Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Page 25
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989. 41 um á ég viö að algerlega var gengið framhjá þeim sögulega og landfræði- lega ramma sem þessar sögur gerðust í. Fræðimennirnir tóku það úr sögun- um sem þeim hentaði. Eftir fyrirlestur- inn stóð upp fólk sem sagði sögur af kennurum sínum, annars vegar kenn- urum sem höfðu farið mjög vel með efnið og ekki verið á flokkslínunni. Hins vegar var sagt frá kennurum sem voru gallharðir nasistar og túlkuðu þessar heittelskuðu fornbókmenntir okkar algerlega í þágu nasismans. í efnisöíluninni kom mér mest á óvart hve víða þessar bókmenntir höfðu ver- ið notaðar - ekki aðeins í skólum. Fóru leikhópar um héruð og settu á svið svokallaða þingleika sem voru ekkert annað en eftirlíking á þinghaldi við Öxará til forna. Það var því allt gert til þess að frægja þennan tíma og gera persónur íslendingasagnanna að fyrir- mynd þýskra nasista. Áhugi á íslandi - Nú hefur þú farið vítt og breitt um Þýskaland á fyrirlestrahaldi, með það fyrir augum að kynna Þjóðverjum land og þjóð. Hvað heldurðu að þessir fyrir- lestrar séu orðnir margir. Ég hef aldrei talið þá en gæti trúað aö þessir kynningarfyrirlestrar væru orðnir á annað hundrað. Þó að aðsókn- in hafi farið eftir því hvernig þeir voru auglýstir má segja að þessir íslands- fyrirlestrar hafi alltaf verið mjög vin- sælir. ísland dregur alltaf töluverðan hóp af fólki að. Ohætt er að segja að mest hafi aðsóknin verið hér í Munchen þar sem húsfyllir varð í fyr- irlestrasal Deutsches Museum. Ég hef haldiö fyrirlestrana í tvenns konar formi. Annars vegar eru þeir undir- búnir í samvinnu við ýmsar skrifstof- ur og hins vegar hef ég í seinni tíð verið meira á ferð í lýðháskólum sem sjálfir sjá um að kynna þessa fundi. Aðsóknin hefur yfirleitt verið jafn- mikil og salarkynnin hafa rúmað. Reyndar má geta þess að ekki alls fyr- ir löngu fór ég út fyrir þýsku landa- mærin með einn fyrirlestur. Var ég fenginn alla leið til Lietzeburgen, það er Luxemborgar, til að sjá um fyrirlest- ur á íslandsviku. Mér þótti það mjög skondið að það eina sem ég skildi hjá konunni, sem kynnti mig, var nafnið mrtt því hún talaði lúxembúrgísku, í lokin varð hún að gefa mér bendingu um að taka til máls. Sem betur fór skildi fólkið í salnum þýsku. Vinnur fyrir þýska útvarpið - Þú hefur líka starfað hér í Þýska- landi sem þáttagerðarmaður hjá þýska útvarpinu. Hvernig kom það til? Það ævintýri byrjaði á námsárum mínum í Brimaborg. Þá var ég að snigl- ast í útvarpinu í Bremen vegna þátta- gerðar fyrir íslenska útvarpið. Ein- hverra hluta vegna frétti af mér maður sem var að vinna þátt um úfhlutun Seffensverðlauna til Hannesar Péturs- sonar. Hann vantaði sárlega efni um þetta íslenska skáld í menningarþátt. Ég var leiddur á fund hans. Reyndist hann vera dagskrárstjóri útvarpsins í Bremen, ágætur vinur minn síðan, nú fréttaritari fyrir þýska útvarpið í Búdapest. Hann bað mig snarlega um að taka saman efni um Hannes. Sem betur fór þekkti ég ljóð Hannesar og átti meira að segja nokkrar bækur eft- ir hann í hillu. Ég þýddi þá við lítinn orðstír í fljótheitum, sem aldrei má gera, tvö eða þrjú ljóð eftir Hannes því algerlega vantaði ljóð eftir hann á þýsku. Eftir það spannst þetta stig af stigi. Síðan var ég beðinn um að gera lengri þátt um íslenskar bókmenntir og ég var annað slagið með pistla fyrir útvarpið hér þegar ég var að ljúka námi hér úti. Síðan hófst þetta aftur þegar ég kom hingað 1985. í tilefni þess að Vigdís Finnbogadóttir forseti átti fimm ára embættisafmæli var ég beð- inn um að gera 15 mínútna þátt í þátta- röð sem fjallaði um tiltekið atvik sem gerst haíði þennan dag. Seinna hafa þeir oft kallað mig til ef fjalla þarf um efni sem tengist íslandi og Norðurlönd- unum. Pistlagerð skemmtileg -Var það jafnmikil tilviljun að þú hófst að senda pistla fyrir íslenska út- varpið heim. Nei, ekki er hægt að segja það. Áður en ég fór út í doktorsnámið 1985 vann ég við þáttagerð um heimspeki í út- varpinu. Einhvern veginn komst ég á snoðir um það að Ríkisútvarpið vant- aði mann tú þess að senda heim pistla frá Þýskalandi. Hér hafði verið ágætur maður í Munchen, Guðni Bragason, sem þá var