupabrautir Gylfi Kristjánsaan, DV, AkureryrL Mikill áhugi hefur nú kviknaö á Akureyri fyrir því aö framtíðar íþrótta- og útivistarsvæði bæjarins veröi byggt upp norðan Kotárborga, og sunnan og austan við vistheimibð Sólborg. Þar er ákaflega skemmtilegt landslag sem hægt yröi að gera þann- ig úr garði að um hreina íþróttapara- dís yrði að ræða. Ef af þessu veröur, er áformað að leggja niður núverandi íþróttaleikvang Akureyrar í mið- bænum. „Við höfum veriö að vinna að hug- myndum að landnýtingu á Glerár- svæðinu, og þá er þetta einn þeirra möguieika sem koma til greina," seg- ir Haildór Jóhannsson, landslags- arkitekt á Akureyri, en á teiknistofu hans hefur að undanfömu verið unn- ið að tillögum um að nýta þetta svæði undir allsherjar íþrótta- og útivistar- svæði fyrir Akureyri. Tveir vellir, íþróttahús og sundlaug Þar hefur veriö rætt um að byggja tvo knattspymuvelh, grasvöU og annan sem lagður yrði gervigrasi, íþróttahús og sundlaug og koma upp hlaupabrautum fyrir almenning. „Það sem hefur veriö að gerast er aö við höfum verið að reyna að géra okkur grein fyrir hvaða mannvirkj- um er hægt að koma þama fyrir,“ sagði HaUdór. „Ég tel að þama sé hægt aö koma fyrir miklum mann- virkjum og svæðið er að mínu mati mjög hentugt sem íþróttasvæði. Þaö myndi ekki skerða það náttúrulega sem er við þetta svæði og íþróttir og landfegurð sem þama er myndu faUa mjög vel saman. Það er ekki nokkur vafi að þama er hægt að koma miklu fyrir. Bæði yrði hægt að dreifa þessum mann- virkjum á svæðið eða taka eitt stórt svæði undir þau á skipulegan hátt.“ Verður „hjarta bæjarins" HaUdór sagði að ýmsir möguleikar á nýtingu svæðisins sem íþrótta- svæðis hefðu verið skoðaðir. Næsta skref væri að leggja þessa möguleika fyrir skipulagsnefnd ef áhugi væri fyrir framhaldi málsins. „Ég held, ef horft er tU framtíðarinnar, að þetta svæði verði hjarta bæjarins land- fræðUega séð. Það er auk þess mitt á miUi svæða stóm íþróttafélaganna Þcrs og KA og myndi henta þeim vel. Þegar Dalsbraut og Borgarbraut verða komnar Uggur þetta mjög vel við umferð og einnig er fyrirhugað að byggja stórt íbúðarhverfi fyrir of- an HUðarbrautina. Það er ekkert annaö svæði eins gott í bænum sem íþróttasvæði fyrir framtíðina. Þetta er ekki nema um 50 metra yfir sjó sem er rrtjög gott upp á hitastig áð gera, þama yrði hægt að fella veUina skemmtUega inn á milU klappanna og nota þær til að veita skjól. Þá gætir sunnanáttar Utið sem ekkert þama,“ sagði HaUdór. Bjöm á Löngumýri segir búfiártalningu tóma vitleysu: Þeir fá alls ekki að telja hjá mér ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki; „Þetta er bölvuð vitleysa og eftir öðrum ráðstöfunum þeirra. Menn em fyrir löngu hættir að gera neitt af viti í landbúnaðarmálum hér á landi. En þeir fá ekki að telja hjá mér, það er alveg klárt mál. Þeir eiga ekkert með að fara inn á heimiU manna og valsa um jarðimar. Það er ekki gert nema hjá sakamönnum og ég hef ekkert tU saka unnið,“ sagði gamla kempan Bjöm Pálsson á Löngumýri þegar leitað var áUts hans á búfjártalningu sem fyrirskip- uð hefur verið. Bjöm segir þróun landbúnaðar- mála mikla sorgarsögu og illt til þess að vita aö bændasamtökin skyldu láta hafa sig út í þaö að fækka bænd- um, þegar ríkisvaidið fyrirskipaði búnaðarsamböndum aö deUa kvóta- skerðingunni niöur á