Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Side 32
F R ÉTT AS KOTIÐ
ám&mm m H wÆ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað
Ritsljórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 - FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989.
Akureyri:
Göngugatan
eins og
vígvöllur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Göngugatan á Akureyri var eins
og vígvöllur á aö líta í morgun og
má rekja það til þess aö mikið var
um unglinga á feröinni þar í nótt.
Gagnfræðaskóli Akureyrar var
meö dansleik í Sjallanum. Aö sögn
lögreglu fór allt vel fram þar og ölvun
var ekki áberandi mikil. Hins vegar
safnaðist fólk saman í göngugötunni
eftir aö dansleiknum lauk, rúöur í
símaklefanum voru brotnar niöur og
glerbrot og annaö drasl var víöa í
götunni þegar Akureyringar fóru á
stjá þar í morgun.
Reykjavík:
Hettuklæddir
ræningjar
Tveir hettuklæddir menn geröu í
gærkvöld tilraun tii aö ræna tvo sö-
luturna í vesturbæ Reykjavíkur.
Þeim mistókst ætlun sín í bæði skipt-
in. Fyrst reyndu þeir að ræna sölut-
um viö Bræðraborgarstíg og síöan
viö Hjarðarhaga. Lögregla var kvödd
til en mennirnir, sem talið er að séu
ungir að árum, komust undan á
flótta.
Lögreglan handtók mann, sem var
aö stela bensíni af kyrrstæðri bifreið
viö Bifreiðar og landbúnaðarvélar
viö Armúla, um miönætti í nótt.
-sme
Guðjón B. Ólafsson:
Neitar að ræða
bréfið við
fréttamenn
„Ég ræöi ekki innanhússmál Sam-
bandsins á síöum dagblaðanna. Þaö
er mín skoöun aö shkt eigi ekki aö
gera. Ég verö því aö vísa þér á stjórn-
arformann fyrirtækisins," sagöi
Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bandsins, í morgun er DV spuröi
hvort hann liti á þaö sem vantraust
í starfi aö fá skriflegt bréf frá stjórn-
arformanni Sambandsins þar sem
hann er krafrnn um nákvæma út-
færslu á því hvernig hann hyggist
rétta af rekstur Sambandsins. Guö-
jóni er veittur frestur fram í byrjun
maí til aö svara bréfinu. -JGH
- sjá einnig bls. 2
LOKI
Já, sumir eru miklir
pabbastrákar!
Verktakar sem fengu ekki að bjóða í flugvallargerð við Þórshöfn:
Pahhi féklc verkið
Hlfir I 1 vimll W^rl 11IW
Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri:
Mikil ólga er meðal verktaka
víða á Noröurlandi, vegna þess aö
vinna við flugvöll á Þórshöfn, sem
gera á í sumar og á næsta ári, skuh
ekki vera boðin út eins og tíðkast
hefúr við shkar fr amkvæmdir und-
anfarin ár en samtals mun hér vera
um að ræða framkvæmdir upp á
24 mihjónir króna.
„Þegar flugmálastjóri kom lúng-
aö viö annan mann til að ganga frá
samningum viö landeigendur höfð-
um við ffumkvæðið að því að ræða
við hann, ég og sveitarstjórinn á
Þórshöfn, í þeim tilgangi að leita
eftir þvi hvort við heimamenn gæt-
um fengið þessa vinnu,“ segir Sigf-
ús A. Jóhannsson, bóndi aö Gunn-
arsstöðum og formaður Bílstjórafé-
lagsins Þórs, en það er félag vöru-
bílstjóra á Þórshöfn og í tveimur
hreppsfélögum öörura.
„Þarna er Steingrímur sam-
gönguráðherra bara að rétta pabba
sínum þetta verkefni á silfurfati,“
sagði verktaki sem ræddi viö DV í
gær, en Sigfús, formaður Bilstjóra-
félagsins Þórs, er faöir Steingríms
samgönguráðherra. Þessi verktaki
vildi ekki láta birta nafn sitt, sagð-
ist óttast að þá yrði hann útilokað-
ur frá verkefnum í framtíðinni.