kominn til íslands. Ég hóf þessa pistlagerð sem aldrei átti að vera mikil. Hins vegar fór þetta að aukast og ég fór að hafa gaman af þessu og þeir kvörtuðu ekki. Þessi pistlagerð hefur kannski orðið dálítið umfangs- mikil á seinni árum. Á sínum tíma bættist rás 2 við sem líka vildi fá pistla frá útlöndum. Það bauð upp á þann möguleika að senda annars konar efni en á rás 1, það er að segja sleppa grafal- varlegu fréttaefni og gefa mannlegu hliðinni meiri gau'm. Þannig hefur þetta og blásist út eins og púki á fjós- bita. - Þannig að þú hefur kannski haft lít- inn tíma til að sinna doktorsritgerð þinni. Hún hefur verið hálfgerð hornreka um nokkurt skeið. Ég gat notað styrk úr vísindasjóði, sem ég fékk á sínum tíma, til að hendast á milli safna hér í Þýskalandi til heimildasöfnunar. Þá viðaði ég að mér þeim grundvallarupp- lýsingum sem mig vantaði. Ég sótti aðeins einu sinni um þessa aðstoð og hrökk hún skammt. Eftir það hef ég sinnt ritgerðinni í algerum hjáverkum, en það stendur allt til bóta. Þess má þó geta hér að ég mun gera grein fyrir helstu niðurstöðum mínum í bók sem til stendur að gefa út heima seinna á þessu ári. KurtWaldheim kom á óvart - Síðan bætist sjónvarpið við. Er það mesti tíminn í þinni vinnu sem fer í það? Ekki hef ég unnið ýkja mikið fyrir sjónvarpið en öll þáttagerð fyrir sjón- varp er miklu tímafrekari en sambæri- leg vinna fyrir útvarp. AðaMðfangs- efnið er samtalsþættirnir við mæta menn sem ég hef gert upp á síðkastið. Þar að auki kemur ýmislegt fréttaefni- Maður þarf að hafa í huga að sjón- varpsvinnan er mjög dýr og þarf því að undirbúa slíka vinnu mjög vel. Ég hef yfirleitt haft samband við fólk sem er að taka sín fyrstu spor í kvikmynda- gerð þannig að hægt er að halda þeim kostnaði í lágmarki. Erfitt er fyrir ís- lenska sjónvarpið að standa undir kostnaði sem liggur í leigu frá Euro- vision eða opinberu þýsku stöðvunum. - Hver þeirra manna, sem þú hefur átt tal viö i sjónvarpsþáttum þínum, er þér eftirminnilegastur? Sá sem ég man einna best eftir er Kurt Waldheim, forseti Austurríkis. Maður hafði heyrt margt misjafnt um þann mann. Það kom mér á óvart, kannski vegna þess hve fordómafullur ég var í garð hans, hve elskulegur hann reyndist í viðkynningu. Hann tók mér opnum örmum, var skrafhreifinn og þægilegur í viðmóti, eiginlega hið mesta ljúfmenni. Af þeim mönnum sem ég hef tekið viðtal við - reyndar ekki í sjónvarpi heldur fyrir tímaritið Mannlíf - er Willy Brandt tvimæla- laust eftirminnilegastur en með hon- um átti ég eina dagstund í Bonn. Hann var óskaplega sterkur persónuleiki og hafði einna mesta útgeislan af þeim mönnum sem ég hef talað við. ÁleiðtilSviss á söngvakeppni - Nú ert þú á leið til Lausanne í Sviss til að lýsa fyrir sjónvarpsáhorfendum því sem fram fer í söngvakeppninni, hefurðu heyrt íslenska lagið? Ég er satt aö segja ekki ennþá búinn að heyra það. Hins vegar er ég búinn að heyra þaö þýska og ég get ekki ímyndað mér að það íslenska sé slapp- ara en þýska lagiö sem er hreinasta hörmung. Það kemur mér á óvart hvað það er mikið tilstand í kringum þessa keppni. Keppnin er orðin umfangsmik- ið alþjóðlegt fyrirtæki. Þeir sem koma nálægt þessu verða að mæta mörgum dögum áður og er stífur undirbúningt' ur í tæpa viku áður en hún fer í loftið. Sem sagt allt hið mesta ævintýr sem gaman er að taka þátt í. Ég hef aðeins einu sinni lýst svona beint heim fyrir íslenska sjónvarpið. Þaö var í Berlín þegar evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent í fyrsta skiptið. Fyrsta hálftímann eftir þá lýsingu var ég ákveðinn að koma aldrei nálægt slíku aftur þar sem bilun varð í tækjum heima. Ég komst ekki að fyrr en búið var að tengja tólin og voru þá liðnar 15 mínútur af útsendingu. Þá var mér sagt að telja í huganum upp að tuttugu og byrja svo að tala. Það má því nærri geta hvort ég hafi ekki verið óstyrkur í minni fyrstu beinu sjónvarpsútsend- ingu. Hins vegar er ég sannfærður um að undirbúningur söngvakeppninnar í Lausanne er miklu betri og er mín heitasta ósk að ekkert fari úrskeiðis í tæknimálum. Mjög dapurlegt er að sitja lokaður inni í klefa og fá ekki samband við landið sem maður á að tala til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.