Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Qupperneq 24
32 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholtí 11 Fréttir ■ Vagnar Smiðum hestakerrur, fólksbílakerrur, jeppakerrur, vélsleðakerrur. Eigum allar teg. á lager. Útvegum kerrur á öllum byggingarstigum og allt efni til kerrusmíða. Endumýjum einnig fjaðrabúnað og annað á eldri vögnum og kerrum. Vönduð smíði. Kraftvagn- ar, sími 641255, hs. 22004 og 78729. ■ Bátar Smábátaeigendur! Höfum fyrirliggj- andi dýptarmæla, ratsjár, lóran C og sjálfstýringar í trillur. Friðrik A. Jónsson hf., Fiskislóð 90, símar 14135 og 14340. ■ Bílar tíl sölu Volvo F610 ’83 til sölu, sjálfskiptur, ekinn 160 þús., vörulyfta. Glitniskjör. Uppl. í síma 675293. Disil van GMC 3500, 1 tonn, árg. 1986, ekinn 76000 km. Bíllinn er sjálfskipt- ur, með 8 cyl. dísilvél, vökvastýri, aflbremsum og fleiru. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 16 og 20. Stórglæsllegur Cherokee afmællstýpan Laredo ’84, svargrár, ekinn 56 þús mflur, mjög fallegir sílsalistar, sumar- og vetraídekk. Verð 1050 þús. Til sölu og sýnis á Bílasölunni Blik, Skeifunni 8, s. 686477, hs. 14621 og 657031. Nissan Sunny coupé SGX 1,5 árg. ’87 til sölu, ekinn aðeins 16 þús., svartur, rafinagn í rúðum, sóllúga, sumar- og vetrardekk. Skipti koma ekki til greina. Uppl. í síma 91-73110. Subaru 1800 4x4 árg. ’86 til sölu, ekinn 56 þús. km, verð 670 þús. Uppl. í síma 91-672065. ■ Ýmislegt SKÍTA- MÓRALL Ert þú með slæma samvisku gagnvart garðinum þínum og þvi lífi sem þar þrífst? Við ökum skít (hrossataði af bestu gerð) í garðinn þinn og dreifum ef þú vilt eins og þú vilt. Símapantan- ir í síma 17514 og 35316 (í Rvík) kl. 20-22 alla daga. Því fyrr því betra fyr- ir garðinn. Mundu mig, ég man þig. Geymið auglýsinguna. ■ Þjónusta Við smiðum stigana. Stigamaðurinn, Sandgerði, s. 92-37631/37779. NÝJUNG 'iV\p ' ■ * Jbpd, BERGVIK Bergvík, Eddufelli 4, Reykjavík, kynnir nýjung í markaðstækni með aukinni notkun myndbanda. Hér á íslandi sem og annars staðar færist það í vöxt að fyrirtæki notfæri sér myndbandið til kynningar á vörum og þjónustu ýmiss konar. Við hjá Bergvík höfum full- komnustu tæki sem völ er á til fjölföld- unar og framleiðslu myndbanda á Is- landi. Við hvetjum ykkur, lesendur góðir, til að hafa samband við okkur og við munum kappkosta að veita ykkur allar upplýsingar varðandi fjöl- foldun og gerð slíkra myndbanda. Við hjá Bergvík höfum bæði reynslu og þekkingu á þessu sviði og okkar markmið er að veita sem fjölþættasta þjónustu á sviði myndbanda. Bergvík, Eddufelli 4,111 Reykjavík, s. 91-79966. Tek að mér alla almenna gröfuvinnu, allan sólarhringinn. Uppl. í síma 75576 eða 985-31030. SENDLAR ÓSKAST á afgreiðslu strax vinnutími miðvikud., fimmtud. og föstud. Uppl. í síma 27022. Heimsþekkt gæðavara Pústkerfi úr RYÐFRÍU GÆÐASTÁLI í bifreiðar og vinnuvélar 5 ára ábyrgð á efni og vinnu Ipplysingar og pantamr 652877 og 652777 slenskt framtak hf. Hljóðdeyfikerfi hf. Stapahrauni 3 - Hafnarfirði REIKMSTOFA BAMKAMVA óskar eftir að taka á leigu sem fyrst a.m.k. 600 m2 skrifstofhúsnæði. Upplýsingar sendist forstjóra Reiknistofunnar, Kalk- ofnsvegi 1,150 Reykjavík, í síðasta lagi 10. maí nk. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Fjárhagsáætlun Sauðárkróks: Bilið brúað með lántökum Þórhállur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæj- ar var afgreidd eftir seinni umræðu í bæjarstjórn nýlega með 47,7 millj- óna króna halla að meðtöldum fram- kvæmdabð og lántökum bæjarins upp á 78 milljónir króna á þessu ári. Samt felur hún í sér aðhald í verkleg- um framkvæmdum. Minnihlutinn telur þó að til frekari sparnaðar og niðurskurðar hefði átt að grípa. Innan bæjarstjómar náðist sam- staða um áætlunina án verulegs ágreinings. Framsóknarmenn, sem eru í minnihluta, lögðu fram bókun þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum á þeirri þróun að sífellt hærri hluti af tekjum bæjarins færi í að greiða fjármagnskostnað. Reiknað er með að á þessu ári nemi hann rúmum 50 milljónum. Bæjarstjóri sagði að þó bærinn skuldaði of mikið bæri að hafa í huga að verið væri að safna í sjóð fyrir framtíðina með því til dæmis að kaupa upp gamlar byggingar og lóðir í gamla bænum. Þaö myndi koma til góða seinna meir því mun