Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 7
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. 7 Bjarthegrinn, stundum kallaður silkihegri, í safninu í Eyjum. DV-mynd Ómar Vestmannaeyjar: Bjarthegri skotinn við Binnabryggju Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; „Það var neyðarrúrræði að skjóta fuglinn, annars hefðum við misst hann út í buskann. Útilokað að ná honum lifandi," sagði Kristján Egils- son, safnvörður Náttúrugripasafns- ins hér í Eyjum, en sunnudaginn 16. apríl skaut hann bjarthegra við höfn- ina. Tíu ára drengur, Gísli Birgir Óm- arsson, sá fuglinn fyrst inn við Binnabryggju og lét Kristján vita af honum. Fuglinn hefur verið stoppað- ur upp og er nú stillt upp meðal ann- arra uppstoppaðra fugla á safninu. Að því best er vitað mun þetta í fyrsta skipti sem bjarthegri næst hér á landi. Hann er sjaldgæfur í Norður- Evrópu, flækist einstaka sinnum til Suður-Englands og Skandinavíu. Vitað er um tíu tegundir hegra í Evrópu og er bjarthegri (egretta garzetta) einn þeirra. Hann lifir í Suður- og Suðaustur-Evrópu, Asíu, austur til Japans, þar sem hann er algengur, Ástralíu og stöku stað í Afríku. Á tímum íjaðratískunnar var bjart- hegrinn mjög eftirsóttur vegna hins snjóhvíta fiðurhams og fógru, löngu lausfana geislafiaðranna á öxlum og bijósti. Var skotinn í þúsunda tah til að fullnægja duttlungum tískunnar. í dag steðjar annars konar hætta að þeim því stöðugt þrengir að lífríki þeirra með framræslu mýra og rækt- un votlendissvæða. Nýr formaður Gestur Jónsson hæstaréttarlög- maður var kjörinn formaður Lög- mannafélags Islands á aðalfundi fé- lagsins nýveriö. Aðrir í stjóm eru: Sveinn H. Valdimarsson, Viðar Már Matthíasson, Þórunn Guðmunds- dóttir og Baldur Guðlaugsson hæsta- réttarlögmenn. Framkvæmdasfióri Lögmannafélagsins er Hafþór Ingi Jónsson héraðsdómslögmaður. -sme MikHIax í vegna ÞórhaJlur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Mun minna kom upp úr kvíunum í Miklavatni en vonast hafði verið til, aðeins rúmlega 100 þúsund fisk- ar, og er því ljóst að tjónið vegna ís- reksins á vatninu fyrir áramótin er meira en gert var ráö fyrir. Menn höfðu vonast eftir 200 þúsund fiskum inn í matfiskeldisstöðina í Hrauna- krók. Flutningi fisksins er nýlokiö þangað eftir að hafa staðið á annan mánuð. Fréttir Skjóta á allt kvikt segir Björgvin Lúthersson um skotmenn í Sandvíkum „Sandvikumar voru unaösreitur þar til fiórhjólamenn og skotmenn fóru að vera þar. Skotmennirair láta sér ekki segjast og skjóta á allt sem kvikt er. Fólk er í stórhættu á svæðinu,“ segir Björgvin Lúthers- son, hreppsnefndarmaður í Höfn- um. „Lögreglan segist hafa farið ófáar ferðir en það virðist ekki duga enda getur lögreglan ekki verið alls stað- ar. Fjórhjólamennirnir skemma mikið á þessu svæði. Þama hefur verið sandgræðsla frá því árið 1934. Ég er oröinn mjög uggandi vegna þessa. Ég man þá tíð þegar sand- skaflar vora hér í nágrenninu og óttast nú að illa fari verði framhald á fiórhjólaakstri á þessu sveeði,“segir Björgvin. Hann sagði að fólk kæmi mikið í Sandvíkumar enda ekki að ástæöulausu. „Þetta er eitthvert fegursta svæði á Suðumesjum og getur verið sannkallaður unaðs- reitur. Hér liggur fólk í sólbaði í svörtum sandi og hér er mikið fuglalíf. Þetta er nú allt í hættu, fólk vegna skotmanna og upp- græðslan vegna fiórhjólanna," sagði Björgvin Lúthersson. -sme Hörpuhusiö við Skúlagötu þekkja flestir Reykvikingar. Knútur Zimsen, bæjarverkfræðingur og síðar borgarstjóri, lét reisa húsið undir ullarverksmiðju 1905. Síðar var þar fiskverkun og málningarverksmiðjan Harpa tók við þvi 1934. DV-mynd S Eitt af verkum Knúts Zimsen hverfuir af sjónarsviðinu: Hörpuhúsið við Skúlagötu rifið Verið er að rífa Hörpuhúsið, á horni Skúlagötu og Snorrabrautar, þessa dagana. Með Hörpuhúsinu hverfur enn einn fastur punktur í tilveru borgarbúa, hús sem virðist alltaf hafa staðið þama. Á bak við Hörpuhúsiö er, eins og á bak við flest hús, ákveðin saga. Byggingu hússins má rekja allt aft- ur til síðustu aldamóta. Þá fékk Knútur Zimsen það verkefni að finna stað fyrir ullarverksmiðju á íslandi. Knútur var þriðji íslenski verkfræð- ingurinn hér á landi, bæjarverk- fræðingur og seinna borgarstjóri í Reykjavík. Auglýsti hann áform um byggingu verksmiðjunnar og komu mörg svör. Vildu alhr hafa verk- smiðjuna í sínu héraði. Um tíma leit út fyrir að Akureyri eða Seyðisfiörö- ur yrðu fyrir valinu. Á Seyðisfirði var stofnað félag um verksmiðjuna en það lognaðist nær út af og bygg- ingaráformin næstum líka. Fyrsta járnbenta steinloftið Knútur hafði þá samband við vega- vinnuverkstjóra og lét kanna hversu hagkvæmt væri að komast að hinum ýmsu stöðum með hráefni og vörur. Ræddi hann einnig við Jón Magnús- son, síðar forsætisráðherra. Var þá ákveðið að reisa verksmiðjuna í Reykjavík undir nafninu Klæða- verksmiðjan Iðunn. Var verksmiðj- an reist 1905 á lóð er hét Eldmýrin og náði frá sjó og upp að Laugavegi. Verksmiðjulóðin náði þó ekki nema að Hverfisgötu. Staðsetningin þótti góð þar sem verksmiðjan var alveg við sjávar- kambinn og Rauðará, sem rann um það bil þar sem Rauðarárstígur ligg- ur nú. Tveimur áram eftir byggingu verk- smiðjunnar brann hún til kaldra kola. Var hún þá byggð aftur en úr járnbentri steinsteypu. Það sem ver- ið er að rífa núna mun vera fyrsta steinloftið á íslandi sem byggt var úr járnbentri steinsteypu. íbúðabyggð? Ekki liðu mörg ár þar til ullarverk- smiðjan fór á hausinn. Var fiskverk- un í húsinu til 1934, þegar málningar- verksnúðjan Harpa flutti inn. Var Harpa með starfsemi sína í húsinu þar til í desember á síðasta ári. Mun húsið og lóðin hafa verið seld bygg- ingarfélaginu Dögun hf. Samkvæmt skipulagi fyrir svæðið hefur meðal annars verið gert ráð fyrir íbúðabyggð á lóðinni en endan- leg ákvörðun um framtíð þess hggur ekki fyrir. -hlh Spáð í óháð framboð á Skagaströnd Þórh. Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: Ósamkomulagið í hreppsnefnd- inni á Skagaströnd í kjölfar odd- vitamálsins hefur leitt th talsverör- ar óánægju í bænum. Þó enn sé ár th hreppsnefndarkosninga eru menn þegar farnir að spá í spilin. Háværar raddir eru uppi um óháð framboð th uppstokkunar á póht- ísku jafnvægi í bænum. Samkvæmt viðtölum DV við heimamenn nær óánægjan inn í aha flokka, helst að Sjálfstæðis- ílokkurinn haldi sínu. Skagstrend- ingar segjast ekki sætta sig við það tvíhöfða fyrirbæri sem hrepps- nefndin sé. í lokin má geta þess að óháð framboð hafa áður verið á Skagaströnd. Fljótum: afföll ísreks Heiðar Albertsson í Skeiðsfoss- virkjun sagði að þetta breytti í engu áætlunum þeirra Miklavatnsmanna. Þeir mundu fá þetta tjón að mestu bætt. Inni í seiöaeldisstöðinni eru að vera tilbúin 250-300 þúsund göngu- seiði svo þetta skarð mundi fljótlega fyhast, sagði Heiðar. Að sögn Heiðars er htið vatn eftir í uppistöðulóninu við virkjunina en ef hlánar innan 10 daga stenst áætl- unarbúskapurinn í ár. Frá 2. maí til 1. september verða skrifstofur okkar opnar frá kl. 8.30-16.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.