Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 9
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989.
Utlönd
Standa fast við
kröfur sínar
Stjórn kristinna í Líbanon hefur
hvatt Arababandalagið til að tryggja
brottför sýrlenskra hermanna frá
Líbanon. í yfirlýsingu stjómarinnar
frá því í gærkvöldi var forðast að
nefna tilmæli bandalagsins um
vopnahlé.
Utanríkisráðherrar Arababanda-
lagsins hvöttu í gær til vopnahlés frá
hádegi í dag til að binda enda á sex
vikna bardaga milli kristinna og
múhameðstrúarmanna og banda-
manna þeirra. Utanríkisráðherrarn-
ir nefndu ekki kröfu Aouns, leiðtoga
kristinna, um að Sýrlendingar færu
á brott frá Líbanon. Gaf það mönnum
tilefni tíi að óttast að hann myndi
hafna tilmælunum um vopnahlé með
þeim afleiðingum að tii enn frekara
blóðbaðs kæmi.
- Sýrlendingar og stjórn múhameðs-
trúarmanna í Líbanon, sem yfirvöld
í Sýrlandi styðja, fögnuðu vopna-
hléstilmælunum og hétu því að
reyna að koma því á.
Ein kona beið bana og þrír menn
særðust í átökum í Beirút í gær. AUs
hafa tvö hundruð og þrjátíu manns
látíð Mð í bardögunum milli krist-
inna og múhameðstrúarmanna frá
því um miðjan mars.
Reuter
• -
Beirútbúar óttast nú að ekki verði af vopnahléi því sem Arababandalagið
hvatti til. Kristnir falla ekki frá þeirri kröfu sinni að Sýrlendingar haldi á
brott frá Líbanon. Simamynd Reuter
Ráðherrann stóð
af sér árásirnar
Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa:
Svo virðist sem Michael Wilson,
fjármálaráðherra Kanada, muni
halda starfi sínu þrátt fyrir harðvít-
ugar árásir stjórnarandstæðinga
vegna fjárlagalekans síðastliðinn
miðvikudag.
í aUan gærdag deildu þeir hart á
ráðherrann og reyndu með öUum til-
tækum ráðum að koma í veg fyrir
að hann flytti fyrirhugaða fjárlaga-
ræðu sína síðdegis. Forsetí þingsins
hafnaði kröfu þeirra og gengu þá
stjómarandstæðingar úr þingsölum
í mótmælaskyni. Fjármálaráðherr-
ann flutti síðan hina stystu fjárlaga-
ræðu sem sögur fara af í Kanada þar
sem öUum var þegar kunnugt um
innihald fjárlaganna.
Utandagskráramræður um fjár-
lagalekann munu halda áfram í dag
en líklegt er að stjómarandstæðan
breyti um baráttuaðferðir. Viðbrögð
almennings hafa yfirleitt verið á þá
lund að lekinn sé ekki fjármálaráð-
herranum að kenna þar sem upplýs-
ingum hafi verið stoUð og að stjóm-
arandstaðan sé bara í póhtískum
skoUaleik þegar hún heimtar afsögn
hans.
En þó almenningur virðist styðja
fjármálaráðherrann er annað uppi á
teningnum varðandi fjárlögin sjálf.
Launþegar era óánægðir með hærri
skatta og niðurskurð á félagslegri
þjónustu. Talsmenn viðskiptalífsins
telja niðurskurð á ríkisútgjöldum of
Utinn og að fjárlagahallinn sé enn
of mikiU auk þess sem þeir era ekki
hrifnir af hærri sköttum á fyrirtæki.
Þá hafa fjármálaráðherrar allra
fylkja Kanada lýst óánægju sinni
vegna niðurskurðar á framlögum til
fylkjanna sem mun þýða að þau
verða að innheimta hærri skatta
sjálf.
Eini hópurinn sem virðist ánægður
með fjárlögin era friðarsinnar þar
sem útgjöld til vamarmála vora
skorin harkalega niður. Það kom
sérstaklega á óvart að stjómin skyldi
hætta við fyrirhuguö kaup á tíu tíl
tólf kjamorkukafbátum fyrir um
átta miUjarða dollara.