bændur. „Og svo koma þeir með þessa vitleysu núna að ætia aö telja aUan bústofn. Þaö er kannski eitthvað af ótöldum hrossum og nautpeningi, en annars held ég að þetta hafi ekkert upp á sig,“ sagði Bjöm. „Barnaleg ráðstöfun“ Er ekki með þessu gerð tilraun til að stemma stigu við heimaslátrun? „Jú, en það er bara þeim sjálfum að kenna hvemig það hefur þróast. Bændum var beinlínis ögrað til að slátra heima, þegar þeim var bannað Björn Pálsson á Löngumýri: Menn eru fyrir löngu hættir aö gera neitt af viti i landbúnaðarmálum. að færa kvóta á miUi sín og fariö var að borga fyrir ónýttan kvóta. Það var bamaleg ráðstöfun. Varla von á öðm en svona mistök eigi sér stað, þegar aUir reynslumestu mennimir eru famir úr forystusveitinni, gamal- grónu bændumir sem höfðu tilfinn- ingu fyrir þessum málum. Nú em komnir þama inn menn eins og Haukur fuglabóndi og svo Hákon sem er enginn bóndi,“ sagði Bjöm. Þess má geta að Bjöm er nú um hálfnírætt, en er samt ennþá með bú, sem hann segir einungis sér til skemmtunar. Um 200 kindur og svo hrossin. Sjálfur hafi hann aldrei vit- að hversu mörg hross hann ætti. Jón Isberg sýslumaður Húnvetninga: Snertir mig Irtið nema einhver sýni mótþróa Valdimar Sigurösson hjá Fiskverkun Siguröar Valdimarssonar á Rifi meö 32 kilóa þorsk i fanginu sem veiddist 5. april á Tindi SH. DV-mynd ÁEA Þokkalegur afli á Snæfellsnesi: Þorskurinit eltir loðnu um allan sjó ÞóihaHur Asmundæon, DV, Sauðárkrólo: „Þetta snertir mig ákaflega lítið. Forðagæslumenn í hveijum hreppi eiga að telja og þaö er í verkahring hreppstjóra aö sjá um að talningunni sé framfylgt. Það væri þá ekki nema svo ólíklega vfidi til að einhver væri að móast á móti að til minna kasta kæmi,“ sagði Jón ísberg, sýslumað- ur. Það er Búnaðarfélag íslands sem hefur yfirumsjón með búfiártalning- unni í landinu. Aö sögn Jónasar Jónssonar búnaöarmálastjóra er talningin að fara af stað víöast hvar en mjög stutt er síöan talningarmenn fengu gögnin í hendur. Er vonast tU að aprUmánuður dugi til talningar- innar. Jónas sagði einhver dæmi þess aö forðagæslumenn heföu beðist undan því aö telja og þá hefði sveitar- stjóm tilnefnt aöra talningarmenn. „Þaö má búast viö því að í einhverj- um tilfeUum taki forðagæslumenn það þannig að með talningunni sé verið aö gagnrýna þeirra störf en því er ekki þannig farið,“ sagði Jónas. Bændur viröast yfirleitt ekki hafa mikla trú á gagnsemi búflártalning- arinnar og finnst margt brýnna í landbúnaðarmálunum. Ami E. Albertssan, DV, Ólafsvik: Vertíöin í Ólafsvík og á Rifi hefur verið með sæmUegasta móti. Afli hefur verið þokkalegur það sem af er og útlit er fyrir að aflabrögð verði töluvert betri en á síðustu vetrarver- tíð þegar svartsýnustu menn töldu þorskinn endanlega horfinn af ann- ars gjöfulum miðum Breiðafjarðar. Aflinn er orðinn 7700 tonn í Ólafsvík og 4700 tonn á Rifi. í fyrra brá svo við aö engin loðna gekk upp að SnæfeUsnesi en í vetur hefur hún gengið hingað í svo þéttum torfum að hún hefur verið veiðanleg. Loðnunni fylgir jafnan þorskgengd og ganga netaveiðar þá vel. Heldur hefur mönmnn þótt kynleg hegðun hjá þorskinum upp á síðkastið. Hafa bátar einn daginn fengið yfir 30 tonn en næsta dag langt innan við 10 tonn. Ekki viija menn kenna þetta fisk- leysi, frekar þvi að á meðan loðnan er enn um allan sjó sé fiskurinn