Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månedapril 1989næste måned
    mationtofr
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Side 32
F R ÉTT AS KOTIÐ ám&mm m H wÆ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað Ritsljórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 - FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. Akureyri: Göngugatan eins og vígvöllur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Göngugatan á Akureyri var eins og vígvöllur á aö líta í morgun og má rekja það til þess aö mikið var um unglinga á feröinni þar í nótt. Gagnfræðaskóli Akureyrar var meö dansleik í Sjallanum. Aö sögn lögreglu fór allt vel fram þar og ölvun var ekki áberandi mikil. Hins vegar safnaðist fólk saman í göngugötunni eftir aö dansleiknum lauk, rúöur í símaklefanum voru brotnar niöur og glerbrot og annaö drasl var víöa í götunni þegar Akureyringar fóru á stjá þar í morgun. Reykjavík: Hettuklæddir ræningjar Tveir hettuklæddir menn geröu í gærkvöld tilraun tii aö ræna tvo sö- luturna í vesturbæ Reykjavíkur. Þeim mistókst ætlun sín í bæði skipt- in. Fyrst reyndu þeir að ræna sölut- um viö Bræðraborgarstíg og síöan viö Hjarðarhaga. Lögregla var kvödd til en mennirnir, sem talið er að séu ungir að árum, komust undan á flótta. Lögreglan handtók mann, sem var aö stela bensíni af kyrrstæðri bifreið viö Bifreiðar og landbúnaðarvélar viö Armúla, um miönætti í nótt. -sme Guðjón B. Ólafsson: Neitar að ræða bréfið við fréttamenn „Ég ræöi ekki innanhússmál Sam- bandsins á síöum dagblaðanna. Þaö er mín skoöun aö shkt eigi ekki aö gera. Ég verö því aö vísa þér á stjórn- arformann fyrirtækisins," sagöi Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, í morgun er DV spuröi hvort hann liti á þaö sem vantraust í starfi aö fá skriflegt bréf frá stjórn- arformanni Sambandsins þar sem hann er krafrnn um nákvæma út- færslu á því hvernig hann hyggist rétta af rekstur Sambandsins. Guö- jóni er veittur frestur fram í byrjun maí til aö svara bréfinu. -JGH - sjá einnig bls. 2 LOKI Já, sumir eru miklir pabbastrákar! Verktakar sem fengu ekki að bjóða í flugvallargerð við Þórshöfn: Pahhi féklc verkið Hlfir I 1 vimll W^rl 11IW Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: Mikil ólga er meðal verktaka víða á Noröurlandi, vegna þess aö vinna við flugvöll á Þórshöfn, sem gera á í sumar og á næsta ári, skuh ekki vera boðin út eins og tíðkast hefúr við shkar fr amkvæmdir und- anfarin ár en samtals mun hér vera um að ræða framkvæmdir upp á 24 mihjónir króna. „Þegar flugmálastjóri kom lúng- aö viö annan mann til að ganga frá samningum viö landeigendur höfð- um við ffumkvæðið að því að ræða við hann, ég og sveitarstjórinn á Þórshöfn, í þeim tilgangi að leita eftir þvi hvort við heimamenn gæt- um fengið þessa vinnu,“ segir Sigf- ús A. Jóhannsson, bóndi aö Gunn- arsstöðum og formaður Bílstjórafé- lagsins Þórs, en það er félag vöru- bílstjóra á Þórshöfn og í tveimur hreppsfélögum öörura. „Þarna er Steingrímur sam- gönguráðherra bara að rétta pabba sínum þetta verkefni á silfurfati,“ sagði verktaki sem ræddi viö DV í gær, en Sigfús, formaður Bilstjóra- félagsins Þórs, er faöir Steingríms samgönguráðherra. Þessi verktaki vildi ekki láta birta nafn sitt, sagð- ist óttast að