„Þetta mál var rætt við flugmála-
stjóra, og ég hef gætt þess að ráð-
herra kæmi ekki inn í þetta mál,“
sagði Sigfús A. Jóhannsson, for-
maður Þórs. „Það kann að vera að
mönnum þykiþað óeðlilegt að þetta
skuli ekki boðið út eins og gert var
í fyrra en þeir menn sem gefa í
skyn að við höfúm haft einhver
samskipti við ráðherra vegna þessa
máls fara með lygar,“ sagði Sigfús.
„Þaö er í deiglunni að semia við
heimamemt um þetta verk án út-
boðs, svo framarlega sem þeir eru
samkeppnisfærir miðað við þau
einingaverð sem við þekkjum,"
sagði Jóhann A. Jónsson hjá Flug-
málastjóm en þessi mál heyra und-
ir hann.
Jóhann var spurður hvað ylli því
að þetta verk ætti ekki að bjóða út
eins og gert var við framkvæmdir
á öðrum ílugvöllum norðanlands í
fyrra.
„Það var skipaður starfshópur á
vegum samgönguráðuneytisins til
að endurskoða þessi útboðsmál og
þessi hópur hefur lokið störfum. í
niðurstöðum hans er heldur létt á
þessu þannig að við höfum heimild
til aö semja um svona verk án út-
boðs upp að ákveðnu marki.
Steingrímur Sigfússon ráðherra
hefur ekki beitt sér í þessu máli og
það hefur alls ekkert komið inn á
hans borð. Þetta er alfariö í okkar
valdi að ákveða þetta og ekki hægt
að velta Steingrími Sigfússyni upp
úr þessu máli,“ sagði Jóhann A.
Jónsson.
Þykk snjóalög eru enn á Hellisheiði þrátt fyrir bjart veöur síðustu daga. Ekkert bendir til að snjóa leysi alveg á
næstunni. Eflaust þykir þó mörgum þetta ekki mikill snjór. Þær fréttir berast aö norðan að þar snjói enn og var
þó töluverður snjór fyrir. DV-mynd BG
Samvinnuskólinn:
Útskrifar
stúdenta á
ntánudag
„Hér er ekkert kennaraverkfall því
við skólann starfa engir kennarar
sem eru félagar í Hinu íslenska kenn-
arafélagi. Samvinnuskólinn er sjálfs-
eignarstofnun SÍS og stjórn skólans
er skipuð stjórn Sambandsins auk
eins fulltrúa frá menntamálaráðu-
neytinu,“ segir Jón Sigurðsson,
skólastjóri Samvinnuskólans á Bif-
röst.
Samvinnuskólinn mun næstkom-
andi mánudag brautskrá 29 stúdenta
frá skólanum.
„Kennarar skólans eru í Starfs-
mannafélagi Sambandsins og eiga
því ekki í kjaradeilum," segir Jón.
-J.Mar
Fasteignasalar:
Hækka skoðunar-
gjald um 20%
Fasteignasölur hafa hækkað skoð-
unargjald um tæp 20 prósent eða frá
5.600 krónum í 6.700 krónur með
söluskatti. Verðlagning fasteignasala
heyrir ekki undir Verðlagsstofnun
heldur fellur undir sérlög.
Skoðunargjaldið greiðist fyrir
skoðun og verðmat á húseignum en
dregst síðan frá sölulaunum fast-
eignasölunnar þegar viðkomandi
eign er seld. -JJ
Veðrið:
Dregur fyrir sól
Allt bendir til að sólskinið á sunn-
an- og vestanverðu landinu sé á
undanhaldi. Hægir suðaustanvind-
ar blása og mun einhver úrkoma
fylgja. Á morgun, laugardag, er
búist við rigningu. Norðvestanátt
ræður enn ríkjum á Norðaustur-
landi. Hún verður þó ekki eins
sterk og verið hefur.
Voðurspúr DV bhj «kl<l
bygoöar 6 upplýsinöum
tr* Vuðurstolu fslonds. ■
Þaor aru fengrurr arlandis
m vaðurkorta-
BÍIALEIGA
v/Flugvallarveg
91-6144-00