ódýrara væri fyrir bæinn að undirbúa það svæði fyrir byggingar en ný hverfi. Merming_______________ Form fullkomleikans Sú hugmynd að form þurfi ekki að vera hlutlæg eða „þekkjanleg” til að bera í sér hreina fegurð, er nú orðin ævagömul, kemur meira að segja fyrir í riti Platóns, Fílebus, ef ég man rétt. Öldum saman dormaði hugmyndin með vestrænum þjóðum í formi margháttaðra skreytinga en hlaut ekki öndvegissæti fyrr en við upphaf vorra tíma. Þrennt var það aðallega sem greiddi götu óhlutbundinnar eða „af- strakt” hstar í nútímanum, arfleifð skreytíhstar, áhrif frá tónhst og upp- gangur guðspekinnar. Ekki þarf að fjölyrða um þýðingu skreytilistar fyrir frumkvöðla af- strakthstar. Til að mynda hafði margháttuð mynsturgerð rússnesks alþýðufólks mikil áhrif á Kandinsky, sem stundum er nefndur „faðir af- straktlistar”. Sömuleiðis sáu margir Ustamenn engan mun á því sem átti sér stað annars vegar í tónlist, sem var jú fullkomlega „afstrakt” listgrein, hins vegar í „afstrakt” myndlist, sem styrkti þá auðvitað í trúnni á tilveru- rétt hins síðamefnda. í því sambandi má nefna tékkneska listamanninn Kupka, sem meira að segja málaði afstrakt verk sem voru eins og hljóm- borð í laginu. Þýðing guðspeki fyrir myndlistina fólst helst í því að hún endurvaktí irú á æðri veruleika, sem ekki var endi- lega reist á kristilegum grunni, held- ur var hún eins konar nýplatónska með dulrænum formerkjum. Orðsending úr andaheimum Guðspekilega þenkjandi listamenn eins og Mondrian töldu brýnna að fjalla um áðumefndan æðri vem- leika en jarðneska tilvist og gripu þá til óhlutbundinna líkinga eða tákna sem oftar en ekki þróuðust yfir í sjálfstæða afstraktlist. Einn af þessum guðspekingum í myndlistinni var sænsk pipariómfrú, Hilma af Khnt, sem árið 1904 fékk þá orösendingu frá andanum An- anda aö henni bæri að mála myndir af astral-planinu. Þetta kom ekki alveg flatt upp á Hilmu sem lært hafði til myndlistar og getið sér gott orð sem portrettmál- ari. Auk þess hafði hún um nokkurt skeið stundað sálarrannsóknir, ásamt öðrum konum á líku reki. Listakonan hófst þegar handa og það sem hún átti ólifað málaði hún eingöngu heimulleg málverk, um 1000 stykki, sem áttu aö mynda sér- stakt safn. Hilma af Khnt lést áriö 1944,82 ára gömul. Lengi vel hafði enginn í Svíþjóð áhuga á þessari sérkennilegu hsta- konu fyrr en á áttunda áratugnum að listfræðingurinn Áki Fant tók verk hennar til rannsóknar. Hilma af Khnt hlaut loks uppreisn æru árið 1986 er verk hennar skipuðu heiðurssess á sýningunni „Andans víddir: Afstrakt myndhst, 1890- 1985“, sem haldin var í Los Angeles og New York fyrir þremur árum. Upp frá því hafa verk Hilmu af Klint verið sýnd víða um lönd (þó ekki í heimalandi hennar, Svíþjóð), Tveir gestir virða fyrir sér eitt af málverkum Hilmu af Klint í Usta- safni íslands. DV-mynd GVA Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson og eru uppihangandi í Listasafni ís- lands til 7. maí næstkomandi. Formóðir afstraktmálara? Nú er engum blöðum um það að fletta að myndir Hilmu eru merkileg fyrirbæri, jafnt formrænt sem hug- myndalega. Þó held ég að við ættum ekki að ganga allt of langt í því að innhma þau í nútíma listasögu, gera hana að formóður helstu afstraktmálara, allt frá Delauney og Malevitsj til Jaspers Johns og Kenneths Noland. Allar vinnuforsendur hennar eru nefnilega ekki myndhstarlegar, hvorki í móderniskum skilningi né öðrum, heldur fyrst og síðast guð- spekilegar. Hér á ég við að henni er fyrir öllu að skapa og ítreka ímynd hins allra helgasta í víðasta skilningi, sem skýrir þráfaldlega notkun hennar á ævafomum formum fullkomleikans: hringjum, þríhyrningum, feming- um, stundum í bland við fimmhym- inga og spírala, sem sömuleiðis eiga sér langa sögu í heimullegum eöa guðspekilegum fræðum. Þessi form, svo og margítrekuð miðlægni þeirra, ásamt með dramat- ísku og eflaust táknrænu litrófi, gef- ur verkum Hilmu nánd á viö góða altaristöflu. En út frá myndlistarlegu sjónar- miði em þau auðvitað afar stöö, stat- ísk, láta allt uppi við fyrstu sýn en gefa síðan ekki meir af sér. Myndir Hilmu af Khnt eru því fremur hluti af forsögu afstrakthstar en sögu hennar. Sem dregur ekki úr gildi þeirra fyrir listfræðina. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.