Ljóst er að Frakkar og Bretar, sem
undanfarin tvö ár hafa reynt að selja
Kanadamönnum kjamorkukafbáta
sína, era mjög óánægðir með þessa
ákvörðun. Bandaríkjamenn hafa
hins vegar verið mjög á móti því að
Kanadamenn bættust í kjarnorku-
flotann og kann það að hafa haft ein-
hver áhrif á ákvörðunina. Hver við-
brögð annarra Atlantshafsbanda-
lagsríkja verða við öðrum niður-
skurði er enn of snemmt að segja til
um en Kanadastjóm hefur undanfar-
ið verið undir nokkrum þrýstingi að
auka hlutfallsleg útgjöld sín til hem-
aðarmála.
VÉLSTJÓRAR - VELSTJORAR
Vélstjóra vantar að Skeiðsfossvirkjun í Fljótum,
Skagafirði.
Ágætis aðstaða fyrir fjölskyldu með börn.
Áhugaverð sveit með mikla framtíðarmöguleika og
mikið félagslíf.
Viðkomandi þarf að hefja störf 1. júní 1989.
Laun samkvæmt kjarasamningi S.M.S. og Siglufjarð-
arkaupstaðar. Nánari upplýsingar gefur veitustjóri
eða bæjarstjóri Siglufjarðar í síma 96-71700 og
stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar í síma 96-7322,
96-73203.
Rafveita Siglufjarðar
kennara- ALMENNT KENNARANAM
œ TIL B.ED.-PRÓFS
Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennara-
nám við Kennaraháskóla íslands er til 5. júní. Um-
sókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Um-
sækjendur koma til viðtals dagana 8.-14. júní þar
sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir
umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða
önnur próf við lokframhaldsskólastigs, svo og náms-
og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undirbúning.
Nánari upplýsingar, ásamt umsóknareyðublöðum,
fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík,
sími 91 -688700.
Rektor
n
TILKYNNING
Þeir sem telja sig eiga bíl á geymslusvæði „Vöku" á
Ártúnshöfða og í Gufunesi þurfa að gera grein fyrir
eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 14. maí nk.
sbr. 110 gr. umferðarlaga.
Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslumann
„Vöku" að Eldshöfða 6 og greiði áfallinn kostnað.
Að áðurnefndum fresti liðnum verða geymslusvæðin
hreinsuð og bílgarmar fluttir á sorphauga á kostnað
og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar.
Reykjavík 24. 04. '89
Gatnamálastjórinn í Reykjavík.
Hreinsunardeild.
Sprengjumaðurinn
í Svíþjóð?
Maður sá er bjó tíl útvarpssprengj-
una sem grandaði bandarísku Pan
Am farþegaþotunni yfir Skotlandi í
desember síðastliðnum býr ef til vill
í Sviþjóð. Sænska kvöldblaðið Ex-
pressen greinir frá því auk þess sem
það skrifar að leyniþjónustur margra
landa vinni að rannsókn málsins.
Leitin að sprengjusérfræðingnum
hefur staðiö yfir síöan farþegaþotan
hrapaði með þeim afleiðingum að tvö
hundrað og sjötíu manns fórust.
Heimildarmenn Expressens segja
að fram hafi komið upplýsingar sem
benda til þess að sprengjusérfræð-
ingurinn sé af armenskum upprana
og að hann hafi búið lengi í Svíþjóð.
Hann er sagöur hafa búið til að
minnsta kosti fimm sprengjur af
þeirri gerð sem fannst um borð í
bandarísku þotunni. Þær era gerðar
á þann hátt að hægt er að fela þær
inni í kassettutæki og er mjög erfitt
fyrir öryggisverði að finna þær.
Sprengjuefnið kallast semtex. Og það
var einmitt shkt efni sem sænska
lögreglan fann í vopnageymslu ná-
lægt Arlandaflugvelh í fyrrasumar.
í október í fyrra fann vestur-þýska
lögreglan vopn er gerð var húsleit
hjá palestínskum samtökum í Frank-
furt sem grunuð hafa verið um
hryðjuverk. Sá fundur leiddi tíl þess
að sex menn í Uppsölum í Svíþjóð,
sem vérið höfðu í sambandi við
Frankfurt, voru yfirheyrðir. Engin
vopn fundust þó hjá þeim.
TT
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKIRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1983-2. fl. 01.05.89-01.11.89 kr. 370,85
1984-3. fl. 12.05.89-12.11.89 kr. 366,74
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1989
SEÐLAB ANKIÍSLANDS