Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. Utlönd Ótti breíðist út öryggisverðir standa vörð fyrir utan Heinz verksmiðju í Wigan í norður- hluta Englands i gær. Simamynd Reuier Þtjú böm voru flutt á sjúkrahús í gær vegna ótta um að þau heföu feng- iö mat úr krukkum sem búið er að setja skaðlega aukahluti í. Mikill ótti hefur nú gripið um sig í Bretlandi eftir að opinskátt varð að fjárkúgarar höföu sett glerbrot og málmhluti í bamaraat. Lögreglan sagði að tvö hundmð og tuttugu tilfelli hefðu komið upp þar sem fundust aðskotahlutir í bamamat en einungis örfá em örugglega talin tengjast fiárkúgun gagnvart matvælafyrirtækjum. Tvö barnanna fengu að fara heim að lokinni rannsókn en það þriðja var áfram undir eftirliti. Lögreglan var einnig að rannsaka tvö tilfelli í írska lýðveldinu. í Brússel varaði belgíska heilbrigöisráðuneytið við kaupum á bamamat frá Heinz og Cow and Gate, sem hafa orðið fyrir barðinu á fjárkúgurunum í Bretlandi. Ráöuneytið lýsti því yfir að ef einhver tilfelli kæmu upp í Belgíu yrði sala á vömm frá fyrirtækjunum stöðvuð. Fyrirtækin tvö hafa boðiö nær tíu milijónir íslenskra króna í verðlaun til þess sem gefur upplýsingar sem leiða til andtöku þeirra sem standa að kúgununum. Breskir foreldrar hafa fúndiö rakvélablöð, nálar. vítissóda og glerflísar í bamamat aö undanfömu. Óvopnaðir lögreglumenn krækja höndum saman til að freista þess að mynda vegg til að mótmælendur komist ekki fram hjá Alþýðuhöllinni og inn á Torg hins himneska friðar. Nokkrum sekúndum siðar brast veggurinn og námsmenn og aðrir streymdu fram hjá. Simamynd Reuter Milljón í mótmælagöngu Blóðugt byltingarafmæli Nágrannar horfa gegnum dyr á tvær littar stúlkur sem biðu bana í eld- flaugaárás aðeins nokkrum andartökum áður en myndin var tekin. Að minnsta kosti tuttugu manns biðu bana í Kabúl í gær. Simamynd Reuter Skæruliðar í Afganistan minntust ellefu ára afmælis marxísku bylting-arinnar í gær með blóðugri eldflaugaárás á Kabúl sem varö að minnsta kosti tuttugu manns að bana og særði fjörutíu og sex. Stjómvöld sögðu aö fimmtíu og fjórar eldfiaugar heföu lent í íbúðahverf- um og að sprengjubrot heföu orðið mörgum að bana. Simamynd Reuter Stórir hópar kínverskra náms- manna fögnuðu í nótt árangursríkri mótmælagöngu sem í gær lamaði alla umferð í Peking. Námsmennimir voru alsælir og sögðust þeir hafa náð miklum ár- angri gagnvart stjórnvöldum sem í gærkvöldi tilkynntu að þau væra til- búin til viðræðna hvenær sem væri. Opinber dagblöð sendu í morgun frá sér blönduð skilaboö um fyrirætl- anir stjómvalda. „Viðræður samþykktar þegar námsmenn mótmæla,“ segir í for- síðufyrirsögn í dagblaöinu Kína. Blaðið hefur það eftir heimildar- mönnum, sem eru mjög nálægt æöstu stjómvöldum, að stjómin liti á meirihiuta námsmanna sem þjóð- rækna og trúi því að kröfur þeirra um lýðræði og hatur á spillingu séu sanngjarnar. Harðlínublaðið Peking birti þram- andi skammargrein eftir Chen Xi- tong borgarstjóra sem sakaði náms- menn um að vera með samsæri um að koma á öngþveiti, afneita flokkn- um og sósíalisma og eyðileggja póht- ískan stöðugleika. „Þetta fólk hefur öragglega ekki gleymt því sem geröist í menningar- byltingunni," sagði Chen og líkti Hér er veggurinn brostinn. mótmælum námsmanna nú við óeirðir á sjöunda áratugnum. Kína gæti notaö sér þekkingu kap- italískra ríkja en ætti ekki að leyfa að stjómleysi og öngþveiti breiddist út með slagorðum um „svonefnt vestrænt lýðræði og frelsi," sagði Chen. Erlendir stjórnarerindrekar og kínverskir fréttamenn segja að námsmenn hafi verið svo tugum þús- unda skipti í