dreifður um aUt en þegar loðnan drepst og sekkur til botns hópi hann sig saman og hegöi sér líkar þvi sem hann er vanur. Fiskurinn er eins og gefur að skiija fitilur af loðnu og í smærri fiskinum slagar innvolsiö úr honum hátt upp í þyngdina á fiskin- um sjálfum. Fiskurinn er yfirhöfuö meðalfiskur en innan um sjást gol- þorskar og lætur nærri að sumir séu tveggja manna tak. Aflahæstur báta í Ólafsvík á þess- ari vertíð er Gimnar Bjamason, sem hefur nú fengið 450 tonn, en á honum er Ríkharð Magnússon skipstjóri. Annar í röðinni er Garðar n. með 435 tonn, skipsijóri er Einar Kristjóns- son. Á Rifi er Rifsnes aflahæst, með 688 tonn, skipstjóri er Baldur Krist- insson. Annar er Tíaldur með 633 tonn, skipstjóri Jóhann Kristinsson. Nafn: Haraldur Hjartarson Aldur 41 árs Staöa: Markaðssíjóri Frjáls tramtaks „Ég er dæmigert naut, jarö- bundinn, flana ekki að neinu, er vinnusamur en vil láta raér lföa vel Það þarf mikið til að sann- færa naut um að þaö sé að gera vitieysu. Áhugasviðið liggur að miklu leyti I aö vera vel upplýstur og það skapast beint og óbeint af vinnunni. Ég les mjög mikið og verð aö vita um þarfir einstakl- inga sem markaðsstjóri fjöl- miðlafyrirtækis - fylgist vel með. Á náttboröinu hjá mér eru alltaf þijár bækur í gangi og ef ég missi af einhveijum fréttum þá liöur mér illa,“ segir Haraldur Hjartar- son, nýráðinn markaðsstjóri Fijáls framtaks se n gefur út Qöl- mörg tímarit ásamt þvi að vera byœingarfjTÍrtíeki. „Eg verð að vita hvað fólk hugs- ar hveiju sinni. Ætiar það að spara eða eyða - fr. ernig er lik- legast að lífsstíll fólks verði á næstu mánuðum? Við seljum blöð og auglýsingar í þau þannig aö ég verö að vita nákvæmlega hvernig landiö liggur í þeim hlut- um. Hlutvert; mitt hjá fyrirtæk- inu er m.a. aö semja við við- skiptaaðila okkar um auglýs- ingar og tilhögun þeirra. Nýbúlnn að ferma Haraldur er giftur Jenny frene Sörheller flugfreyju, sem er af norskum ættum, og eiga þau tvö böm. „Eldri sonur okkar var fermdur um síðustu helgi og var undirbúningurinn búinn að standa yfir frá því um áramót- in,“ segir Haraldur og hlær viö - „og svo átti stelpan sex ára af- mæli rétt á eftir. Annars lenti nú undirbúningurinn að mestu leyti á móðurinni," segir hann. .JFyrir utan lestur og upplýs- ingaöflun em áhugamálin bílar, vínsmökkun og matur. Fríum eyöum við oft í sumarbústað í Húsafelli sem Flugfreyjufélagið á. Okkur finnst ekki taka því að leggja út i að byggja bústað sjálf - húsið á mölinni er nóg.“ Ekta malbiksbarn Haraldur segist vera ekta mal- biksbam þó að hann eigi ættir aö rekja til Austfjarða. Hann dvaldi ungur nokkur sumur á Kolfreyjustað í Fáskrúösfirði. „Ungur seldi ég Vísi, hjólaði með skeyti fyrir Póst og síma og fleira. Leiðin lá í Iönskólann á árunum 1965-1969. Ég stundaði svo ensku og viöskiptanám í Richmond í London ’81 og ’82. Árið 1986 var ég í námi í The Norwegian Instit- ute og Marketing and Export. Auk þess hef ég sótt námskeið m.a. hjá Scali Mc. Cabe Sloves Inc. í New York og bjá Time-Life.“ Haraldur var verslunarstjóri hjá Byggingavörudeild SÍS 1976- 1980 og markaðsstjóri hjá Velti 1980-1985. Hann var fram- kvæmda8tjóri Máts árið 1986 og framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Kristni Guðnasyni árið 1987. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.