þá yrði hann útilokað- ur frá verkefnum í framtíðinni. „Þetta mál var rætt við flugmála- stjóra, og ég hef gætt þess að ráð- herra kæmi ekki inn í þetta mál,“ sagði Sigfús A. Jóhannsson, for- maður Þórs. „Það kann að vera að mönnum þykiþað óeðlilegt að þetta skuli ekki boðið út eins og gert var í fyrra en þeir menn sem gefa í skyn að við höfúm haft einhver samskipti við ráðherra vegna þessa máls fara með lygar,“ sagði Sigfús. „Þaö er í deiglunni að semia við heimamemt um þetta verk án út- boðs, svo framarlega sem þeir eru samkeppnisfærir miðað við þau einingaverð sem við þekkjum," sagði Jóhann A. Jónsson hjá Flug- málastjóm en þessi mál heyra und- ir hann. Jóhann var spurður hvað ylli því að þetta verk ætti ekki að bjóða út eins og gert var við framkvæmdir á öðrum ílugvöllum norðanlands í fyrra. „Það var skipaður starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins til að endurskoða þessi útboðsmál og þessi hópur hefur lokið störfum. í niðurstöðum hans er heldur létt á þessu þannig að við höfum heimild til aö semja um svona verk án út- boðs upp að ákveðnu marki. Steingrímur Sigfússon ráðherra hefur ekki beitt sér í þessu máli og það hefur alls ekkert komið inn á hans borð. Þetta er alfariö í okkar valdi að ákveða þetta og ekki hægt að velta Steingrími Sigfússyni upp úr þessu máli,“ sagði Jóhann A. Jónsson. Þykk snjóalög eru enn á Hellisheiði þrátt fyrir bjart veöur síðustu daga. Ekkert bendir til að snjóa leysi alveg á næstunni. Eflaust þykir þó mörgum þetta ekki mikill snjór. Þær fréttir berast aö norðan að þar snjói enn og var þó töluverður snjór fyrir. DV-mynd BG Samvinnuskólinn: Útskrifar stúdenta á ntánudag „Hér er ekkert kennaraverkfall því við skólann starfa engir kennarar sem eru félagar í Hinu íslenska kenn- arafélagi. Samvinnuskólinn er sjálfs- eignarstofnun SÍS og stjórn skólans er skipuð stjórn Sambandsins auk eins fulltrúa frá menntamálaráðu- neytinu,“ segir Jón Sigurðsson, skólastjóri Samvinnuskólans á Bif- röst. Samvinnuskólinn mun næstkom- andi mánudag brautskrá 29 stúdenta frá skólanum. „Kennarar skólans eru í Starfs- mannafélagi Sambandsins og eiga því ekki í kjaradeilum," segir Jón. -J.Mar Fasteignasalar: Hækka skoðunar- gjald um 20% Fasteignasölur hafa hækkað skoð- unargjald um tæp 20 prósent eða frá 5.600 krónum í 6.700 krónur með söluskatti. Verðlagning fasteignasala heyrir ekki undir Verðlagsstofnun heldur fellur undir sérlög. Skoðunargjaldið greiðist fyrir skoðun og verðmat á húseignum en dregst síðan frá sölulaunum fast- eignasölunnar þegar viðkomandi eign er seld. -JJ Veðrið: Dregur fyrir sól Allt bendir til að sólskinið á sunn- an- og vestanverðu landinu sé á undanhaldi. Hægir suðaustanvind- ar blása og mun einhver úrkoma fylgja. Á morgun, laugardag, er búist við rigningu. Norðvestanátt ræður enn ríkjum á Norðaustur- landi. Hún verður þó ekki eins sterk og verið hefur. Voðurspúr DV bhj «kl<l bygoöar 6 upplýsinöum tr* Vuðurstolu fslonds. ■ Þaor aru fengrurr arlandis m vaðurkorta- BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-6144-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 96. tölublað (28.04.1989)
https://timarit.is/issue/192233

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

96. tölublað (28.04.1989)

Handlinger: