Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Síða 15
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989. 15 Spor í rétta átt Nú þegar ég heyri og les um borg- aralega fermingu er mér efst í huga þakkir til þeirra sem barist hafa fyrir framgangi hennar. Hún hefði átt brýnt erindi til þessarar þjóðar 50-60 árum fyrr. Sú fjölþætta fræðsla, sem henni fylgir, er þörf og tímabær fyrir æsku landsins. Borgaraleg ferming er mann- dómsvígsla sem styrkir og stefnir að einstakhngs- og félagslegri ábyrgð ásamt fyrirheiti um að reynast siðferðileg manneskja. Hefði mér boðist borgaraleg ferm- ing þegar ég var á þeim aldri hefði ég þegið hana með þökkum. Nú er þörf á miklu kynningará- taki fyrir borgaralegri fermingu sem raunhæfum áfanga til trúfrels- is í landinu. Aldamótagjöf til þjóðarinnar Vemduö miðstýring er ekkert betri í trúmálum en almennum stjórnmálum. Einokun-og sérrétt- indi þjóðkirkjunnar em engum til gagns né sóma. Miðaldasvipurinn á kristnihaldni þjóðkirkjunnar verður að hverfa. Það krefst tíma, umræðu og undirbúnings en kem- ur fyrr eða síðar. . Tveir kristnir trúflokkar hafa ríkt og ráðið hér á landi, nánast einráðir í trúarefnum hver á sínum tíma, rómversk-kaþólska kirkjan í 550 ár en lútherska-evangelíska kirkjan í 440 ár, svo þjóðin hlýtur að hafa fengið nóg af trúarlegu ein- ræði í reynd. Trúfrelsið, sem stjórnarskráin á að tryggja hér, er líkt með og kynþáttajafnréttið í Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem einnig er getið í stjómarskrá. Að lokum vil ég beina því til stjórnmálaflokkanna, sem lýðræð- isflokka, að sameinast á Alþingi um undirbúning að þeirri þjóðfélags- breytingu að ijúfa samband ríkis og kirkju á þúsund ára afmæh kristnihalds á íslandi, árið 2000. Það sýndi þroska og víðsýni stjóm- valda og tryggði trúfrelsi í fram- kvæmd - eftirminnileg aldamóta- gjöf til þjóðarinnar. Björgvin Brynjólfsson „Einræöissvipur þjóðkirkjunnar leyn- ir sér ekki þrátt fyrir trúfrelsi 1 stjórn- arskránni.“ Þjóðkirkjan og ríkið Frá stofnun lýðveldis hér á landi fyrir 45 árum hefur engin stjóm- málaflokkur starfað hér sem hefur tahð sig stefna að afnámi lýðræðis þó að hann fengi meirihluta á AI- þingi. Ahir hafa flokkamir á lýð- veldistímanum því tahst vera lýð- ræðisflokkar þótt áherslur séu mis- jafnar á hin ýmsu mannréttindi. Þó að blöð og talsmenn flokkanna hafi deht um flest „milh himins og jarðar" þá hefur verið furðuhljótt um afstöðu þeirra til sambands rík- is og kirkju, sem er í furðulegu ósamræmi við lýðræðislegar venj- ur á öðmm sviðum þjóðfélagsins. Það ákvæði sfjómarskrárinnar, sem kveður á um aö trúfrelsi skuli ríkja í landinu, ætti að vera undir- staða þess að ahir trúflokkar, sem hér starfa hveiju sinni, hafi sömu stöðu lagalega gagnvart ríkinu. Engin sérréttindi einum th handa. Hugsum okkur að stærsti og fjöl- mennasti stjórnmálaflokkur lands- ins hefði þau sérréttindi að stefnu- mál hans væru kynnt og kennd í grunnskólum landsins, á annað hundrað erindrekar flokksins væm launaðir af ríkinu og tísku- bundin hefð sköpuð um að 14 ára börn gengju í flokkinn án þess að vita með vissu hvað þau væm að gera. Æth heyrðist ekki hljóð úr homi hjá hinum flokkunum? Stjómmálaflokkar okkar taka ekki í þjóðfélagsumræðuna sam- band ríkis og þjóðkirkjunnar en hafa lagt þeim mun meiri áherslu á dekurmál svo sem um ijúpuna, setuna og bjórinn. En hvers vegna? Erum við svo skeytingarlaus um trúarleg og siðferðheg efni að við teljum ekki nauðsynlegt að viðhafa þar lýðræðislega starfShætti? Trúmála-einræði Hagtíðindi telja að 93% þjóöar- innar séu innan þjóðkirkjunnar, það er áþekk staða og var hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna áður en perestrojka kom th sög- unnar. Einræðissvipur þjóðkirkj- unnar leynir sér ekki þrátt fyrir trúfrelsi í stjómarskránni. Ef einhverjir halda að aðskhnað- ur ríkis og kirkju væri áfall fyrir trúarlíf þjóðarinnar þá er það mesti misskilningur. Lútherska kirkjan yrði að leggja það á sitt fólk að standa á eigin fótum og það myndi styrkja hana og hennar starfsemi. Kjallariim Björgvin Brynjólfsson fyrrv. sparisjóðsstjóri, Skagaströnd Til trúflokkanna teldust þeir sem væru virkir félagar safnaða og vhdu sinna því starfi sem þar færi