mótmælagöngunni í gær og að meira en miiljón manns haíi tekið þátt í mótmælunum með námsmönnunum. í gær var eina dagblaðinu í Kína, sem ekki er undir stjórn Kommúni- staflokksins, lokað vegna þess að rit- stjórinn vildi birta greinar sem heföu „valdið öngþveiti" en fræðimenn segja að lokun blaösins sé ólögleg. Blaðið er gefið út vikulega í Shang- hai og í því birtast skoðanir á kín- verskum og erlendum málefnum sem ekki sjást annars staðar í kín- verskum fiölmiðlum. Reuter Karl ræðst á Rúmeníu Karl Bretaprins réðst í gær harkalega á rúmönsku ríkisstjórnina fyrir upprætingu hennar á menningarlegri arfleifö með því aö jafna þúsundir þorpa við jöröu. Breski krónprinsinn sagöi að Ceausescu, forseti Rúmeníu, heföi byrjað á „heildsölu“ eyðileggingu á menningarlegum og mannlegum arfi þjóðar- innar með áætlunum sínum um að flytja fólk úr þorpum í landbúnaðar- íðnaöarbæi. Karl hefur oft gagnrýnt hluti sem honum finnast fara miður í Bret- landi en hingað til hefur hann haldiö sig frá þvi að gagnrýna erlendar þjóðir. Geimfarar koma aftur Alexander Volkov, geimfara í Mir geimstöðinni, hjálpað að komast aö þyrlu sem biður eftir honum. Þriggja manna áhöfn Mir kom til jarðar í gaer en geimstöðin verður með sjátfstýrikerfi þar tii i ágúst er naesti hópur fer út í geiminn. Simamynd Reuter Fellir málið Kohl? Gizur Helgascm, DV, Reersnæs: Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, hélt áður boðaða ræðu í sam- bandsþinginu í Bonn í gær þar sem hann gerði þingheimi og landslýð öllum grein fyrir þeirri ákvörðun stjómar sinnar að óska eftir samn- ingum við Sovétríkin um fækkun skammdrægra eldflauga í Austur- og Vestur-Evrópu. Og ef slíkir samning- ar tækjust ekki yrðu þær eldflaugar, sem nú á að endurnýja, fyrst end- umýjaðar um og eftir 1992. Það er enginn vafi á því að hinn almenni borgari í V-Þýskalandi er andvígur endumýjun hinna rúmlega 100 skammdrægra kjarnorkuflauga í V-Þýskalandi. Heföi Bonnstjómin ekki tekið umrædda ákvörðun hefði það orðið vatn á kosningamyllu stjómarandstæðinga og þá aðallega sósíaldemókrata og græningja. Kristilegir demókratar, flokkur kanslarans, má ekki við fleiri vand- ræðamálum, nóg er samt fyrir. Talið er sennilegt að Kohl missi stjómartaumana á næsta ári en þá verða kosningar til sambandsþings- í tilefni væntanlegrar heimsóknar Thatcher til V-Þýskalands á sunnu- daginn kveóst Kohl kanslari fullfær um að gera löndum sínum grein fyrir um hvað deilan um eldflaugarn- ar snýst. Reuter ins í Bonn. Þær fylkiskosningar sem haldnar hafa verið á undanförnum mánuðum benda á flótta frá kristi- legum demókrötum. Enginn vafi er talinn leika á því að ákvörðunin í eldflaugamálinu var tekin til aö styggja ekki kjósendur. Síðan er þaö svo spurningin hvort eldflaugamálið veröi ekki banabiti Kohlstjómarinnar. Bæði Bandaríkin og Bretland eru æf út í v-þýsku stjómina og munu ugglaust láta reyna á samstööu Atlantshafsbanda- lagsríkjanna í málinu og telja menn að löndin tvö muni ætla sér aö þvinga Kohl til að láta undan. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, kemur í heimsókn til V-Þýska- lands nú á sunnudaginn kemur. Hún ætlar meðal annars að sýna v-þýsk- um fjölmiðlaheimi afstööu Bretlands í málinu. En Kohl hefur látið hafa það eftir sér að hann sé fullfær um að útskýra fyrir löndum sínum um hvað deilan snýst. Utanríkisráðherrar Dana og Norö- manna hafa þegar lýst yfir stuðningi við sjónarmið Kohls og í gær sagði utanríkisráðherra Spánverja að hann væri fylgjandi samningavið- ræðum um fækkun skammdráegra kjamorkuflauga í Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.