Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Side 11
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989.
11
Utlönd
Þúsund rarust
ð730i '88
BMW 730i ’88, Ijósblár, metallic, ekinn 11.000, vökva-
stýri, 4ra þrepa sjálfskipting, ABS hemlakerfi, sól-
lúga, rafdrifnar rúður, útvarp og segulband, þjófa-
varnarkerfi, auk fjölda annarra aukahluta. Til sýnis
og sölu hjá Bílaumboðinu hf.
Bílaumboðið hf.
Krókhálsi 1, 110 Reylqavík
sími 686633
STEKKJARBAKKA 2
FERÐABÍLL
Óskum eftir að taka á leigu 10-15 manna ferðabíl á
tímabilinu 7.-27. júlí í sumar. Vinsamlegast hafið
samband við auglýsingadeild DV í síma 27022.
H-8989
í hvirfilbyl
Kraftmikill hvirfiibylur gekk yfir
miöhluta Bangladesh á miðviku-
dagskvöld og varð að minnsta kosti
fjögur hundruð manns að bana. Þús-
undir slösuðust. Lík og dýrahræ
voru eins og hráviði út um allt að
sögn embættismanna og vitna.
Mörg hundruð manna er saknað
eftir óveðrið í fyrrakvöld. Hvirfilbyl-
urinn jafnaði hús við jörðu á eitt
hundrað og sextíu ferkílómetra
svæði, norðan Dacca.
Þorp lögðust í rúst við þjóðveginn
milli Manikganj og Shaturia. Sums
staðar stóð ekki uppi eitt hús.
„Þetta lítur út eins og vígvöllur,"
sagði embættismaður á svæðinu.
Þök héngu héngu í trjám og hlaðn-
ir flutningabílar fuku hálfan kíló-
metra. í þorpinu Shaturia lágu lík
og hræ af dýrum hlið við hlið.
Hermenn og lögreglulið leitaði í
gær þeirra sem saknað er en það
dugði ekki til. Talsmaður stjórnar-
innar sagði að þörf væri á mun fleiri
sjálfboðaliöum við leitina.
Margir óttast að tala látinna eigi
eftir að fara yfir þúsund þegar öll
kurl koma til grafar.
Mörg hundruð manns voru fluttir
á sjúkrahús alvarlega slasaðir eftir
storminn.
„Þetta stóð yfir í fjórar eða fimm
mínútur,“ sagði vitni í einu þorpinu
sem varð illa úti.
Mikhr þurrkar hafa verið í Bangla-
desh að undanfórnu en fyrir einu og
hálfu ári fórust sex þúsund manns í
miklum flóðum.
Það hefur mikið verið lagt á þessa
þjóð undanfarin ár en þjóðartekjur á
mann eru um sjö þúsund og fimm
hundruð krónur á ári. Reuter
Kona, sem missti bæði mann sinn og son í hvirfilbylnum í fyrrakvöld, græt-
ur einmana á rústum heimilis síns. símamynd Reuter
Palestínumenn varaðir við
Varnarmálaráðherra Israels, Yitz-
hak Rabin, hefur hótað Palestínu-
mönnum harðari aðgerðum til að
bæla niður uppreisnina á herteknu
svæðunum ef þeir hafna kosningum.
Rabin bætti því þó við að kosning-
arnar kæmu aðeins að gagni ef þær
leiddu til endanlegrar lausnar á
ástandinu á herteknu svæðunum.
Rabin hefur komið fram með tillög-
ur sem eru frábrugðnar tillögum
Shamirs forsætisráðherra að því
leyti að hann gerir ráð fyrir viðræð-
um um framtíð herteknu svæðunum
á grundvelh þess að skipt verði á
landi fyrir frið. Segir Rabin kosning-
ar aðeins vera hluta af friðaráætlun-
inni.
Shamir hafnar tihögum um að láta
land af hendi til að koma á friði. Leið-
togar Palestínumanna hafna tíllög-
um forsætisráðherrans og fordæma
þeir yfirvöld í Washington fyrir að
styðja tillögurnar sem fela í sér kosn-
ingu fulltrúa Palestínumanna sem
ræða eiga við ísrael um bráðabirgða-
sjálfstjórn.
Þrír Palestínumenn voru skotnir
til bana í herteknu svæðunum í gær
og tugir særðust í átökum við ísra-
elska hermenn.
Reuter
Nætursala allar helgar!
ALLT í HELGARFERÐINA
Stataraðw við
Hlúð að ungum Palestínumanni sem var skotinn af ísraelskum hermönnum
í gær.
Símamynd Reuter
STEKKJARBAKKA 2