fram. Eflaust kæmi í ljós að utan trúfélaga væru fleiri en áður var tahð. En það er aðeins staöfesting á því að núverandi skipan nær ekki thgangi sínum. Staðnað valdníðslukerfi Ferming sem staðfesting á inn- göngu í söfhuð, svo sem hér tíðk- ast, hefur marga augljósa félags- lega ókosti. Fæstir hafa á þeim aldri fastmótaðar skoðanir í trú- málum. Einhhða fræðsla htuð trú- arskýringum þjóðkirkjumanna stuðlar ekki að fijálsri og óháðri skoðanamyndun sem er undirstaða raunverulegs trúfrelsis í landinu. Ég sem þetta rita minnist þess frá æskuárum mínum hvað eríitt var að hafna fermingu undir þeim þrýstingi sem kom frá heimihsfólki mínu, kennurum, presti, vinum og kunningjum. Það var harðari sókn á hendur mér frá góðu fólki, sem ég bar virðingu fyrir, en ég hefði trúað að óreyndu. En mér tókst að verjast þessari ásókn vanans og hefðarinnar sem þetta fólk var að tala fyrir. Einn þeirra sagði síðar að neitun mín á fermingu hefði byggst á því að ég hefði lesið of mikið um trúarbrögð og sögu þeirra. Að standast þessa raun var mér mikih sigur sem skapaði festu og einurð sem ég hef oft þurft á að halda á lífsleiðinni. „Ferming sem staðfesting á inngöngu í söfnuð, svo sem hér tíðkast, hefur marga augljósa félagslega ókosti," segir greinarhöfundur Sameining Stjömunnar og Bylgjunnar: Sigur einkaframtaksins Útvarpsstöðvarnar Stjarnan og Bylgjan hafa sýnt það áþreifanlega hver er munurinn á einkarekstri og ríkisrekstri. Sameining þessara stöðva nýlega undirstrikar hæfni einkareksturs til að bregðast við breyttum aðstæðum. Bylgjan var fyrsta útvarpsstöðin. Rekstur hennar gekk mjög vel. Að sjálfsögðu mátti búast við að fleiri hefðu áhuga á að reka útvarps- stöðvar. Því varð Stjarnan th - og reyndar nokkrar aðrar litlar út- varpsstöðvar. Samkeppnin Stjaman tók hlustendur frá Bylgjunni og þar með auglýsinga- tekjur. Bylgjan brást við með því að reyna að bæta dagskrá sína. Stjarnan bætti sína á móti. Stjaman og Bylgjan toguðust á um hlustendur og auglýsingatekj- ur. Þetta hélt auglýsingaverði niðri og stöðugt var aukið við dagskrár- gerðina. Hún var sniðin að óskum meginþorra hlustenda. KjáUarinn Ólafur Hauksson fyrrv. útvarpsstjóri Stjörnunnar Dregið úr rekstrarkostnaði Síðasthðið haust fór að draga úr tekjum útvarpsstöðvanna. Sam- dráttur í þjóðfélaginu kom meðal annars fram í því að fyrirtæki drógu úr auglýsingum. Strax og þessi samdráttur varð ljós drógu Stjörnumenn og Bylgju- menn úr rekstrarkostnaði. En það eitt og sér nægði ekki. Því var sam- eining rædd. Nú, nokkrum mánuðum síðar, hefur rekstur þessara stöðva verið sameinaður. Það er gert til að þær lifi báðar. Áfram munu hlustendur fá að njóta dagskrár beggja stöðv- anna. En fréttastofa, auglýsinga- dehd og stjómun verða undir ein- um hatti. Þannig segjast forráða- menn stöðvanna geta lækkað rekstrarkostnað um aht að 45%. Kostir samkeppninnar Á þennan hátt hafa þessar út- varpsstöðvar í einkaeign nýtt sér kosti frjálsrar samkeppni eftir efn-' um og ástæðum. Þegar vel gekk fjárhagslega kepptu þær sín á milli af hörku. En þegar syrti í áhnn áttu þær einskis annars úrkosti en að draga úr kostnaði og sameinast um ákveðna rekstrarþætti. 500 milljón króna skattur Th samanburðar höfum við ríkis- rekstur á útvarpi. Þar hefur ekkert verið sparað. Þar hefur ekkert verið dregið úr kostnaði. Þar hefur eins mhljarðs króna kastah verið byggður yfir starfsemina á sama tíma og tekjur drógust saman vegna samkeppn- innar frá einkastöðvunum. í offorsinu viö að halda sínum hlut í hlustun lagði Ríkisútvarpið á hálfs mihjarðs króna skatt. Ríkis- útvarpið eyddi á tveimur árum hálfum mhljarði sem það átti ekki. 28% hækkun í skuldasúpuna Nú er almenningur í landinu að greiða þessar 500 mihjónir. Sú 28% hækkun afnotagjalda, sem varð 1. mars, gengur öh th að greiða þessa skuld ríkisútvarpsins. Ekki króna af hækkuninni fer th dagskrár- gerðar. Það er reginmunur á einkareknu og ríkisreknu útvarpi, eins og dæmið sýnir. Einkarekið útvarp sníður stakk eftir vexti. Hið ríkis- rekna mokar upp úr vasa almenn- ings th að sinna ímynduðum þörf- um. Ólafur Hauksson „I offorsinu við að halda sínum hlut í hlustun lagði Ríkisútvarpið á hálfs milljarðs króna skatt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.